Morgunblaðið - 28.06.1981, Síða 20

Morgunblaðið - 28.06.1981, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 „Skref í átt til frjálsræðis i inn- flutningi og sölu á símabúnaði“ Tíu létust í Kaliforníu San Bornardino. Kaliforniu 2fi. júni. AP. TÍU MANNS létust og tutt- ugu slösuðust, sumir alvar- lega, þegar eldur kom upp í gríðarlega stórum og miklum húsvagni með sjö fjölskyldum sem voru á leið í sumarleyfi. Upphaflega hafði þetta verið venjulegur rútubíll, en hafði verið breytt í húsvagn með aðstöðu fyrir fjölda manns áður en farið var í sumarleyf- ið. Þetta gerðist norður af San Bernardino og virðist sem eldur hafi skyndilega komið upp og síðan valt bíllinn og lenti á tveimur næstu bílum og skall síðan út af veginum og kviknaði þá einnig í trjám við veginn. Samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, gaf nýlega út reglugerð er heimilaði frjálsan innflutn- ing og sölu á tækjum til tengingar við hið sjálfvirka símakerfi. Vegna þessa hafði Morgunblaðið samband við Bjarna S. Jónsson hagfræð- ing hjá Verslunarráði íslands en hann var í nefnd á vegum ráðsins er fjallaði um þjón- ustu og gjaldskrá Pósts og síma. Nefnd þessi gaf út skýrslu þar sem sett var fram svohljóðandi ályktun: Framboði og fjölbreytni síma- tækja hefur verið ábótavant og ekki sniðin að þörfum eða óskum neytenda að áliti nefndarinnar. Ennfremur standa fyrir dyrum örar tækniframfarir í símabúnaði sem nefndin álítur að Pósti og síma einum geti reynst erfitt að koma á framfæri á viðhlítandi hátt. Til þess að auka framboð og fjölbreytni og gefa auk þess neyt- endum meira frjálsræði við val aukabúnaðar leggur nefndin til að stefnt verði að frjálsræði í sölu almenns notendabúnaðar. I þessu sambandi verður gengið út frá að notendur eigi símatækin eftir að hafa keypt þau. Þeim sé síðan í sjálfsvald sett hvenær þeir fái nýjan síma, hversu marga o.s.frv. Skýrsla þessi kom út 30. janúar 1980. „Við viljum lýsa yfir ánægju með að þarna hafi verið stigið skref í átt til frjálsræðis í inn- flutningi og sölu símabúnaðar,“ sagði Bjarni S. Jónsson hagfræð- ingur. „Reynslan verður svo að skera úr um hvernig til tekst. Póstur og sími getur bannað innflutning á símatækjum sem ekki fylla þær almennu tæknilegu kröfur sem stofnunin setur um eiginleika slíkra tækja. Við eru ánægðir með þær undir- tektir er málið fékk strax í upphafi. Yfirmenn Pósts og síma voru strax mjög jákvæðir gagn- vart þessu og það sama gilti um Steingrím Hermannsson sam- göngumálaráðherra. Helstu rökin fyrir því að þetta er gefið frjálst eru þau að fjöl- breytnin er orðin svo gífurlega adldcrs Dreifin sf., Bankastræti 11, s.12388 — 23388 Bjarni Snæbjörn Jónsson hagfræðingur. mikil og sífellt flóknari og flókn- ari tæki eru að koma á markaðinn. Við teljum að Póstur og sími geti ekki séð um þetta allt og með reglugerðinni frá samgöngumála- ráðherra er létt af stofnuninni þeirri skyldu að þurfa að útvega öll þessi tæki. Einnig teljum við það miklu auðveidara fyrir fólk að ná í þessi tæki og aukabúnað. Það er eðlilegt að okkar mati að Póstur og sími tryggi sig gegn því að tæki sem tengd eru við al- menna símakerfið standist ákveðnar kröfur, jafnframt því að stofnunin ætlist til að seljendur símabúnaðar sjái sjáifir um við- hald á tækjum. Aukið frjálsræði í innflutningi og sölu símabúnaðar hefur verið áhugamál hér innan veggja lengi og höfum við talið það sjálfsagt að Póstur og sími sinnti almenna símakerfinu fyrst og fremst, eins og til dæmis rafmagnsveitur er sjá um rafmagnskerfið að hús- vegg,“ sagði Bjarni að lokum. Starfsmannafélag Þjóðleikhússins: Varaformað- ur og ritari segja af sér VARAFORMAÐUR Starfs- mannafélags Þjóðleikhússins, Kristinn Karlsson, og ritari fé- lagsins. Reinhart Reinhartsson. sögðu sig úr stjórn félagsins á fundi þcss síðastliðinn fimmtu- dag. Að sögn Kristins stafar úrsögnin af því að félagsfundur hafði samþykkt vítur á stjórnina vegna yfirlýsingar, scm hún sendi frá sér í vikunni vegna scgulbandsmálsins svokallaða. Sagði Kristinn að þeim félögum þætti ekkert athugavert við þá yfirlýsingu, sem send hefði verið fjölmiðlum, og þeir hefðu tekið það fram á fundinum áður en til atkvæðagreiðslunnar um víturnar kom, að þeir myndu standa og falla með yfirlýsingunni. Því hefði það verið sjálfgert að segja sig úr stjórninni þegar víturnar hefðu verið samþykktar. Leiðrétting í FRÉTT um málverkasýningu Guðbergs Auðunssonar í Morgun- blaðinu í gær var ranghermt að sýningunni lyki í dag. Henni líkur ekki fyrr en á morgun. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. \n.hvsiN(,\. SIMINN KK: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.