Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 21 Spánn: Fylgi jafnaðarmanna virðist aukast mjög Madrid. 29. maí. AP. GALLUP birti í danc niðurstöður könnunar á fyÍKÍ stjórnmála- flokka á Spáni on samkva*mt þcim mundi flokkur jafnaðar- manna undir forystu Felipe Gonzales vinna stórsigur Ken>?ju Spánverjar til kosninKa nú. Niðurstöðurnar benda til þess að jafnaðarmenn fengju 42% at- kvæða en Lýðræðissambandið, sem nú er við stjórn, aðeins 23,6%. I kosningunum 1979 fékk sam- bandið 35% atkvæða en jafnað- armenn fengu þá 30,5%. Komm- únistar fá samkvæmt könnuninni 7,9%, en fengu 10,8% árið 1979. Flokkur Manuel Fraga, sem er hægra megin við miðju í spænsk- um stjórnmálum, mundi bæta við sig ef kosið væri nú og fengi 8,9% eða 3% meira en í síðustu kosn- ingum. Tekst Forlani að mynda nýja stjóm? Róm. 29. mái. AP. ARNALDO Forlani. leiðtoga kristilegra demókrata. var í dag falið að reyna að mynda nýja ríkisstjórn á ítaliu. Forlani er forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar sem er við völd, en Forlani baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á þriðjudaginn var vegna hneykslismáls. sem þrir ráðherrar í stjórninni hafa verið bendlaðir við. Forlani ræddi í dag við leiðtoga stærstu stjórnmálaflokkanna og er hann sagður gera sér vonir um Veður víða um heim Akureyri 8 alskýjaó Amsterdam 15 úrkoma Aþena 28 skýjað Barcelona 19 skýjað Berlín 16 skýjað BrOssel 13 úrkoma Chicago 26 úrkoma Dyftinni , 15 skýjað Feneyjar 21 skýjað Frankfurt 17 rigning Færeyjar vantar Genl 13 úrkoma Helsinki 18 skýjað Hong Kong 30 heiðskírt Jerúsalem 33 heiðskírt Jóhannesarborg 19 heiðskfrt Kairó 34 heiðskfrt Kaupmannahöfn 18 heióskirt Las Palmas 22 léHskýjað Lissabon 27 heiðskírt London 15 úrkoma Los Angeles 25 skýjað Madrid 26 skýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorka vantar Mexicoborg 24 skýjað Miami 29 skýjað Moskva 27 heiðskírt New York 25 rigning Nýja Delhi 38 skýjað Osló 11 skýjað París 18 skýjað Reykjavík 9 þokumóða Ríó de Janeiro 27 skýjað Rómaborg 24 heiðskirt San Francisco 15 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiöskírt Sydney 20 skýjað Tel Aviv 30 heiöskfrt Tókýó 26 heiðskfrt Vancouver 21 skýjað Vínarborg 18 skýjaö að hægt verði að mynda fimm flokka stjórn. Forlani stefnir að því að ljúka stjórnarmyndunar- viðræðum á þriðjudag, en viðræð- urnar munu fyrst og fremst mið- ast við að fá sósíalista til að ganga inn í nýja samsteypustjórn. Sósí- alistar hafa gefið til kynna að þeir vilji ekki mynda nýja stjórn nema þeir fái forsætisráðherraembætt- ið. Þingnefnd vinnur að því að upplýsa hneykslismálið sem varð stjórninni að falli og sífellt koma í ljós nöfn fleiri þekktra manna, sem eru í frímúrarastúkunni P-2, en stúkan og stór meistari hennar, Gelli, liggja undir grun um njósn- ir og pólitískt samsæri. Gelli hefur verið sakfelldur á Ítalíu, en hann er í felum erlendis og hafa ítölsk stjórnvöld óskað eftir að- stoð Interpol við að hafa hendur í hári hans. Interpol hefur neitað að handtaka manninn þar sem for- ráðamenn stofnunarinnar telja að ákæran á hendur honum sé af pólitískum toga spunnin og ekki hafi tekizt að leiða í ljós nægilega sterkar líkur fyrir því að hann hafi brotið af sér svo réttlætan- legt sé að handtaka hann. Dæmdir fyrir uppþot l/.mir. 29. maí. AP. HERDÓMSTÓLL dæmdi í dag 187 vinstrisinnaða starfsmenn i opinberri spunaverksmiðju í tveggja til 29 ára fangelsi í framhaldi af uppþotum í verk- smiðjunni i fcbrúar í fyrra. Timman sigraði á IBM-mótinu Amsterdam. 29. maí. AP. Ilollenski stórmeistarinn Jan Timman bar sigur úr býtum á IBM-skákmótinu i Amsterdam, sem lauk í dag. Timman samdi um jafntefli við Vlastimil Hort. Tékkóslóvakiu, eftir aðeins 12. leiki. