Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1981
Verzlunarskóla Is-
lands úthlutað lóð
í nýja miðbænum
VERSLUNARSKÓLA íslands
var úthlutað lóA I nýja mióhan
um á bornarráðsfundi sl. þriðju-
daK.
í ræðu Þorvarðar Elíassonar
skólastjóra við skólaslit í gær kom
fram að skólinn hefur síðan 1973
átt fyrirheit um lóð á Litluhlíð þar
sem Golfvöllurinn gamli stóð.
Skólanefnd hefur á hinn bóginn
aldrei verið fyllilega ánægð með
þann stað og því ákvað hún á
fundi sínum 29. desember sl. að
sækja til borgarráðs um að mega
byKKja nýtt skólahús á lóð í hinum
nýja miðbæ í Kringlumýrinni.
Umsókn þessi hlaut allmiklu
lengri meðferð í borgarstjórn en
upphaflega var áætlað og því
hefur ekki verið unnt að vinna að
frekari undirbúningi málsins.
Skólanefnd kom saman sl. mið-
vikudag og varð sammála um að
taka lóðinni með þeim úthlutun-
arskilmálum sem fram eru settir
m.a. þeim að byggingarfram-
kvæmdir yrðu hafnar innan 18
mánaða og lokið innan fjögurra
ára. Þetta þýðir að Verslunarskóli
íslands flytzt í nýtt húsnæði, sem
reist verður á lóð í Kringlumýr-
inni milli Háaleitis og Kringlu-
mýrarbrautar á móts við eða litlu
Beitir kominn til
Neskaupstaðar
Nrskaupstaó. 27. maí.
BEITIR NK 123 sigldi i höfn i
fyrsta sinn hór í dag. Beitir hét
áður Óli Óskars RE og er nú eign
Síldarvinnslunnar hf. Skipið var
sýnt hæjarhúum í dag og mun
hann halda á kolmunnaveiðar að
tveimur dögum liðnum.
Togarinn kom úr heildarskoðun
og endurnýjun úr slipp í Reykja-
vík. Skipstjóri Beitis verður Egg-
ert Þorfinnsson.
Asgeir.
ofar en efsti hluti Stigahlíðar og
Hvassaleitis er. Flutningurinn
gæti átt sér stað eftir 4 ár en
einnig er hugsanlegt að hann verði
fáum árum síðar.
I skilmálanum er kveðið á um
að húsnæðið megi vera 3500
rúmmetrar og verður það senni-
lega nýtt. í núverandi húsnæði eru
16 stofur en 30 bekkir og skólinn
því tvísetinn. Má því gera ráð
fyrir að í nýja húsnæðinu verði 30
stofur fyrir utan sérstofur. Gamla
verslunarskólahúsnæðið verður
selt.
Hluti nýstúdenta úr Verslunarskóla íslands.
Verzlunarskóli íslands hefur út-
skrifað 1441 stúdent frá upphafi
VERZLUNARSKÓLA íslands
var slitið í gær. Athöfnin fór
fram í hátíðasal skólans og hófst
á því að borvarður Elíasson hélt
ræðu og bauð gesti velkomna.
Allir þeir 114 sem settust í 6.
hekk í haust hafa lokið prófum
og útskrifast nú. Úr hagfræði-
deild útskrifast að þessu sinni 73
stúdentar og 41 úr máladeild.
Fjöldi útskrifaðra stúdenta frá
upphafi er þá orðinn 1441, þar af
742 piltar og 699 stúlkur.
Verðlaun Verslunarráðs íslands
fyrir bestan árangur í hagfræði,
bókfærslu og reiknishaldi hlaut
Jón Þ. Einarsson. Verðlaun úr
Minningarsjóði um dr. Jón Gísla-
son fyrrverandi skólastjóra hlutu
Steinunn Unnsteinsdóttir fyrir
hæstu meðaleinkunn í erlendum
tungumálum á stúdentsprófi, Be-
linda Theriault fyrir hæstu meðal-
einkunn í erlendum tungumálum í
Máladeild, Vera Ósk Steinsen
fyrir hæstu einkunn í latínu,
Helga Árnadóttir fyrir hæstu ein-
kunn í frönsku, íris Heiðberg fyrir
hæstu einkunn í þýsku og Guð-
mundur Benediktsson fyrir hæstu
einkunn í ensku.
Verðlaun Hjartar Jónssonar
Theriault verðlaun frá Danska
sendiráðinu.
Verðlaun Sögufélagsins fyrir
góðan árangur í sögu hlutu þau
Hjálmur Nordal og Þuríður H.
