Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 radauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast íbúö óskast 2ja—3ja herbergja íbúö óskast á leigu. Sjóklæðagerðin hf. Skúlagötu 51, OO |t| sími 11520. Til sölu verzlunar- og skrifstofuhúsnæði Til sölu er jaröhæö húseignarinnar Glerárgata 26. Akureyri. sem er 455 fm 35x13 (um 1700 rúmmetrar). Nánari upplýsingar veita Guómundur Óll Guómundsson, sími 91-86777 Haraldur Sigurósson slmt 96-23322 Noróurverk hf. c.o. Franz Árnason, sími 96-21777. Til sölu lítiö notaður reknetahristari smíöaöur á Hornafiröi, ásamt reknetaútbúnaöi. Upplýs- ingar í síma 93-6698, milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Til sölu er innflutningsfyrirtæki í Reykjavík meö mörg þekkt umboð í vefnaðarvöru. Hagstæöur leigusamningur um húsnæöi getur fylgt. Þeir sem áhuga hafa á aö kynna sér umrætt fyrirtæki sendi tilboð til Mbl. merkt: „Innflutn- ingsfyrirtæki — 6311“, fyrir 3. júlí nk. Byggingalóöir í Höfnum Til sölu eignarland, hluti af Bjarghúsum í Höfnum. Til byggingar um 8 einbýlishúsa. Tilboö leggist inn á augld. Mbl. fyrir 15. júlí merkt: „B — 9949“. ísafjöröur — Vörugeymsla Til sölu er eignarhluti okkar í vörugeymslu viö ísafjaröarhöfn. (Vörugeymsla ríkisskips og Eimskips). Um er aö ræöa 50% fasteignar- innar og 30% af lóðaraðstöðu. Upplýsingar veittar í síma 16888 á daginn og 45789 á kvöldin. G. Þorvaldsson hf. Til sölu Lítiö heildsölufyrirtæki er til sölu af sérstök- um ástæöum. Verzlar aöallega meö verk- færi og vélabúnaö. Góö umboð og seljanlegur lager. Fyrirtækiö býöur upp á mikla möguleika fyrir dugandi kaupendur. Tilboö merkt: „Dugandi — 6315“, sendist afgreiöslu blaösins fyrir 2. júlí næstkomandi. húsnæöi i boöi Selfoss Til sölu 143 fm timburhús fokhelt. Búið aö utan meö 48 fm bílskúrssökkli (ekki eininga- hús). Uppl. í síma 99-1490 og 99-1190. Húsnæði til leigu Kjallarinn í Kjörgarði, Laugaveg 59, er til leigu. Húsnæðiö er 730 fm og því fylgir 40 fm gluggarými á 1. hæö. Húsnæöiö leigist í einu eöa mörgu lagi og er hentugt fyrir margskon- ar atvinnurekstur. í húsnæöinu hefur verið rekin húsgagnaverzlun í 22 ár, en auk þess aö henta húsgagnaverzlun mætti t.d. hugsa sér rekstur diskóteks, með kaffi og matsölu á daginn og er þá reiknað meö inngangi Hverfisgötu megin. Ef um minni einingar yröi aö ræða þá hentar húsnæðiö mjög vel fyrir allskonar þjónustufyrirtæki svo, sem rakara og hárgreiöslustofur, skósmiö o.fl. eöa útsölumarkaö. Upplýsingar um húsnæöiö veitir Örn Valdi- marsson í síma 16666 á milli kl. 11 — 12 og 13—14 næstu daga. Idnaðarhúsnæði til leigu 120—160 fm iðnaðarhúsnæði viö Skemmu- veg í Kópavogi til leigu. Laust nú þegar. Upplýsingar í símum 81565, 82715 og 44697. Örtvaxandi bókhaldsfyrirtæki sem m.a. býöur uppá tölvuþjónustu óskar eftir samstarfi við önnur bókhaldsfyrirtæki meö eftirfarandi í huga: 1. Samruna 2. Kaup 3. Samvinnu Til greina kemur fullt eða hlutastarf hjá umræddu fyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morgunblaösins fyrir þriöjudags- kvöld 30. júní nk. merkt: „Ö — 1850“. Sumarferð Varðar Landsmálafélagið Vörður efnlr tll sumarferðar. laugardaglnn 4. júlf n.k. Ekiö veröur til Þlngvalla — um Uxahryggl niöur í Borgarfjörö — ( Húsafell — niöur HvítársíÖu í Borgarnes — yflr Borgarfjaröarbrúna í Leirársveit — upp meö Laxá — yfir Ferstikluháls ( Hvalfjörö — um Kjósaskarösveg til Reykjavíkur. Verö farmiöa er kr. 180,- fyrlr fulloröna og kr. 100,- fyrir börn. Innifaliö í fargjaldinu er hádegis og kvöldveröur. Lagt veröur af staö frá Valhöll. Háaleitisbraut 1, kl. 8:30 árdegis. Miöasala veröur ( Valhöll. Háaleitisbraut 1, 2. hæö. alla daga kl. 9—21, frá og meö þriöjudeginum 30. júní n.k. Pantanir vera teknar í síma 82900. Aöalleiösögumaöur veröur Einar Guöjohnsen. Allir eru velkomnir í