Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI1981 spurt og svarad Lesendaþjonusta Tefur blómstur fyrir vexti brekkuvídis? Ásdís Kristinsdóttir, Elliða- völlum 19, Keflavík, hringdi og vildi vita hvort taka ætti blómst- ur á brekkuvíði af, eða hafa blómstrið á honum. Getur verið að blómstur tefji fyrir vexti brekkuvíðisins? SVAR: Ef ungar plöntur af brekku- víði bera mikið af reklum, bendir það til, að ástæða væri að gefa honum meiri næringu. Blómgun dregur eitthvað úr vexti, en ekki þó svo að ástæða sé til að hafa áhyggjur af. Kjötmjöl í kartöflugarða? Hólmfríður Sigurðardóttir, Þórisgötu 19, Borgarnesi, hringdi, og hana langaði að vita hvort gott væri að nota kjötmjöl í kartöflugarða og hvort það væri eins gott og fiskimjölið. Hólmfríður vildi einnig fá svar við hvort að blákorn væri góður MORGUNBLAÐSINS of seint væri að færa gljávíði. Þetta væru frekar smáar plönt- ur. SVAR: Gljávíðir laufgast flestum víðitegundum seinna, en heldur hinsvegar lengur laufi á haustin en margur trjágróður. Það eru engin vandkvæði á að flytja hann fram eftir öllu sumri, ef hann er bleyttur vel bæði fyrir og eftir tilflutninginn. Þetta á að sjálfsögðu fyrst og fremst við plöntur sem ekki hafa náð meira en 50—100 sm hæð. U ndirbúningur matjurtagarða Ingunn Hauksdóttir, Hamra- borg 6, Kópavogi hringdi og spurði hvernig væri best að undirbúa matjurtagarða. Hvern- ig áburð væri best að nota og hvernig mætti ná sem bestum árangri. SVAR: Um undirbúningsverk fyrir matjurtaræktun hafa verið skrifaðar margar ritgerðir og bækur. Mér er því ógerlegt að áburður á tré, og hvort það mætti nota hann á matjurtir. SVAR: Mér er ókunnugt um að sam- anburðartilraunir hafi verið gerðar á áburöargildi kjötmjöls og fiskimjöls, en hygg ég að þar sé ekki mikill munur á. Reynslan hefur sýnt, að mjöl af þessu tagi þarf að bera snemma á, helst i febrúar eða marz, ef það á að koma að verulegum notum sama ár, en áhrifa þess gætir hinsveg- ar mun meira á næsta ári. Varðandi blákornin hafa þau svonefnd snefilefni framyfir venjulegan jarðáburð. Ef eitt- hvað er, þá verður að telja hann hagkvæmari við alla ræktun, en hinn hefðbunda garðáburð sem Áburðarverksmiðja í Gufunesi framleiðir, og þá jafnt á tré sem matjurtir. Fjölærar jurtir Guörún Egilsson. Króka- hrauni 2, Hafnarfirði, hringdi og spurði hve lengi væri hægt að skipta fjölærum jurtum, eða jurtum sem séu komnar vel á veg, en ekki farnar að blómstra. SVAR: Það fer mikið eftir tegundum. Lágvöxnum plöntum (steinbrjót- ur og því um líkt), má sem best skipta hvenær sem er á vaxtar- tímanum, en hávöxnum plöntum snemma vors, þegar þær eru að bæra á sér, eða á haustin þegar vexti og blómgun er lokið, og eru þær þá að sjálfsögðu klipptar niður. Flutningur gljávíöis Ingunn Kjartansdóttir, Flag- bjarnarholti, Landssveit, hringdi og langaði að vita hvort gefa í fáeinum línum fullnægj- andi leiðsögn. Hyggilegast væri fyrir Ing- unni að verða sér úti um Mat- jurtabókina, sem Garðyrkjufé- lag íslands gaf út fyrir fáeinum árum. Grisjun rifsberjarunna Kristín Eiriksdóttir, Móaflöt 55, Garðabæ, hringdi og sagðist hafa 8 ára rifsberjatré sem væru orðin of þétt hjá sér. Hún sagðist