Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981
OBSERVER
Völd Pinochets svip-
uð og völd Cesars?
NÝTT átta ára valdatímabil Aug-
usto Pinochet hershöfðinKja for-
seta Chile hófst i siðustu viku.
Jafnframt gekk í gildi ný stjórn-
arskrá sem færir honum aukin
völd i hendur.
í ræðu eftir embættistökuna
varaði Pinochet andstæðinga sína
við öllu andófi. Hann notaði
jafnframt tækifærið og hélt
lofræðu um afrek stjórnar sinnar
í þau sjö ar sem hún hefur setið að
völdum frá þvi að stjórn Salvador
Allendes var steypt í september
1973.
Nokkurrar kaldhæðni gætti í
ræðu Pinochets. Hann ræddi
gjarnan um valdatíma Allendes
sem „svarta daga í lífi þjóðarinnar,
daga sem Chile-búar skyldu ekki
gleyma".
Hann sagði jafnframt, að meðar
Augusto Pinochet flytur sjón-
varpsávarp til þjóðarinnar er
hann tók við embætti forseta
Chile til átta ára í siðustu viku.
hin marxistíska stjórn Allendes
hefði setið að völdum, hefði frelsis-
hugmyndin verið fótum troðin, en
hugsjónir Chile-búa um frelsi væri
ein dýrmætasta eign þeirra. Þá
hefði allt stefnt í algjört flokks-
ræði.
Einnig gagnrýndi Pinochet
gömlu stjórnarskrána, sem verið
hafði í gildi frá 1925, og sagði að
samkvæmt henni hefðu pólitískir
þrýstihópar getað lamað allt þjóð-
líf ef þeir kærðu sig um.
Þá fór Pinochet niðrandi orðum
um útþenslustefnu Sovétríkjanna,
sem skotið hefur rótum m.a. í
Mið-Ameríku, Afríku og Afganist-
an, og sagði að Chile-búar hefðu
staðið af sér þá ógnun, sem stafaði
af hinni „rauðu útþenslu".
„Fyrir sjö arum vorum við þeir
einu sem storkuðum Sovétríkjun-
um, en fleiri hafa slegist í hópinn,"
sagði Pinochet, og átti við að
Chile-búar hefðu fyrstir orðið til
að vara við ísælni Sovétmanna til
áhrifa í flestum heimshornum.
Aukin völd Pinochets er ekki það
sem stjórnarandstaðan bað um.
Andstæðingar Pinochets, sem eru
sundraðir í mörgum fylkingum,
gagnrýndu lögmæti kosninganna
fyrir sex mánuðum, án árangurs.
Andstæðingar Pinochets dreifðu
flugritum þar sem ráðist var á
stjórn hans. Þar var m.a. að finna
fullyrðingar um að úrslit kosn-
inganna hefðu verið fölsuð, og að
Pinochet hefði nú búið svo um
hnútana að líkja mætti saman
stjórnarfarinu í Chile og í Róma-
veldi á dögum Cesars. Hann hefði
haft lýðræðislegar leikreglur að
engu er hann lét breyta stjórn-
arskránni. — ágás.
Ríku þjóðirnar svonefndu, þær
sem betur mega sín, vinna nú að
þvi á bak við tjöldin að setja hjá
sér sameiginlega löggjöf, sem
heimilar námafyrirtækjum að
vinna máima á botni úthafanna,
áður en þessar auðlindir verða
settar undir alþjóðlega stjórn.
Með þessum aðgerðum eru iðnrík-
in að stefna i voða þvi samkomu-
lagi um hafréttarmál, sem nú
hillir loks undir eftir erfiðar
samningaviðræður í átta ár. Sum-
ir eru þegar farnir að likja
þessum fyrirætlunum við yfir-
ganginn i Afriku á siðustu öld
þegar Evrópuþjóðirnar skiptu á
milli sin heilli heimsálfu eins og
þær hefðu fengið hana í arf.
I Bandaríkjunum og Vestur-
Þýskalandi hafa verið samþykkt
lög, sem leyfa málmleit á botni
úthafanna og svipaður lagabálkur
var lagður fyrir bresku lávarða-
deildina um síðustu mánaðamót. í
þessum þremur löndum er búist
við fyrstu leyfisveitingunum
seinna á þessu ári. Frakkar, Belgar
Þessi mynd er tekin á fundum Hafréttarráðstefnunnar i Caracas i
Venezúela en um þessar mundir eru þeir haldnir í New York.
