Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
VEMLD
KIRKJA
LífshættuletC efni: solumennirnir meta gróðann meira en mannslífið.
GRÓÐI & GROÐUR
Eitrað fyrir þá allslausu
Mjólkurkýr í Guatemala
eru svu mengaðar eiturefninu
DDT, að það er talið 90
sinnum meira en það, sem
leyfilegt telst í Bandaríkjun-
um, <>k mannfúlkið í þessu
sama landi ok i Nicaragua
hefur í blóði sínu rúmlea 30
sinnum meira af þessu eitur-
efni en Bandaríkjamenn. í
Bandaríkjunum hefur notk-
un DDT verið bnnnuð í rúm-
an áratug.
DBPC, sem talið er valda
krabbameini og ófrjósemi og hef-
ur þess vegna verið bannað í
Bandaríkjunum, er ennþá notað á
bananaekrunum í Mið-Ameríku og
Norður-Afríku og e.t.v. á Taiwan.
Skordýraeitrið Phosvel er enn selt
í Indónesíu og var flutt inn til
Costa Rica ekki síðar en 1978. Það
hefur svo alvarleg áhrif á mið-
taugakerfið í mönnum, að verka-
menn, sem unnu við framleiðslu
þess í Texas, voru á sínum tíma
kallaðir „Phosvel-draugarnir"
vegna þess hvernig eitrið fór með
þá.
Það, sem hér hefur verið nefnt,
er aðeins örlitið brot af löngum
lista yfir skordýraeitur, sem hefur
verið bannað eða mjög takmarkað
í Bandaríkjunum, en verður nú æ
meira vart í ríkjum þriðja heims-
ins. Eftir opinberum skýrslum að
dæma er hér um að ræða fjórðung
alls skordýraeiturs, sem framleitt
er í heiminum.
Tveir Bandaríkjamenn, David
Weir og Mark Schapiro, sem vinna
við upplýsingastofnun í Kalif-
orníu, hafa að undanförnu verið
að kynna sér þessi mál og hafa
dregið saman þau alvarlegustu í
bókinni „Vítahringur eiturefn-
anna", sem Matvæla- og þróun-
arstofnunin í San Francisco gefur
út.
David Weir hefur í heilan ára-
tug verið að kanna þær krókaleið-
ir, sem bandarísk fyrirtæki fara í
sölumennsku sinni á skordýraeitri
og öðrum eiturefnum til þróunar-
landanna, eða allt frá því að hann
keypti pakka af Kool-Aid í Afgan-
istan, sem inniheldur krabba-
meinsvaldandi cyklamat.
Talsmenn Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunarinnar halda því
fram, að á hverri einustu minútu
sólarhringsins deyi einhver maður
í þriðja heiminum af völdum
eiturefnanna. Þeir eru fórnarlömb
ósvífinna fyrirtækja, sem meta
gróðann meira en mannslífið, og
linkindar bandarísku ríkisstjórn-
arinnar og stjórnvalda í þriðja
heiminum.
Ríkisstjórnir í þróunarlöndun-
um eru ekkert að flagga með
skýrslur um alvarlegar afleiðingar
eiturefnanna enda gæti það fælt í
burtu ferðamenn og stórlega dreg-
ið úr sölu landbúnaðarvöru frá
þessum löndum. Og jafnvel þó að
þau fegin vildu, hafa þau fæst yfir
þeirri kunnáttu og aðstöðu að
ráða, sem þarf til að prófa eitur-
efnin og fylgjast með notkun
þeirra.
Hvað sem öðru líður er ekki
útséð um, að Bandaríkjastjórn
vakni af þyrnirósarblundinum og
grípi í taumana. Það eru einkum
tvær ástæður fyrir því.
Sú fyrri er óttinn við, að meiri-
háttar eiturefnahneyksli geti rýrt
mjög álit Bandaríkjamanna er-
lendis, og sú síðari er, að eitrið,
sem bandarísk fyrirtæki hafa ver-
ið að flytja út, er komið heim
aftur í líki innfluttra matvæla.
Sem dæmi um það má nefna, að
um 10% allra matvæla, sem flutt
eru til Bandaríkjanna, innihalda
meira eitur en leyfilegt er.
—MARIA ELENA HURTADO.