vilja vita hvernig ætti að kippa þau, hvort ætti að grisja þau við rót, klippa gömlu greinarnar eða öfugt. SVAR: Ennþá ætti að vera auðvelt að grisja rifsberjarunna, þótt kom- ið sé fram í maí, en hyggilegra væri að geyma það fram til haustsins eða næsta vors, að rífa rifsrunna upp og skipta þeim. Skiptingu er best að fram- kvæma með vel skerptri skóflu. Benda má Kristínu á, að eðli- legast er að rifsrunnar verði aldrei með fleiri en 8—10 stofna, og það þarf því árlega að fjar- lægja einn gamlan stofn, en láta einn rótarsprota vaxa í hans stað. Með því móti vex plantan aldrei úr sér og er líklegri til að gefa meiri og betri uppskeru. Sé þessi regla viðhöfð við ræktun- ina, er liklegt að það sé nægileg grisjun. Annars ber að hafa það í huga við skerðingu, að sólar- Ijósið nái sem greiðast að öllum hlutum runnans og einkum þarf að hafa það hugfast, að fjar- lægja þær greinar sem leggjast yfir aðrar (það sem kallast krosslægjur), og gamlar greinar eða stofnar klippast niður við rót. Berjarunnar þurfa ríku- legan áburð, ef þeir eiga að skila góðri uppskeru. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar spurningum lesenda um garðyrkjumál Islendingar hafa marg- víslegt gagn af alþjóðlegu samstarfi sem þessu Vorfundur Alþjóða þing- mannasamhandsins var ný- iega haldinn í Manila á Filippseyjum. Af hálfu ís- lenskra þingmanna sat Friðrik Sophusson alþingis- maður fundinn, en hann er nú formaður sendinefnda þjóðþinganna á Norðurlönd- um. Biaðamaður Morgun- hlaðsins hitti Friðrik að máli nú í vikunni og ræddi við hann um Manilafund- inn, Alþjóða þingmanna- samhandið og gildi þess fyrir íslendinga að taka þátt í slíku samstarfi. Stofnað árið 1894 .Uppruna þingmannasambandsins má rekja allt aftur til ársins 1889,“ sagði Friðrik, „þegar ákveðið var að halda reglulega alþjóðlegar þing- mannaráðstefnur að frumkvæði þingmannanna sir William Handal Cremer frá Bretlandi og Frédéric Passy frá Frakklandi. Þetta þróaðist svo áfram í það, árið 1894, að formlega var stofnað Alþjóða þingmannasambandið, Int- er-Parliamentary Union, sem hefur sitt eigið starfslið og starfsreglur. Allt frá þessum tíma hefur þing- mannasambandið starfað, með þeim undantekningum þó að tvær heims- styrjaldir heftu starfsemina veru- lega um tima. Margt hefur að sjálfsögðu breyst frá þvi sambandið var stofnað, vegna breyttra viðhorfa og aðstæðna, er að grunni til og í öllum veigamestu atriðum en enn um að ræða sama Alþjóða þingmanna- sambandið og stofnað var á ofan- verðri síðustu öld. Höfuðstöðvar sambandsins eru í Sviss, forseti þess er sá kunni maður Dr. Rafael Caldera, fyrrum forseti Venezuela, en framkvæmdastjórinn er Italinn Terrenzio, sem veitir skrifstofunum í Genf forstöðu. Yms- ir þekktir stjórnmálamenn taka þátt í störfum sambandsins. T.d. er Andreotti, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, nefndarformaður. Þátttakendur víðs vegar að Að sögn Friðriks eru nú fulltrúar eða þingmenn frá 89 þjóðþingum innan Alþjóða þingmannasambands- ins, frá eftirtöldum ríkjum: Albaníu, Alsír, Ástralíu, Austurríki, Bangla- desh, Belgíu, Brasilíu, Búlgaríu, Kanada, Columbíu, Comoros, Costa