Iðnríkin ætla sér
auðlindir hafsbotnsins
og ítalir eru með sama á prjónun-
uin og nú um nokkurn tíma hafa
verið haldnir margir leynilegir
fundir þar sem reynt hefur verið
að samræma lagagreinarnar.
Það, sem er í húfi, eru ef til vill
undarlegustu og jafnframt mikil-
vægustu málmlindir jarðarkringl-
unnar — milljarðar tonna af
hnefastórum málmhnullungum úr
mangan, nikkel, kopar, molybden-
um, áli og járni, sem þekja hafs-
botninn á stórum svæðum. Sumir
þessara málma eru fremur sjald-
gæfir á landi en í hafinu eru þessir
— hvað sem Haf-
réttarráðstefn-
unni líður
hnullungar stöðugt að myndast
sem úrfellingar úr sjónum. Mest
virðist vera um þá á milljón
fermílna svæði í Norður-Kyrrahafi
milli Hawaii-eyja og Kaliforníu.
Fyrir 11 árum ályktuðu Samein-
uðu þjóðirnar einróma, að auðlind-
ir hafsbotnsins væru „sameiginleg
arfleifð mannkynsins" og frá 1972
hafa ríkar þjóðir og fátækar,
strandríki sem landlukt ríki átt í
ströngum samningaviðræðum um
nýtingu þessara auðlinda þannig
að allir geti notið góðs af.
Á síðasta sumri hillti loks undir
samkomulag og almennt var við
því búist, að endanlega yrði frá því
gengið á fundum Hafréttarráð-
stefnunnar, sem nú fer fram í New
York. I samkomulagsdrögunum er
gert ráð fyrir því, að námafyrir-
Sveinn Guðmundsson Miðhúsum:
Seldir á leigu ?
„Ég vil ekki trúa því að óreyndu að þingmenn okkar
hafi selt okkur Dalamönnum á leigu,“ segir Sveinn
Guðmundsson í meðfylgjandi grein. „Erum við Austur-
Barðstrendingar svo lítils virði að þið séuð fúsir að
rétta Vesturlandskjördæmi okkur, „háttvirta kjósend-
ur“, á silfurfati?“ — Verða Reykhólar innan fárra ára
eins og Djúpavík í Blóðrauðu sólarlagi“?
Laugardaginn 14. febrúar birt-
ist frétt í Morgunblaðinu sem
heitir því fallega nafni: „Byggða-
þróunaráætlun fyrir Dala- og
Austur-Barðastrandarsýslur.
Þar sem ég hef margt við þessa
Dalabyggðaáætlun að athuga þá
sé ég mér ekki annað fært en að
stinga niður penna.
í desember síðastliðnum boðaði
Jóhann T. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga, til fundar í
Króksfjarðarnesi og voru sveitar-
stjórnarmenn ásamt einstaka
framámanni boðaðir á fundinn.
Ég legg þá merkingu í orðið
sveitarstjórnarmenn að það nái
yfir hreppsnefndarmenn, hrepp-
stjóra og sýslunefndarmenn, því
að ef svo væri ekki þá væri orðið
sveitarstjórnarmaður aðeins fínna
orð fyrir hreppsnefndarmann.
Nú gekk Jóhann fram hjá
hreppstjóra og sýslunefndar-
manni Reykhólahrepps og strax
eftir fund mótmælti ég þessum
starfsaðferðum.
í svarskeyti segir Jóhann meðal
annars: „Grímur Arnórsson, Þór-
arinn Sveinsson og Reynir Berg-
sveinsson leiði þetta starf um sinn
og sýslumaður A-Barð. muni at-
huga með hvaða hætti sýslunefnd-
in geti veitt lið í byggðamálum í
Geiradals-, Reykhóla- og Gufu-
dalshreppum." (Tilvitnun lýkur.)
Ekki er mér kunnugt um störf
nefndarinnar hér, ætla má að hún
sé þegar búin að ljúka störfum
fyrst ríkisstjórnin, samkvæmt
frétt Morgunblaðsins, hefur tekið
þetta mál fyrir á ríkisstjórnar-
fundi föstudaginn 13. þ.m.
