Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Iðnaðurinn og ríkisstjórnin Það er einkennilegt að hlusta á ráðherra hafa þau orð um málflutning forystumanns einnar af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarbúsins, að þessi söngur hafi verið sunginn svo oft, að hann fari nú inn um annað eyrað og út um hitt. Orð Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra í útvarpinu á miðvikudagskvöldið um ræðu Davíðs Sch. Thorsteinssonar, formanns Félags ísl. iðnrekenda, á ársþingi iðnrekenda þann sama dag, voru á þessa leið. Engu var líkara en ráðherrann teldi sér varla sæma að lúta svo lágt að ræða efnislega um vanda íslensks iðnaðar. Auðvitað hagaði iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, ferðum sínum þannig, að hann væri erlendis, þegar iðnrekendur þinguðu. í hans stað sat Svavar Gestsson ársþingið. Hann og Tómas Árnason voru svo sem ágætir fulltrúar þeirra stjórnmála- flokka, sem stjórnað hafa viðskiptamálum þjóðarinnar síðan 1971. Framsóknarmenn hafa þó setið þar lengur við stjórnvölinn en kommúnistar, þó varla megi á milli sjá, ef tekið er mið af árangri og stefnumörkun. Verðbólgan hefur til dæmis aldrei verið meiri frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar en í tíð ráðherra þessara flokka, sem telja þó verðlagshöft í sínum höndum besta vopnið gegn verðbólgu. En hvers vegna tekur viðskiptaráðherra þann kost að tala af lítilsvirðingu um baráttumál Félags ísl. iðnrekenda? Og hvers vegna kýs iðnaðarráðherra að dveijast erlendis, þegar iðnrekendur halda ársþing sitt? Ástæðan er sú sama í báðum tilvikum: aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum iðnaðarins. Davíð Sch. Thorsteinsson rakti þetta dugleysi og nefndi meðal annars: Ríkisstjórnin leiðrétti ekki starfsskilyrði iðnaðarins á sl. ári, enn ríkir því mismunun í starfsskilyrðum atvinnuvega. Ríkisstjórnin framlengdi ekki aðlögun- artíma iðnaðarins vegna EFTA-aðildar, þar með var samkeppnisstaða meginhluta iðnaðarins skert um 3%. Mikill hluti framleiðsluiðnaðar er því nú rekinn með tapi. Tvísýna ríkir af þessum sökum um atvinnuöryggi stórs hóps þeirra 14 manna, sem hafa atvinnu af framleiðsluiðnaði. Margföldun vörugjalds á gosdrykkjum og sælgæti hefur haft alvarlegar afleiðingar. Ekkert liggur fyrir um millifærslu til iðnaðar, sem boðuð var í áramótaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Af viðbrögðum viðskiptaráðherra er ljóst, að hann ætlar að hafa þessa gagnrýni og ábendingar að engu. Kennslubók um Pólland Eiður Guðnason, alþingismaður, kvaddi sér hljóðs hér í blaðinu 11. mars síðastliðinn og gerði að umtalsefni bók frá Ríkisútgáfu námsbóka fyrir 11 ára skólabörn, sem heitir: Á ferð um Evrópu: Pólland. Eins og þingmaðurinn bendir á, er full ástæða fyrir foreldra að fylgjast með lesefni því, sem börnum þeirra er útdeilt í skólum, sérstaklega í svonefndum samfélagsfræðum. Lýsing Eiðs á efni bókarinnar um Pólland rökstyður nauðsyn slíks eftirlits. Eins og við var að búast svaraði fulltrúi samfélagsfræða í menntakerfinu Eiði hér í blaðinú. Ingvar Sigurgeirsson, námsstjóri, segir í svargrein 17. mars, að hann sé reiðubúinn að ræða við Eið og aðra foreldra um námsefni barna þeirra en ekki „á grundvelli getsaka og dylgna". Þetta er því miður sá tónn, sem forráðamenn námsefnis í skólum nota oftast þegar að störfum þeirra er fundið. Hann hvetur síður en svo til frekari umræðna. Ingvar Sigurgeirsson segir, að markmið samfélagsfræðslu í grunnskólum sé m.a. að „búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi". Síðan svarar hann gagnrýni Eiðs Guðnasonar um að ekki sé greint frá stjórnarfyrirkomulagi í Póllandi eða tengslum þess við Sovétríkin á þann veg, að þessir þættir hafi þótt „of flóknir fyrir 11 ára börn“. Þessi skýring er léttvæg, ekki síst með tilliti til þess, að um Pólland er yfirleitt ekki fjallað daglega nema vcgna stjórnarhátta þar og sambandsins við Sovétríkin. Fræðsla um þau mál er einmitt til þess fallin að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Þótt ekki megi fjalla um stjórnmál Póllands, skal í samfélagsfræði fjalla um dvöl bandaríska varnarliðsins á íslandi, enda er það gert í bókinni um Pólland! í fyrirmælum um samfélagsfræðslu segir, að um varnir íslands skuli fjallað, af því að þar sé „á ferðinni deilumál sem snertir bæði tilfinningaleg og pólitísk viðhorf manna“. Athyglisvert