Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 31

Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 31 Menn virðast vilja góma það, sem þeir hafa séð út um bílgluggann eða á skjánum og hengja það upp á vegg, — máske er þar með þrám þeirra fullnægt um náttúruskoðun ... Haf- steinn notar engin hjálp- artæki við myndsköpun sína heldur hendurnar ein- ar ásamt hugviti og tilfinn- ingu beinu og lífrænu vinnubrögðum, — fáir gestir láta sjá sig og sala er nær engin. Ég verð að viðurkenna, að þetta skil ég alls ekki og ég er algjörlega andvígur slíkri þróun. Engu máli skiptir hvað menn mála geri þeir það vel og mál- verkið þar með gott og kemur við kenndir okkar. Það er hið mikil- vægasta en ekki hitt að aðhyllast listastefnur, sem eru í raun fjár- magnaðar af forríkum listakaup- mönnum þótt fáir njóti peninga þeirra nema þeir sjálfir og örfáir skjólstæðingar þeirra. Það tekur marga tíma að átta sig á þessu og til eru vítin til þess að varast þau. í stuttu máli þá er margt sterkra mynda á sýningu Haf- steins Austmanns að Kjarvals- stöðum og maður verður var umtalsverðra breytinga í listsköp- un hans sem eru verðar allra athygli. Mig langar að vísa hér til nokkurra og eru það „Gullbrá" (1), „Vetrarkvöld" (11), „Vetur" (18), „Á móti straumnum" (43) og „Skammdegi" (48). Allt eru þetta sterkar myndir er spanna vítt svið innan myndsköpunar Hafsteins Austmanns. Ég veit nú að þessi listamaður lætur ekki deigan síga þrátt fyrir tímabundið mótlæti en ég vil hvetja almenning og þá sér í lagi listunnendur að láta þessa sýn- ingu ekki fram hjá sér fara. Það væri meiriháttar slys í íslenzkri listasögu ef þessi sýning fær ekki notið þeirrar athygli sem hún á skilið. Hafsteini Austmann þakka ég svo fyrir sýninguna og óska hon- um alls góðs, — sýning þessi ber vott um grósku í íslenzkri mynd- list og að menn sæki ótrauðir fram á sinni braut þrátt fyrir hróp og köll úr öllum áttum. í húsi Bomholts Julius Bomholt (1896—1969) var einn þeirra manna sem lét sér annt um samvinnu Norðurlanda, einkum á menningarsviði. Hann sat á þingi fyrir jafnaðarmenn í fjörutíu ár, var kennslumálaráð- herra, menntamálaráðherra og fé- lagsmálaráðherra, formaður utan- ríkismálanefndar og formaður út- varpsráðs og fleira mætti telja upp. Ásamt Hartvig Frisch mótaði hann stefnu danskra jafnaðar- manna í menningarmálum og eftir lát Frisch var það fyrst og fremst Bomholt sem réð stefnu flokksins í þessum efnum. Meðal bóka Bomholts er Arbejderkultur (1932) líklega þekktust, en hann samdi einnig fjölda skáldsagna og skrifaði endurminningar sínar í mörgum bindum. Eftir að Bomholt hafði dregið sig í hlé frá erli stjórnmálanna árið 1968 bjó hann í Sönderho á Fanö. Þar hugðist hann eingöngu sinna ritstörfum. Enn ekki var langur tími til stefnu. Bomholt lést árið eftir. Hann hafði ákveðið að hús hans í Sönderho skyldi verða dvalarstað- ur norrænna rithöfunda, þar skyldu rithöfundar fá að búa lengri eða skemmri tíma og þeim að kostnaðarlausu. Hús Bomholts í Sönderho ka.ll- ast nú Digterhjemmet Bomholts hus og er stjórn þess í höndum Esbjergborgar. Fram að þessu hafa sex rithöfundar búið í Digt- erhjemmet. Til þess að minna á Digter- hjemmet hefur verið gefin út bók sem nefnist Digterhjemmet Bom- holts hus — et nordisk forfatter- tilbud. Udgivet af Esbjerg komm- une 1981. Vestkystens forlag í Esbjerg sér um dreifingu. Rit- stjórn bókarinnar annast skáldið Ulf Gudmundsen. Formáli er eftir borgarstjórann í Esbjerg, A.K. Nielsen, en inngangur um Julius Bomholt og hús hans er skrifaður af Ulf Gudmundsen. Julius Bumholt 991 Enogtyve máneder í Bomholts hus segir Steen Kaalö á skemmtilegan hátt frá dvöl sinni í Sönderho. Arangur dvalarinnar var ný Ijóðabók frá hendi hans, tvær skáldsögur og leik- ritii í Digterhjemmet Bomholts hus skrifa rithöfundarnir sex um dvöl sína í Sönderho. Þeir eru Eiler Jörgensen, Britt G. Hallqvist, georgjedde, Steen Kaalö, Paal Brekke og Ulrik Grás. Bókin er skreytt teikningum eftir Haakon Hesselager. Bókin nær þeim til- gangi sínum að kynna lifandi norræna menningarstarfsemi og er auk þess