Morgunblaðið - 20.03.1981, Síða 8

Morgunblaðið - 20.03.1981, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 Hafnarfjörður Hef veriö beöinn aö útvega leiguíbúö í um 6 mánuði. Árni Gunnlaugsson hrl. Sími 50764. Við Álftamýri Vorum aö fá í sölu 2ja herb. íbúö á 2. hæö viö Álftamýri. íbúöin er aö grunnfleti ca. 50 ferm. Stofa, eldhús og svefnherb., og baö, meö góöum suöur- svölum. íbúöin er laus í júní nk., verður til sýnis milli kl. 14 og 17 á sunnudag. Verö: tilboö. Vinsamlegast hafiö samband viö Fasteignahöllina, símar 35300 og 35301. R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ^ ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir SVÆÐISFUNDUR Kaupfélögin á Suðurlandi halda svæðis- fund með stjómarformanni og forstjóra Sambandsins í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, Íaugardaginn 21. mars 1981 kl. 13.00 — 20.00. Fundarefni: 1. Viðfangsefni Sambandsins. Frummælandi: Erlendur Einarsson, for- stjóri. 2. Samvinna kaupfélaganna og tengsl við Sambandið. Frummælandi: Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri. 3. Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar. Frummælandi: Valur Amþórsson, stjórnar- formaður Sambandsins. 4. Tengsl félagsmanna við kaupfélögin. Frummælandi: Einar Þorsteinsson ráðu- nautur. 5. önnur mál — almennar umræður. Félagsmenn kaupfélaganna eru hvattir til að koma á fundinn. Kaupfélag Ámesinga Kaupfélag Rangæinga Kaupfélag Skaftfellinga Kaupfélag Vestmannaeyja Núverandi stjórn Kvennadeildar Siysavarnarfélagsins í Keflavik. Sitjandi eru Elin Ólafsdóttir, Guðmunda Sumarliðadóttir og Guðrún Ármannsdóttir, en standandi Jóna Sigurgisladóttir, Svava Runólfsdóttir, Einhildur Pálmadóttir og Maria Arnlaugsdóttir. Kvennadeild Slysavarna- f élagsins í Kef lavík 50 ára KVENNADEILD Slysavamarfé- lagsins i Keflavik er 50 ára 29. mars næstkomandi. í tilefni af- mælisins minnast kvennadeild- arkonur 50 ára starfs með afmæl- isfundi i Vikinni að Hafnarbraut 86 i Keflavik á morgun, sunnu- dag, kiukkan 14.30. Þar verða á boðstólum kaffi og kökur, og einnig fjölbreytt skemmtiatriði. Hinn 29. mars 1931 komu saman sjö konur úr Kvennadeildinni í Reykjavík og einnig Jón Berg- sveinsson í samkomuhúsinu Skildi í Keflavík og stóðu þar að stofnun deildarinnar ásamt heimakonum. Stofnendur voru sextán konur í Keflavík og ein telpa. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Guðný Ásberg, formaður, Guðný Vigfús- dóttir, gjaldkeri, Júlíana Jónsdótt- ir, ritari og meðstjórnendur voru Hólmfríður Hjartardóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sesselja Magn- úsdóttir og Þorgerður Jósefsdótt- ir. Núverandi formaður er Guð- munda Sumarliðadóttir. „Starfsemi deildarinnar hefur frá upphafi verið að safna fé til björgunarstarfa," sagði Guð- munda í stuttu spjalli við Mbl. „Fyrstu árin voru haldnar skemmtanir og seldar veitingar til ágóða fyrir félagið, einnig voru beitt línubjóð, sem nokkrir for- menn tóku með sér á sjóinn, og fékk deildin fiskinn sem í þau kom. Fyrsta árið voru tekjur deildarinnar 866 krónur og 15 aurar og þar af fékk Slysavarnar- félag íslands 800 krónur. Næstu árin fjölgaði félagskonum ört og starfsemin blómgaðist. Nú eru í félaginu um 240 konur, sem enn vinna vel fyrir málefnið, enda veitir ekki af. Á síðasta ári voru tekjur deildarinnar rúmar tvær milljónir gamalla króna og af því var framlag til Slysavarnar- félags íslands rúm ein og hálf milljón (gömul) — en vegna 50 ára afmælisins í ár fengum við árstil- lagið eftirgefið til nota heima í héraði og gáfum við þá upphæð alla til Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs, en féð mun renna til kaupa á þvag- og blóðrannsókn- artækjum." Guðmunda varð formaður árið 1976 er hún tók við af Sesselju Magnúsdóttur, sem þá hafði setið í stjórninni í 45 ár. Sesselja, sem aðrar forystukonur Kvennadeild- arinnar í 50 ár, hefur unnið Slysavarnarfélaginu frábærlega vel. „Auðvitað erum við bjartsýn á þessum tímamótum," sagði Guð- munda „En þó starfið hafi gengið ljómandi vel, þá vantar okkur fleiri konur í virkt samstarf, sérilagi fleiri sjómannskonur. Það er mikill hugur í okkur á þessum tímamótum. Á morgun, sunnudag, efnum við til afmælishófs í Víkinni að Hafn- arbraut hér í Keflavík og hefst það klukkan 14.30. Þar bjóðum við konumar uppá kaffi og meðiæti og einnig verða skemmtiatriði í hóf- inu. Eg vil hvetja konur í Keflavík til að kom svo við getum minnst afmælisins saman," sagði Guð- munda Sumarliðadóttir að lokum. Núverandi stjórn Kvennadeild- ar Slysavarnarfélagsins í Keflavík skipa, auk Guðmundu, Guðrún Ármannsdóttir, gjaldkeri, Jóna Sigurgísladóttir, ritari, og með- stjórnendurnir Svava Runólfs- dóttir, Elín Ólafsdóttir, Einhildur Pálmadóttir og María Arnlaugs- dóttir. En afmælishóf deildarinn- ar verður semsé á morgun, sunnu- dag, klukkan 14.30 í „Víkinni" í Keflavík. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERD AÐALSTR*TI • SlMAR: 17182- 17355 Kantlímdar - smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Þaö er ótrúlegt hvaö hægt er aó smíða úr þessum hobbýplötum, t.d. klæða- skúpa, eldhúsinnréttingar, hillur og jafnvel húsgögn. Hvítar plast- hillur ‘ 30 cm, 50 cm ofl eo cm 4 breidd. 244 cm * lengd. Hurdir á fata- skápa m9ð eikar- •P»»ni, ounar undir lakk og bæt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.