er að Ingvar Sigurgeirsson svarar alls ekki gagnrýni Eiðs Guðnasonar um umsögn bókarinnar um Berlín- armúrinn. Þar er þó greinilega látið hjá líða að segja frá hiutunum eins og þeir eru. Eru þeir líka of flóknir fyrir 11 ára börn? Ingvar Gíslason menntamálaráðherra trónar yfir þessari útgáfu- starfsemi. Pólitíska ábyrgðin er því hans. Vart er þess að vænta, að ráðherrann sjái neitt athugavert við þessa bók, að minnsta kosti meðan hann sinnir formennsku í búlgörsk-íslensku hátíðarnefndinni. Kannski lætur hann í hátíðarskyni semja skólabók um „lýðræðið" í Búlgaríu og stöðu Bændaflokksins þar? Ártúnsholt, ingaholt og v Helstu bygginga- svæði fram til alda- móta: Á FUNDI skipulagsnefnd- ar síðastliðinn mánudag var kynnt tillaga meiri- hluta nefndarinnar að bókun um aðalskipulag á Austursvæðum. Borgar- stjórn samþykkti fyrir um ári að fela Borgarskipu- lagi að endurskoða Aðal- skipulagið frá árinu 1977. Borgarskipulag hefur unnið að því og voru niðurstöður kynntar á fundi skipulagsnefndar á mánudag. Þá lagði Borg- arskipulag fram í maí í fyrra greinargerð um að- alskipulag Austursvæða og byggðaþróun. Þá segir í tillögunni: „Á grundvelli greinargerðarinnar og þeirra hugmynda sem settar hafa verið fram um æskilega byggðaþróun hafa borgaryfirvöld þegar tekið nokkrar ákvarðanir: A) Fallist hefur verið á frekari útfærslu byggðar í Selási og hefur borgin í þeim tilgangi samið um kaup á landi þar. B) Samþykkt hefur verið að hefja undirbúning að deiliskipu- lagi tveggja svæða, þ.e. á Ártúns- holti vestan Árbæjarhverfis og í Selási. C) Skipuð hefur verið sérstök nefnd til að endurskoða vatns- verndunarmörk borgarinnar með sérstöku tilliti til Bullaugna og þeirrar byggðar, sem lagt hefur verið til að verði innan vatns- verndunarmarkanna. í fram- haldi þess hefur verið lögð fram greinargerð, sem undirrituð er af nefndinni þar sem fram kemur, að m.t.t. vatnsöflunar sé ekkert því til fyrirstöðu að leggja Bull- augu niður sem neysluvatnsból." Ályktun meirihluta skipulagsnefndar „Borgarskipulag hefur í vinnu sinni við endurmat aðalskipulags Austursvæða lagt höfuðáherslu á byggðaþróun, sem byggist á hag- kvæmu og heilsteyptu skipulagi á samfelldum nærliggjandi svæðum. Jafnframt hefur Borg- arskipulag lagt á það áherslu, að framtíðarsvæði borgarinnar búi yfir svigrúmi til að taka við hraðari uppbyggingu heldur en spár um íbúafjölda og íbúðaþörf gefa tilefni til í dag. í áætlun Borgarskipulags er lagt til að helstu byggingarsvæði fram til aldamóta verði á Ár- túnsholti, í Selási, á Norðlinga- holti, norðan Rauðavatns og austan Rauðavatns." Síðan er í tillögunni gerð grein fyrir nýbyggingasvæðum og stærð þeirra. Síðan segir „Skipu- lagsnefnd er sammála þeim meg- inmarkmiðum og grundvallar- forsendum sem Borgarskipulag hefur byggt vinnu sína á. Sam- þykkir nefndin framlagða skipu- lagsáætlun að landnotkun á framtíðarbyggingarsvæðum Reykjavíkur merkt 2B, dagsett 6.3. 1981 og greinargerð dagsetta í mars 1981. Ennfremur sam- þykkti nefndin áætlun um vega- kerfi dagsetta 19.1. 1981. Felur - segir í tillögu sem samþykkt var í skipu- lagsnefnd nefndin Borgarskipulagi að ann- ast prentun korta og undirbúa umsókn um staðfestingu skipu- lagsins hjá Skipulagsstjórn ríkisins að fengnu samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur. Fyrirvarar skipulagsnefndar Skipulagsnefnd gerir þessa fyrirvara við skipulagstillöguna: Bókun sjálfstæðismanna í skipulagsnefnd: Eðlilegra að byggja meðfram ströndinni - en að teygja byggð allt að 130 metra upp í heiði í átt til fjalla Á FUNDI skipulagsnefndar þar sem aðalskipulagstillagan var samþykkt lögðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í skipulagsnefnd fram eftirfarandi bókun: „Við erum andvígir þeirri stefnu, sem felst í framlagðri tillögu um Aðalskipulag á Aust- ursvæðum að helztu byggingar- svæði fram til aldamóta verði „á Ártúnsholti, í Selási, á Norðl- ingaholti, norðan og austan Rauðavatns". Við teljum eðli- legra að halda sér við hugmyndir Aðalskipulags Reykjavíkur frá 1977 um að ný byggingarsvæði í Reykjavík þróist meðfram Vest- urlandsvegi, á svæðum norðan Grafarvogs að landamörkum Mosfellssveitar, þ.m.t. Hamrahlíðarlönd. Andstaða okkar gegn þessari framkvæmda- röð byggist m.a. á eftirfarandi. a) Gert er ráð fyrir að leggja vatnsbólin við Bullaugu niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.