Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 Skipan opinberra framkvæmda: 15 millj. kr. myndu spar- ast ef verkin væru boðin út f MATSNIÐURSTÖÐU nefndar sem starfar á vetfum Verkfræð- inKafélaKS íslands að rannsókn á skipan opinberra framkvæmda kemur fram aö ef farið væri i einu GUNNAR Snorrason var einróma endurkjörinn formaður Kaup- mannasamtaka Islands á aðalfundi samtakanna í gær. Þá var Þorvaid- ur Guðmundsson einnii; einróma endurkjorinn sem varaformaður. Tómas Árnason viðskiptaráðherra sagði á fundinum. að hann væri fylgjandi heimild til handa verzlun- um að selja vöruhirjfðir sinar á raunvirði, en erfiðlexa (fentfi að aÍKreiða það í ríkisstjórn. í umræðum á aðalfundinum kom fram að staða landsbyggðarverzlun- arinnar er slæm 0(j í ályktun var sérstaklega vakin athygli stjórn- valda á því. Þar kom einnig fram sú krafa, að ríkisstjórnin heimilaði nú þegar framkvæmd samþykktar Verðlagsráðs frá 3. desember sl. um heimild til handa verzlunum að selja vörubirgðir sínar á raunvirði. Tóm- og öllu eftir logum nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda mætti lækka kostnað um a.m.k. 10 prósent við nýbyggingar á vegum hins opinbera. Þannig myndu as Árnason sagðist telja, að full- trúar BSRB og ASÍ hefðu samþykkt það með því að sitja hjá við afgreiðslu málsins í Verðlagsráði. „Kannske það mýki suma,“ sagði hann. Þá vöktu Kaupmannasamtökin einnig athygli á því í ályktun sinni að frjáls og óheftur atvinnurekstur í landinu væri einn af hyrningar- steinum þjóðfélagsins og varað var við aukinni ásælni hins opinbera, með sífellt meiri skattheimtu og álögum á verzlunarfyrirtæki. Sjá nánar bls. 14. sparast a.m.k. um 15 millj. nýkr. (1,5 milljarðar gkr.). Á blaðamannafundi sem Verk- fræðingafélagið efndi til kom fram að þótt áðurnefnd lög séu í veiga- mestu atriðum vel samin og gætu verið góður grundvöllur að skipan framkvæmda hjá hinu opinbera vanti mikið á að þeim sé fylgt. Sérstaklega telur nefndin að mikið vanti á að ákvæðum laganna um útboð sé framfylgt sem leiði til þess að kostnaður við nýbyggingar verði verulega hærri en þyrfti að vera. Sterk tilhneiging er hjá ýmsum opinberum stofnunum til að annast nýbyggingar á sínu sviði eða bjóða þær ekki út nema að litlum hluta. Þá hefur nefndin það meginsjón- armið að skilja eigi að jafnaði sem mest á milli eftirfarandi fjögurra aðila opinberra framkvæmda: eig- anda, hönnuðar, eftirlits og verk- framkvæmanda. Slík skipting kæmi nánast af sjálfu sér ef viðkomandi verk væri boðið út en er nánast útilokuð ef viðkomandi ríkisstofnun annast verkið sjálf. RARIK og línumenn og rafvirkjar sömdu r Aðalfundur Kaupmannasamtaka Islands: Gunnar Snorrason end- urkjörinn formaður INNLENT, „SAMKOMULAG náðist um kjara- samning, sem er fyrsti sameiginlegi samningur linumanna, rafvirkja, raf- vélavirkja og raftækna hjá Rafmagns- veitum ríkisins. Þetta samkomulag er í meginatriðum hið sama og rafiðnað- armenn hafa gert við aðra vinnuveit- endur sína á undanförnum vikum,“ sagði Magnús Geirsson, formaður Raf- iðnaðarsambands Islands í samtali við Mbl. í gær en í gærmorgun náðist samkomulag Rafmagnsveitna ríkisins við línumenn, rafvirkja, rafvélavirkja og raftækna, eftir að samningafundur hafði staöið frá kl. 16 á miðvikudag. Verkfall þessara aðila átti að koma til framkvæmda á miðnætti nk. sunnudag. „Við munum kynna samkomulagið víðs vegar um landið núna um helgina og atkvæðagreiðsla um samkomulagið fer þá fram,“ sagði Magnús Geirsson. Rússneskur ís- brjótur í höfn OTTO SCHMIDT, rússneskur ísbrjótur og rannsóknaskip, kom til hafnar í Reykjavík i gærmorgun, og mun hann dvelja hér fram á sunnudag, að sögn Kára Valvessonar, hjá Skipadeild Sambands- ins, sem umboð hefur fyrir rússnesk skip hér á landi. Otto Schmidt er 3650 lestir að stærð og á honum 54 manna áhöfn og 30 vísindamenn. Kári sagði að erindi skipsins hingað væri að taka eldsneyti, vistir og vatn, auk þess sem tíminn væri notaður til að hvíla mannskapinn. í janúar sl. kom hingað 