Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981
19
Ófærð víða um land:
Lítill snjómokstur
vegna óveðursins
NORÐANGARRI hefur gengið yfir landið undanfarna
daga og hefur færð af þeim sökum spillzt mjög víða og
hefur orðið að fresta snjómokstri víða vegna veðursins,
að sögn Arnkels Einarssonar, vegaeftirlitsmanns.
í gærmorgun tókst að opna
leiðina norður til Akureyrar og
vegurinn til Siglufjarðar var
opnaður. Austan Akureyrar var
mjög mikil ófærð í gærdg, nema
hvað fært var frá Húsavík til
Mývatns.
Á Norðausturlandi voru allir
vegir ófærir í gærdag og vegna
veðurs var ekki einu sinni hægt að
kanna ástandið.
Ágætis færð er um Borgarfjarð-
arsveitir og vestur í Búðardal, en
þar fyrir vestan hefur ekki verið
hægt að ryðja neitt undanfarið í
Dalasýslu og Barðastrandarsýslu.
Sðmu sögu er að segja úr Stranda-
sýslu, en ekki hefur verið hægt að
opna veginn til Hólmavíkur.
Heldur skárra veður var á
Patreksfirði og var fært þaðan til
Tálknafjarðar í gærdag. Ófært var
um Hálfdán. Á norðanverðum
Vestfjörðum var veður slæmt í
gærdag og var ófært frá ísafirði
til Þingeyrar. Fært var hins vegar
frá ísafirði til Bolungavíkur og
vegurinn til Súðavíkur var opnað-
ur í gær.
I gærdag var greiðfært austur
yfir Hellisheiði og allt austur með
suðurströndinni til Breiðdalsvík-
ur. Mikil ófærð var hins vegar
austan Breiðdalsvíkur á Austur-
landi.
Varamaður formanns Framsóknarflokks:
„Alþýðubandalagið
getur stöðvað
þessar framkvæmdir“
„Samkomulag milli oddvita
ríkisstjórnarsamstarfsins“
Engin islenzk ríkisstjórn, ailar götur frá og með viðreisn, sem
stofnað var til 1959, hefur sett sér starfsreglur, umfram það sem
greinir i lögum og reglugerð um stjórnarráðið, sagði Sighvatur
Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins á Alþingi i gær.
Starfsreglur þær, sem Steingrimur Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur greint Alþingi frá að séu i gildi milli aðila
núverandi rikisstjórnar, eru því bæði einsdæmi og nýjung, sem
núverandi ríkisstjórn hefur haft algjört frumkvæði um.
Sighvatur Björgvinsson vitnaði
til ummæla Svavar Gestssonar,
formanns Alþýðubandalagsins í
Þjóðviljanum, þess efnis, að í gildi
væru sérstakar reglur um starfs-
hætti í ríkisstjórninni, sem vörð-
uðu öll meiriháttar mál, og allir
aðilar stjórnarsamstarfsins yrðu
að taka tillit til. Hann vitnaði og
til fréttar í Dagblaðinu, byggðri á
viðtali við Finnboga Hermanns-
son, varaþingmann fyrir Stein-
grím Hermannson í Vestfjarða-
kjördæmi, sem kæmi heim og
saman við staðhæfingu Svavars í
Þjóðviljanum.
Ég hringdi í þennan varaþing-
mann fyrir formann Framsóknar-
flokksins í gær, sagði Sighvatur,
og bar undir hann Dagblaðsfrétt-
ina. Það sem Finnbogi Her-
mannsson hafði um málið að
segja, var þetta:
★ „Frétt Dagblaðsins um sam-
komulag stjórnarflokkanna hefur
verið lesin fyrir mig. Ég staðfesti
að allt, sem þar er eftir mér haft,
er rétt eftir haft“.