Benediktsdóttir.
Bókaverðlaun skólans hlutu í
Hagfræðideild: Steinunn Unn-
steinsdóttir, Þuríður H. Bene-
diktsdóttir, Jón Þ. Einarsson,
Auður M. Sigurðardóttir og Lilja
Mósesdóttir. I Máladeild: Vera
Ósk Steinsen og Helga Árnadóttir.
Eftir afhendingu stúdentaskírt-
einanna flutti Jóhannes L. L.
Helgason ræðu fyrir hönd afmæl-
isárganganna og kom þar meðal
annars fram að afmælisárgang-
arnir höfðu stofnað Minningar-
sjóð um dr. Jón Gíslason fyrrver-
andi skólastjóra Verslunarskóla
Islands í virðingar- og þakklæt-
isskyni fyrir vel unnin störf hans í
þágu skólans. Tilgangur sjóðsins
er að vinna að eflingu búvísinda-
greina í Verslunarskólanum.
Á eftir ávarpi Jóhannesar hélt
Jón Ólafsson forseti nemendaráðs
stutta tölu og verðlaunaði þá
nemendur, sem unnið höfðu mikil
og góð störf í þágu félagslífsins í
skólanum.
kaupmanns hlaut Auður M. Sig-
urðardóttir fyrir færni í móður-
máli.
Stjórnunarfélag íslands veitti
Ingunni S. Einarsdóttur verðlaun
fyrir frábæran árangur í stjórnun.
Verðlaun fyrir ágætan árangur
í raungreinum hlaut Jón Þ. Ein-
arsson.
Frönskuverðlaun frá Alliance
Francais hlaut Helga Árnadóttir
og frönskuverðlaun frá skólanum
hlaut Steinunn Unnsteinsdóttir.
Steinunn hlaut einnig verðlaun
frá Þýska sendiráðinu fyrir ágæt-
an árangur í þýsku.
í dönsku hlutu þær Birna Kat-
rín Sigurðardóttir og Belinda
Þorvraður Elíasson afhendir verðlaun fyrir góðan námsárangur.
Vegfarendur
þurfa sjálfir
að bera grjót-
ið af veginum
FáskrúAsíirAi. 29. maí.
í UM tvo áratugi hefur verið
starfandi hér á Fáskrúðs-
firði eftirlitsmaður frá
Vcgagerðinni og hefur hann
m.a. séð um að hrrinsa grjót
úr Staðar- og Vattarnes-
skriðum á milli Reyðarfjarð-
ar og Fáskrúðsfjarðar.
Fyrir nokkru gerðist það. að
eftirlitsmanninum. sem er
70 ára gamall. var sagt upp
störfum og hætti hann fyrir
skömmu. Svo virðist sem
ekki eigi að ráða mann i
hans stað.
Frá því um miðja síðustu
viku hefur Vegagerðin ekki
sinnt því að hreinsa grjót,
sem ávallt hrynur úr Vatt-
arnes- og Staðarskriðum.
Hafa vegfarendur sjálfir
þurft að bera grjót af vegin-
um og nú er svo komið að
ógerningur er að mætast í
Staðarskriðum.
Að öðru leyti er vegurinn á
milli Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarfjarðar mjög góður, en
þjóðbrautin í gegnum Fagra-
dal frá Reyðarfirði til Egils-
staða er hins vegar vart fær
nema jeppum og trukkum.
Heyrst hefur, að lítið eigi að
gera fyrir þann veg fyrr en að
hausti.
— Albert.
Seðlabanki Islands um vaxtabreytinguna:
Heildarmeðaltal ársávöxt-
unar lækkar um u.þ.b. 1,5%
MORGUNBLAÐINU barst I gær
eftirfarandi frá Seðlabanka ís-
lands um vaxtabreytingarnar 1.
júní:
„Svo sem kunnugt er, var aðlög-
unartimi ávöxtunarkjara sparifjár
og lánskjara að verðbólgustigi
framlengdur með lögum um síðustu
áramót til loka yfirstandandi árs.
Jafnframt því var komið fram
aðgerðum til þess að hamla gegn
verðbólgu, er leitt hafa til þess, að
samræming vaxta að verðbólgu hef-
ur einnig gerzt frá þeirri hlið.
