Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 1
76 SÍÐUR 142. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. N iðurskurðartil- lögur Reagans sam- þykktar í þinginu WashinKton. 27. júní. AP. FULLTRÚADEILD bandaríska þinusins samþykkti á fostudau tillöKur Ronald Reagans forseta um verulejjan niðurskurð á ríkis- útKjoldum fyrir árið 1982. Þetta er mikill sij?ur fyrir Reajfan ojí dást nú marjtir að kænsku hans i stjórnmálum. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, en þó voru tillög- ur stjórnar Reagans að lokum samþykktar með 232 atkvæðum gegn 193. Mikið gekk á í þinginu, áður en kom að lokaatkvæða- greiðslu. Eftir hana sögðu óánægð- ir demókratar: „Maður skammast sín fyrir vinnuaðferðirnar í þessu húsi.“ Tillagan var endanlega samin nóttina áður en kom til atkvæða- greiðslu. Hún mun hafa í för með sér 5 milljarða dollara niðurskurð á ríkisútgjöldum árið 1982 til viðbótar niðurskurði, sem þingið hafði þegar samþykkt. Reagan, sem er staddur á bú- garði sínum í Kaliforníu sér til heilsubótar, sagðist vera ánægður með niðurstöður þingsins og sagði, að þetta væri mikill sigur í barátt- unni gegn verðbólgu. Ráðamenn á Norð- urlöndum íhuga tillögur Brezhnevs Kaupmannahofn. 27. júni. AP. LEIÐTOGAR á Norðurlöndum hafa lítið viljað tjá sig um tillögur Leonid Brezhnevs. forseta Sovét- ríkjanna, um kjarnorkuvopnalaust svaeði á Norðurlöndum. Þeir velta fyrir sér, hvort þær feli i sér vilja Sovétmanna til að fjarlægja kjarn- orkuvopn á landamærum Sovétrikj- anna og Norðurlanda. Tillögur Brezhnevs, sem hann greindi frá í viðtali við finnskt dagblað i vikunni, eru svipaðar tiliögum Nikolai Bulganins, fv. for- Enn er leitað að Titanic Falmouth. Massachusetts. 27. júní. AP. IIÓPUR visindamanna, kvik- myndatökumanna og ævintýr- amanna heldur i dag af stað i leit að flaki farþegaskipsins fræga, Titanics. Mennirnir hafa meðferðist alls konar mæli- og rannsókn- artæki auk myndavéla. Olíujöf- ur, Jack Grimm að nafni, fjár- magnar ferðina sem reiknað er með að kosti margar milljónir dala en hann hefur líka krafist þess að fá allt það verðmæti sem tekst að bjarga úr skipinu ef það finnst. Talið er að í peningaskápi skipsins séu dem- antar fyrir 300 milljónir doll- ara. Grimm hefur einnig fjár- magnað ferð sem farin var í leit að örkinni hans Nóa. sætisráðherra Sovétríkjanna, 1958. En Brezhnev gaf í skyn í viðtalinu, að það mætti ræða sovésk kjarn- orkuvopn, sem beint er gegn Norður- löndum. „Ég vildi gjarnan sjá eitthvað jákvætt varðandi kjarnorkuvopn Sovétmanna í tillögum Brezhnevs," sagði Kjeld Olesen, utanríkisráð- herra Danmerkur. Ríkisstjórnir Noregs og Svíþjóðar eru að kynna sér tillögur Brezhnevs, en utanríkis- ráðherra Finnlands, Paavo Vayryn- en, sagði, að tillögur Brezhnevs væru „jákvæðar og á þeim væri byggj- andi“. Herfræðingar á Vesturlöndum segja, að Kolaskaginn, sem liggur að Norður-Finnlandi og Noregi, sé mor- andi í SS-20 eldflaugum. Kjarnorku- vopn eru einnig í kringum Mur- mansk og við Eystrasalt. Hitaveitutankur i smíðum Ljósm. RAX. Bani Sadr hvetur til and- stöðu við „harðstjórnina“ Aðstoðarmanni Khomeinis og andstæðingi Bani Sadr sýnt banatilræði London. 