Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 Björn Eiríksson flugmaður - Minning Fæddur 12. ágúst 1901. Dáinn 10. mars 1981. Andlát vinar míns Björns Ei- ríkssonar, flugmanns kom okkur gömlum vinum hans á óvart. Aðeins viku áður hafði hann setið fyrir svörum hjá Árna John- sen í sjónvarpssal, um gamla tímann, flugmannsferil sinn í Flugfélagi íslands nr. 2 1928— 1931 og síðar, er flug hófst að nýju 1938, er hann flaug bæði Klemm- inum í póstflugi tii Hornafjarðar og Waco sjóvélinni TF-SGL á stríðsárunum. Hann var við ágæta heilsu, glaður og hress að vanda og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja. Ég hafði skömmu áður fært honum myndina af okkur 10 ■ fyrstu íslenzku flugmönnunum, sem Ólafur Magnússon, ljósmynd- ari, tók af okkur, er við áttum saman kvöldstund á heimili mínu rétt fyrir jólin. En hann hafði gaman af þessum fundumr- Björn hefði orðið 80 ára 12. ágúst á þessu ári, en hann bar aldur sinn svo vel, að það virtist ótrúlegt. Fyrstu kynni okkar Björns hóf- ust 1932, þegar búið var að leggja niður Flugfélag Islands nr. 2 og ég farinn að undirbúa mig a.m.k. andlega undir það að fara í flugið. Hann var þá búinn að koma upp Krómhúðunarverkstæði við Klapparstíg, að ég bezt veit fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á ís- landi. Ruddi hann sem sé einnig þá braut. Hann var þá önnum kafinn við að aðstoða þá Björn Olsen og Gunnar Jónasson við byggingu flugvélarinnar TF-ÖGN og sóttist verkið það vel, að Björn sagði mér, að hann skyldi kenna mér að fljúga á þá vél, ég þyrfti ekkert að fara út. En hvað um það, ég átti ótelj- andi góðar og uppörvandi sam- ræður við hann í „skrifstofunni" á Klapparstígnum, sem var smá- kompa rétt nægileg fyrir tvo, sem ég tók miklu ástfóstri við vegna húsbóndans. Það var ekki lítið varið í það fyrir 17—18 ára ungling að geta gengið á vit reynds flugmanns og beinlínis sogið úr honum dýrmætan fróð- leik. Hann lánaði mér einnig bækur og hvatti mig óspart. Fyrir þetta og margt fleira verð ég honum þakklátur þá daga, sem ég á eftir í þessari jarðvist. Það kom svo í minn hlut að veita honum flugréttindi að nýju á vél þeirra Helga Eyjólfssonar, Alberts Jóhannessonar o.fl. í janúar 1938, en þá var ég tiltölu- lega nýkominn frá Þýzklandi eftir flugið hjá Lufthansa og Vatns- mýrin nægilega frosin fyrir skóla- flug. Björn flaug samtals tvö „endur- hæfingarflug" og var engu líkara en að hann hefði ekki lagt niður flug einn dag. Svo fast var þetta í honum. Hef ég aldrei fyrr né síðar fyrirhitt traustari og öruggari flugmann. I öðru hefti Annála íslenzkra flugmála er skemmtileg frásögn af störfum Björns hjá Flugfélagi íslands nr. 2 og síðar rituð af upphafsmanni íslenzkrar flugsögu Arngrími Sigurðssyni. Ég tel við- eigandi að birta hana hér vegna þess, að þetta rit er nú ófáanlegt. Greinin birtist hér nokkuð stytt. „— Ég fékk vinnu hjá Flugfélagi íslands nr. 2, en Sigurður Jónsson var þá flugmaður hjá því. Hann hafði byrjað sumarið 1930. Fyrsta farþegaflugið fór ég 13. mai 1931 í Veiðibjöllunni frá Reykjavík fil Akureyrar og daginn eftir til Reykjavíkur með viðkomu á Siglu- firði og í Stykkishólmi. Flugið hjá okkur Sigurði gekk vel, en félag- inu gekk samt illa. Flugvélarnar urðu fyrir hinum ótrúlegustu óhöppum. Ein þeirra sökk inni hjá Vatnagörðum og gereyðilagðist og aðra tók á loft í hvirfilvindi, svo að hún stakkst á nefið og skelltist síðan á bakið. Þannig var hún úr sögunni. Þriðju vélinni — hún var kölluð Álftin — flaug ég í síldar- leit um sumarið 1931. En um haustið hætti Flugfélag íslands nr. 2 störfum og ég stóð uppi atvinnulaus. A.S. Hvénær byrjaðirðu svo aftur að fljúga? — Það var á miðju sumri 1938. Þá komst ég á 2ja sæta kennslu- vél, af Bluebird-gerð, sem Albert Jóhannesson og fleiri áttu. Á henni flaug ég til hausts, jafnt kennslu- sem farþegaflug. Flugmálafélag Islands hafði líka eignast litla flugvél af Klemm-gerð. Við henni tók ég í október 1938 og flaug henni aðal- lega til Hornafjarðar og austur á