Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981
TryKgvi Gunnarsson (S) mælti
sl. miðvikudaK fyrir þinKsálykt-
unartillöKU um könnun á fram-
tíðarveKarstæði milli Vopnafjarð-
ar ok FÍjótsdalshéraðs, en núver-
andi veKur milli þessara bytíxða
væri niðurgrafinn og aðeins
opinn tvo mánuði yfir hásumarið,
þó illfær einnÍK þá i vætutið.
Stjórnsýslustöðvar, sem Vopn-
firðinKar og nagrannar þyrftu að
sækja til. væru austur á Héraði
eða niðri á fjörðum, þar á meðal
peningastofnanir, svo Ijóst væri
eða ætti að vera að hér væri
úrhóta þörf. Ef hafis legðist að
Norðausturlandi, sem mörg dæmi
væru um í þjóðarsögunni. kæmi
þessi flutningaleið i góðar þarfir
ok þyrfti ekki mörgum orðum um
það að fara, svo augljós sem sú
röksemd væri.
Tryggvi Gunnarsson
— eða lauma henni í bréfakörf-
una. Hann fór og með kjarnyrta
stöku um viðkomandi heiði, sem
vegurinn myndi liggja um, eftir
löngu líðinn íhaldsþingmann: „En
sá heiðarandskoti/ ekki strá né
kvikindi/ en hundrað milljón hel-
víti/ af hnullungum og stórgrýti".
Steingrimur Hermannsson,
samgönguráðherra, svaraði í
löngu máli, en kjarni þess var
þessi: fjármagnið ræður ferðinni,
hvað sem viljayfirlýsingu Alþingis
líður. Fjárveiting til þessa verks
sem annarra, annaðtveggja á fjár-
lögum eða með lánsfjárheimild-
um, er forsenda þess að fram-
kvæmt verði. Þingmenn hvers
kjördæmis deila því fjármagni,
sem til þess fer, þegar vegamál
eru annars vegar. Þess vegna gæti
spurningin orðið sú, hvort þing-
Tryggvi Gunnarsson:
Vegarstæði milli Vopna-
fjarðar og Héraðs
Tryggvi rakti í greinargóðu máli
þær samgönguleiðir, sem Vopn-
firðingar byggju við, og þær vetr-
araðstæður, sem oft settu
mönnum stólinn fyrir dyrnar.
Hann gerði og samanburð á þeim
staðarlegu möguleikum, sem fyrir
hendi væru, til úrbóta, og taldi þá
leið, sem tillaga þessi fjallar um,
einna helzt koma til greina. Þá
ræddi hann og um þær moksturs-
eða snjóruðningsreglur, sem giltu
á þessu landssvæði, þ.e. að vegir
væru aðeins ruddir hálfs-
mánaðarlega, og taldi þær fjarri
þeim nútímakröfum, sem fólk al-
mennt gerði um samskipti sin í
milli, aðdrætti og þvíumlíkt.
Sveinn Jónsson (Abl.) tók
sterklega undir orð og tillögu
Hvers virði
er þingsályktun?
spurði Guðmundur
J. Guðmundsson
Tryggva Gunnarssonar (S) og
taldi þá samgöngubót, sem hér
væri fjallað um, einnig koma
Héraðsbúum til góða.
Guómundur J. Guðmundsson
(S) var einnig jákvæður til máls-
ins en bar fram þá fyrirspurn til
samgönguráðherra, hver yrðu ör-
lög þessarar tillögu, þó samþykkt
yrði, hvort ráðherra myndi virða
vilja Alþingis til framkvæmdanna
menn Austfjarðakjördæmis, ekk-
ert síður en samgönguráðherra,
virtu slíka viljayfirlýsingu þings-
ins. En orð eru til alls fyrst.
Margir þingmenn tóku til máls,
þó ekki verði frekar rakið hér, og
má óhætt að staðhæfa, að tiltekið
mál, sem varðar afmarkaðan
landshluta, hafi ekki oft fengið
jákvæðari undirtektir, hvað sem
framhaldinu líður. Tryggvi Gunn-
arsson (S) þakkaði góðar undir-
tektir. Hann væri stundargestur í
þingsölum og hefði vilja nýta
tækifærið til að ýta úr vör þessu
hagsmunamáli sinnar heima-
byggðar. Vonandi myndu þeir,
sem áfram stunduðu þingmiðin,
færa þetta mál heilt í fram-
kvæmdahöfn.
Pétur Sigurðsson:
Tilraunageymir til
veiðarfærarannsókna
Pétur Sigurðsson (S) mælti
nýleKa fyrir fyrir tillogu. þess
efnis að rikisstjórnin kanni. í
samráði við Fiskifélag íslands
og Hafrannsóknarstofnun,
möguleika þess að koma hér-
iendis upp tilraunageymi til
veiðarfærarannsókna. Skuli
könnunin m.a ná til stofn- og
rekstrarkostnaðar slíkrar
rannsóknarstarfsemi. hugsan-
lega þátttöku hagsmunaaðila
og stjórnunar og staðsetningar
starfseminnar.