Við þá endurskoðun vaxta, sem nú
skal fram fara samkvæmt viðtekn-
um starfsreglum, er nokkurt álita-
mál, hvert mat skuli lagt á verð-
bólgustig til grundvallar þeirri
ákvörðun. Með hliösjón af aðgerðum
stjórnvalda til þess að draga veru-
lega úr verðbólgunni stig af stigi,
svo og til þess að auka líkur á
árangri í þeirri viðleitni, getur verið
tilefni til að taka sem mest tillit til
hjöðnunar verðbólgu undanfarna
mánuði. Þó virðist ekki unnt að taka
mið af minni verðbólgu en 40%, sem
er markmið ríkisstjórnarinnar yfir
árið í heild. Þá er og talið rétt að
halda þeirri aðlögun lánskjara að
þessu marki, sem þegar hefur náðst.
Út frá þessu er jöfnum höndum
um það að ræða að samræma
vaxtakerfið innbyrðis með því að
færa niður þá vexti, sem komnir eru
fram úr þessari viðmiðun og færa
saman vexti skyldra lánaflokka.
Jafnframt er stefnt að því að létta
nokkuð vaxtagjöld framleiðslunnar,
með lækkun vaxta af hlaupareikn-
ingslánum og viðbótarafurðarlán-
um, en víxilvextir lækkaðir minna
með hliðsjón af mikilli ásókn í það
lánsform til almennrar eyðslu.
Vextir endurseljanlegra afurðalána
standa einnig óbreyttir, þar eða þeir
hafa legið mjög eftir í aðlögun
lánskjara.
Bankastjórn Seðlabankans hefur
því, að höfðu samráði við bankaráð
og ríkisstjórn, tekið þá vaxtaákvörð-
un, sem hér fer á eftir í megindrátt-
um. Grunnvextir standa óbreyttir,
svo að öll breyting vaxtanna fellur á
verðbótaþáttinn, að því undan-
skildu, að grunnvextir vaxtaauka-
lána lækka úr 8,5% i 6,5% til
samræmis við grunnvexti skulda-
bréfa og afborgunarlána. Gengur
breytingin í gildi hinn 1. júní nk., og
fer yfirlit breyttra ákvæða hér á
eftir.
Ársávöxtun er hér miðuð við
algengustu greiðsluskilmála.
Heildarmeðaltal ársávöxtunar á
Innlán
Sparisjóðsbækur
Reikningar með uppsögn:
3ja mánaða
12 mánaða
Útlán
Viðbótaraf urðalán
Hlaupareikningslán
Víxlar
Skuldabréfa- og afborgunarlán:
Skuldabréf (2 gjaldd.)
Vaxtaaukalán (2 gjaldd.)
Dráttarvextir á mán.
báða bóga lækkar við þetta um
u.þ.b. 1,5%.
Með þessum vaxtabreytingum
eru gerðar veigamiklar kerfis-
breytingar, til einföldunar á
vaxtakerfinu og fækkunar vaxta-
flokka. Á innlánshlið lækka vextir
6 og 12 mánaða og 10 ára spari-
sjóðsbóka í sömu vexti og á
almennum sparisjóðsbókum, en
eigendur þeirra eiga þess kost að
flytja innstæður af þem yfir á
verðtryggða innlánsreikninga,
bundna til sex mánaða. Á útláns-
hlið eru lánskjör skuldabréfa í
hefðbundnu formi hækkuð til
Nafnvextir á ári Ársvöxtun
Til Frá Breyt- Frá Breyt-
31/5 1/6 ing 1/6 ing
35,0 34,0 -1,0 34,0 -1,0
38,0 37,0 -1,0 40,4 -1,2
42,0 39,0 -3,0 42,8 -3,6
35,0 33,0 -2,0 38,5 -2,7
35,0 33,0 -2,0 38,5 -2,7
33,0 32,0 -1,0 38,9 -1,5
38,0 40,0 +2,0 44,0 +2,4
43,0 40,0 -3,0 44,0 -3,6
4,75 4,5 -0,25 54,0 -3,0
samræmis við kjör vaxtaaukaút-
lána, um leið og hin síðar greindu
eru færð niður. Við þetta falla
vaxtaaukalán niður sem sérstakur
lánaflokkur, ásamt þeim sérstöku
réttarreglum, sem gilt hafa um
vaxtaaukakjörin. Vaxtaaukainn-
lán kallast nú reikningar með 3ja
mánaða og 12 mánaða uppsögn, en
vaxtaaukaútlán falla undir
skuldabréfalán og afborgunarlán.
Þannig rennur vaxtaaukakerfið
nú saman við hið almenna vaxta-
kerfi, um leið og það nálgast mark
verðtryggingar."