Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
Á BOTNI Barentshafsins,
norðaustur af Norður-Norejfi,
liggur geysimikill fjársjóður,
5 tonn af gulli sem er jafnvirði
634,5 milljóna islenskra
króna. Fjársjóður þessi er í
flaki breska fylgdarskipsins
Edinborgar sem Þjóðverjar
söktu 1. maí 1942- Skipið
liggur á 200 — 300 metra dýpi
og nú hyggjast Bretar og
Sovétmenn bjarga gullinu úr
flakinu. Árið 1953 voru einnig
uppi hugmyndir um að ná
gullinu úr Edinborg en hætta
varð við það þar sem tækni
þess tima var ekki nægjanleg.
En nú segja Bretar að ekkert
sé því til fyrirstöðu að gullið
náist og eru þegar farnir að
undirbúa framkvæmdir.
Edinborg fylgdi skipalest
gulli
sem sigldi milli Murmansk,
íslands og Englands. Þetta var
ein af þeim mörgu skipalestum
sem fluttu Sovétmönnum vörur
frá bandamönnum í seinni
heimsstyrjöldinni. Gullið um
borð var úr sovéska ríkiskass-
anum og átti að fara upp í
greiðslu á vopnum sem Sovét-
menn fengu frá bandamönnum.
„Gullið var lestað í Murm-
ansk,“ segir Don Wilkinson sem
var skipverji á Edinborg í
þessari ferð. „Tólf sovéskir her-
menn gættu farmsins en við
lestunina rifnaði einn af köss-
unum undan gullinu svo öll
áhöfnin vissi hver farmurinn
var.“
sÉgggj
Breska fylgdarskipið Edinborg liggur nú á hafsbotni með 5 tonn af gulli innanborðs.
Vilja bjarga 5 tonnum af
af botni Barentshafs
Jafnvirði 634,5 milljóna ísl. króna
Edinborg lagði af stað frá
Murmansk í lok apríl. En skip-
in voru aðeins komin stutt
áleiðis vestur er þýskir kafbát-
ar gerðu árás.
Skipalestir urðu fyrir árás-
um í svo að segja hvert sinn
sem þær fóru þarna um. Skipa-
tjón og mannfall var gífurlegt.
Ef einhverjir skipverjar höfn-
uðu í sjónum áttu þeir litla
möguleika á að lifa af. Ef þeim
var ekki bjargað á fyrstu
tveimur til þremur mínútunum
var úti um þá.
Sem fylgdarskip átti Edin-
borg að vernda skipalestina
fyrir árásum Þjóðverja. En að
kvöldi 29. apríl hæfði tundur-
skeyti skipið og fremri hluti
þess tættist í sundur. I 30 tíma,
sem Wilkinson og aðrir þeir
sem lifðu árásina af gleyma
aldrei, velktist Edinborg áfram
í stormviðri. En að morgni 1.
maí gerðu Þjóðverjar lokaárás
á skipið. Þrjú þýsk herskip
sóttu að Edinborg sem loks
sökk með þrjátíu mönnum inn-
anborðs. Áður höfðu 10
áhafnarmeðlimir látist í árás-
Með Edinborg, sem var
10.000 brúttólestir að stærð,
hvarf allur gullfarmurinn í
djúpið. Hvers vegna gullinu var
ekki bjargað um borð í annað
skip áður en Edinborg sökk er
ekki fullkomlega Ijóst ennþá.
En nú á að reyna að bjarga
gullinu að ákvörðun bresku og
sovésku ríkisstjórnanna sem
munu skipta því með sér ef allt
gengur að óskum.
Er það fréttist að reyna ætti
að bjarga gullinu úr Edinborg
mótmæltu aðstandendur þeirra
sem með skipinu fórust. Sögðu
þeir að með því væri verið að
raska ró þeirra látnu sem í
skipinu hvíla. Don Wilkinson
segist skilja þessa afstöðu ætt-
ingjanna en er samt á því að
bjarga eigi gullinu. Hann kem-
ur líka með þá tillögu að reisa
minnismerki um þá sem fórust
með Edinborg fyrir hluta gulls-
ins.
„Það er mikið talað um
orrustuna um Bretland en
næstum aldrei minnst á þá
mörgu sem létu lífið í skipalest-
um á norðurhöfunum," segir
hann.
rmn — Þýtt ok endursaift úr
Daicens Nyheter.
Nýtt videotromp frá
„Picture
Search“
Pín eii
SIOIl'
Saudar
minnka ekki
olíufram-
leiðsluna
Nikosía. Kýpur. 26. júní. AP.
FRÉTTIR um að Saudar ætli að
draga úr oliuframleiðslu sinni
var neitað af opinberri hálfu i
Saudi Arabiu i dag. Kom þetta
fram i sérstakri skýrslu um
oliuframleiðslu i Miðausturlönd-
um sem var birt í dag og talið að
skýrslan sé samin með íullri
vitund olíumálaráðuneytis Saudi
Arabiu.
MORGUNBLAÐIÐMOR'
MORGUNBLAÐIÐMOR
MORGUþ/^LAÐIÐMQ!?;
MORGU
MORGI
Sérstaklega var tekið til fram-
leiðsla á hráolíu er erlend blöð
höfðu skýrt frá því að samdráttur
yrði í henni. Saudar framleiða nú
450 þús. tunnur hráolíu á degi
hverjum. í skýrslunni segir að
Saudar muni í næstu framtíð
halda sig við 10 milljarða tunna
markið á dag, þrátt fyrir aukið
olíuframboð í heiminum.
OIOMORGUNBLAÐIU
^QMORGUNBLAÐIÐ
^RGUNBLAOIO
ÍNBLAÐID
Blað-
burðar-
fólk
óskast
Austurbær
Laugavegur frá 101 —171
Háteigsvegur
JLADIÐ
„AOIÐ
M
Mcy
M 6«
MORGUfiS
MORGUNBI
MORGUNBLA
Hringið í síma
35408
"//
ÍAÐÍI
J MORGUNBLAÐIÐMtW fNBLAÐIÐMi
olaOIÐ
iBLAÐIÐ
^LAÐIÐ
ftBLAÐIÐ
/0NBLAÐIÐ
/ÍUNBLAÐIÐ
(gunblaðið
IGUNBLAÐIÐ