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov tefldi við Lubosh Kaval- ek. Bandarikjunum. og þeir sömdu um jafntefli eftir aðeins 17. leiki. Timman varð því sigurvegari. Karpov var sá eini, sem gat náð Timman að vinningum. Önnur úrslit í 11. og síðustu umferð urðu: Lajos Portisch, Ungverjalandi vann Jan-Hein Donner, Hollandi. Vassili Smyslov, Sovétríkjunum og Tony Miles, Englandi sömdu jafntefli eftir 12 leiki, Hans Ree, Hollandi vann Lev Polugaevsky, Sovétríkjunum. Ljubomir Ljuboj- evic, Júgóslavíu og Kick Lange- weg, Hollandi sömdu jafntefli eftir 23 leiki. Lokastaðan á mótinu varð: 1. Jan Timman 7%. 2-3. Karpov og Portisch 7. 4-6. Hort, Kavalek og Smyslov 6V4. 7. Ree 6. 8-9. Ljubojevic og Miles 5. 10. Poluga- evsky 4%. 11. Donner 2l/z. 12. Langeweg 2. Kista Wyszynski Simamynd AP. Alþýðukardináli á erfiðum tímum KIRKJUHÖFÐINGJAR i Póllandi hafa fram á síðustu tíma haft mikil veraldleg áhrif og völd á við fursta og prinsa. Þegar konungar Póllands féllu frá fór leiðtogi kaþólsku kirkjunnar með æðstu völd unz annar konungur tók við og kallaðist „Interrex". Síðasti fulltrúi þessarar gömlu hefðar í Póllandi var Stefan kardináli Wyszynski, hinn nýlátni æðsti maður kaþólsku kirkjunnar. sem sumir telja einhvern mikilhæfasta stjórnskörung eftirstríðsáranna i Evrópu og gegndi hlutverki nokkurs konar „Interrex" i augum margra Pólverja. Hann var hvað sem öðru líður áhrifamesti kirkjuleiðtoginn í Austur-Evrópu eftir síðari heims- styrjöldina, naut meiri virðingar en nokkur annar kristinn forystumað- ur og náði meiri árangri. Undir forystu hans varð kaþólska kirkjan í Póllandi viðurkenndur aðili að stjórn landsins og tákn þjóðarinn- ar, sögu hennar og frelsis. Þetta kom skýrast fram þegar pólski páfinn Jóhannes Páll II, sem var skjólstæðingur Wyszynskis kardinála frá gamalli tíð, kom í heimsókn sína til Póllands 1979. Heimsókn páfa var kórónan á lífsstarfi kardinálans og páfinn lagði sjálfur áherzlu á það þegar hann lét oft opinberlega í ljós ást sína og aðdáun á hinum aldna kirkjuhöfðingja í heimsókninni. Eftir síðari heimsstyrjöldina var Pólland nær eingöngu byggt kaþ- ólskum Pólverjum þar sem fólk, sem var af öðru þjóðerni og að- hylltist önnur trúarbrögð, hvarf þegar landamærin voru færð í vestur og þvi varð kaþólska kirkjan eðilegur burðarás þjóðernisbarátt- unnar gegn guðlausri ríkisstjórn sem Rússar þröngvuðu upp á þjóð- ina. Áhrif kirkjunnar í Ungverja- landi og Tékkóslóvakiu komust ekki í hálfkvisti við áhrif pólsku kirkjunnar, enda var ekki til að dreifa eins löngum, sögulegum tengslum kirkjunnar í þessum löndum við þjóðfrelsisbaráttu og þjóðármálstað og í Póllandi. Kirkj- an í Póllandi hafði aldrei verið tengd einhverri yfirstétt, eins og t.d. á Kúbu þar sem áhrif hennar gufuðu upp eftir valdatöku Castros, heldur aíltaf túlkað raddir þjóðar- innar. Þetta var mesti styrkur Wyszynskis kardinála í erfiðri bar- áttu hans. Hann var fæddur 1901. Fjöl- skylda hans tilheyrði lágaðli, sem hafði glatað eignum sínum og mátti muna fífil sinn fegurri, og faðir hans varð að hafa ofan fyrir fjölskyldunni með kirkjuorganleik. A yngri árum sínum hafði Wysz- ynski áhuga á þjóðfélagsmálum og sá áhugi hans kom fyrst í Ijós þegar hann var blaðamaður og skrifaði um trúarleg málefni og síðar þegar hann varð prestur og hóf störf meðal fátækra og at- vinnulausra. Þegar kommúnistar komu til valda lögðu þeir gamla þjóðfélags- kerfið í rúst og það var kirkjunni mikil blessun, þar sem hún var stéttlaus og átti auðvelt með að festa rætur meðal verkamanna- stéttarinnar sem myndaðist með iðnvæðingu kommúnista. Árið 1946 varð Wyszynski biskup í borginni Lublin, sem er fræg fyrir kaþólsk- an háskóla. Wyszynski tókst að halda lífinu í skólanum, en það var einstætt afrek í Austur-Evrópu á þeim tíma. Þremur árum síðar var hann skipaður erkibiskup í Gniezno og Varsjá og skömmu síðar varð hann æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. Þrýstingur kommúnistastjórnar- innar á kirkjuna var gífurlegur um þessar mundir. Nokkur hundruð prestar og átta biskupar höfðu verið handteknir 1953 og það ár