Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 13 OBSERVER tæki sæki um leyfi til vinnslu á tveimur svæðum samtímis. Sam- einuðu þjóðirnar, eða stofnun á vegum þeirra, sem færi með þessi mái, veldi annað svæðið, sem unnið yrði í þágu allra þjóða, en fyrir- tækið fengi afraksturinn af hinu. Auk þess yrði fyrirtækið að gjalda skatt af tekjum sínum, sem skipt yrði milli allra þjóða. I fyrra virtust allir einhuga um þessa tilhögun sem sanngjarna lausn en stórfyrirtækin hafa þó ekki setið auðum höndum heldur róið stöðugt undir við ríkisstjórnir sinna landa og lagt að þeim að hafna þessu fyrirkomulagi. Þessi sömu fyrirtæki hafa stofnað sex samsteypur, sem eiga að ná málm- unum af hafsbotni. Bandarísk stórfyrirtæki héldu nýlega fund tii að samræma að- gerðir sínar og þar var ákveðið, að reynt yrði að fá því framgengt, að annar og íhaldssamari maður yrði fulltrúi Bandaríkjanna á fundum Hafréttarráðstefnunnar eða að honum yrði gert að vinna í öðrum anda en hingað til. Sumir embætt- ismenn í ríkisstjórn Reagans vinna einnig að því að fá samkomulags- drögunum breytt, jafnvel þó að afleiðingarnar verði þær, að ekkert samkomulag náist. Þeir líta nefni- lega svo á, að ef ekkert samkomu- lag verður gert geti Bandaríkja- menn óhikað haldið áfram áætlun- um um málmvinnsluna. Aætlunum Sameinuðu þjóðanna stafar þó e.t.v. mest hætta af þeirri löggjöf, sem ríku þjóðirnar hafa verið að setja hjá sér að undanförnu. Þar er ekki gert ráð fyrir, að sérstök svæði verði tekin til alþjóðlegrar nýtingar og lagt er til, að skatturinn, sem fyrirtækin greiði af vinnsluréttindunum, verði minni en kveðið er á um í drögunum að hafréttarsáttmála. Breskir embættismenn segja, að með þessum lögum sé aðeins verið að auðvelda fyrirtækjum að halda áfram með undirbúning málm- vinnslunnar en að framkvæmdin fari síðan eftir því sem um semst á Hafréttarráðstefnunni. Ef svo er, segja hinir efagjörnu, hvers vegna eru lögin þá ekki í samræmi við samkomulagsdrögin og hvers vegna er lagasetningin hespuð af rétt áður en búist er við samkomu- lagi? Þeir, sem áfellast ríku þjóðirnar, segja, að þær ætli sér bara að verða fyrri til og Ritchie-Calder lávarður kallar þessar aðfarir ein- faldlega „rán og rupl“. Eins og fram hefur komið reyna þróuðu þjóðirnar að samræma afstöðu sína í þessum málum og nýlega lauk fundi þeirra í Bonn, sem mikil leynd hvíldi yfir. Einum fulltrúanna í bandarísku sendi- nefndinni, James Barnes, sem hef- ur það starf með höndum vestra að gæta hagsmuna almennings, var meinuð fundarseta og sagt, að þátttaka hans væri „óviðeigandi". Breskir embættismenn vilja ekki láta uppskátt um það, sem til umræðu var á fundinum, en talið er að á honum hafi verið reynt að samræma löggjöf þjóða til að koma í veg fyrir ágreining milli þeirra síðar meir. Þjóðir þriðja heimsins tóku því óstinnt upp þegar Bandaríkja- menn og Vestur-Þjóðverjar settu sér sín eigin lög um þessi efni á síðasta ári en héldu þrátt fyrir það áfram samningaviðræðum. Nú óttast margir, að samræmd löggjöf meðal ríku þjóðanna og leyfisveit- ingar til málmvinnslu seinna á þessu ári muni endanlega koma í veg fyrir alþjóðlegt samkomulag um nýtingu þeirra gífurlegu auð- linda, sem felast í málmhnullung- unum á hafsbotni. SS HraÖari afgneiðsla - Lægra verö Rööun - Heftun Viö höfum nú tekið í notkun nýja Ijósritunarvél, U-BIX 300, í Ijósritunarþjónustuna í verzluninni. Þessi nýja vél tekur 35 afrit á mínútu. Vió getum nú boóið hraóari afgreiósiu og raðaó saman og heft ef þess er óskaó. Venjulegt veró, minna magn: A-4 1,60 A-3, B-4 1,80 A-4, báóum megin 3,60 A-3, B-4 báóum megin 4,00 