ekki svo ómerk heimild um rithöfundana sex. í Enogtyve máneder í Bomholts hus segir Steen Kaalö á skemmti- legan hátt frá dvöl sinni í Sönder- ho. Árangur dvalarinnar var ný ljóðabók frá hendi hans, tvær skáldsögur og leikrit. Kona hans orti og gaf út fyrstu ljóðabók sína Sonurinn naut hafs og strandar. Ekki má gleyma geit þeirra hjóna sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa í bílskúr fyrrverandi menntamálaráðherra. Geitin fékk líka einstaka sinnum að koma í eldhúsið og jafnvel inn í stofu þegar henni leiddist. Kaalö birtir nokkur ljóð í bókinni um það hvernig dagarnir liðu í Sönderho. Paal Brekke birtir líka ljóð eftir sig, en framlag hans nefnist Om savnet av en metemarks memoar- er. Brekke fjallar einkum um .fjölmiðla og játningabækur sem hann á gagnrýninn hátt kallar „ekshibisjonistisk finporno". Er greinilegt að það hefur farið í taugarnar á Brekke að þurfa að taka afstöðu til bóka sem lýsa misheppnuðum hjónaböndum, framhjáhaldi, kynvillu, ofbeldi á heimilum og drykkjusýki. Hann leitar til fuglanna og jafnvel maðkanna sem eru honum fremur að skapi en fólk sem ber tilfinn- ingar sínar á torg og skirrist ekki við að opinbera einkalíf sitt fyrir öðrum. En Brekke kemst ekki hjá að velta fyrir sér vandamálum og örvæntingu annarra eins og ljóð hans Til Jens Björneboe er til vitnis um: En dikt om dodcn. dct vct vi jo kan inxcn skrivc. Ilvcrt rimord i allc sprák cr pá livct. Mcn nattcskoddcn scr jc« drivc Kjcnnom dcx. ok hak lukkcdc dörcr hörcr jcK dcK rivc ct papirark i to. Þótt þessi litla bók sé fyrst og fremst þakklætisvottur sex rithöf- unda fyrir gistivináttu í elskulegu umhverfi segir hún töluvert um þá sjálfa og heiminn fyrir utan. Eugen von Böhm-Bawerk benti þegar á nítjándu öld á oskaplega mótsögn í kenningu Marx. Fróðleik má sækja í allar grein- ar bókarinnar, en skilning ekki nema í tvær þeirra, „Hugmynda- fræði fjármálavaldsins“ eftir Hilferding og „Um launakenningu Karls Marx“ eftir Sowell. Hilfer- ding, sem reyndi einn örfárra marxsinna að rökræða við aðra, bendir á í grein sinni, sem er frá 1910, að frjálshyggjan er óskyld hugmyndafræði stórfyrirtækja og einnig landvinningastefnu sumra stjórnmálamanna. Stórfyrirtækin reyna alltaf að fá vernd ríkisins fyrir samkeppni, þau reyna alltaf að einoka, en fátt er frjálshyggju- mönnum verr við en einokun. Og landvinningastefnan á seinni helmingi nítjándu aldar var þvert á alþjóðahyggju frjálslyndra manna, enda var Frjálslyndi 99 Þrátt fyrir alla þessa galla er bókin virðingar- verðasta tilraunin, sem ís- lenzkir marxsinnar hafa gert síðustu árin til að fræða okkur um kenningu sína, ög miklu betri en fjölritaðir bæklingar ofsatrúarmanna sem margir eru til á ís- lenzku. 44 flokkurinn í Bretlandi mótfallinn henni, en íhaldsflokkurinn fylgdi henni ákafur. Sowell leiðir rök að því, að skilja megi svo kenningu Marx, að verkamenn yrðu því fátækari sem iðnvæðingin yrði víðtækari, að verkamenn yrðu hlutfallslega fá- tækari. Samkvæmt því gætu kjör þeirra batnað, án þess að hlutur þeirra í þjóðarframleiðslu hefði stækkað. „I þessum búningi verð- ur kenning Marx virðingarverð forsögn og ekki ósennileg, þótt hlutfallslegur skerfur verka- manna hafi ekki rýrnað og kenn- ingin ekki ræst,“ segir hann. Leggja verður áherzlu á, að kenn- ingin er röng, þótt hún sé skilin þessum skilningi, en hún er skyn- samlegri en ella. Vera kann, að Marx hafi sem fræðimaður haft þessa skynsamlegri kenningu. En hann hafði sem áróðursmaður hina kenninguna, að kjör verka- manna versnuðu. Það sýna orð hans, sem höfð voru eftir í upphafi þessa ritdóms, um, að „verkamað- ur nútímans hrapaði dýpra og dýpra". Og það sýna einnig eftir- farandi orð hans (Úrvalsrit II, bls. 212): „Engar endurbætur á vélak- osti, engin hagnýting vísinda í þágu framleiðslu, engar nýjar nýlendur, engir fólksflutningar úr landi, engir markaðsvinningar, ekkert verzlunarfrelsi né heldur allt þetta til samans, mun megna að útrýma eymd og fátækt iðnað- arverkalýðsins, heldur mun sér- hver ný aukning á framleiðni vinnuaflsins á núverandi fölskum grundvelli aðeins