Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 Spölkorn út í buskann Gönguferð með sjó um fornar eyðibyggðir er mörgum hugstæð. A aðra hönd er hafið; úfið og hrikalegt í stormum og stórviðr- um, þegar hafaldan æðir upp að ströndinni og greiðir henni þau heljarhögg að jörðin nötrar und- ir fótum manns eða slétt sem spegill á lognkyrrum dögum, þegar báran rétt bærist við fjörusteinana og sólin stafar geislum sínum yfir láð og lög. En á hina hönd er landið með gamlar varir við fjöruborð, grjóthleðslur á fjörukambi, gróna götutroðninga og hrundar tóttir, þar sem fyrrum var líf og starf og miskunnarlaus barátta við hin voldugu náttúruöfl var háð án nokkurrar hvíldar meðan fjörið entist. Allt er þetta forvitnilegt og veitir þeim, er áhuga hafa á lífi og starfi forfeðranna, nokkra innsýn í þá veröld er skóp þeim kjör. I nánd við höfuðborgina er slíka staði víða að finna og þeir eru fleiri en marga grunar við fyrstu athugun. Að þessu sinni skulum við leggja leið okkar meðfram ströndinni milli Straumsvíkur og Kúagerðis, en þar verða einmitt á leið okkar rústir nokk- urra býla, sem fyrrum þóttu góð undir bú, en stóðust ekki kröfur nútíma búskaparhátta. Við hefjum gönguferðina móts við Straum, en svo nefnist býlið, sem er vestan við víkina gegnt álverksmiðjunni. Við vegarbrún- ina kemur vatn undan hrauninu. Þetta er allstór uppspretta, enda mun vatnið komið úr Kaldá, en svo nefnist áin, sem rennur fram hjá Kaldárseli og hverfur í hraunið þar rétt fyrir vestan, en fær hér framrás til hafs. Frá Straumsvík að Kúagerði Straumur var fyrrum stórbýli. Nú er þar enginn búskapur, en byggingarnar sem uppi standa bera þess vitni. Frá Straumi liggur leiðin vestur með strönd- inni. Þar hittum við á gömlu götuna, sem forðum var gengin, er menn lögðu leið sína vestur á Reykjanes. Krókótt hefur hún verið og seinfarin, enda ekki við öðru að búast, þar sem hraun er á alla vegu. Spölkorn vestan við Straum komum við að Óttars- stöðum. Þar er nú allt í eyði, en miklir grjótgarðar, vegghleðslur og mannvirki í fjörunni vitna um mikið athafnalíf á fyrri tímum. Óttarsstaðir og Straum- ur eiga mikið land upp til heiðarinnar. Þar eru rústir tveggja selja, sem eru kennd við þessar jarðir. Rústirnar eru báð- ar skoðunarverðar. Þær eru merktar á kortið og því auðvelt að finna þær. Mannvirki og umhverfi Óttarsstaða er forvitnilegt að skoða, enda sjálfsagt að gefa sér góðan tíma til þess. Leiðin liggur síðan út með ströndinni. Gamla gatan er víðast skýr og sjálfsagt að fylgja henni eins og kostur er. Næst verður Lónakot á leið okkar. Þar hefur túnið legið fram á sjávar- kamb en er nú að mestu horfið, því hafaldan hefur í stórviðrum borið mikið af sjávargrjóti upp á túnið og eyðilagt það. Enda virðist Lónakot hafa verið lengi í eyði. Þar eru bæjarhúsin fallin og gripahúsin rústir einar. í Lónakoti sést glöggt hversu náttúruöflin eru fljót að tortíma mannanna verkum, ef þau fá næði til þess. Frá Lónakoti er skammt yfir að Hraunsnesi, en þar opnast Vatnsleysuvíkin og fyrir botni hennar er Kúagerðið, gamall áningarstaður ferðamanna á þessari leið. Í Kúagerði kemur ferskt vatn undan hrauninu, eins og í Straumsvík, og var hvíldin því bæði mönnum og málleys- ingjum mjög kærkomin á þess- ari löngu og torsóttu leið. í Kúagerði skulum við Ijúka þessari stuttu og skemmtilegu gönguferð. Til sölu Vesturbær Einbýfishús á góðum staö í vesturbænum. Upplýsingar á skrifstofunni. Reynilundur — Garöabæ Vandaö einbýlishús, 137 fm og 63ja fm bílskúr, ásamt vel ræktaöri lóö. Hugsanlegt aö taka 3ja herb. íbúö uppí söluveröiö. Lundarbrekka — Kópavogi Góö 4ra herb. ibúö á 2. hæö. Mögulegt aö taka 2ja—3ja herb. íbúö uppí söluveröíð. Helst í Kópavogi. Baldursgata 3ja herb. íbúö á 3. hæö. Sér hiti. Fallegt útsýni. Mjðg góö staösetning. Selfoss 130 fm einbýlishús, meö 50 fm bílskúr. Hafateinn Hafateinaaon hrf., Suöurlandabraut 6, •ími 81335. VATNSÞETT FRÁGANGSEFNI UTANHÚSS Þaö er staöreynd, aö þeim mannvirkjum sem legiö hafa undir skemmdum vegna raka i steypunni hefur tekist aö bjarga og ná rakastiginu niöur fyrir hættumörk meö notkun Thoroseal. Thoro efnin hafa um árabil veriö notuö hér á (slandi meö góöum árangri. Þau hafa staöist hian erfiðu þolraun sem íslensk veörátta er og dugaö vel, þar sem annaö hefur brugöist. THOROSEAL vatnsþéttlngaefni Thoroseal er sementsefni sem fyllir og lokar steininum og andar eins og steinn- inn sem þaö er sett á. Thoroseal má bera á rakan flöt. Thoroseal er vatns- þétt, flagnar ekki og er til í mörgum litum. THOROSEAL F.C. sökklaefni Er vatnsþétt grunn- og sökklaefni. Fyllir og lokar steypunni. Má bera á raka fleti. Thoroseal F.C. veröur haröara en steypa og andar til jafns viö steypuna Boriö á meö kústi. THORO GÓLFEFNI Er blandaö í yfirborö gólfsins um leiö og þaö er pússaö og margfaldar slitþol góifsins. THORO gólfhersluefnin fást í litum. Leitiö nánari upplýsinga, það er þess viröi aö kynnast THOROefnunum nánar. steinprýði Smiðshöföa 7. Gengiö inn frá Stórhöföa. Simi 83340. r^ U1KUEN ^ VISACLUB og enn mætum við til leiks... Aö þessu sinni meö endurhannaöan bíl frá CITROÉNA VISACLUB II 5 DYRA Nýi VISA bíllinn hefur fengiö andlitslyftingu og er nú einkar fallegur og rúmgóður smóbíll með ótrúlega aksturseiginleika, eins og allir CITROÉN bílar. • LOFTKÆLD 652 CC. VÉL MEÐ ELEKTRONÍSKRI KVEIKJU. — ÓTRÚLEG SNERPA. • BENSÍNEYÐSLA 5,8 LÍTRAR Á 100 KM. • NÝTÍSKULEGT MÆLABORÐ. • NIOURFELLANLEG AFTURSÆTI. • HITUÐ AFTURRÚOA. • AUOVITAÐ FRAMHJÓLADRIFINN. * Þaö ótrúlega er, aö þessi fallegi bíll kostar aöeins kr. 76.400 ■“ (gengi 10/6 ’81) Takmarkaður fjöldi bíla á þessu verði Komið og reynsluakiö hinum nýja CTTROEN ^ VISACLUB n A Globuse LAGMULI 5, SÍMI81555 1 r CITROÉN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.