land. Með farþega var flogið þegar svo bar undir, en þó öllu meira með póst., og var jafnan flogið vikulega með hann austur á firði. Sjúklingar voru einnig oft fluttir í þessari flugvél. Þessari flugvél flaug ég meira eða minna um hálfs árs skeið. Og þá var flugið enn einu sinni lagt til hliðar. A.S. En flugmannsferli þínum var ekki lokið þar með? — Nei, ég tók eina skorpu enn, og þá hjá Flugfélagi Islands, númer þrjú. Til þess réðist ég í júlímánuði 1942 og starfaði hjá því þangað til í desemberbyrjun 1943. Eg flaug þetta tímabil Waco-sjóvél, sem var þriggja far- þega, auk farangurs. Waco- flugvélin var hin liprasta og hafði góða flugeiginleika. Hún var hins vegar full létt á sjó, enda gátu 10—12 menn auðveldlega borið hana til. Hún þoldi því ekki mikinn sjó — öfugt við Junkers- flugvélarnar, sem voru ákaflega sterkbyggðar. Á henni þvældist ég svo að segja um þvert og endilangt landið, ýmissa erinda, svo sem póstflug, farþegaflug, sildarflug og sjúkraflug. Flugvélin var ekki hvað síst mikið notuð til sjúkra- flugs, enda mun hún ekki sjaldan hafa bjargað lífi fólks, sem þurfti í einni svipan að komast á skurð- arborðið eða njóta annarrar lækn- isaðgerðar. Sá trassaskapur hefir löngu ríkt í fari íslendinga að leita ekki læknishjálpar fyrr en á síðustu stundu, þegar allt var komið í óefni og dauðinn vís, ef hjálp barst ekki, svo að segja á samri stundu. Þetta varð til þess, að ég varð stundum að fara á tæpasta vaði í flugferðum, þegar ég vissi hvað var í húfi, og fljúga og lenda við skilyrði, sem ég hefði undir engum öðrum kringumstæðum gert. En ég virðist hafa verið fæddur undir lánsmerki, því að þessar ferðir heppnuðust ávallt vel, þótt útlitið væri stundum svart. Svo var það líka annað, sem kom mér að góðu gagni í þessum ferðum, sem sumar hverjar voru upp á líf og dauða. Það var þekking mín á landinu. Ég var orðinn því nauða kunnugur, þekkti næstum hverja þúfu. Ég þekkti líka duttlunga hins óstöðuga ís- lenska veðurfars. Ég hefði í mörg- um tilfellum snúið aftur, eða jafnvel aldrei lagt af stað, ef ég hefði ekki þekkt þetta hvoru tveggja til nokkurrar hlítar. Vinnutíminn miðaðist ekki við „vaktir", eins og tíðkast nú. Hann miðaðist í þann tíma hjá okkur flugmönnunum við veður- og flugskilyrði. í góðviðri gat flug- tíminn orðið ótrúlega langur, stundum frá því eldsnemma á morgnana og fram yfir miðnætti. Og þá var enginn til þess að „leysa af“ eða hvíla við stýrið. Maður varð að ljúka þessu einn — aleinn. Ég minnist þess t.d. að ég selflutti bændur, sem komu af Héraði til þess að sækja bændaþing í Horna- firði. Þetta var að öðru jöfnu þriggja sólarhringa ferð á hestum, bátum og bílum, en í flugvélinni var þetta aðeins 50 mínútna ferð. Svo stórkostleg eru umskiptin í lamgöngutækjunum. En bænd- irnir voru margir og ég þurfi að tara margar ferðir og leggja iaman nótt og dag, áður en hlutverkinu var lokið. A.S. Hver er nú hugur þinn til flugsins, þegar þú horfir um öxl? — Það hefir að öllu samanlögðu veitt mér mikla ánægju um dag- ana, enda þótt flugvélarnar séu nú orðnar miklu fullkomnari en áður var, og þar af leiðandi líka betra að fljúga. Til mestrar ánægju fann ég þó í sjúkraflugi. Þá hafði ég fyrst fyrir alvöru á tilfinningunni að ég væri að gera gagn, og mér þótti innilega vænt um i hvert skipti, sem ég gat orðið þjáðu fólki að liði.“ Frásögn Björns er látlaus og hógvær, en hógværð hans og hjartans lítillæti, öruggasta ein- kenni mikilla mannkosta, var hon- um ríkulega í blóð borið. Við kveðjum með söknuði hand- hafa íslensk flugskírteinis nr. 2, sannan brautryðjanda íslenskra flugmála, frábæran flugmann, fé- laga og vin. Ég þakka Birni nær hálfrar aldar vináttu, hún var mér ómet- anleg. Eftirlifandi eiginkonu Björns, Laufeyju Gísladóttur, votta ég mína innilegustu samúð. Agnar Kofoed-Ilansen Björn Eiríksson, flugmaður, lést hinn 10. þ.m. tæplega áttatíu ára að aldri. Ég undirritaður sit nú á sjúkra- húsi, til rannsóknar og er alls ekki veikur, en á sjúkrahús höfðum við Björn