Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981
5
Námsgagnastofnun:
Vantar 2,5 milljónir til nauð-
synlegrar útgáfu námsgagna
NÁMSGAGNASTOFNUN vantar
nú tæpar 2,5 milljónir króna til að
geta staðið við nauðsynlega útgáfu
námsgagna og fáist ekki sú fjár-
hæð, er fyrirsjáanlegt að skorta
mun einhver námsgögn i skólum
landsins næsta haust, eins og kom
fyrir á siðasta ári.
Samkvæmt áætlun til Fjárlaga og
hagsýslustofnunar, er gerð var á
síðastliðnu ári fyrir vorið 1981 og
samþykkt var af menntamálaráðu-
neytinu, er áætluð fjárþörf til
Námsgagnastofnunar rúmlega 10
milljónir króna. Samt sem áður var
í frumvarpi til fjárlaga aðeins gert
ráð fyrir tæpum 6 milljónum króna
til stofnunarinnar, sem var síðan
hækkað í meðhöndlun fjárveitinga-
nefndar í tæpar 7,5 milljónir. Náms-
gagnastofnun hefur nú endurskoðað
fjárhagsáætlun sína og með tals-
verðum niðurskurði hefur tekizt að
lækka hana um rúmar 700 þúsundir
króna. Samt sem áður hefur Náms-
gagnastofnun séð sig neydda til að
fara fram á aukafjárveitingu að
upphæð 2,5 milljónir króna til að
geta komið nauðsynlegum náms-
gögnum til skólanna næsta haust.
Þessar upplýsingar komu fram á
blaðamannafundi með stjórn Náms-
gagnastofnunar og menntamálaráð-
herra, Ingvari Gíslasyni í gær, þar
sem starfsemi stofnunarinnar og
fjárhagsstaða hennar var kynnt.
Þar kom fram í máli menntamála-
ráðherra að hann teldi það nauðsyn-
legt að fara fram á þessa auka
fjárveitingu og teldi hann góðar
vonir til þess að hún yrði samþykkt.
Námsgagnastjóri, Ásgeir Guð-
mundsson sagði, að markmið og
áætlanir stofnunarinnar hefðu verið
viðurkenndar af stjórnvöldum, en
þau virtust ekki gera sér grein fyrir
því hve umfangsmikil námsgagna-
útgáfan væri og hve mikil nauðsyn
væri atstöðugri endurskoðun náms-
efnis. Þegar svo yrði taldi hann þó
allar líkur á því, að nauðsynlegt
fjármagn fengist til þess að stofn-
unin gæti staðið við markmið sitt.
Hann sagði ennfremur, að þær
athugasemdir Hagsýlsustofnunar
um að óþarfi væri fyrir Námsgagna-
stofnun að liggja með verulegar
pappírsbirgðir og að henni bæri að
nýta sér þjónustu ríkisprentsmiðj-
unnar Gutenberg á sumrin, væru
varla svaraverðar. Það væri augljós
trygging fyrir útgáfuna að eiga
nægan pappír, svo ekki þyrfti að
koma til stöðvunar hennar, ef papp-
írsskortur ýrði hjá öðrum aðiljum
og allsendis ómögulegt væri að láta
prenta námsgögn á sumrin, þar sem
þau þyrftu helzt að vera tilbúin á
vorin, eða snemma sumars. Hann
sagði að lokum að hann væri
bjartsýnn á að stofnunin fengi að
dafna og sinna hlutverki sínu í
framtíðinni.
Pólarúlpur og sleðagallar
10156 Pólarúlpan er flík, sem flestir íslendingar þekkja af
eigin reynslu. Hlýrri og sterkari skjólflík er varla hægt að
hugsa sér. Allir, sem útiveru stunda, hvort sem er við
vinnu eða leik, þurfa að eiga svona úlpu. Ytra byröi er
100% polyamid og svo er hún loðfóðruð og er það eitt af
mörgu, sem hún hefur fram yfir aðrar úlpur á
markaðnum.
Ulpan er létt, vindþétt og hrindir vel frá sór vatni og er
afburða hlý.
Litir: blátt og grænt.
Stærðir: 44—58 (jafnar tölur).
Sleðagallar
sem snjósleðaeigendur og fjallagarpar geta ekki veriö
verið án. Loðfóðrað ytra byröi úr 100% polyamid.
Létt — vindjsétt — hlý.
Hlýjar
heilsársflíkur
á góðu verði
□ 165 GR. „DÚNWATT" EFNI
□ VINDÞÉTT - REGNÞÉTT - NÍÐSTÉRKT
YTRA BIRÐI
□ HÖNNUN COLIN PORTER.
JAKKINN KOSTAR KR. 498.-
VESTIÐ FULLORÐINS KR. 279.-
VESTI BARNA FRÁ KR. 229.-
Fæst hjá
WhKARNABÆ
og einkasöluaðilum hans um
Þetta eru flíkur,
sem allir þyrftu að
eiga í landi, þar
sem er allra
veðra von.