Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981
„Mér var skapi næst að
leggjast niður og gráta“
sagði Asgeir Sigurvinsson
„MÉR var skapi næst að leggjast
niður og grita yfir úrslitunum i
leiknum. Við vorum betra liðið á
vellinum og satt best að segja
hélt ég að við værum komnir
áfram i 4 liða úrslitin þejiar
staðan var 2—1 okkur i hax og
20. minútur voru eftir af leikn-
um. En þá breytti mjog lélejtur
dómari heldur betur gangi leiks-
ins er hann _gaf Köln víta-
spyrnu,“ sagði Asgeir Sigurvins-
son i spjalli við Mbl. i gær. Lið
hans Standard tapaði 3—2 fyrir
FC Köln i UEFA-keppninni.
„Fyrri hálfleikur var mjög jafn.
Við í Standard lékum mjög yfir-
vegað, vörðumst vel og stíluðum
inn á skyndisóknir. Staðan í hálf-
leik var 1—1. Mark þeirra var
skorað eftir að brotið hafði verið
illa á varnarmanni okkar. I síðari
hálfleik vorum við betri aðilinn á
vellinum og áttum hættulegri
um. Þrátt fyrir að hann léki innan
um marga af sterkustu leikmönn-
unum í Vestur-Þýskalandi. —ÞR.
tækifæri. Við náðum forystunni á
66. mínútu. Það var farið að fara í
taugarnar á leikmönnum Kölnar-
liðsins hversu illa þeim gekk gegn
okkur. Og þeir voru hreinlega að
gefast upp. Þá var þeim færð
vítaspyrna á silfurfati. Hvílíkur
dómur. Hann var hneyksli. Það er
margbúið að sýna atvikið í sjón-
varpinu og það er ekki til í
dæminu að þetta sé viti. Dieter
Muller lék á dómarann með því að
kasta sér niður. Dómarinn sá
ekkert hvað skeði. Hann dæmdi
bara vítið þegar hann sá Muller
liggja inni í teignum.
Eftir að hafa skorað úr vítinu
kom meiri kraftur í leik Þjóðverj-
anna. Engu að síður héldum við
þeim vel í skefjum og þeir áttu
engin hættuleg marktækifæri.
Þremur mínútum fyrir leikslok
kom svo rothöggið. Littbarski sem
er ekki einu sinni talinn skotmað-
ur skorar með skoti fyrir utan
teig. Boltinn fór í varnarmann hjá
okkur breytti um stefnu og mark-
maðurinn átti ekki möguleika á að
verja skotið. Það var ægilegt að
sjá boltann fara í netið.
Þetta var mjög harður leikur.
Ég er til dæmis allur útsparkaður
eftir Rainer Bonhof. Og Helmut
Graf sá sem skoraði fyrsta mark
okkar fótbrotnaði í leiknum eftir
gróft brot Konopka, sem fékk ekki
einu sinni gula spjaldið fyrir brot
sitt. Að tapa svona leik er sorg-
legt. Ég er alveg niðurbrotin
maður og flestir í liði okkar. Að
vera betra liðið á vellinum og eiga
unnin leik og láta svo dómarann
eyðileggja leikinn. En það verður
víst engu breytt um úrslitin,"
sagði Asgeir.
Að sögn fréttaskeyta átti Ásgeir
Sigurvinsson mjög góðan leik og
var einn besti maðurinn á vellin-
Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik
gegn 1. FC Köln.
Sammy Lee (lengst til hægri) er greiniiega rangstæöur augnabliki eftir mark Liverpool. Leikmenn West Ham mótmæla.
Mark Liverpool ólöglegt
ÚRSLITALEIKURINN í ensku
deildarbikarkeppninni i knatt-
spyrnu er mjög til umræðu
manna á meðal i Englandi þessa
dagana. Hann fór sem kunnugt
er fram á laugardaginn var og
skildu Liverpool og West Ilam
jöfn, 1 — 1. Mikill hasar var sið-
ustu þrjár mínúturnar, en þá
voru beeði mörkin skoruð.
Þegar þrjár mínútur voru eftir
af framlengingunni, sendi Alan
Kennedy knöttinn í netið hjá West
Ham. Ætlaði allt vitlaust að
verða, því það var mál manna, að
Sammy Lee hafi verið kolrang-
stæður er Kennedy skoraði mark-
ið. Línuvörðurinn sá það ekki
síður en aðrir á vellinum og
veifaði fána sínum. En dómarinn,
hinn kunni Clive Thomas, lét sem
hann sæi hann ekki og dæmdi
mark. Ærðust þá leikmenn West
Ham og sóttu mjög að Thomas
með þeim afleiðingum að hann
drattaðist til línuvarðarins og
ræddi málið. En hann breytti ekki
úrskurði sínum. Á síðustu sekúnd-
unni þótti mörgum síðan réttlæt-
inu fullnægt er West Ham fékk
víti sem Ray Stewart sendi rétta
boðleið.
