Morgunblaðið - 30.05.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981
23
tin aö TF-ROM
cingarnar á íslandskortinu
smyndir Mbl. RAX.
Flugmenn á leitarflugvélum koma inn til leitarstjórnar í gær til þess aö gefa skýrslu.
500 menn leita
á landi í dag
Leitað á
hálendinu
milli Eyja-
fjarðar
og Skaga-
fjarðar
dag flutt til Sauðárkróks í
Skagafirði eða Varmahlíðar og
einnig verður stöð staðsett á
Akureyri. Flugbjörgunarsveit
skáta, deildir SVFÍ, björgun-
arsveitir skáta og fjöldi heima-
manna á leitarsvæðinu hafa
tekið þátt í leitinni nótt og dag
og í gærkvöldi fóru tvær Fokk-
ervélar Flugleiða norður með
100 leitarmenn. Þá fóru 50
leitarmenn frá Snæfellsnesi, 10
UM fimm hundruð menn
munu fara landleiðina um
fjallgarðinn milli Skaga-
fjarðar og Eyjafjarðar í
dag til leitar að flugvél-
inni TF-ROM sem saknað
hefur verið síðan á mið-
vikudagskvöld, en þoka
hefur hamlað mjög leit á
ákveðnum svæðum, m.a.
því svæði þar sem mestar
líkur eru taldar á að vélin
sé niður komin, en tekist
hefur að rekja ferð vélar-
innar með nokkurri vissu
að Nýjabæjarfjalli suður
af Öxnadalsheiði, en það
er víðfemt fjall með há-
sléttu í um 1100 m hæð en
snarbrattar hlíðar og á
því svæði öllu allt norður
skagann á milli Skaga-
fjarðar og Eyjaf jarðar hef-
ur verið mikil þoka síð-
ustu daga og var einnig á
miðvikudagskvöld. Engin
TF—ROM
merki hafa heyrst frá
neyðarsendi vélarinnar.
Leitin að TF-ROM er ein
viðamesta leit um langt árabil
á landinu og er nú búið að leita
gróflega á fjórðungi íslands úr
lofti og á landi. í gær voru um
300 leitarmenn að störfum á
Norðurlandi, aðallega inn af
Skagafirði, í fyrradag voru
liðlega 20 flugvélar við leit á
svæðinu og allt frá því á
miðvikudagskvöld hafa flugvél-
ar leitað eins og veður hefur
leyft og einnig leitarmenn á
landi, göngumenn, á bílum,
snjósleðum og hestum. í gær
komst lítil flugvél frá Skaga-
firði upp að brúnum á Nýja-
bæjarfjalli en varð frá að
hverfa vegna þoku. Sex snjó-
sleðar sem lögðu á Nýjabæjar-
fjall í gær urðu frá að hverfa
vegna svartnættisþoku og biðu
þeir átekta í gærkvöldi í Sess-
elíuskála á Oxnadalsheiði. Þá
gengu leitarflokkar inn dalina
vestan í Nýjabæjarfjalli.
Aðalstjórnstöð leitarinnar er
í húsakynnum Flugmálastjórn-
ar á Reykjavíkurflugvelli, en
stjórnstöð fyrir landleið hefur
verið á Blönduósi og verður í
úr hjálparsveit skáta í Vest-
mannaeyjum, 20 menn frá JC í
Reykjavík og um 50 menn úr
Þingeyjarsýslum. Auk 500
manna í landleit í dag verða
flugvélar eins og veður leyfir
og eigendur flugvéla bjóða sig
fram, en rétt er að geta þess að
sá mikli fjöldi flugvéla, 25—30,
sem hefur tekið þátt í leitinni
til þessa er gerður út í leit á
kostnað eigertda og leitar-
manna sjálfra og er um veru-
legan kostnað að ræða hjá
mörgum sem hafa flogið allt
upp í 10—15 tíma í leit. Til
dæmis var kostnaður hjá einni
vél í fyrradag um 5 þús kr. (500
þús. gkr.). Samkvæmt upplýs-
ingum Ingvars Valdimarssonar
formanns Flugbjörgunarsveit-
arinnar, en hann er einn af
stjórnendum leitarinnar frá
Reykjavík, er ekkert fjármagn
til staðar fyrir leit sem þessa,
en til taks að öllu jöfnu er vél
Flugmálastjórnar, Landhelgis-
gæzlan og hervél af Keflavík-
urflugvelli. Annað framboð
véla byggist á sjálfboðastarfi
þar sem aðilar taka sjálfir á sig
kostnað svo sem fyrr greinir.
I samtali við Jóhannes Briem
frá SVFÍ, Tryggva Pál Frið-
riksson frá hjálparsveitum
skáta og Ingvar Valdimarsson,
stjórnstöð leitar, í gærkvöldi
kom fram að allir hafa verið
boðnir og búnir til aðstoðar,
húsnæði norðanlands hefur
staðið opið leitarmönnum og
gististaðir eins og Húnaver,
Laugabakki, Hreðavatn og
Hótel Blönduós hafa staðið
leitarmönnum opnir og sögðu
stjórnendur leitarinnar að fólk
brygði undantekningarlaust
vel við óskum þeirra sem marg-
ar hverjar væru í rauninni
hinar furðulegustu en allt væri
gert til þess að léitin bæri
árangur.
Fjórmenningarnir á TF-ROM:
Á leið á JC-þing á Akureyri
Frá hlaðamanni MorKunblaAsins
Frlðu Proppé á Akureyri
„Við skulum senda þeim okkar
bestu hugsanir og bænir.“ sagði
Andrés B. Sigurðsson, fráfarandi
landsforseti Junior Chamber, á
landsþingi félagsins, sem haldið er
á Akureyri, um miðjan dag i gær.
Þingheimur gerði þá hié á þing-
störfum til að sameinast í stundar-
þögn vegna hvarfs flugvélarinnar
síðastliðið fimmtudagskvöld en
með henni voru fjórir ungir JC-
menn úr Reykjavík á ieið á lands-
þingið hér á Akureyri.
Ilvarf vélarinnar og fjórmenn-
inganna hefur haft afgerandi áhrif
á störf og hugi þingfulltrúa og var
öllu skemmtanahaldi og þvi sem
ekki fellur undir að vera hluti af
þinghaidinu aflýst.
Fjórmenningarnir eru allir fé-
lagar í JC-Borg i Reykjavik og fór
stór hluti þingfulltrúa af þinginu
áleiðis til Blönduóss í gær til að
taka þátt í hinni víðtæku leit sem
nú stendur yfir. Allir félagsmenn
JC-Borgar eru þar á meðal.
Menn eru hér flemtri siegnir og
óhætt að fullyrða. að landsþingið
sem er hið 20. i roðinni og taldi i
upphafi um 100 þingfulltrúa er
vart svipur hjá sjón vegna þessa
hörmungaratburðar.