Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1981 . HLAÐVARPINN , HUNDAR Félagarnir Snati og Páll Eiriksson sina hvernig eigi að hoppa yfir grind á réttan hátt. Aðalatriði að samband manns og hunds sé gott „Markmið þessara námskeiða er fyrst og fremst það að kenna manninum að umgangast hundinn og fá samband á milli manns og hunds. Ef maður ætlar að ná einhverjum árangri með hundinn. þá verður maður að ná góðu sambandi við hann,“ sagði Páll Eiriksson læknir, i samtali við Morgunblaðið, en hann leiðbeinir nú hundaeigendum, hvernir þeir eigi að umgangast dýrin. Bæði er Páll með kennslu fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna og eru hundarnir i kringum 25. “Sambandið á milli manns og hunds getur verið mjög gott, en það getur líka verið lélegt, það fer allt eftir því hvernig á spilunum er haldið. Það sem gert er á þessum nám- skeiðum að farið er í gegnum nokkrar æfingar, sem síðan eru teknar til prófs að námskeiði loknu. Á fyrsta stigi námsins er farið eingöngu í grunnatriðin, bæði gagn- vart meðferð á hundi, matarræði og uppeldi, farið í grunnreglur í sam- bandi við það að hafa hund heima. Á milli manns og hunds á að vera samvinna, en það á aldrei að vera spurning um það hver ræður, eig- andinn verður að ráða og setja reglurnar strax í byrjun, til þess að hundurinn viti hvað hvar í röðinni á heimilinu hann er. Hundurinn verð- ur að vita sín mörk, hvað hann má og hvað ekki og hundur sem fær t.d. að gera eitt í dag og annað á morgun, verður bara taugaveiklaður. Ég hef séð hunda fara inn í fjölskyldu, þar sem tjáskiptin voru svo ruglingsleg að eftir nokkra tíma var hundurinn orðinn ruglaður. Maður verður að vera hreinn og skýr í tjáskiptum sínum við hundinn, þannig að hund- urinn skilji mann. Hundurinn er nefnilega sérfræðingur í að lesa manninn, hann les svipbrigði á andliti og hreyfingar, miklu meira en nokkur annar í fjölskyldunni, sagði Páll. Auðveldara að brjóta niður, en byggja upp „Við höldum einnig oft að hundur- inn hugsi eins og við sjálf, en það er ekki rétt. Hundurinn tengir hugsan- ir sínar og athafnir við eitthvað, hvað sem það nú er. Það er gott dæmið um hundinn, sem venja átti af því að bíta fé. í því skyni var sett á hann rafmagnsól og fékk hann rafmagnsstuð af henni, þegar hann gerði eitthvað sem hann ekki mátti. Það var farið með hundinn út á smáraakur, þar sem kindur voru á beit og þegar hann nálgaðist kind- urnar var honum gefið stuð. Þetta var gert nokkrum sinnum — hund- urinn fór aldrei inn á smáraakur aftur, og hélt áfram að bíta fé. Hann tengdi rafmagnsstuðið ekki við féð, heldur við lyktina af smáranum. Hundarnir hugsa nefnilega allt öðruvísi en við og maður verður að læra að hugsa eins og hann til að vera einu skrefi á undan hundinum. Það er nefnilega miklu auðveldara að brjóta niður en að byggja upp,“ sagði Páll. „Ef menn eru að æfa hundana sína og eru i slæmu skapi, þá eiga þeir að hætta strax. Hundurinn finnur strax ef skapið er slæmt en hann veit ekki af hverju. Hann verður hræddur og óöruggur og hlýðir ekki skipunum. Með því að ráðast á hundinn og skamma hann meira, þá getur það haft þær afleiöingar að maður brýt- ur niður það sem búið er að byggja upp á löngum tíma.