aldrei komið, ég að vísu svolítið en Björn aldrei. Ég kynntist Birni árið 1930, rétt fyrir alþingishátiðina, en Björn kom vestan um haf ásamt vestur- Islendingum, sem höfðu leigt sér skip til þess að dvelja á hátíðinni. Björn Eiríksson fór vestur um haf ásamt nokkrum Islendingum að ég held í kring um 1926, til þess m.a. að stækka sjóndeildarhring- inn, og kynnast nýjum siðum. Björn dvaldi hjá ýmsum stór- fyrirtækjum vestra að mestu í þeirri stóru borg Chicago, m.a. hjá þeim fræga hugvitsmanni Hirti Thordarsyni, sem rak verksmiðju þar. Snemma heillaðist Björn af fluglistinni og lærði að fljúga þar, en þann kostnað varð hann að bera sjáfur og stunda flugið í frítímum sínum. Um vorið 1930 hafði ég lokið flugnámi í Þýzkalandi og var kominn heim rétt fyrir alþingis- hátíðina er fundum okkar Björns bar saman. Það atvikaðist þannig að hann fór utan til Danmerkur eftir hátíðina og nam flug hjá danska flughernum og kom síðan heim vorið 1931 til þess að hefja starf hjá Flugfélagi íslands nr. 2. Flaug Björn um sumarið 1931 með mér, og síðan sem farþegaflug- maður á annarri flugvél félagsins, unz félagið varð að hætta störfum vegna hinnar illræmdu kreppu, sem að lokum var einnig skollin á hér á landi. Við Björn urðum mjög góðir vinir enda Björn einhver allra besti félagi sem hugsast getur. Hann var stálábyggilegur og stóð allt sem hann sagði sem stafur í bók. Ásamt mér höfðu 3 menn farið til Þýzkalands til þess að nema flugvélavirkjun, Gunnar Jónas- son, Björn sál. Olsen og Jóhann Þorkelsson, sem einnig er látinn. Við Björn Eiríksson ásamt þeim Birni Olsen og Gunnari Jónassyni stóðum uppi atvinnulausir haustið 1931 er flugfélagið var lagt niður. Við ólum hinsvegar þá von í brjósti að geta hafið flug á ný, en sú von brást. Tvístraðist nú þessi litli hópur. Björn Eiríksson setti upp Málmhúðunarverkstæði, sem hann rak um langt árabil, en þeir Gunnar og Björn settu á fót fyrirtækið Stálhúsgögn, sem enn er við líði við góðan orðstír. Ég undirritaður starfaði um árabil við skrifstofu- og verzlunarstörf. Eins og áður er sagt var Björn Eiríksson hinn bezti félagi, og eru + BERGSTEINN S. BJÖRNSSON, Selvogsgötu 3, Hafnarfirfti, andaöist aö heimili sínu 18. mars. Aftstandendur. Sonur okkar, bróöir og mágur, MATTHÍAS BJÖRN HARALDSSON frá Laugarvatni lézt 9. marz sl. Útför hans var gerö frá Fossvogskirkju 17. mars. Kristín Olafsdóttir, Haraldur Matthíasson börn og tengdabörn. + Móðir okkar, JÓSEFÍNA BJÖRNSDÓTTIR, frá Siglufirði, til heimilis aö Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaöist í Landakotsspítala 18.marz. Börnin. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, SIGMUNDAR SIGURÐSSONAR, bftnda, Syftra-Langholti, fer fram frá Hrepphólakirkju, laugardaginn 21. marz kl. 14. Bílferö verður frá Umferðamiðstööinni kl. 11.30. Anna Jfthannasdftttir, bðrn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför BÖÐVARSARNASONAR frá Hrauni í Grindavík veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 20. marz kl. 3. Ágústa Steinþftrsdóttir, Hulda Böðvarsdóttir, Hörftur Vilhjálmsson, Óskar BÖAvarsson, Unnur Árnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mágkonu minnar, SIGRÍDAR SUMARLIÐADÓTTUR frá Mosdal. Ingibjörg Jörundsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö, vinarhug og hjálpsemi vegna andláts og jaröarfarar dóttur okkar, systur og unnustu, HAFDÍSAR V. GEORGSDÓTTUR. Helga Ágústsdóttir, Stefán Sigurftsson, Georg Sigurvinsson, Óskar Axel Óskarsson systkini og aftrir aftstandendur hinnar látnu. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför MÖRTU HARALDSDÓTTUR, Kleppsvegi 120. Guð blessi ykkur öll. Dafti Þorkelsson, Agnar Daöason, Svana Daöadóttir. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, SESSELJU RUNÓLFSSON, Furugerfti 1. Guftrún Runólfsson, Þrúftur Guftmundsdóttir, Auftur Guftmundsdóttir, Finnbogi Vikar, Kristinn Sigurftsson, Hjördís Guftmundsdóttir, Friðgeir Guömundsson, Sigurftur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.