Pétur sagði að sjávarútvegur
væri undirstöðuatvinnuvegur
okkar, sem þjóðarbúið og lífskjör
einstaklinga grundvallaðist ekki
sízt á. Þessvegna væri annkanna-
legt að ekki væri til í landinu slík
aöstaða til veiðarfæratilrauna, en
notagildi hennar þætti augljós
með öðrum þjóðum. Þessi aðstaða
kostar eins og eitt lúxuseinbýlis-
hús, og skilar sér auk þess aftur í
þjóðarbúið, ef lærdóm má draga
af reynslu annarra fiskveiðiþjóða.
Þetta tæki hefur lengi þekkst og
verið mikið notað í nágrannalönd-
um um árabil — af ýmsum
gerðum og stærðum. Skipstjórn-
armenn hafa í fjölmörg ár bent á
nauðsyn slíkrar tilraunastarfsemi
og nú er til staðar sérmenntun á
þessu sviði.
Tryggvi Gunnarsson (S), skip-
stjóri, lýsti ánægju með þessa
Pétur Sigurðsson
tillögu, sem flutt væri af þing-
mönnum úr öllum flokkum, og
þakkaði Pétri Sigurðssyni frum-
kvæði hans í málinu.
Þróunarsjóður lagmetis:
Einkaréttur sölustofn-
unar til A-Evrópuríkja
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp um Sölustofnun lag-
metis og Þróunarsjóð lagmetis-
iðnaðarins. Helztu breytingar i
frumvarpinu frá gildandi lögum
eru þessar:
1) Fulltrúaráð aðila stofnunar-
innar kjósi alla stjórnarmenn og
aðild fulltrúa ríkisvaldsins falli
niður.
2) Sölustofnun lagmetis er veitt-
ur einkaréttur til sölu og útflutn-
ings á lagmeti til landa þar sem
ríkið er aðalkaupandinn, þó þann-
ig að viðskiptaráðuneytinu er
heimilt að veita aðila utan stofn-
unarinnar undanþágu þegar sér-
Stjórnar-
frumvarp
stakar ástæður mæla með því.
3) Komið verði á fót stofnsjóði,
sem ákvarðar uppgjör við aðila
sem ganga úr stofnuninni svo og
uppgjör á milli aðila stofnunar-
innar ef til slita hennar kemur.
4) Ábyrgð aðila stofnunarinnar
verði takmörkuð og takmarkist
við stofnsjóðsinneign þeirra á
hverjum tíma.
5) Atkvæðisréttur aðila á full-
trúaráðsfundum fari eftir verð-
mæti útflutnings á liðnu reikn-
ingsári.
6) Þróunarsjóði lagmetisiðnaðar
verði fengin sérstök stjórn og
hlutverk sjóðsins takmarkað við
veitingu lána eða styrkja til fram-
leiðenda lagmetis til útflutnings
og til Sölustofnunar lagmetisiðn-
aðarins.
7) Tekjustofn Þróunarsjóðs lag-
metisiðnaðarins er framlengdur
með þeirri breýtingu, að full-
vinnslugjald af söltuðum grá-
sleppum er lækkað og falli niður 1.
apríl 1982.
Útvarp:
Veðurfréttir verði á
þriggja tíma fresti
Eyður í upplýsingasöfnun
Tiu þingmenn úr öllum þing-
flokkum hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar, þess efnis að Al-
þingi feli samgönguráðherra, sem
fer með yfirstjórn Veðurstofu ís-
lands, að beita sér fyrir því að
veðurfregnir i útvarpinu verði
jafnan byggðar á nýjustu upplýs-
ingum Veðurstofunnar og útvarp
þeirra verði með jöfnu millibili á
þriggja klukkustunda fresti allan
sólarhringinn og oftar ef sér-
stakrar aðvörunar er þörf. Skal
stefnt að því að þetta komi til
framkvæmda i nóvembermánuði
næstkomandi.
í ítarlegri greinargerð eru rakin
þau skilyrði sem fyrir hendi eru
talin til þessarar starfsemi, m.a.
athugunarstöðvar á landi og legi.
Þar segir m.a.: „Hér er þó galli á
gjöf Njarðar því stórar eyður eru á
landgrunni íslands og næsta ná-
grenni þess (í upplýsingasöfnun).
Þessar upplýsingaeyður eru vegna
þess að athuganir vantar frá þess:
um svæðum og nágrenni þeirra." I
greinargerðinni er fjallað um
hvern veg úr megi bæta.
Fyrsti flutningsmaður er Pétur
Sigurðsson (S).
Af gefnu tilefni þykir rétt að
minna á að þeir lesendur þing-
frétta, sem vilja kynna sér nánar
efnisatriði þingmála, eiga yfirleitt
kost á að fá þingplögg á skrifstofu
Alþingis.