Ég kem fyrst að skipun nefnd-
arinnar og út af fyrir sig hef ég
ekki neitt persónulegt út á menn-
ina að setja, en mér kemur
spánskt fyrir sjónir að Reykhæl-
ingar skuli ekki eiga neinn full-
trúa í nefndinni, en kaupfélag
Króksfjarðar á 2 stjórnarmenn
sína af þremur sem eru í nefnd-
inni. Þessir stjórnarmenn hafa
hingað til verið þekktir fyrir
annað en að gefa Reykhælingum
burst úr nefi sínu.
Ekki er því við að búast að
þaðan komi jákvæðar tillögur í
garð Reykhóla, sem er þó byggða-
kjarni með um 100 íbúa.
Framkvæmdastjóri Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins, Sverr-
ir Hermannsson, hefur látið gera
heljarmikla skýrslu undir nafninu
Dalabyggð og undirtitill er
Byggðaþróunaráætlun fyrir Dala-
sýslu og Austur-Barðastrandar-
sýslu 1981-1986.
Skýrsla þessi hefur að geyma
allgóðan fróðleik um veðurfar,
búskaparhæt.ti, fólksfjölda og
tekjur manna, en svo er líka
upptalið.
Mér skilst að Sverrir sé hlynnt-
ur gömlum uppeldismáta og mætti
hann sannreyna hann á nefndar-
mönnum sínum.
Ég vil ekki trúa því að óreyndu
að þingmenn okkar hafi selt okkur
Dalamönnum á leigu, svo notuð
séu orð úr máli einokunarinnar á
17. og 18. öld.
Ég ætti ekki að þurfa að taka
það fram, að ég ann Dalamönnum
og Búðdælingum alls góðs, en
uppbygging Búðardals hlýtur að
gerast á annan hátt, en að eyði-
leggja byggðir í Austur-Barða-
strandarsýslu. Sé einhver sem
hugsar þannig hlýtur spil hans að
vera tapað.
í Dalabyggð segir: „Dalabyggð
er nokkuð fjarri helstu jarðhita-
svæðum á landinu. Þó er vitað um
nokkra staði innan áætlanasvæð-
isins þar sem heitt vatn er á
yfirborði eða hefur fengist með
borunum. Svæðið umhverfis Reyk-
hóla virðist hafa ýmsa möguleika
varðandi aukna jarðhitanýtingu."
(Tilvitnun lýkur.)
Ég veit að nefndarmönnum er
kunnugt um heitavatnsmagnið á
Reykhólum, en það er um 70 1/sek.
af rúmlega 100 stiga heitu vatni
og má auka það mikið með því að
bora fleiri holur.
Ég er sannfærður um að þessi
setning hefði verið öðru vísi, ef
heita vatnið hefði verið við Búðar-
dal. Góðir fræðimenn nota sjaldn-
ast huglægt mat á staðreyndir.
Og enn er tekið dæmi úr Dala-
byggð: „Mjólkurvinnsla tók til
starfa í Búðardal 1964.“ (Tilvitnun
lýkur.) Rétt mun það vera, en þá
stóð forustulið SIS fyrir því að
láta hætta við fokhelt mjólkurbú á
Reykhólum, en það hefði einmitt
verið af þeirri stærðargráðu, sem
hefði getað framleitt lúxusvörur
fyrir íslenska sælkera.
I Dalabyggð eru nú starfrækt 3
sláturhús og þar er sláturhúsið í
Króksfjarðarnesi talið með og er
ýjað að því að leggja þurfi það
niður.
Um bættar samgöngur er talað
vegna þess að leggja þurfi 2 efstu
bekki grunnskólans á Reykhólum
niður.
Hvar í ósköpunum gróf Fram-
kvæmdastofnun upp þessar tillög-
ur? Þær eru löngu úreltar og búið
að hafna þeim fyrir löngu.
Á Reykhólum er grunnskóli og
er það af kærleika til okkar hér í
A-Barð. að fækka kennurum við
Reykhólaskóla um 2 til 3 og ganga
á móti einföldum mannréttindum,
að börn geti lokið skyldunámi í
sinni heimabyggð.