var Wyszynski settur í stofufangelsi t klaustri einu. Ríkisstjórnin reyndi að kljúfa kirkjuna með svokölluð- um „ættjarðarprestum“, áreiðan- lega að undirlagi sovézku leynilög- reglunnar í Póllandi, en tilraunin fór gersamlega út um þúfur. Mildari stefna var tekin upp gagnvart kirkjunni eftir valdatöku Wladyslaw Gomulka í kjölfar leyniræðu Krúsjeffs um glæpi Stal- íns 1956 og Wyszynski og aðrir prestar sem sátu í fangelsum voru látnir lausir. En þótt nýja stjórnin felldi úr gildi samkomulag, sem kirkjan var neydd til að sætta sig við 1953 um samskipti ríkis og kirkju, hóf hún fljótlega nýjan þrýsting gegn kirkj- unni og gerði sér vonir um að áhrif kirkjunnar mundu dvina smátt og smátt og verða að engu. Meðan á þessu gekk var Wyszynski eins og klettur úr hafinu miðað við leiðtoga kommúnista, sem vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Þegar Edvard Gierek kom til valda eftir matvælaóeirðirnar 1970 reyndi hann að friðmælast við Wyszynski, en hann var í aðalatrið- um fjandsamlegur kirkjunni. Gier- ek fór ekki í heimsókn til Páfagarðs fyrr en 1977 eftir nýjar óeirðir verkamanna og fyrsta fund sinn með Wyszynski átti hann síðar. Það var löngu orðið augljóst að sómasamleg samskipti ríkis og kirkju voru undirstaða þess að stöðugleiki gæti ríkt í Póllandi. Þegar hér var komið naut Wysz- ynski mikillar virðingar og áhrif hans voru mikil. Myndugleiki hans var slíkur að allir þögnuðu á fjölmennum samkomum við minnstu handahreyfingu hans. Kaþólskir menn i öðrum löndum kunnu þó ekki alltaf að meta hann. Þrjózka sú sem hann sýndi í þeirri baráttu sinni að varðveita stöðu kirkjunnar í Póllandi torveldaði þá „austurstefnu" (Ostpolitik), sem tekin var upp í Páfagarði. Siðgæð- ishugmyndir hans voru gamaldags að dómi margra kaþólskra Vestur- landabúa, en skoðanir kardinálans og flestra kaþólskra Pólverja fóru saman að miklu leyti í báðum þessum málum. Þegar Karol Wojtyla, erkibiskup í Kraká, var kjörinn páfi 1978 var það að minnsta kosti sumpart sigur fyrir Wyszynski og kirkjuna, að minnsta kosti fólst í kjörinu virð- ingarvottur við kardinálann og kirkjuna sem hann hafði hlúð að, varið og eflt. Sömu sögu er að segja um atburðina i ágúst 1980. Flestir pólskir verkamenn gengu út frá því að kirkjan mundi að minnsta kosti blessa hreyfingu þeirra, er áhrif Wyszynskis höfðu átt mikinn þátt i að móta. Hlið Lenin-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk, þar sem verkamenn lögðu niður vinnu, skreytt myndum af páfanum og Maríu mey, voru ljós- asti vottur þess. En Wyszynski var í erfiðri að- stöðu í ágúst í fyrra. Ríkisstjórnin vissi ekki sitt rjúkandi ráð og hafði meiri þörf fyrir kirkjuna en nokkru sinni áður. Gierek gekk á fund Wyszynskis þegar verkfallið geis- aði í Gdansk og lagði áherzlu á hættuna á sovézkri ihlutun. Daginn eftir varð Wyszynski við beiðni stjórnarinnar, sem lagði ríkt á við hann að gera skyldu sína sem ættjarðarvinur, og flutti ræðu þar sem hann hvatti til hófsemi. Ræð- unni var sjónvarpað, þótt slíkt hefði aldrei gerzt áður. Verkamennirnir létu orð hans sem vind um eyru þjóta. Wyszynski áttaði sig fljótt. Hann skipaði ráðunauta til starfa hjá hinni nýju verkalýðshreyfingu, Solidarnosc, og átti ágætt samband við leiðtoga hennar, Lech Walesa, sem er mjög trúaður. Þeir ræddust oft við eins- lega og kardinálinn gaf honum ráð og hafði mikil áhrif að tjaldabaki síðustu mánuðina sem hann lifði. Fánar og veifur Solidarnosc hafa verið áberandi við messur sem hafa verið sungnar siðan hann veiktist og páfanum var sýnt banatilræði. I nútímakirkjum eru ekki lengur furstar og prinsar eins og fyrrum þegar kirkjuhöfðingjar komu fram í hlutverki „Interrex" í Póllandi, en Wyszynski var prins pólsku kirkj- unnar og pólsku þjóðarinnar á örlagatímum í pólska alþýðulýð- veldinu, en umfram allt kardináli fólksins — sannkallaður alþýðu- páfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.