Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson Um daginn var ég spurður hvað mannsnafnið Þrándur þýddi. Mér varð heldur fátt um svör, sagðist þó helst halda að það kynni að merkja mann frá Þrænda- lögum. Nokkur nöfn eru talin gefa til kynna uppruna manna, svo sem Finnur, Danur og Gauti. „Maður frá Þrændalögum" er þó svo sem ekkert svar. Vandinn er aðeins færður um set. Af hverju heita Þrændalög svo, eða hvað táknar nafn þeirra manna sem í þessu lögsagnarum- dæmi voru? í vönduðum orðabókum sést að æ-ið í Þrændir er komið af ó, enda er manns- nafnið ýmist Þrándur eða Þróndur. Tek ég nú þann kostinn að fylgja Jan de Vries, en hann telur að Þróndur (Þrándur) sé skylt sögnunum að þróast og þroskast og Óðinsheitinu Þrór. Samsvarandi orð er að finna í öðrum germönskum málum. Ég hef því fyrir satt, að í rót mannsnafnsins Þrándur sé merkingin afl og þroski. Skylt er þó að geta þess, að samnafnið þróndur kemur fyrir í merkingunni villigöltur. Alkunna er að menn hafa gert sæg dýra- nafna að mannaheitum, og er smekkur manna í því efni tímabundinn. Fyrrum víluðu menn ekki fyrir sér að skíra Gölt og Grís, þótt nú þyki það ekki við hæfi. Ýr (úruxa- kýr) virðist aftur á móti tískunafn nú. Nafnið Þrándur(Trond)er miklu algengara í öðrum norrænum málum en ís- lensku. Sýnist litlu hafa munað að það dæi út hér á landi. í Landnámabók er getið átta manna, sem hétu Þrándur eða Þróndur, en í öllum manngrúa Sturlungu kemur aðeins einn Þrándur fyrir. I fyrsta allsherjarmann- tali á íslandi 1703 er enginn Þrándur og 1910 aðeins einn. Árin 1930—’50 hlutu fimm sveinar þetta nafn. Nú hin síðustu ár mun skorta úr- vinnslu gagna, en nafnið virðist fljótt á litið vera í nokkurri sókn. Habent sua fata libelli, sögðu hinir fornspöku Róm- verjar og áttu þá við, að bæklingum væru ásköpuð ör- lög rétt eins og mönnum. Ekki þarf heilar bækur til. Örlög einstakra orða eru ærið misjöfn og vísast t.d. í hina fróðlegu og skemmti- legu bók dr. Halldórs Hall- dórssonar: Örlög orðanna. Sum orð eiga gott líf og ríkulegt, svo notað sé orðalag Snorra, en önnur lifa litla hríð og eru lítið notuð. í skýrlsu Sigurjóns Jóns- sonar í Árgerði, þess er var héraðslæknir Svarfdæla lengi, segir árið 1925: „Sopp- leikur (knattspyrna) sýnist nú vera eina íþróttin, önnur en dans, sem ungir menn hafa áhuga á og tíðkast hér allmjög síðustu árin.“ Þetta er ekki hið eina dæmi þess að reynt væri að lífga við hið gamla orð sopp- leikur, þegar sú íþrótt barst hingað sem Danir kölluðu fodbold og Englendingar football eða soccer. Ekki kann ég að segja hvernig hinn gamli soppleikur fór fram, en konungleg íþrótt þótti hann, og einhvers kon- ar boltaleikur var það. Sopp- ur er náskylt orðinu sveppur sem áður var svöppur og beygðist eins og köttur: svöppur, um svöpp, frá sveppi, til svappar. Ekki tókst að endurlifga orðið soppleikur, og nú hefur knattspyrna að mestur þok- að orðinu fótbolti til hliðar. Knattspyrna er merkilegt orð, svo og knöttur í merkingunni leikbolti. Eftir venjum tungunnar á kn í upphafi orða að breytast í hn. Dæmi eru mýmörg. Kné verður hné, knappur verður hnappur, knútur verður hnútur, þó ekki, guði sé lof, í mannsnafninu. Einnig lifir forna myndin kné í föstum orðasamböndum, einkum stuðluðum, sbr. að koma ein- hverjum á kné. Ýmsar fleiri verða undantekningarnar. Knár hefur ekki breyst í hnár, né heldur knálega í hnálega, enda þótt knáta hafi aftur á móti orðið hnáta Orðið knöttur hefur líka að jafnaði lotið lögmálum tung- unnar og breyst í hnöttur. Því himinhnettir hreytast ok hjörtu manna þreytast á ollu sem þau eÍKnast ok áöur þráöu heitast. kvað Tómas. En þegar menn þurftu á þessari öld að töfra fram nógu þjóðlegt og virðu- legt orð fyrir bolta, fundu menn i fornum bókum frá- sagnir um knött og knatt- leik. Ekki var hægt að breyta því skyndilega í hnött 106. þáttur og hnattleik. Orðmyndin knöttur er í rauninni töku- orð úr forníslensku í nýís- lensku, enda óhjákvæmilegt, því að hvað sæjum við fyrir okkur, ef sagt væri að menn ætluðu sér að fara að æfa og iðka hnattspyrnu? Soppleikurinn týndist sem sagt, kannski í og með vegna þess að leiksoppur (leikbolti) hafði fengið óeiginlega og neikvæða merkingu. I orða- bók Menningarsjóðs segir aðeins að leiksoppur merki handbendi eða leikbrúða, og orðinu soppleikur er þar gert svo lágt í loti, að það er aðeins birt sem fylgifiskur orðsins soppur = knöttur eða bolti. Menn spyrna því knetti á milli sín, en leiksoppur í eiginlegri merkingu fyrir- finnst enginn. Nafni minn