“ Hlýðnisþjálfunin undirstaðan „Við erum með prógramm í þrem- ur þáttum og að námskeiðum lokn- um er farið í gegnum það. Eftir fyrsta stig er ekki reiknað með því að hundurinn leysi prófið fullkom- lega, heldur að komið sé gott sam- band á milli manns og hunds. Hundurinn þarf að geta staðið og setið, gengið á hæl, komið þegar kallað er og hoppað yfir grind að skipun. Þegar komið er á annað stig, fer þetta að verða erfiðara og á þriðja stigi þá koma inn flókin atriði, eins og lyktarskyn og annað. Það þarf ekki að taka langan tíma að fá hundinn til að hlýða vel, en hins vegar þarf maður að átta sig á því á hvaða þroskastigi hundurinn er. En aðalatriðið er að sambandið á milli manns og hunds sé gott, og maður hafi fulla stjórn á hundinum. En hlýðnisþjálfunin í upphafi er undir- staðan undir allt sem á eftir kemur, maður verður að hafa hlýðinn hund,“ sagði Páll Eiríksson að lok- um. Pétur Th. Pétursson og Gottskálk Þór Jensson verða umsjónarmenn svæðisins hjá Þyt í sumar. Ljósm. Mbl. RAX. SIGLINGAR Siglingaklúbburinn Þytur hefur starf í Hafnarfirði Siglingaklúbburinn Þytur i Hafnarfirði mun hefja starfsemi sina i dag, laugardag. að því er fram kom í spjalli við forsvarsmann klúbbsins, Pétur Th. Pétursson. Pétur sagði að sigiingaklúbburinn hefði flutt í fyrra úr Garðabæ til Hafnarfjarðar og væri starfið að komast í fullan gang. Búið væri að reisa 480 fermetra girðingu og von væri á að klúbbhús Þyts myndi risa næstu daga. „Siglingaklúbburinn Þytur er alhliöa klúbbur fyrir alla áhuga- menn um siglingar. I ráði er að klúbburinn verði deildaskiptur, þannig að völ verði á hraðbáta- deild, skútudeild og róðrardeild, allt eftir því sem áhugi félaganna beinist að,“ sagði Pétur. Pétur sagði ennfremur að starfsemin væri viðurkennd af Hafnarfjarðarbæ og þægi styrk þaðan. Þá sagði Pétur klúbbinn reka barnastarf á sumrin í sam- vinnu við æskulýðsráð Hafnar- fjarðar. Sagði hann að í fyrra hefðu um 600 börn tekið þátt í starfsemi klúbbsins og skráðir tímar á sjó hjá félögum klúbbsins hefðu verið um 3100. „Þá erum við með námskeið á hestar mmmam sumrin fyrir byrjendur, með svo- kallaða gæslutíma fyrir byrjend- ur, þannig að þá er alltaf fylgst með börnunum og foreldrar geta verið óhræddir um þau. Þá erum við með seglbát sem ætlaður er félögum í klúbbnum sem þeir geta fengið lánaðan og siglt á um nágrennið," sagði Pétur. Þá kom það fram hjá Pétri að enn væri lítið um að hraðbáta- menn gengju í klúbbinn, og kvaðst hann eiga von á að það breyttist. Sagði hann að á síðasta ári hefðu um 100 aðilar verið formlega í klúbbnum, þ.e. greidd árgjöld, en von væri á mikilli fjölgun í ár, enda veitti ekki af þar sem öll vinna í þágu klúbbsins, t.d. hús- byggingin, væri unnin í sjálfboða- vinnu af félögum klúbbsins. Hestamennska nýtur vaxandi vinsælda. 2500 hestar á svæði Fáks Eru með námskeið fyrir fatlaða „Á Fákssvæðinu eru um 2500 hestar og þátttaka fólks fer vaxandi. I fyrra gengu á þriðja hundrað manns i félagið og virðist áhugi fyrir hestamennsku vera í öllum aldursflokkum." sagði Guðmundur Ólafsson for- maður hestamannafélagsins Fáks í spjalli við Morgunblaðið. Guðmundur sagði að nú væru námskeið í gangi og reiðskóli, og virtist mikill áhugi vera á því. A námskeiðinu væri verið að kenna gangskiptingar og væri kennt upp í sex tíma á dag, og stæði það fram að mánaðamótum. Guðmundur sagði mikla þátttöku í því og eftirspurnina enn meiri, ekki kæmust allir að sem vildu. Guðmundur sagði að Fákur væri með hesthús fyrir félags- menn sem tækju um 500 hesta og kæmi fólk með hestana, og þyrfti ekki að gera annað en að leggja á og kemba, annað sæju Fáksmenn um. Hjá Guðmundi kom það einnig fram að nú síðast væri farið að bera nokkuð á eldri mönnum sem hættir væru að vinna, þeir væru farnir að snúa sér að hesta- mennskunni. Ix)ks gat Guðmundur þess að nú væri byrjaður reiðskóli fyrir fatl- aða og hefði aðkomunni að félags- heimilinu verið breytt í því skyni að auðvelda mönnum inngöngu. Lagðir væru til fimm hestar og mættu fákskonur þegar skólinn væri og teymdu undir fötluðu nemendunum. Kvað Guðmundur mikinn áhuga á þessari kennslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.