Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981
Tilboði hafnað
í E1 Salvador
San Salvador. 28. maí. AP.
RÍKISSTJÓRN EI Salvador heí-
ur hafnaO tilloKU Alþjóðasam-
hands jafnaAarmanna um að
miðla málum í deilum vinstri-
sinna ok hæKrimanna i landinu
ok seKÍr einu lausnina þá að efna
til kosninKa að sogn forseta
landsins.
Edward Broadbent, leiðtoKÍ Ný-
demókrataflokksins í Kanada og
forseti alþjóðasambandsins, bar
tillöKuna fram á fundi með José
Napoleon Duarte forseta.
Duarte sagði í samtali að hann
hefði þakkað fyrir tilboðið, en
teldi að það mundi fela í sér
íhlutun um innanrikismál ef það
yrði samþykkt.
Broadbent átti fund í Washing-
ton á laugardag með Thomas
Enders aðstoðarutanríkisráð-
herra, ræddi í vikunni við leiðtoga
vinstrisinna í E1 Salvbador í
Mexíkóborg og ætlar þangað aftur
til viðræðna við José Lopez Port-
illo forseta.
Tekur Fryden-
lund við af Luns?
Osló. 29. maí. AP.
AFTENI’OSTEN hefur það eftir
ónafngreindum heimildarmönn-
un í dag að Knut Frydenlund
utanríkisráðhcrra og Torvald
Stoltenherg varnarmálaráðherra
komi háðir til greina sem cftir-
menn Joseph Luns framkvæmda-
stjóra NATO.
Afíenposten segir að Helmut
Schmidt kanslari V-Þýzkalands sé
því mjög fylgjandi að Norðmaður
verði næsti framkvæmdastjóri
bandalagsins, enda sé það í sam-
ræmi við þá hefð að maður frá
fámennu aðildarríki sé þar í
forsvari.
Joseph Luns, sem hefur verið
framkvæmdastjóri NATO síðustu
tíu ár, verður sjötugur í ágúst nk.
og er haft eftir heimildarmönnum
í aðalstöðvum NATO að um það
leyti sé breytinga að vænta.
Atvinnuleysi eykst
Id.ndon. 29. mai. AP.
ATVINNULAUSUM fjölgaði
tólfta mánuðinn í röð á Bret-
landseyjum, og hafa fleiri ekki
verið án atvinnu f 50 ár þar i
landi. samkvæmt heimildum rik-
isstjórnarinnar, sem skýrði frá
þvi í dag, að 10,0 af hundraði
atvinnufærra manna væru nú
atvinnulausir.
Atvinnulausum fjölgaði í maí
um 33.191, og þar með eru samtals
2.558.405 menn atvinnulausir.
Tala atvinnuleysingja fór fyrst
yfir 2,5 milljónir í apríl. Fyrir ári
var tala atvinnulausra 1.509.191.
Þegar tölurnar um atvinnuleys-
ið voru birtar, veittust helztu
talsmenn Verkamannaflokksins
að stjórn Margrétar Thatcher, og
spáðu því, að fljótt yrðu yfir þrjár
milljónir manna atvinnulausar ef
ekki yrði breyting á landsstjórn-
inni.
Margrét Thatcher spjallar vlð N-íra en kom óvænt I gær til N-írlands. Simamynd-AP.
Thatcher í ovænta
heimsókn til Belfast
Belfast. 29. mal. AP.
MARGRÉT Thatcher for-
sætisráðherra kom í
óvænta heimsókn til Bel-
fast í gær þar sem hún
skoðaði meðal annars
verksummerki eftir óeirð-
ir í borginni síðustu vik-
urnar í kjölfar dauða fjög-
urra hungurfanga.
Frú Thatcher var óvæg í garð
hins ólöglega írska lýðveldishers,
sem hún sakaði um tilraunir til að
hræða íbúa Norður-írlands til
undirgefni með hryðjuverkum.
Thatcher kom óvænt og án þess
að gera boð á undan sér. Skoðaði
hún helzta verzlunarhverfi borg-
arinnar. Var henni vel tekið og
fyrir henni klappað, en þeir sem
hrópuðu að henni ókvæðisorðum
voru í algjörum minnihluta.
Tveir þriðju hlutar íbúa N-ír-
lands styðja afstöðu Thatchers
sem þráfaldlega hefur neitað að
verða við kröfum hryðjuverka-
manna um að litið verði á þá sem
pólitíska fanga.
Thatcher sagði brezku stjórnina
vera að vinna stríðið við ofbeldis-
öflin. írskir mótmælendur hafa
hvatt hana til enn harðari afstöðu
gegn lýðveldishernum, en banda-
rískir stjórnmálamenn og stjórn-
málamenn úr írska lýðveldinu
hins vegar til þess að sýna meiri
sveigjanleika við lausn vanda
hungurfanganna.
Tveir menn týndu lífi og sá
þriðji slasaðist lífshættulega er
þeir skiptust á skotum við brezkan
hermann í Londonderry í gær.
Hermaðurinn var klæddur í borg-
aralegan klæðnað og var á ferð um
hverfið Brandywell, en þar búa
svo til eingöngu kaþólskir, er
fjórir vopnaðir og grímuklædd-
ir menn óku framúr honum og
neyddu hann til að stöðva. Skutu
grímuklæddu mennirnir að bifreið
hermannsins, sem svaraði skot-
hríðinni með fyrrgreindum afleið-
ingum. Þykir ljóst, að grímumenn-
irnir hafi ætlað að ræna bifreið
hermannsins, en hundruð bifreiða
hafa verið teknar herskildi upp á
síðkastið, og ekki órað fyrir því
hver þarna var á ferð.