9000 tonna rússneskt skip og í febrúar komu hingað þrjú skip, eitt 9000 tonna og tvö 2250 tonna. Kári var spurður hvort komur rússnesku skipanna væru að færast í vöxt. Hann sagði þá hafa komið nokkuð oft að undanförnu, en ekki vissi hann hvert framhaldið yrði. Það væri hins vegar nauðsynlegt fyrir þessi skip, sem væru á ferð norður í hafi, að koma til hafnar og taka vatn Og vistir. Myndina tók ljósmyndari Mbl. Ól.K.M. Lítil loðnuveiði LÍTIL loðnuveiði heíur verið síðustu tvo sólarhringa. Veð- ur hefur hamlað veiðum. en einnig hefur lítið verið að finna og skipunum hefur fækkað síðustu daga. Síðdeg- is tilkynntu tvö skip um afla, sem fékkst undan Alviðru- hömrum. Guðmundur var með 800 lestir og Súlan með 330 lestir. „Óþægilegt að hafa styttu af mér sjálfum í vinnuherberginu“ Laxness-stytta í Þjóðleikhúsinu „ÞESSI höggmynd var týnd fyrir heiminum í þó nokkuð mörg ár í kjallara úti í London. Um tíma stóð hún á skrifborð- inu hjá forleggjara mínum sir Stanley Unwin, einum helsta hókaútgefanda Bretlands, en við fráfall hans fór styttan til annarra og þeir vissu ekki hvaða maður þetta var. Ein- hverra hluta vegna höfðu þeir þó samband við íslenska sendi- ráðið og þar var styttan lengi,“ sagði Halldór Laxness í samtali við Mbl. þegar þeir hittust i Þjóöleikhúsinu í gær, Ilalldór og breski listamaðurinn Ric- hard Lee sem gerði höggmynd- ina af Halldóri fyrir vaxmynda- safn það sem óskar Halldórs- son lét gera um 1950 og var sett upp í Þjóðminjasafninu, en er nú geymt í kjallara hússins. Þar er um að ræða vaxmyndir af um 20 tslendingum og 20 útlendingum. Halldór hefur nú gefið Þjóðleikhúsinu högg- myndina í bronsi og hefur henni verið komið fyrir í skála Þjóðleikhússins ásamt styttum af Jóhanni Sigurjónssyni, Guð- mundi Kamban, Matthíasi Jochumssyni og fleiri höfuð- skáldum þj<>ðarinnar, en fyrir mörgum árum hvarf úr Þjóð- leikhúsinu höggmynd Ólafar Pálsdóttur af Laxness og hefur hún ekki komið i leitirnar. I greinaflokknum Málþing um Guðsgjafaþulu í Morgunblaðinu í desember 1973 eftir Matthías Jó- hannessen er fléttað inn í samtali við Halldór Laxness, þar sem hann segir um ástæðuna fyrir því að vaxmyndasafnið var sett upp á íslandi: „Óskar Halldórsson varð fyrir þeirri miklu sorg, að elzti sonur hans drukknaði á sjó í miðju stríðinu. Hann sá mikið eftir honum. Óskar fór þá að hugsa um, hvað hann gæti gert til að halda uppi minningu þessa látna sonar síns. Hann langaði að gera honum einhverja minningu, sem væri tengd við list. En nú hafði þessi ungi piltur farið snemma á sjóinn og var ekki handgenginn list og erfitt að setja hann í samband við hana, en aftur á móti hafði hann einhvern tíma í London orðið stórhrifinn af vaxmyndasafni sem kennt er við Madame Tussaud, eins og unglingar verða oft. Þá datt Óskari í hug að setja upp í minningu sonar síns vaxmynda- safn hér heima. Og þær myndir sem hann vildi láta gera í þetta Höggmynd Richard Lees af Hall- dóri Laxness. safn, áttu að vera af mestu mönnum íslands á þeim tíma og hann valdi sjálfur þá menn sem hann taldi verðuga þess að eiga mynd sína í þessu safni, mig minnir nær endalokum stríðsins. Hann lét koma hingað frá London sérstakan listamann í því skyni að móta menn undir vaxmyndaaf- steypu." I spjalli okkar um vaxmynda- safnið, sem á sínum tíma var til sýnis í Þjóðminjasafninu, kom fram að safnið er nú geymt í kjallara Þjóðminjasafnsins og undraðist Halldór að svo stór kjallari skyldi vera í safnhúsinu. „Þessi höggmynd mun hafa lent hjá sir Stanley fyrir einhverja tilviljun, „sagði Halldór," því hann safnaði ekki myndum af sínum höfundum. Eftir að hún komst í íslenska sendiráðið lét Kristinn Guðmundsson sendiherra haua standa uppi þar, en svo kom ann ið fólk sem hafði ekki nein sambönd við mig og það mun hafa látið Richard Lee og Halldór Laxness hittast i Þjóðleikhúsinu i gær. Fjær eru til vinstri Erna Óskarsdóttir Halldórssonar og Auður Laxness. Ljósmyndir Mbl. Kristján Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.