Guðmundsson í Reykjavk skrifar mer skemmtilegt bréf vegna þess- ara þátta, hrósar sumu og gagnrýnir annað, og þykir mér það gott. Verst finnst honum að ég hafi leitt of mikið hjá mér að ræða það sem honum liggi þyngst á hjarta, en það er framburður málsins. Ég þykist að vísu nokkuð hafa um hann fjallað, en satt er það, að miklu meira mætti það vera. Kannski er tungu okkar nú búinn mestur háski' á þvtsviði. Erlent söngl og áherslur, sem ekki eiga við íslenskt mál, dynur daglega yfir okkur. I skólum er töl- uðu máli áreiðanlega allt of lítið sinnt. Þekki ég þó dæmi þess, að kennsla í framsögn og ræðugerð er orðin tals- verð, þar sem fyrir skömmu var lítil eða engin. Nauðsyn- in er augljós. Við tölum þó alltjent meira en við skrif- um. Raunalegt er að heyra ýmsa forystumenn þjóðar- innar hafa alrangar áherslur í máli sínu, segja t.d. verð- bólgAN, Vestur-Þýskaland, verðlagsMÁL o.s.frv. Ég tek því undir það með nafna mínum að rík þörf sé á talkennslu í skólum, og þegar ofar dregur æfingum í fram- sögn og ræðugerð. Mál- skrúðsfræði (rhetorica) var kennd hér á öldum áður. Auk þess ítreka ég þá tillögu mína, að við köllum forvarnarstarf fremur en fyrirbyggjandi (e. preven- tive) starf þær athafnir sem nú er tíðrætt um og fólgnar eru í því að stemma á að ósi. Sumarbústadalóðir — eignarlóðir Til sölu eru lóöir undir sumarbústaöi á skipulögðu skóglausu svæöi í Grímsnesi. Vegir eru komnir. Stærð lóða er frá 8000 fm til 12000 fm. Hagstætt verö. Góö kjör. Uppl. í síma 76030 í dag og næstu daga. Bátur óskast til leigu Óskum eftir aö taka á leigu 20—26 feta alhliða bát meö dieselmótor í sumar. Tilboö leggist inn á augld. Mbl. merkt: „Bátur — 6316“. Uppl. í síma 38220 á mánudag. Ræktaðu garðinn þinn Leiðbeiningar um trjárækt RÆKTADU GARDINN ÞINN I I 11 > HI I \ I \ (. \ R Bók þessi fjallar um trjárækt í görðum (skýru og stuttu máli. Þar er gerð grein fyrir sögu trjáræktar í landinu, sagt frá gerð og lífi trjánna, næringarþörf þeirra, uppeldi trjáplantna, gróðursetn- ingu, hirðingu og grisjun. Lýst er 28 tegundum lauftrjáa, 24 runna- tegundum, og 17 barrviðum, sem rækta má í görðum hér á landi. Höfundur bókarinnar, Hákon Bjamason, hefur um tugi ára verið forustumaður ( þessum efnum hér á landi. Sakir langrar reynslu og þekkingar er hann öðrum færari til að veita leiðbeiningar um ræktun trjáa, sem að gagni koma. Fjöldi skýringarmynda eftir Atla Má. .. ennfremur minnum við á Leiðbeiningar um plöntusöfnun eftir Ágúst H. Bjarnason Handhægur leiðarvísir með myndum handa þeim sem vilja kynna sér plönturíkið. Aðaláherslan er lögÖ á að gera grein fyrir hvernig plöntum er safnað og frá þeim gengið til varðveislu. Jafnframt kemur bókin að góðum notum öllum áhugamönnum um náttúruskoðun og gróðurríki landsins. GENGI VERÐBRÉFA 28. JÚNÍ 1981 VERDTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓDS VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Meöalávöxtun spariskírteina tryggingu er 3,25—6%. Kaupgengi pr. kr. 100.- 6.596,27 6.043,58 4.404,81 3.981,99 3.454.23 2.949.23 2.193,32 2.020,30 1.394,73 1.140,45 858,91 813,71 659.52 612,49 513,09 418,12 V 330,02 279,06 216.53 168,02 132,52 116,65 umfram verö- A — 1972 B — 1973 C — 1973 O — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Kaupgengi pr. kr. 100.- 2.245,05 1.848,92 1.579,91 1.345,95 926,81 926,81 620,72 593.33 454.34 424,10 VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Ofanskréö gengi er m.v. 4% évöxtun p.é. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdraettisbréfin eru gef- in út é handhafa. HLUTABRÉF Tollvöru- Kauptilboö geymslan hf. óskast Skeljungur hf. Sölutilboó Fjérfestingarf. Sölutilboö íslands hf. óskast. VEÐSKULDABREF ÓVEROTRYGGÐ: Kaupgengi m.v. nafnvexti 2V*% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./éri 2 afb./éri verótr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97,62 98,23 5% 65 66 67 69 70 82 2 ár 96,49 97,10 5% 54 56 57 59 60 77 3 ár 95,39 96,00 5% 46 48 49 51 53 72 4 ár 94.32 94,94 5% 40 42 43 45 47 69 5 ár 92,04 92,75 5%% 35 37 39 41 43 66 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6%% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7Vi% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69,47 70,53 8’/4% TÖKUM OFANSKRAD VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU MÍliraTinCMtfáM IfUMM Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Jðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. ; Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.