Karl Steinar:
Fríiðnaðarsvæði við
Keflavíkurflugvöll
Karl Steinar Guðnason (A) hef-
ur endurflutt tillögu sína, þess
efnis að Framkvæmdastofnun
ríkisins verði falið að gera athug-
un á því, hvort hagkvæmt sé að
koma á fót fríiðnaðarsvseði við
Keflavfkurflugvöll.
Ýmsar blikur eru á lofti í
atvinnumálum Suðurnesja, segir í
greinargerð, enda hafa tvær þings-
ályktanir verið samþykktar um
könnun atvinnuástands á þessu
svæði. Mjög stórir hópar ungs fólks
eru að vaxa úr grasi á Suðurnesjum
og tímabært að huga að því, hvern
veg megi styrkja tilurð atvinnu-
tækifæra þar. Hugmyndin um
fríiðnaðarsvæði, þar sem ríkti al-
gjört tollfrelsi hvað snertir inn-
flutning hráefna, véla og tækja, er
áhugaverð, ekki sízt með hliðsjón
af þeirri reynslu sem fyrir hendi er
af svipuðu fyrirbæri við Shannon-
flugvöll á írlandi, sem efnt var til
þegar flugstarfsemi þar drógst
verulega saman, til að styrkja
atvinnulíf aðliggjandi byggða.
Skoðanakannanir:
Reglur um framkvæmd?
Alexander Stefánsson (F) bar
nýlega fram fyrirspurn til forsæt-
isráðherra í Sameinuðu þingi, hvað
liði framkvæmd þingsályktunar
frá 23. mai 1979 um könnun þess
að setja sérstakar reglur um fram-
Alkalískemmdir:
Samstaða
um könnun
Allsherjarnefnd Sameinaðs
þings hefur nú komið sér sam-
an um stuðning við þingsálykt-
unartillögu Birgis tsleifs Gunn-
arssonar (S) um viðgerðar-
kostnað vegna alkalískemmda i
steinsteyptum húsum. Flytur
nefndin sameÍKÍnlega breyt-
ingartillögu og legKur til að
orðalag vamtanlegrar þings-
ályktunar verði þannig:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að sjá til þess, að
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins verði gert kleift að
framkvæma nauðsynlega könn-
un á því hvernig bezt verði
staðið að viðgerðum á alkalí-
skemmdum á steinsteypu í hús-
um. Jafnframt skorar Alþingi á
ríkisstjórnina að hún skipi
nefnd, sem hafi það verkefni að
kanna með hverjum hætti bezt
verði fyrir komið fjárhagsaðstoð
við þá húseigendur, sem leggja
þurfa í mikinn viðgerðarkostnað
vegna alkalískemmda á stein-
steyptum húsum. Nefndin ljúki
störfum sem fyrst og skal álit
hennar sent Alþingi. Ef nauðsyn
ber til sérstakrar lagasetningar
í þessu efni skal ríkisstjórnin
undirbúa slíka löggjöf og leggja
fyrir Alþingi sem fyrst."
kvæmd skoðanakannana til að
auka á trúverðugheit þeirra. Gunn-
ar Thoroddsen, forsætisráðherra,
saKði að mál þetta hefði verið rætt
í rikisstjórninni, m.a. hvort skipa
ætti faglega nefnd eða koma á fót
þingkjorinni nefnd til að sinna
þessu verkefni. Athugunum er ekki
lokið en þess að vænta að nefnd
verði sett i málið innan tiðar.
Nokkrar umræður urðu um skoð-
anakannanir og komu fram þau
sjónarmið, að reglur til að tryggja
vönduð vinnubrögð, varðandi fram-
kvæmd og úrvinnslu skoðanakann-
ana, mættu þó ekki vera hamlandi á
skoðanakannanir sem slíkar né þess
eðlis að aðeins væru á færi fjár-
sterkra aðila. Ennfremur að aðilar,
sem framkvæma skoðanakannir,
þyrftu að vera reiðubúnir til að gera
plögg sín opinber, þann veg að úr
skugga megi ganga um, hvort rétt
hafi verið staðið að könnun og
úrvinnslu. Einstaka þingmenn lögðu
áherzlu á reglur um orðlaga spurn-
inga, sem ekki mættu vera leiðandi,
stærð úrtaks og aldursdreifingu,
kyndreifingu og búsetudreifingu
þess.
Stjórn Græn-
landssjóðs
kjörin
Stjórn Grænlandssjóðs, sem
stofnaður var með sérstökum lögum
nýlega að frumkvæði Matthíasar
Rjarnasonar, fyrverandi sjávarút-
vegsráðherra, var kjörin á Alþingi
sl. mánudag. Kjör hlutu: Matthías
Bjarnason, Sigurgeir Jónsson,
bankastjóri, Geir Gunnarsson, for-
maður fjárveitinganefndar Alþingis,
Benedikt Gröndal, alþingismaður og
Haraldur Ólafsson, lektor.