Rica, Kúbu, Kýpur, Tékkóslóvakíu, Alþýðulýðveldinu í Kóreu, Yemen, Danmörku, Dóminikanska lýðveld- inu, Kcuador, Egyptalandi, Finn- landi, Frakklandi, Gabon, Ghana, Vestur-Þýskalandi, Austur-Þýska- landi, Grikklandi, Guatemala, Gíneu, Haiti, Ungverjalandi, íslandi, Indlandi, Indónesíu, írak, trlandi, Ísrael, Ítalíu, Fílabeinsströndinni, Japan, Jórdaníu, Kenya, Líbanon, Luxemborg, Madagaskar, Malawi, Malasíu, Mexicó, Monacó, Mongólíu, Marokkó, Mosambik, Nepal, Hol- landi, Nýja-Sjálandi, Nígeríu, Nor- egi, Panama, Paraguay, Filippseyj- um, Póllandi, Portúgal, Suður- Kóreu, Romaníka, Senegal, Sierra Leone, Singapore, Sómalíu, Spáni, Sri Lanka, Súdan, Svíþjóð, Sviss, Sýrlandi, Thailandi, Túnis, Samein- aða arabíska lýðveldinu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Stóra- Bretlandi, Kamerún, Bandaríkjun- um, Efri-Volta, Sovétríkjunum, Venezuela, Víetnam, Yemen, Júgó- slavíu, Zaire og Zambíu. Tyrkir og Líberíumenn voru í samtökunum en hafa verið reknir úr þeim vegna byltingastjórna er leystu þingin þar upp. Friðrik sagði það Friðrik Sophusson alþingis- maður. Rætt við Friðrik Sophusson alþingismann um Alþjóða þing- mannasamband- ið og störf þess vera eitt af verkefnum Alþjóða þingmannasambandsins, að fylgjast með afdrifum þingmanna í hinum ýmsu löndum, svo sem þegar stjórn- arbyltingar eru gerðar. Algengt væri að þingmenn hyrfu sporlaust, eða að þeir væru pyntaðir og líflátnir. Slík mál léti sambandið til sín taka og reyndi að beita áhrifum sínum til að verja þingmenn ofsóknum. Einkum sagöi Friðrik þetta vera algengt í Mið- og Suður-Ameríku, þar sem stjórnarbyltingar væru algengar og mannréttindi víða lítils virt. Óháð ríkisstjórn- um landanna Að sögn Friðriks taka störf Al- þjóða þingmannasambandsins nokk- ur mið af því sem er að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hverju sinni, og oft hefði raunar verið um það rætt, hvort ekki ætti hreinlega að fella starfsemi sam- bandsins að þeirri stofnun. Slíkt hefði þó alltaf mætt mótspyrnu, meðal annars vegna þess að innan þingmannasambandsins störfuðu menn sem fulltrúar viðkomandi þjóðþinga, óbundnir af öðru en eigin sannfæringu, og án beinna tengsla við stjórnvöld í hverju ríki. „Einkum á þetta við um þingmenn hinna lýðfrjálsu ríkja,“ sagði Frið- rik, „þingmenn frá einræðisríkjum, svo sem Sovétríkjunum og Austur- Evrópu, eru auðvitað bundnir af stefnu stjórnvalda á hverjum stað. Þingmenn lýðræðisríkjanna skiptast hins vegar oft upp í ýmsar fylkingar í afstöðu til einstakra mála, eðli málsins samkvæmt. Alþjóða þingmannasambandið gerir ekki upp á milli þinga í heiminum, hvort þau eru kjörin opnum, almennum og iýðræðislegum kosningum, eða hvort þau starfa með sama hætti og Æðsta ráðið í Ráð- stjórnarríkjunum. Skilyrði fyrir inn- göngu er að þing starfi, þannig að stjórnarfar, sem ekki styðst við þing af einhverju tagi, á ekki fulltrúa innan sambandsins.