Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1981 5 7 krónu gjald aí utanlands- símtölum sem greidd eru af viðtakanda í talsímaþjónustunni við út- lönd er notendum i sumum tilvik- um gefinn kostur á að óska eftir að símtalið sé greitt af þeim aðila, sem hrinRt er til. Ef hinn " siðarnefndi veitir samþykki sitt er hann Kjaldfa rður fyrir símtal- inu, seKÍr i fréttatilkynningu frá Pósti og síma. Til samræmis við gildandi fyrir- komulag í löndum Vestur-Evrópu verður frá 1. júlí 1981 tekið aukagjald fyrir slík samtök að upphæð 2,50 gullfrankar eða 7,00 ísl. kr. og verður það innheimt hjá þeim aðila, sem hringt er til ásamt venjulegu símgjaldi. Með hliðsjón af bættri aðstöðu talsambandsins, sem gerir því kleift að afgreiða flest símtöl til útlanda samstundis hefur verið ákveðið að fella niður hraðsím- talaþjónustu, sem hingað til hefur verið veitt á tvöföldu gjaldi. Leiðrétting RANGHERMT var í Morgunblað- inu að vikudvöl fyrir unglinga í sumarbúðunum við Vestmanns- vatn kostaði 600 til 650 krónur. Hið rétta er að dvölin kostar 560 krónur. „Ut og suður44 Klukkan 10.25 er á dagskrá hljóðvarpsins þáttur sem nefnist „Út og suður“ í umsjá Friðriks Páls Jónssonar. Að þessu sinni segir Magnús Kar- el Hannesson frá lestarferð sinni frá Kaupmannahöfn til Kína. Árið 1975 nánar tiltekið í september fóru fjórir Islend- ingar saman í lest í gegnum Pólland, Rússland og yfir til Kína. Segir Magnús frá ýms- um ævintýrum og erfiðleikum sem þeir félagar lentu í á leiðinni. „A bláþræði44, síðasti þátturinn sýndur í kvöld Klukkan 21.40 er á dagskrá Karna er komin heim og þessu og snýst þessi síðasti sjónvarpsins fjórði og síðasti stúlkurnar stofna með sér verka- þáttur eiginlega einvörðungu um þáttur myndaflokksins „Á blá- lýðsfélag og vilja fara í verkfall. þessi verkalýðsmál þeirra stall- þræði". Karna er potturinn og pannan í systra. „ T ónlistarmenn“, Jórunn Yiðar kynnt I kvöld klukkan 20.50 er á dagskrá sjónvarpsins þáttur sem nefnist „Tónlistarmenn". Er þetta áttundi þátturinn og jafn- framt sá síðasti. Egill Friðleifsson kynnir Jór- unni Viðar og spjallar við hana um lífshlaup hennar, tónlistar- nám og tónlistarferil hennar. Sönglög eftir Jórunni verða flutt í þættinum og eru það Þuríður Pálsdóttir og Garðar Cortes sem syngja. Einnig koma fram Gísli Magnússon, Gunnar Kvaran, Laufey Sigurðardóttir og höfundur. Að lokum verður sýnt atriði úr myndinni „Síðasti bærinn í dalnum," en tónlistin í þeirri mynd er eftir Jórunni Viðar. Upptöku stjórnaði Viðar Vík- ingsson. yikuferdín tíl 5.-12. ágúst - verð frá kr. 3.880.- Við mælum hiklaust með vikuferðinni til Toronto fyrir alla fjölskylduna. Flogið er á einstaklega hagstæðu verði i sjálfstæðu leiguflugi vestur um haf og í Toronto bíða bæði barna og fullorðinna ævintýri á hverju götuhorni. Undraheimur bamanna Ontario Place er nokkurs konar þorp eða lítil borg sem sérstaklega hefur verið útbúin fyrir börnin. Þar er hægt að sigla á vatnabátum, fara í alls kyns leiki og spil, kynnast menningu annarra landa og gera ýmislegt fleira til skemmtunar og fróðleiks - jafnt fyrir börn semfullorðna. „Canadian Exhibition44 Á meðan vikuferðin til Toronto stendur yfir halda heimamenn hina árlegu kjötkveðjuhátíð sína. Stórkostleg skemmtiatriði eru víðs vegar um borgina, erlendir listamenn koma fram I tugatali, trúðarog sirkusar, götuleikhópar o.fl. bregða á leik með vegfarendum, tívolí og rússíbanar eru settir upp, dýrasýningar eru víða, hanaslagur á götum úti um alla borgina, sem glæðist í langan tíma nýju og nánast óraunverulegu lífi. Yerslanir, veitingahús, skemmtístaðir t v Niagra fossamir Aðeins steinsnar frá Toronto falla hinir víðfrægu Niagrafossar, - stærstu og einhverjir fallegustu fossar heims. I eins dags skoðunarferð þangað er einnig komið við á glæsilegu sædýrasafni, þar sem m.a. má heilsa upp á háhyrningana sem veiddir hafa verið við Islandsstrendurá síðustu árum. Hæstí tum í heimi MIKI B£iSh<5’(v^ HAWAll 'ÐAHAMA C.N. Tower - 530 metra hár- hefur heiðurinn af því að vera hæsti frístandanditurníheimi. I góðuskyggnierútsýniyfiralltað150km. Dýragarður Toronto hefurósvikinn heimsmenningarbrag yfir sér. Vandaðasti tískufatnaður veraldar er þar á boðstólum í heimsfrægum verslunum, veitinga- og skemmtistaðireru kenndir við og reknir af fulltrúum landa um allan heim og áfram mætti lengi telja. Og fyrir þá sem vilja versla ódýrt er Toronto tilvalinn staður. Verslanir eru af sömu ætt og útliti og stórverslanir annarra stórborga, vöruúrvalið er fullkomið og verðlag talið svipað og t.d. i New York. Menningin Eins og allar góðar stórborgir hefur Toronto ýmislegtá boðstólumfyrirlistunnendur. Fjöldi safna, með einstakt þjóðminjasafn í broddi fylkingar, ásamt vikulegum hljómleikum heimsfrægra listamanna er meðal þess sem gleður augað og örvar andann. Rétt við borgarmörkin er dýragarður, sem af mörgum er talinn vera einn sá alglæsilegasti sinnartegundar. Golf Fyrir kylfinga erToronto sannkölluð daumaborg, því í borginni sjálfri eru golfvellir í tugatali - hveröðrum glæsilegri. Gistíng Samvinnuferðir-Landsýn tekur að sér að útvega hótelgistingu, bilaleigubíla o.fl. þ.h. og minnir á sérstaklega hagstætt verð á allri slíkri þjónustu (Toronto. Skelltu þér med i snaggaralega ferð tíl Toronto og láttu borgina koma þér hressilega á óvart! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.