sumarferö Varöar. „ . ___ Feróanefnd Norðurland eystra Almennir stjórnmálafundir veröa í kjördæmlnu Ólafsfjöröur mánu- daginn 29. júnf í Tjarnarborg kl. 20.30. Dalvík, þriöjudaginn 30. júní í Víkurröst kl. 20.30. Alþingismennlrnir Guömundur Karlsson, Lárus Jónsson og Halldór Blöndal koma á fundina. Sjálfslæólsflokkurinn Eitt mesta böl bræðraþjóðar Öll teljum við Svíþjóð eitt auðugasta land heims. Flestir telja Svía meðal helztu menn- ingarþjóða veraldar. Vísindi, fé- lagsþroski, velmegun. Allt í blóma. Þar gera vísindamenn athuganir, uppgötvanir og áætl- anir um allt, sem hugsanlegt er til hagnaðar og heilla. Af þeim mætti auðvitað mikið læra, ekki sízt fyrir okkur hér, fámenna, frjálsa og gáfaða bræðraþjóð á vegum frama og farsældar. I Svíþjóð býr frjáls og fullvalda þjóð. Nær átta milljón- ir manna. Frelsi og hagsæld nær takmarkalaust, friður og .... En nýlega barst mér í hendur blað, með vísindaskýrslu, alveg nýrri, um versta óvin Svía og herstöðu hans, vopnabúnað, vald og sigra. Þar má lesa eftirfar- andi vísindalegar ályktanir: „Nær hálf milljón manns eru alkóhólistar í Svíþjóð. Fjölgi þeim með sama hraða næsta áratug, sem verið hefur undanfarið kemst tala alkóhól- ista í milljón á næsta áratug. Og um aldamót mætti nefna sjúk- dóm þennan „sjálfsmorð Svía“. Fimm til sex þúsund manns látast nú árlega í Svíþjóð bein- línis af ofneyzlu áfengis. í einu sjúkrarúmi af hverjum fimm í sjúkrahúsum landsins er eitt af fórnardýrum þessa her- foringja, sem kostar samfélagið í landinu frá 600—2000 sænskar krónur á sólarhring. Áfengis- neyzla og áfengismein hafa ákveðið hlutfall eða samband. Tvöfaldist neyzlan, þá ferfald- ast meinin eða sjúkdómarnir, sem af henni leiðir. Með aukinni neyzlu fíknilyfja, er nú svo komið að tala ung- menna sem neyta áfengis hefur tvítugfaldast nú síðustu árin. Rannsókn meðal nýliða til herskyldu leiddi í Ijós, að 26 af hundraði þessara ungmenna neytti áfengis á hverju kvöldi. Helmingur tólf ára barna í Svíþjóð neytir áfengis. Og neyzl- an færist hratt niður til enn yngri barna. Fjögur hundruð sænskra barna fæðast árlega með fóst- urmein, sem orsakast af ofneyzlu mæðranna af áfengum drykkjum. Nær hundrað þessara barna bera alvarlegar afleið- ingar þessara meina kannski ævilangt. Þrjátíu og fimm af hundraði allra dauðaslysa í umferð, ná- lægt 250 manns árlega, orsakast vegna áfengisneyzlu vagnstjóra. Fjöldi ungs fólks er öryrkjar í blóma aldurs vegna drykkju- skapar. Áfengisneyzla Svía árið 1979 nam 8,5 milljörðum sænskra króna. við gluggann eftirsr Árelius Níelsson Hvað eru það margar milljón- ir ísl. gkr. það ár? Aukin áfengisneyzla í Svíþjóð hefur fjórfaldað tölu lifrarsjúk- dóma hina síðustu áratugi. Drykkjan nemur árlega nær 20 milljörðum sænskra króna árlega. Samt verður margt aldrei tekið með í krónutölu. Orsök drykkjunnar er efnaleg velmegun, misskilin og misnot- uð, og atvinnuleysi ungmenna, sem virðist bótalaust böl. Fólk á aldrinum frá 17—25 ára drekkur að jafnaði mest. Sjúkdómur, sem nefndur er „skorpulifur" er orsakast af áfengisneyzlu er algengastur meðal efnafólks og „yfirstétta" samfélagsins. Flestir deyja nú samt áður en lifrin er orðin að skorpu. Oft verða börn áfengisneyzlu foreldra sinna að bráð áður en af veit, þar eru brautir ógæfunnar bæði margar, breiðar og greiðar inn á alls konar „heimili", hæli, spítala og í fangelsi." Sjálfsagt hugsar einhver: Já, það er ailt í öfgum hjá Svíum. En gætum við ekki hér á íslandi séð okkur sjálf þarna í spegli þessara hörmulegu stað- reynda. Ekki eru þetta „öfgar" og „nöldur" „bindindispostulanna", sem spámenn fjölmiðlanna fjargviðrast stöðugt yfir í sjálfs- vorkunn sinni, þegar ekkert vit er eftir í hrokapoka hugsunar hjá þeim. Reykjavík, 26. apr. 1981,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.