“ Ræddu málin fyr- ir Kúhufundinn Á vorfundinum í Manila var eink- um rætt um orkumál, afvopnunar- mál, samband þjóðþinga og ríkis- stjórna, og um stöðu ýmissa minni- hlutahópa á ósjálfstæðum landsvæð- um, svo sem Namibíu. Einnig var rætt um ástandið í Líbanon, mann- réttindamál í Rómönsku-Ameríku og málefni fatlaðra. Friðrik sagði, að á vorfundunum væri farið yfir öll þau mál sem ætlunin væri að ræða á þingi sam- bandsins, sem haldið er á haustin að öllum jafnaði. Farið væri yfir álykt- anir og margvísleg undirbúnings- vinna unnin, en allar samþykktir biðu hins vegar haustfundarins. Hann verður í ár haldinn í Havana á Kúbu. Að sögn Friðriks sækja ís- lendingar alla jafna ekki fundi á svo fjarlægum stöðum sem Filippseyj- um, ástæða þess að hann hefði farið nú væri sú að hann væri formaður sendinefnda norrænu þingmann- anna, sem nýlega hefðu haldið fund í Reykjavík til að bera saman bækur sínar fyrir Manilafundinn. Þing- menn Norðurlandanna skiptast á að gegna formennsku í þessum óform- legu samtökum, og yfirleitt kemur formaður þingmannanefndar hvers lands frá stærsta stjórnmálaflokkn- um. Þingin hafa misjafnan atkvæðis- rétt á þingum Alþjóða þingmanna- sambandsins, minnst 9 fulltrúa en mest 22. ísland hefur 9 svo dæmi sé tekið, en bæði Sovétríkin og Banda- ríkin 22. — Þingmenn geta farið með umboö atkvæða fleiri en sjálfs sín, aldrei þó fleiri en fjögurra. í full- trúaráði og fastanefndum er atkvæð- isréttur jafn. Gildi samstarfsins fyrir íslendinga Friðrik sagðist vera þeirrar skoð- unar að fslendingar hefðu margvís- legt gagn af þátttöku í Alþjóða þingmannasambandinu. Starfsemi sambandsins væri á hinn bóginn ekki nægilega kynnt almenningi hér heima, ekki frekar en starf þing- manna í Atlantshafsbandalaginu, EFTA, eða jafnvel þeirra er sitja þing Sameinuðu þjóðanna. Hann sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar, að stórauka þyrfti upplýs- ingastreymi frá þingunum, enda ætti almenningur rétt á að vita hvað væri til umfjöllunar á samkomum sem þessum, og hvernig afstaða ein- stakra manna og heilla sendinefnda kæmi í ljós við afgreiðslu margvís- legra mála. Til fyrirmyndar væri, að sendinefnd Alþingis hjá Evrópuráð- inu hefði skilað starfsskýrslu á sérstöku þingskjali, sem þingmenn og almenningur hefðu greiðan að- gang að. „Það er sannfæring mín að við íslendingar höfum umtalsvert gagn af því að taka þátt í fjölþjóðlegu starfi af þessu tagi,“ sagði Friðrik, „á sama hátt og við höfum gagn af Hafréttarráðstef nunni, A llsherj ar- þingi SÞ og fleiri samkomum. Þar er verið að fjalla um margvísleg sam- eiginleg hagsmunamál mannkynsins í heild, auk þess sem mörg málin snerta aðeins lítið brot mannkyns, svo sem við íslendingar þekkjum vel af eigin raun. Hagur hlýtur að vera að því að íslenskir þingmenn kynni þjóð sína og sérhagsmunamál henn- ar á alþjóðlegum vettvangi, og á ráðstefnum á borð við þær er þingmannasambandið efnir til, skap- ast oft persónuleg kynni milli manna er heilladrjúg geta orðið síðar." Auk Friðriks Sophussonar eru í Alþjóða þingmannasambandinu af Islands hálfu, þau Jóhanna Sigurð- ardóttir, Þórarinn Sigurjónsson og Garöar Sigurðsson. Fundi sam- bandsins sækir einnig skrifstofu- stjóri Alþingis, Friðjón Sigurðsson. Halda framkvæmdastjórar þinganna sérstaka fundi, þar sem þeir ræða sérstaklega um ýmsa stjórnunarlega þætti þjóðþinganna og skiptast á upplýsingum. - AH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.