Ofsóknir gegn
kristnum magn
ast í Rúmeníu
Kristnir menn i Rúmeníu
eiga eríiða tima framundan,
að sogn Slavneska trúboðsins
í Stokkhúlmi. Stofnunin dreg-
ur þá ályktun af þvi að i lok
mars s.l. voru sjö rúmenskir
baptistar handteknir og
dæmdir í fangelsi.
Sex þeirra voru saman á fundi
þegar íögreglan handtók þá. Þeir
höfðu allir lýst því yfir að þeir
ætluðu í hungurverkfall til að
undirstrika óskir fjölskyldna
sinna um að fá að flytjast úr landi.
Voru þeir ákærðir fyrir að vera
með óspektir og dæmdir í sex
mánaða fangelsi. Sexmenningarn-
ir heita: Emil Dumitru, 30 ára,
Solomon Sidea, 40 ára, Gabrel
Culea, 20 ára, Dimitri og Manea
Stancu, 21 árs, og Peter Varvara
21 árs.
Sá sjöundi heitir Ionel Prejban.
Hann er einn af meðlimum í
rúmensku nefndinni sem berst
fyrir trúfrelsi. Hann er einn
nefndarmanna í Rúmeníu nú, hin-
um hefur öllum verið vísað úr
landi. Áður en Prejban var hand-
tekinn og dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi hafði hann ferð-
ast vítt og breitt um Rúmeníu og
talað í fjölda kirkna.
Mál sjömenninganna fékk
snögga afgreiðslu yfirvalda. Slav-
neska trúboðið telur það benda til
þess að þau hafi viljað forðast það
að almenningur veitti málum
þessum eftirtekt.
I október á s.l. ári voru aðrir
fimm dæmdir í fjögurra ára fang-
elsisvist og háar fjársektir eftir að
hafa verið teknir með Biblíur og
peninga sem voru ætlaðir nauð-
stöddum kristnum mönnum í Sov-
étríkjunum. Biblíurnar og pen-
ingana höfðu þeir fengið frá vest-
urlöndum.
Þessir fimm vorn hluti hóps sem
gegnir mikilvægu hlutverki við
dreifingu Biblía til Sovétríkjanna.
Eftir handtöku hinna fimm voru
40 manns færðir til yfirheyrslu,
grunaðir um að starfa í þessum
hópi. Einn þeirra lést eftir yfir-
heyrslurnar af völdum þeirra
meðferðar sem hann sætti. Ánnar
framdi annað hvort sjálfsmorð
eða var pyntaður til dauða.
George Hofman heitir einn
þeirra fimm sem dæmdir voru til
fangelsisvistar. Hann segir að við
yfirheyrslurnar hafi verið dælt í
hann lyfjum þar til hægt var að fá
hann til að játa það að hafa farið
með 25.000 rúblur til kristinna
manna í Sovétríkjunum.
Þrátt fyrir síauknar ofsóknir
fjölgar ört í söfnuðum baptista og
AUDUR
Dæmalaus býsn
af demöntum
f ævagömlum eldgíg í
Ntírðvestur-Ástralíu er held-
ur betur líf í tuskunum um
þessar mundir en þar vinna
nú menn á vöktum við það a
grafa upp gamalt og málm-
auðugt jarðlag.
Ekki er það þá málmurinn, sem
menn eru á höttunum eftir, heldur
gimsteinar, en í þessu gamla jarð-
lagi eru þeir jafn margir og
sandkornin á sjávarströnd svo við
leyfum okkur að ýkja svolítið. Þessi
demantafundur í Ástralíu er sem
sagt svo stórkostlegur, að hann
mun að öllum líkindum tvöfalda
framboðið af dýrum steinum á
heimsmarkaði og þá munu áhrifin
á markaðsverðið sjálft ekki verða
minni.
Gestir, sem komi hafa til dem-
antavinnslunnar í eldgígnum langt
úti í brennheitum auðnum Ástral-
íu, hafa fengið að sjá demanta af
öllum gerðum og stærðum hripa
niður í stór föt eins og dropar úr
lekum krana. „Ég hef aldrei kynnst
öðru eins,“ sagði jarðfræðingurinn
Chris Smith, Englendingur, sem
unnið hefur í demantanámum í
Suður-Afríku, en stundað
demantaleit á þessum slóðum síðan
1971.