Svona var umhorfs á flugmóðurskipinu Nimitz eftir að flugvélin hafði brotlent á þilfari skipsins.
Slysið á Nimitz: Sin,#mynd AP
Flugmaðuriim lenti
þrátt fyrir aðvörun
Þrjú ár í
vinnubúðum
Moskvu. 29. mai. AP.
Úkraínugyðingurinn Vladi-
mir Kislik hefur nýverið vcrið
dæmdur til þriggja ára þrælkun-
arvinnu. að sögn áreiðanlcgra
heimilda.
Kislik hlaut dóm fyrir „mein-
samleg óla‘ti“ í Kíev. Hann var
handtekinn 19. marz síðastlið-
inn. sakaður um árás á karl og
konu á strætisvagnastöð. Vinir
Kisliks segja ásakanirnar vera
staðlausan áhurð.
Kislik hefur starfað ötullega
að málefnum sovézkra Gyðinga
frá því 1973. er honum var
neitað um leyfi til að flytjast úr
landi.___________________
Vilja lengja
dóm Sirhans
I^*s Angeles. 29. mai. AP.
JOIIN van den Kamp saksóknari
staðfesti í dag. að af hálfu embætt-
isins væri vcrið að reyna að
framlengja fangelsisdóm Sirhans
Sirhan er réði Robert F. Kennedy
af dogum i júnímánuði 1968.
Sirhan á að losna úr fangelsi 1.
september 1984, samkvæmt úr-
skurði opinberrar nefndar, sem fer
með náðunarmál, á síðasta ári, en
Sirhan hlaut upphaflega lífstíðar-
dóm fyrir að ráða Kennedy af
dögum.
Morðingjar dúsa venjulega ekki
lengur en 13 ár í fangelsi í Banda-
ríkjunum, og þótt Sirhan sé ætlað
að sitja inni í 16 ár, þá sagði
saksóknarinn, að fara yrði öðru vísi
með mál þeirra er fremdu pólitísk
morð.
Samtök bandarískra araba hafa
nýverið tekið upp baráttu fyrir því
að Sirhan hljóti náðun fyrr en í ráði
er. Formælandi samtakanna sagði
samtökin telja morðið ófyrirgefan-
legt, en þau teldu engu að síður, að
Sirhan hefði tekið út sína refsingu.
Norfolk. 29; raai. AP.
BANDARÍSKA flugmóðurskipið
Nimitz kom í dag til heimahafn-
ar. þar sem opinber rannsókn fer
fram á slysinu um borð í skipinu,
er hcrþota af gerðinni EA-6b
hrotlcnti á dekki móðurskipsins
með þeim afleiðingum að 14
manns létu lífið og fjöldi flugvéla
stórskemmdust eða eyðilögðust.
Talið er að tjónið sem hlauzt við
slysið nemi allt að eitthundrað
milljónum dollara.
Jack Batzler skipherra sagði að
flugvélin hefði byrjað aðflug að
skipinu með eðlilegum hætti. Á
lokastefnunni hefði hana hins
vegar borið örlítið til hægri af
stefnu og hún því brotlent á
flugvélum hægra megin við lend-
ingarbrautina. Skipherra sagði, að
flugumferðarstjóri um borð, hefði
aðvarað flugmanninn og hvatt
hann til að hætta aðflugi og gera
aðra tilraun til lendingar. Flug-
maðurinn hefði ekki farið eftir
þessum leiðbeiningum.
Um borð í þotunni voru þrír
menn og létust þeir allir. Þotan
rakst á dráttarvél og fórst öku-
maður hennar. Þá fórust þrír
menn er þeir urðu fyrir eldflaug
úr þotunni er fór af stað við
brotlendinguna. Sjö manns til
viðbótar á þilfari skipsins fórust.
Auk þess slösuðust 48 manns.
Ekkja dr. Sun
Yat Sens látin
Pcking. 29. mai. AP.
EKKJA Sun Yat Sen, leiðtoga
byltingarinnar i Kína 1911. SoonK
Ching-Ling. lézt úr hvitblæði i dag.
niræð að aldri. Útför ekkjunnar.
sem var lengi tákn um samvinnu
við kommúnistaflokkinn, verður
gerð á vegum kínverska alþýðulýð-
veldisins.
Önnur systir Soong Ching-Ling
giftist Chiang Kai Shek og hin
systirin H. H. Kung, auðugum
bankastjóra og fjármálaráðherra
fyrir byltingu kommúnista. Bróðir
þeirra var T. V. Soong, forsætisráð-
herra Kína í heimsstyrjöldinni síð-
ari og á árunum fyrir og eftir stríð.
Soong Ching-Ling giftist dr. Sun
Yat Sen 1915 þegar hann var 48 árá
gamall og nýfráskilinn. Hún klauf
sig úr þjóðernissinnaflokknum og
kínversku stjórninni 1927 þegar Chi-
ang Kai Shek varð leiðtogi flokksins.
Hún fór til systra sinna í Chung-
king í stríðinu til að leggja áherzlu á
einingu, en fékk sæti í stjórn komm-
únista eftir valdatöku þeirra 1949,
þótt hún væri ekki kommúnisti fyrr
en hún var gerð að heiðursfélaga
þegar hún veiktist í maíbyrjun. Hún
hafði nokkrum sinnum sótt um
inngöngu í flokkinn, en henni var
hafnað vegna efahyggju.