verða til að auka félagslegt misrétti og skerpa þjóð- félagsandstæðurnar." Vera kann, að Marx hafi verið fræðimaður á helgidögum, en hann var áróðurs- maður hversdagslega. I öðrum greinum bókarinnar er reynt að berja í bresti kenningar- innar af veikum mætti. Ég ætla ekki að fara orðum um vinnuverð- gildiskenninguna — þá kenningu, að skiptagildi vöru ákvarðist af því vinnuafli, sem notað hafi verið til þess að framleiða hana — enda ræði ég hana í ritdómi um bækl- inginn Inngang að hagfræðikenn- ingu Marx eftir Ernest Mandel. En í bókinni er rætt um óskaplega mótsögn í allri kenningu Marx, sem austurríski hagfræðingurinn Eugen von Böhm-Bawerk benti þegar á 1896. í 1. bindi Fjár- magnsins (Das Kapital) skipti Marx framleiðslunni í þrennt: varanlegt fjármagn (t.d. vélar og mannvirki), breytilegt fjármagn eða m.ö.o. laun verkamanna, og að lokum það, sem atvinnurekendur hirtu af verkamönnunum, en það kallaði Marx „gildisauka“. Gildis- aukinn var þannig tekinn af breytilega fjármagninu og reikn- aður af því. En menn þurfa ekki að hugsa sig lengi um til þess að skilja, að eitthvað er bogið við þetta. Samkvæmt kenningunni á gildisaukinn að vera því meiri sem breytilega fjármagnið er meira, þ.e. því meira sem vinnuaflið, sem notað er í framleiðslunni, er meira. Þetta felur það einnig í sér, að gildisaukinn á að vera því minni sem vélvæðing atvinnurek- endanna er meiri. En það getur ekki verið, því að atvinnurekendur græða á vélvæðingu. Hvernig get- ur gildisaukinn skýrt gróðann, ef hann minnkar, þegar gróðinn eykst? Reynt er að svara þessu í 3. bindi Fjármagnsins, sem gefið var út að Marx látnum. Svarið er, að gróðinn sé ekki reiknaður af breytilega fjármagninu eins og gildisaukinn, heldur af öllu fjár- magninu, summu varanlegs fjár- magns og breytilegs. Gróðinn var þannig ekki bund- inn gildisaukanum. Marx hafði að sjálfsögðu sína ástæðu til að reikna gróðann af öllu fjármagn- inu. Gróði hefði orðið misjafn eftir framleiðslugreinum, ef svo hefði ekki verið reiknað, því að í sumum þarf meira vinnuafl og minna varanlegt fjármagn en í öðrum, en gróðinn verður að vera svipaður í öllum framleiðslugrein- um, ella stöðvast framleiðsla í þeim, sem gróðinn er minnstur í. Þetta felur það síðan í sér, að skiptahlutfall vara ákvarðast ekki af „gildi“ þeirra eins og það á að vera samkvæmt kenningu Marx, þ.e. ekki af því vinnuafli, sem notað var til þess að framleiða það, heldur af „framleiðsluverði" þeirra. Kjóll, sem tiltölulega mikið vinnuafl hefur verið notað til að framleiða, en lítið varanlegt fjár- magn, hefur ekki að sama skapi meira skiptagildi en álplata, sem tiltölulega lítið vinnuafl hefur verið notað til að framleiða, en mikið varanlegt fjármagn. Mót- sögnina má því orða svo, að i 1. bindi er miðað við „skiptagildi“ vöru, en í 3. bindi við „framleiðslu- verð“. Marxsinnarnir reyna að leysa þessa mótsögn í bókinni, en þeim tekst það ekki, enda grípa þeir einkum til merkingarbreyt- ingar orða, er þeir ætla að komast undan henni. í alla hagfræðikenningu Marx vantaði það, sem mestu máli skiptir. Hvað átti að gera eftir byltinguna? Hvernig var mönnum ætlað að vinna saman í sameign- arskipulagi? Þessum spurningum svaraði Marx varla. Það var aust- urríski hagfræðingurinn Ludwig von Mises, lærisveinn Böhm- Bawerks, sem sýndi í bókinni Sameignarskipulaginu (Die Ge- meinwirtschaft) 1922, að sú lausn, sem marxsinnar hugsuðu sér, væri ótæk. Verðlagning vara á markaði væri nauðsynleg, ef reka ætti búskap af einhverju viti. Honum svaraði pólski hagfræðingurinn og marxsinninn Oskar Lange nokkr- um árum síðar með því að lýsa sameignarskipulagi, þar sem vör- ur væru verðlagðar eins og á markaði. Ég sakna umræðna um þetta mál, t.d. íslenzkunar ein- hverrar greinar Langes, úr bók- inni, því að fáir verða lengur til þess að taka undir með Maurice Dobb, sem spyr lesendur, „hvað sanni betur heldur en þróun Ráð- stjórnarríkjanna frá 1917, þá full- yrðingu Marx, að kapítalisminn sé tímabundið sögulegt skeið, sem víkja muni fyrir sósíalismanum".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.