Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðstunni er 83033 Jflorjjiinblníiit* JlfaKgpaiittfafrife Síminn á ritstjóm og skrifstofu: 10100 JHorflTwblabib FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 Skipulagshugmynd meirihlutans: Byggja inn á golf- völlinn í Grafarholti SAMKVÆMT skipulaKstillögu sem nú liggur fyrir hjá borginni á að byggja inn á núverandi svæði Goifklúbbs Reykjavikur. Sam- kvæmt þvi skipulagskorti sem sam- þykkt hefur verið i skipulagsnefnd er gengið inn á svæði GR i þeim mæli að 7 brautir af 18 sem þar eru myndu hverfa, næði skipulagið fram að ganga. Sá fyrirvari er gerður í greinar- gerð Borgarskipulags að þetta þurfi Rockall-við- ræður teknar upp á Hafrétt- arráðstefnu EYJÓLFUR Konráð Jónsson, alþingismaður. upplýsti i um- ræðum á Alþingi i gærdag, að Bretar hefðu orðið við beiðni tslendinga um viðræður um hafsbotnsréttindi á Rockall- svæðinu svokallaða. Hann beindi síðan þeirri spurningu til utanríkisráð- herra, hver yrði framvinda málsins, á grundvelli þings- ályktunar, sem samþykkt var í fyrravor, um samvinnu við Færeyinga til að tryggja rétt- indi landanna á Rockali-svæð- inu og um samninga við Breta og Ira, um nýtingu hafsbotns- ins á svæðinu. Eyjólfur Konráð spurði ráðherra ennfremur, hvort sendinefnd íslands á Hafréttarráðstefnunni yrði falið að taka upp viðræður við Breta og íra. Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, staðfesti orð Eyjólfs Konráðs síðar í um- ræðunum, og sagði að sendi- nefnd íslands á Hafréttar- ráðstefnunni yrði gefin fyrir- mæli um að taka þessar við- ræður upp. Það er því Ijóst, að innan tíðar verða teknar upp viðæður iandanna fjögurra, íslands, Færeyja, Bretlands og írlands, um Rockall-svæðið. Kennsla í fer<)a- málum við HI ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp fra'ðsiu um ferðamál í Háskóla Is- lands og verður væntanlega byrjað á þessari kennslu næsta haust. Fyrir- komulag kennslunnar hefur ekki verið ákveðið, en ákvörðun þessi var tekin samkvæmt tilmælum Ferða- málaráðs. að athugast nánar í samráði við fulltrúa Golfklúbbsins. Meirihluti skipulagsnefndar gerði og þann fyrirvara að afmörkun golfvallarins yrði ekki breytt á skipulagstímabil- inu þ.e. á næstu 20 árum. Þá gerði fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni bókun þess efnis að hann væri andvígur hugmyndum sem miðuðu að skerðingu golfvallarins. „Við fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins i skipulagsnefnd erum mjög andvígir skerðingu á golfvellinum," sagði Birgir ísl. Gunnarsson borg- arfulltrúi í samtali við Mbl., þar sem hann var spurður álits á hugmyndum þessum. „Golfklúbbur Reykjavíkur hefur samning um þetta svæði til ársloka 1994 og hafa sjálfboðaliðar lagt mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingu á þessu svæði. Hugleiðingar um að rýra núverandi golfvöll skapa óvissu um uppbyggingu vallarins. Við Hilmar Ólafsson fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i nefndinni lét- um bóka það að við legðum sérstak- lega áherslu á að golfvellinum yrði haidið og gæði hans ekki rýrð,“ sagði Birgir ísl. Gunnarsson. Myndin var tekin í Þjóðleikhúsinu í gær þegar þeir hittust þar Halldór Laxness og breski listamaðurinn Richard Lee sem gerði fyrir u.þ.b. 30 árum höggmynd af Halldóri fyrir Óskar Halldórsson sem kom þá á legg vaxmyndasafni Islands. Þessi höggmynd hefur nú verið sett upp í Þjóðleikhúsinu en þarna standa skáldið og myndhöggvarinn við hana og rifja upp liðna tíð. Sjá bls. 2. Ljósmynd Mbl. Kristján. Einhverjir stærstu fisksölusamningar, sem íslendingar hafa gert: Samið um sölu á allt að 50 þús. tonnum af saltfiski Verðmætið 65-95 milljarðar gkr. og 20% hækkun í erlendri mynt SÖLUSAMBAND islenzkra íisk- framleiðenda hefur lokið aðal- samningum við Portúgal og Spán í ár og hefur verið samið um sölu á allt að 50 þúsund tonnum af saltfiski til þessara landa í ár. Þeir Tómas Þorvaldsson, formað- ur SÍF, Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri, og ólafur Björns- son eru nýkomnir frá Spáni og Portúgal og samningar þeir, sem undirritaðir voru i ferðinni eru einhverjir stærstu fisksölusamn- ingar sem íslendingar hafa gert. Ef samningarnir verða nýttir til hins ýtrasta við Spán og Portú- gal verður verðmæti þeirra um 95 milljarðar gamalla króna eða tæplega milljarður nýkróna. Að meðaltali náðist 20% verðhækk- un i dollurum í þessum samning- um. í samtali við Morgunblaðið í gær sögðu þeir Tómas og Friðrik, að samið hefði verið um þorsk af öllum stærðum og