Þá er komið að læknisþjónust-
unni. í dag er okkur þjónað frá
Búðardal, en samkvæmt lögum á
að þjóna okkur frá Hólmavík. Það
verður að beita heilbrigðri skyn-
semi og færa læknissetrið að
Reykhólum aftur. Reglustrikulög-
málið á ekki alltaf við í landi eins
og okkar.
Á meðan að heilbrigðisþjónust-
an leggur verðgildismat á líf
okkar og því gisnari sem byggðin
verður skal líf okkar lækka í verði.
Sjá nánar um þetta á blaðsíðu 48 í
Dalabyggð en þar segir meðal
annars: „Nokkuð hefur verið rætt
um nauðsyn þess að koma upp
sérstakri læknamiðstöð á Reyk-
hólum, en hvort tveggja er, að
umdæmið er tæpast nógu stórt og
kostnaður mikill fyrir þá hreppa
sem að henni stæðu.“ (Tilvitnun
lýkur.)
í mínu lærdómskveri lærði ég
að allir menn ættu að vera jafnir
og tæpast er þetta jafnrétti.
Á blaðsíðu 60 segir: „Jarðhita-
svæði bjóða ef til vill upp á
gróðurhúsarækt fyrir markað á
Vestfjörðum." (Tilv. lýkur.)
Hvers vegna ef tii vill? Er það
vegna þess að jarðhitinn er á
Reykhólum er ekki sunnan megin
við Gilsfjörð?
Fiskirækt er hugsanleg á nokkr-
um stöðum einkum í fjörðum
A-Barð. Þessi setning hefði mátt
sjást fyrr og málefninu fylgt eftir.
Ég er sannfærður um að það hefði
verið hægt að vera byrjað á
fiskirækt bæði í Gilsfirði og
Þorskafirði, ef jákvæðir framfara-
sinnar hefðu haft völdin og sam-
vinna væri betri í kerfinu, en
þegar happa- og glappaaðferðir
eru notaðar eins og um val leiðar
fyrir Byggðalínu og veginn yfir
Steingrímsfjarðarheiði, þá er ekki
von á góðu.
Ekki vantar heldur elskuleg-
heitin á blaðsíðu 55 til 56. Þar
segir: „Talið verður eðlilegt að í
Búðardal verði komið upp þjón-
ustumiðstöð sem þjónaði Dala-
byggðarsvæðinu öllu, en meðan
samgönguörðugleikar við vestur-
byggðina eru jafn miklir og raun
er á yfir háveturinn, verður að
tryggja viðunandi þjónustu á
svæðinu vestan Gilsfjarðar. Lagt
er til að slík þjónusta verði á
Reykhólum, þar sem jafnframt
yrði ýtt undir þéttbýlismyndun
eftir aðstæðum. Stuðning við upp-
byggingu þar bæri þó ekki að
veita á kostnað uppbyggingar i
Búðardal.“ (Tilvitnun lýkur.)
Hvað merkir þessi tilvitnun í
raun og veru? Jú, hún merkir að
leggja skuli Kaupfélag Króks-
fjarðar niður og einhver hörmang-
arabúð yrði starfrækt yfir vetr-
armánuðina á Reykhólum.
Allt sem eðlilegt væri að gera á
Reykhólum væri betur komið í
Búðardal og Reykhólar yrðu innan
fárra ára eins og Djúpavík í
Blóðrauðu sólarlagi!
Reykhólar keppa ekki við
neinn stað um tilverurétt sinn
þar, þeir eru staðsettir sem út-
vörður Vestfjarðakjördæmis i
A-Barð. t Dalabyggð er Búðardai
att gegn Reykhólum og á þann
veg að Reykhólar skuli ávallt
vera í öðru sæti.
Þá fer að styttast í máli mínu,
en ég vil þó draga saman það
helsta er ég hef drepið á.
Þó að styrkja þurfi byggð í
Búðardal sé ég enga þörf á að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur. Ég vona að Dalamenn
eigi um langa framtið eftir að
vera máttarstólpar islenskrar
menningar eins og sögur þeirra
sýna og þeir hljóta að eiga þá
hugsuði sem leyst geta vandrseði
er nú steðja að byggð þeirra og