„Við gætum aukið framboðið á
heimsmarkaði um 40—50%,“ sagði
Mick O’Leary, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, sem demantavinnsl-
una stundar. Hann sagði, að til
stæði að reisa mikla verksmiðju,
sem árlega ynni demanta úr fimm
milljónum tonna af málmgrýti, eða
20—25 milljón karöt á ári.
Á núerandi verðlagi væri árlega
hægt að vinna demanta fyrir 336
milljónir dollara á þessu svæði, en
Borað eftir demöntum: vítishiti.
krókódílar og íagrir steinar.
rannsóknir hafa leitt í ljós, að fá
má fimm karöt úr hverju tonni af
grjóti. í Suður-Afríku er meðal
afraksturinn hins vegar aðeins 0,5
karöt í tonni. Heimsframleiðslan
FRAMTIÐARHORFUR
Ef Evrópa yrði lögð í auðn..
Þjálfun bandariskra her-
manna f Vestur-Þýskalandi er við
það miðuð. að komið geti i senn
til kjarnorkustyrjaldar og átaka
með öðrum vopnum. Astæðan
fyrir þessari tvíþættu þjálfun er
sú trú. að Handarfkjamenn og
Sovétmenn eigi e.t.v. eftir að
heyja takmarkað kjarnorkustrið,
sem gjöreyddi stórum hluta Vest-
ur- og Mið-Evrópu en þyrmdi
hins vegar Bandaríkjunum sjálf-
um og Rússlandi.
Þessar, m.a., voru niðurstöður
athugunar, sem CBS-sjónvarps-
stöðin handaríska efndi til og
kynnt var bandarískum sjónvarp-
sáhorfendum nú fyrir skemmstu. í
þessum þætti var í fyrsta sinn
sýndur bandarískur hershöfðingi í
einhverri leynilegri herstöð í
Vestur-Þýskalandi, þar sem hann
var að leiða hermennina í allan
sannleika um atómstríð. M.a.
fjallaði hann um þá geislun sem
nauðsynleg væri til að hægja á
framsókn óvinarins eða jafnvel
stöðva hana alveg.
I sjónvarpsþættinum var bent á,
að miðunarbúnaður hinna öflugu,
rússnesku flugskeyta í Mið-
Evrópu er ónákvæmur og þess
vegna alls ekki ólíklegt, að ein-
hverri borginni væri gjöreytt fyrir
mistök enda yfirleitt skammt á
milli borga í Evrópu. Kjarnorku-
flaug, sem stefnt væri til Brússel
gæti þess vegna gjöreytt Ant-
werpen; skeyti, sem ætlað væri
Haag, gæti lent á Rotterdam og
flugskeyti, sem eyða ætti Bonn,
gæti máð Köln af yfirborði jarðar.
í sjónvarsþætti CBS-stöðvar-
innar kom fram, að á síðustu 18
mánuðum hefði 147 sinnum komið
fram fölsk aðvörun um kjarnorku-
árás og einnig var fullyrt, að ef
rússnesk kjarnorkusprengja lenti
beint á stjórnstöð bandaríska
varnarmálaráðuneytisins í Colo-
Albrynjaður breskur hermaður:
hitinn gæti allt eins brætt gas-
grfmurnar við andlit þeirra sem
bæru þær.
rado-fjöllum „myndi hún breyta
þessu 100 milljón ára gamla fjalli
í kalkaða gröf á samri stundu“.
Það, sem er kannski hvað skelfi-
legast við þessa þætti CBS-stöðv-
arinnar, a.m.k. í augum Evrópu-
búa, er að bandarískir hershöfð-
ingjar í Evrópu virðast næstum
líta á það sem sjálfsagðan hlut, að
til kjarnorkustríðs komi þar, jafn-
vel þó að það eyddi að mestu
álfunni og þeim þjóðum sem þar
búa.
Sjónvarpsmennirnir mynduðu
bandaríska hermenn að æfingum í
Evrópu og fóru heræfingarnar
fram á „dæmigerðum kjarnorku-
vopnavígvelli" svo að vitnað sé í
orð yfirhershöfðingjans, Niles
Fulwyler. Hershöfðinginn viður-
kenndi að vísu, að við ýmis
vandkvæði væri að etja. T.d. hefði
það sýnt sig við tiiraunir með