gæðaflokkum og auk þess um töluvert af ufsa, keilu og löngu. Samið var um, að magnið yrði á bilinu 33—50 þús- und tonn til Portúgals og Spánar eftir því hver saitfiskframleiðsian verður hérlendis, en mjög hag- kvæmt er að hafa samninga rúma að þessu leyti. Vörunni verður útskipað að meginhluta strax og hún er tilbúin og er líklegt að mest af saltfisknum fari í maí, júní og júlí. Eins og áður sagði náðist um 20% verðhækkun í dollurum í samningum við Portúgali og Spánverja og nemur verðmæti þeirra 100—150 milljónum dollara eða 65—95 milljörðum gkróna. Síðastliðin þrjú ár hafa verið greiðslur úr saltfiskdeild Verð- Sultartangavirkjun á að verða næsta verkefni í orkumálum — segir í samþykkt borgarstjórnar BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkveldi með 9 samhljóða atkvæð- um tiilögu Sjafnar Sigurbjörnsdótt- ur um að borgarstjórn skori á Alþingi að taka sem fyrst ákvörðun um næstu stórvirkjun og jafnframt að hún telji að Sultartangavirkjun eigi að verða næsta verkefni í orku- málum. Einnig segir i tillögunni að fela eigi Landsvirkjun að reisa og reka næstu virkjun sem i verði ráðist. Tillögu Sjafnar greiddu sjáifstæð- ismenn atkvæði auk Björgvins Guð- mundssonar og Sjafnar, en þau eru fulltrúar Alþýðuflokksins. Talsverðar umræður urðu um þetta mál og sagði Sjöfn að „lýðræðisflokk- arnir þrír virtust ætla að hafa sam- stöðu um að hindra þann ásetning Alþýðubandalagsins að koma í veg fyrir frekari stóriðju á íslandi". Davíð Oddsson sagði að rétt og skynsamlegt væri að ganga í þennan virkjunarkost á undan öðrum og að Alþýðubanda- lagið væri afturhalds- og úrtöluflokk- ur í orkumálum og hefði verið það frá upphafi. Sagðist hann vona að tillag- an yrði til þess að vekja orkuráðherra af þyrnirósarsvefni. Björgvin Guð- mundsson sagðist styðja tillöguna og nauðsynlegt væri að ráðast í stóriðju og fá til þess erlent fjármagn. Það hefði verið gert með góðum árangri hingað til. Kristján Benediktsson sagðist sitja hjá við atkvæðagreiðsl- una, en gat þess að sér þætti líklegt að Sultartangi yrði næsti virkjunarkost- ur. Fulltrúar Alþýðubandalagsins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og sagði Sigurður Tómasson fulltrúi flokksins að verið væri að gera tóma vitleysu með samþykkt tillögunnar jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, en þeir Tómas og Friðrik sögðu að á yfirstandandi vetrarvertíð yrðu ekki greiðslur úr þessari deild sjóðsins. í vetur hefur minna verið fram- leitt af saltfiski en t.d. í fyrra, bæði hafa ógæftir og aflatregða dregið úr framleiðslunni, en auk þess hefur mikið verið hengt upp. Eftir að þessi samningur liggur fyrir munu framleiðendur meta hvaða verkunaraðferð er hag- kvæmust, en í þessum saltfisk- samningum varð mest hækkun á lægri gæðaflokkunum, sem höfðu dregist aftur úr hlutfallslega síð- ustu ár. Sögðu þeir, að með þessum samningi ætti að vera tryggður meiri jöfnuður milli salt- fisk- og skreiðarverkunar. Gengið hefur verið frá útborg- unarverði á allar tegundir salt- fisks og er það óvenju snemmt, en var mögulegt vegna þess, að meg- insamningar hafa verið gerðir við helztu viðskiptalöndin og um alla gæða- og stærðarflokka. Flugleiðlr: Þrettán stöður flugmanna á Boeing og Fokker auglýstar Fækkað um 9 flugmenn á DC-8 í vor FLUGLEIÐIR hafa auglýst eftir 13 flugmönnum á Boeing 727 og Fokkera og mögulega verða fleiri flugmenn ráðnir að sögn Leifs Magnússonar, fram- kvæmdastjóra flugrekstrar- deildar Flugleiða. Flugmenn úr báðum flugmannafélögunum, FlA og félagi Loftleiðaflug- manna, hafa þegar sótt um stöðurnar, en i vor á að fækka flugmönnum á DC-8-þotum Flugleiða um 9 talsins. Ráðning í þessar nýju stöður kemur m.a. til vegna þess að ein Boeing 727-100-þota Flugleiða hefur verið leigð til nokkurra ára í farþegaflug í Nigeríu og fara tvær áhafnir væntanlega í næsta mánuði til starfa þar. íslenskir flugmenn verða allan tímann í þessu flugi, en íslenskar flug- freyjur í aðeins tvo mánuði á meðan hið nýja flugfélag, Kabo, þjálfar innlendar flugfreyjur til starfa. Þær stöður sem Flugleiðir aug- lýsa nú eru 5 flugstjórastöður á Boeing 727, 5 flugmannastöður á sömu vél og 4 flugvélstjóra. Þá er um að ræða þrjár flugstjórastöð- ur á Fokker og ef til vill fleiri. í heild verður fjölgað flug- mönnum, að sögn Leifs, en um nokkrar tilfærslur verður að ræða. Farþegaflugið i Nigeríu verður daglegt flug og mun það aukast í sumar þannig að þá verða þrjár áhafnir flugmanna úti í senn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.