Framkoma Thomas hefur vakið
mikið umtal í Englandi, því að það
er mál manna, að atvik þetta hafi
verið hápunkturinn á mikilli sýn-
ingu Thomas, þar sem hann gerði
allt til þess að vera í sviðsljósinu
þó ljóst sé, að enginn hinna
100.000 áhorfenda hafi komið á
Wembley til þess að horfa á hann.
Haft var eftir Thomas: „Það er
hugsanlegt að Lee hafi verið
rangstæður, en hvernig getur
maður sem liggur flatur á vellin-
um haft áhrif á leikinn?" Sjón-
varpið var hins vegar ekki lengi að
staðfesta, að Lee hafi verið kol-
rangstæður, auk þess sem knött-
urinn þaut yfir liggjandi líkama
hans á leið sinni í netið, Orð
dómarans eru því býsna brothætt.
En rifrildið var ekki um garð
gengið, því Thomas mun hafa
svifið á John Lyall, framkvæmda-
stjóra West Ham strax í leikslok
og áttu þeir hvöss orðaskipti. Var
gengið á milli þeirra og var þá
haft eftir Thomas: „Hann kallaði
mið svindlara! Enginn kallar mig
slíkt og kemst upp með það.“ Lyall
segist hins vegar hafa sagt allt
annað og alls ekki tekið svo djúpt í
árinni.
Vitni staðfesta framburð
Lyalls, en Thomas hafði síðast er
til spurðist ekki fundið neinn sem
staðfest gæti framburð sinn. Um
þessa hluti verður vafalaust þrátt-
að langa lengi. En aukaleikur
liðanna fer fram 1. apríl og hefur
Lyall látið hafa eftir sér að hann
verði mjög ánægður ef Clive
Thomas verði skipaður dómari,
enda sé hann meðal bestu dómara
Bretlandseyja. Líklegt er þó að
Thomas hugsi sinn gang vel áður
en hann tekur leikinn að sér, ef
það verður þá leitað til hans á
annað borð ...
Fallkeppnin:
Haukar mæta
Fram í kvöld
FYRSTI leikurinn i síðari
umferð fallkeppninnar i
handknattleik fer fram i
kvöld, en þá eigast við Hauk-
ar og Fram i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði. Hefst ieikurinn
klukkan 20.00.
Staðan að fyrri umferðinni
lokinni, er afar óljós. Hauk-
arnir standa þó best að vígi,
þeir hrepptu þrjú stig úr
tveimur fyrstu leikjunum,
sigruðu Fram og skildu jafnir
gegn KR. Vesturbæjarliðið
hefur tvö stig, tvö jafntefli,
en Framarar sitja á botnin-
um með aðeins eitt stig.
Á þriðjudaginn í næstu
viku leika KR og Fram og á
föstudaginn lýkur fallkeppn-
inni með leik KR og Hauka.
Valsmenn ekki
í vandræöum
á Skaganum
Valsmenn fieyttu sér i næstu
umferð bikarkeppninnar i
handknattleik i gærkvöldi, er
liðið sótti ÍA heim og sigraði
öruggiega. Lokatöiur leiksins
urðu 20—13, eftir að staðan í
hálfieik hafði verið 10—6.
Sigur Vals var aldrei i hættu.
Annars var leikur þessi
ákaflega slakur og fjölmörgum
áhorfendum hin mestu von-
brigði. Sérstaklega voru það
Valsmenn sem voru lélegir og
sá eini þeirra sem sýndi ein-
hver tilþrif sem talandi er um,
var Þorlákur markvörður
Kjartansson. En Skagamenn
gátu aldrei fært sér slakan leik
Valsmanna í nyt, til þess hafði
liðið ekki styrkleika. Mest
munaði 10 mörkum er staðan
var 18—8 í síðari hálfleik,
Valsmenn höfðu síðan ekki
áhuga á öðru en að ljúka
leiknum það sem eftir lifði.
Mörk IA: Siggi Donna 4, 2
víti, Pétur Ingólfsson, Hlynur
Sigurbjörnsson og Gunnlaugur
Sölvason 2 hver, Óli Páll Eng-
ilbertsson, Þorleifur Sigurðs-
son og Kristján Hallsson eitt
hver.
Mörk Vals: Stefán Hall-
dórsson og Bjarni Guðmunds-
son 5 hvor, Brynjar 4 víti,
Steindór og Jón Pétur 2 stykki
hvor og Þorbirnirnir skoruðu
eitt hvor. w./ gg.
44
© Bvll's
• í allskonar göngum er fjöldinn allur af ójöfnum á leið ykkar, það sem við köllum hóla og lautir. Við þannig aðstæður er nauðsynlegt að
halda hraða án of mikillar áreynslu. Þegar þið farið yfir hól, verðið þið að koma því þannig fyrir að þig gefið góðar spyrnur áður en á
hólinn er komið. Þá getið þig hallað ykkur áfram eins og mögulegt er.
• Sé hóllinn lítill getið þið jafnframt notað sveigjuna í skíðunum í lautinni. Á þann hátt virka fæturnir eins og fjaðrir í bíl. Þið getið farið
yfir hóla með því að nota tvítak eða hornlínu.