Enginn afsláttur veittur af Ijósritun báóum megin vegna of mikilla affalla. Löggildur 2,40 Löggildur báóum megin 5,00 Glærur 4,00 Magnveró þegar unnið er meó U-BIX 300, aðeins öórum megin á blaóió, raöaó og heft, (ei þess er óskaój: 30-99 eintök 100-249 eintök 250 og fleiri Veró pr. eíntak A-4 A-3, B-4 1,15 1,35 0,90 1,10 0,80 1,00 Betri þjönusta - Lægra verö SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + —x _ Hverfisgötu 33 Simi 20560 Sveinn Guðmundsson betur en hugsuðir Sverris Her- mannssonar. Austur-Barð. telur 5 hreppa og eru 4 þeirra í byggð. Markvisst hefur verið unnið að því að fjarlægja Flateyjarhrepp frá A-Barð. og svo á að selja hina hreppana þrjá á ieigu suður i Dali. Ég hika ekki við að fullyrða, að það er skárri kostur fyrir okkur að vera fyrsti áfangi í Vestfjarða- kjördæmi, þrátt fyrir sinnulitla þingmenn en síðasti áfangi í Vesturlandskjördæmi. Við þurfum að styrkja sam- stöðu okkar við Vestur-Barð- strendinga og eru sameiginlegir hagsmunir meiri sen sjást við fyrstu yfirsýn. Þar á ég við sameiginleg sam- göngumál og menningarleg tengsl. Á það hefur verið bent af heimamönnum að sýslumanns- embættið á Patreksfirði sé í of mikilli fjarlægð og leiðir okkar hér liggi suður á bóginn. Úr þessu má bæta með því að hafa fulltrúa sýslumanns hér sem afgreitt gæti öll venjuleg mál. Það ætti að vera auðvelt að afgreiða öll mál sem dómari þyrfti að fjalla um þegar sjálfvirki síminn kemur, en það er búið að lofa því'að hann komi i sumar og hann verður að koma og því máli mun verða fylgt fast eftir að ég best veit. Reykhólar eru kjörinn byggða- kjarni. Þar er elna höfnin við innanverðan Breiðafjörð. Þar er nóg af heitu vatni sem er gulls ígildi og væri hægt að nota til þess að fullnægja gróðurhúsamarkaði vestur hér. Ég hef þá trú, að erfiðustu spor Þörungavinnslunnar séu að baki og hún eigi eftir að færa út kvíarnar. Læknisþjónustu verður að flytja heim í hérað aftur og vonandi dettur þeim ekki í hug að flytja prestssetur okkar suður í Búðar- dal. Um hreppapólitík okkar ætla ég ekki að ræða, þó ég efist ekki um að gamlar leikreglur þar um verði endurholdgaðar, en sem betur fer fækkar þeim mönnum óðum hér sem bundið hafa hugsun sína við miðaldir. Forustumenn okkar verða sjálfstæðir gagnvart skoð- anaþrýstingi frá skrifstofuveldinu í Reykjavík. Þeim stjórnarháttum verður að linna að kúga okkur vegna þess að við erum minnihlutahópur, sem eigum ekki mjög marga málsvara. Hvar eru annars þingmenn okkar? Hvar er Steingrímur? Hvar er Matthías? Hvar er Sig- hvatur? Hvar er Þorvaldur Garð- ar? Hvar er Ólafur og hvar er Karvel? Hópurinn er vissulega stór og hann má hafa í huga, að myndin sem ég hef dregið hér upp er engin glansmynd og á ekkert skylt við rómantík, heldur blá- kaldan raunveruleikann. Vestfirskir þingmenn! Érum við Austur-Barðstrendingar svo litils virði að þið séuð fúsir að rétta Vesturlandskjördæmi okkur, háttvirtu kjósendur á silf- urfati. eða iiggja hér grafin hrossakaup stjórnmálamanna? Ég skora á ykkur að gera hreint fyrir ykkar dyrum. Sveinn Guðmundsson, sýsiunefndarmaður Reyk- hólahrepps. Klassísk tónlist í léttum útsetningum Ný hljómplata með þýska hljómsveitarstjóranum JAMES LAST þar sem hann stjórnar ýmsum klassískum verkum í léttum hljómsveitar- útsetningum. Á plötunni eru m.a. verk eftir Beethoven, Mozart, Rodrigo, Verdi, Tchaikovsky og Liszt. James Last — Classics for Dreaming 16 vinsæi hijómsveitar- verk Fæst í öllum hljómplötu- verslunum Suðurlandsbraut 8 — sími 84670 Laugavegi 24 — sími 18670 Austurveri — sími 33360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.