Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 3 Jafnt hjá Margeiri MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefll við Rússann Bagirov á Tall- inn-skákmótinu í gærdag og hef- ur því hlotið 5,5 vinninga í 10 umferðum. Eftir tíundu umferð í gærdag eru jafnir og efstir á mótinu þeir Gipslis og Tal með 6,5 vinninga. í þriðja sæti er Nei með 6,0 vinn- inga og í fjórða Gufeld með 5,5 vinninga og biðskák og Margeir er svo í fimmta sæti með 5,5 vinn- inga. Bronstein og Bagirov koma síðan með 5 vinninga og unnar biðskákir, þannig að víst má teljast að þeir færist upp á töflunni. Norðurlönd — Tyrkland: Vegabréfs- áritanir á ný ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella úr gildi til bráðabirgða og þar tii annað verður ákveðið. samning um afnám vegabréfsáritana milli tslands og Tyrklands. frá og með 1. mai nk. Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu. sagði aðspurð- ur að þessi breyting væri gerð að beiðni Svia, sem hafa lent i þvi, að mikili straumur Tyrkja hefur verið inn i landið að undanförnu. „Ef þessu yrði ekki breytt hér, svo og á öðrum Norðurlöndum, myndi þetta fólk einfaldlega geta komið fyrst til íslands og haldið siðan áfram til Svíþjóðar," sagði Hörður. Frá 1. maí verður krafizt vegabréfs- áritunar af tyrkneskum ríkisborgurum, sem ferðast til íslands og hinna Norðurlandanna. Forsetinn tilNoregs FORSETI íslands, Vigdis Finn- bogadóttir, fer í opinbera heim- sókn til Noregs dagana 21.—23. október nk. i boði Noregskon- ungs, segir i frétt frá Skrifstofu forseta íslands. Richard Lee að vinnu við hðgg- myndina sem hann gerði af óskari Halldórssyni fyrir u.þ.b. 30 árum. hana í geymslu. Taldi ég hana týnda. Pétur Thorsteinsson kom síðan með styttuna heim, líklega í fyrra. Það var dálitið skringileg hug- mynd og alveg fyrir utan mig að sitja fyrir vegna smíði þessa vamyndasafns en Óskar Hall- dórsson vildi setja safnið upp og bað mig að vera með. Þetta var honum mikið hjartans mál, en ég gerði það með öllu áhugalaust. Hann þrábað mig, við vorum vinir og því var þetta sjálfsagt. Eftir 30 ár komst styttan svo í mínar hendur en ég kunni ekki við að hafa styttu af mér sjálfum í mínu vinnuherbergi, það var mjög óþægilegt. En þessi stallur í Þjóð- leikhúsinu var auður, ég var kom- inn á hann áður fyrr, og vegna einhvers óhapps sem ég skil ekki og hef ekki hirt að nefna kemst þessi höggmynd Richard Lees nú á betri stað en að standa í vinnuher- berginu hjá mér.“ -á.j. Niðursoðinn saltfiskur ICEL4ND wmns CALIDAD EXTRA Friðrik ákveður mótsstað í dag „ÉG MUN tilkynna ákvörðun mina um mótsstað heimsmeist- araeinvigis þeirra Anatolys Karpovs og Viktors Korschnois á morgun, föstudag, en ég hef átt viðræður við fulltrúa þeirra Karpovs og Korschnois hér í Amsterdam,“ sagði Friðrik ólafsson, forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins, i samtali við Mbl. i gær. Aðspurður hvort einvíginu yrði hugsanlega skipt milli staða, sagði Friðrik að slíkt kæmi vart til greina. Það hefði margvísleg óþægindi í för með sér auk þess, að fyrirfram væri ekki hægt að segja til um hvenær einvígi væri hálfnað. Sem kunnugt er stendur valið milli þriggja borga, Reykja- víkur, Merano á Ítalíu og Las Palmas á Kanaríeyjum. Undanfarið hefur Norðurstjarnan í Hafnarfirði soðið niður saitfisk og fer þessi framleiðsla fljótlega til Spánar á vegum Sölustofnunar lagmetis. Hér er um tilraunaframleiðslu að ræða á tiltölulega litlu magni, en ef vel tekst til gera menn sér vonir um, að talsverður útflutningur geti orðið á niðursoðnum saltfiski á komandi árum til spænsku- og portúgölskumælandi þjóða. Umbúðir utan um dósirnar eru unnar í Kassagerð Reykjavikur og eru áletranir bæði á spænsku og portúgöisku. Haf a heimilað 86% hækkun afnotagjalda MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá rikisstjórninni: I umræðum um fjárhag Ríkis- útvarpsins hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum að stjórnvöld hafi ekki leyft eðlilegar hækkanir á afnotagjöldum stofnunarinnar. Er því rétt að fram komi að síðan núverandi ríkisstjórn tók til starfa 8. febrúar 1980, hafa verið heimilaðar hækkanir á afnota- gjöldum sem nema 86%. Ríkisút- varpið hefur því fengið verulega hækkun á afnotagjöldum umfram hækkun launa og verðlags á sama timabili. „Friðrik verður að höggva á „MÉR sýnist augljóst, að Friðrik Ólafsson verður að höggva á hnút- inn og ég vona, að hann velji Reykjavik,“ sagði dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands Ís- lands, i samtali við Mbl. i gær- kvöldi. „Friðrik hefur átt viðræður við fulltrúa þeirra Karpovs og Korsch- nois í Amsterdam og mér skilst, að fulltrúi Karpovs hefur verið harður á, að einvígið fari fram á Las Palmas á Kanaríeyjum. Hann vill, að því er virðist ekkert, semja um annað. Því sýnist mér augljóst, að Friðrik verður að höggva á hnútinn og við vonum hið bezta. Við getum boðið upp á prýðis aðstæður en mér skilst að aðstæður hnútinn44 á Las Palmas séu ekki eins góðar og hér og því vona ég að Reykjavík verði fyrir valinu," sagði dr. Ingi- mar Jónsson. Allharður árekstur ALLHARÐUR árekstur varð milli tveggja bila á mótum Reykjavíkur- vegar og Dalshrauns i Hafnarfirði um sexleytið á fimmtudag, og var tvennt flutt á slysadeild Borgarspit- alans, að sögn lögreglunnar i Hafn- arfirði. Lögreglan óskar sérstaklega eftir því, hafi orðið Vitni að árekstrinum, að þau gefi sig þá fram á lögreglu- varðstofunni í Hafnarfirði. „ÞAÐ VEITIR ÞÉR ÖRYGGI“ LOTUS hefur einstæða lögun, sem leiðir til fullkominnar aðlögunar að líkaman- um, jafnvel í þrengstu flíkum. LOTUS veitir fyllsta öryggi, vegna tveggja trefjalaga og plasthúðaðrar bakhliðar. Á bakhliðinni er einnig límræma, sem eykur stöðugleikann. Hverjum pakka af LOTUS fylgja 10 plastpokar. LOTUS fæst í þremur stærðum: LOTUS mini, LOTUS futura og LOTUS maxi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.