27. júni. AP. ÍRANSKIR íhúar i London fengu i gærkvöldi dreifirit sem innihélt boðskap frá Bani Sadr. fyrrum forseta tran, að sögn blaðsins The Times. í dag var aðstoðarmanni Khom- einis, trúarleiðtoga i fran og mikl- um andstæðingi Bani Sadrs, sýnt Ný stjórn í Kambódíu llanKkuk. 27. júni. AP. TILKYNNT var í Pnom Pehn i gær að ný rikisstjórn hefði verið mynduö í Kambódíu. Undanfarið hcfur verið viðburðasamt á stjórnmálasviðinu í Kambódiu, meðal annars hafa þar verið kosningar til þjóðþings og hér- aðsstjórna og í fyrsta sinn greint frá stofnun kommúnistaflokks. Opinbera fréttastofan í Kambó- díu sagði að þingmennirnir 117 hefðu kosið ríkisráð og ráðherra. Nýja stjórnin í Kambódíu tekur við hlutverki byltingarráðsins sem sett var á fót 7. janúar 1979 í kjölfar innrásar Víetnama í Kam- bódíu og falls stjórnar Pols Pots. Heng Samrin, sem er yfirmaður byltingarráðsins, var kosinn yfir- maður ríkisráðsins og Pen Sovan, leiðtogi kommúnistaflokksins, var kosinn forsætisráðherra. banatilræði við bænagjörð i Teher- an. Dreifiritið ber heitið „Islamska byltingin" eins og blaðið sem Bani Sadr og fylgismenn hans gáfu út í íran. Þar hvetur forsetinn fyrrver- andi írani til andstöðu við „harð- stjórn" heittrúaðra múhameðstrú- armanna í heimalandi þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem heyrist frá Bani Sadr frá því hann hvarf 12. júní sl. Talið er að hann sé enn í felum í íran. The Times hefur það eftir írönum í London að boðskapur ritsins hafi komið símleiðis til Ixindon frá Iran. Ekki vissu þeir hvort Bani Sadr hefði sjálfur hringt eða aðstoðarmenn hans. I annarri orðsendingu til íbúa íran og hers landsins segir forsetinn fyrrverandi að hann viðurkenni ekki lögmæti gerða Khomeinis sem rak hann frá völdum. „Þið verðið að halda áfram að sporna við harðstjórn hvort sem hún er heimatilbúin eða innflutt. svo þjóðin fái smám saman á ný trú á sjálfri sér og framtíðinni," segir hann. I lok orðsendingarinnar segir: „Ég set traust mitt á þig, unga kynslóð íran. Þú og ég höfum gert með okkur bandalag, bandalag sam- stöðu, bandalag andspyrnu. Sá tími er kominn að við verðum að vera loforðum okkar trú.“ Hojatolselam Ali Khameini, að- stoðarmaður Khomeinis og fulltrúi í varnarmálaráði Iran, var fluttur á sjúkrahús eftir að skotiö var á hann í íran í dag. Ekki var nánar greint frá líðan hans. Bylting í Bólivíu La I*az, 27. júní. AP. IIUMBERTO Cayoja. hershöfðingi í bóliviska hernum, leysti forseta landsins. Luis Garcia Meza, af störfum i dag. Mikið herlið var saman komið i höfuðburginni i morgun, en ekki voru neinar fréttir af bardögum. Ekki var vitað hvort Cayoja hefur hug á forsrtastólnum sjálfur. Garcia Meza tók sjálfur völd í sínar hendur fyrir tæpu ári síðan. Stjórnarskipti eru tíð í Bólivíu, en á síðustu 156 árum hafa 190 stjórnir farið með völd. Bólivía á við mikinn efnahags- vanda að stríða og Meza þykir ekki hafa bætt þar um. Mannréttinda- brot eru tíð í Bólivíu og sagt er, að helsta útflutningsvara landsins sé kókain. 4,8 milljónir manna búa í Bólivíu, sem er fátækasta land Suður-Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.