★ „Ástæðan fyrir því, að ég
skýrði frá samkomulaginu, sem
gert var milli oddvita hinna
þriggja aðila ríkisstjórnarsam-
starfsins, er sú, að ég tel fyrirhug-
aðar framkvæmdir á Keflavíkur-
flugvelli vera brot á því samkomu-
lagi í þeim anda, að enginn geti
tekið ákvörðun um slíkt stórmál,
sem ríkisstjórnin þarf öll að fjalla
um“.
★ „Á sama hátt tel ég ótvírætt
að Alþýðubandalagið geti stöðvað
þessar framkvæmdir með tilvísun
til samkomulagsins um að engar
meiriháttar ákvarðanir verði
teknar nema með samþykki allra
aðila stjórnarsamstarfsins. Með
sama hætti og ég tel að aðrir
aðilar samstarfsins geti með sama
hætti stöðvað ákvarðanir, sem
þeir eru á móti og telja vera meiri
háttar, með vísun til þessa sam-
komulags".
Ég bað forseta þingdeildarinnar
um tækifæri til að bera fram
fyrirspurn til Steingríms Her-
mannssonar, sjávarútvegsráð-
herra og formanns Framsóknar-
flokksins, vegna þessara upp-
ljóstrana varaþingmanns hans í
Vestfjarðakjördæmi, sem stang-
ast á við staðhæfingar sumra
ráðherra. Þetta varðar sjálf ör-
yggismál þjóðarinnar, þar á meðal
varnarliðsframkvæmdir, og ég tel
einsýnt, í ljósi ummæla þessa
varaþingmanns Framsóknar-
flokksins, að formaður flokksins
þurfi að gefa frekari skýringu
varðandi þetta mál. Mér kom því
mjög á óvart er forseti þingdeild-
arinnar synjaði mér um utan-
dagskrárumræðu. Þess vegna
kvaddi ég mér hljóðs til að ræða
þingsköp og koma þessum upplýs-
ingum þann veg á framfæri við
þingið.
Sverrir Hermannsson, forseti
þingdeildarinnar, sagði venju,
þegar beðið væri um utandag-
skrárumræðu til bera fram fyrir-
spurn til ákveðins ráðherra, að
leyfi til slíks væri háð því að
viðkomandi ráðherra, í þessu til-
felli sjávarútvegsráðherra, féllist
á það. Ráðherra taldi hinsvegar að
þessi mál hefðu þegar (sl. þriðju-
dag) fengið það rækilega umfjöll-
un í þinginu að nóg væri. Þessar
röksemdir hlaut ég að fallast á.
Sighvatur Björgvinsson (A)
kvaðst skilja afstöðu forseta en
vítti harðlega þá afstöðu ráðherra
að neita að svara eðlilegum spurn-
ingum þingmanns í framhaldi af
nýjum, alvarlegum upplýsingum í
viðkæmu máli er varðaði örygg-
ismál þjóðarinnar og hugsanlegt
neitunarvalds minnihlutaflokks á
þeim vettvangi.
AUGLYSINGASTÖFAN ELMI LJÓSM EFFECT / S ÞORGEIRSSON
Fermingarfötin
glæsilegu
Jakkinn úr grófu ullar-tweed efni og ífjölbreyttu litaúrvali.
Buxurnar með fellingum. Og nú það allra nýjasta,
STRETCH-FLANNEL efni í buxur. Það er mjúkt, teygjan-
legt og situr vel, auk þess sem það heldur vel brotum.
Vestið með prjónuðu baki og í sama lit og buxurnar.
Auk þessara glœsilegu fermingarfata höfum við allt sem við
á: skyrtur, bindi, sokka og skó.
Hjá okkur fcest allt á fermingardrenginn á santa staðnum.
HmÉi
SNORRABRAUT 56 SÍM113505
Austurstræti 10
sími. 27211
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
Þl AIGLYSIR l'M ALLT
LAND ÞEG AR Þl AI G-
LYSIR 1 MORGl NBLADIM