Morgunblaðið - 28.06.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.06.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 15 Faktorshúsið á ísatirði á dögum Ásgeirs G. Ásgeirssonar. 1 Margar myndir eru i albúminu góða frá komu Friðriks 8. til íslands 1907. Hér er ein þeirra. Það var mikið um að vera á bryggjunum á ísatirði á sumrin. Skip verzlunarinnar úti tyrir. Margrét sjálf er þarna á myndinni með glæsilegan hatt og snýr baki i myndavélina. f-----------------------N Myndir: Úr fjölskyldualbúmi ____-___________________ ---------------------N Texti: Elín Pálmadóttir >_____________________4 geirssonar 1912. — En eftir það varð fyrirtækið að 'Milljónafélag- inu, segir hún. Það gerðist mjög skyndilega. Ásgeir faðir hennar sagði einn morguninn að Ásgeir eldri, faðir hans, hefði um nóttina vitjað sín í draumi, og sagt: Nú á að selja! Ásgeir Guðmundur hrað- aði sér umsvifalaust til Kaup- mannahafnar, náði í umboðs- manninn sinn og sagði honum að selja verzlunina strax. Öllu var pakkað. Ég man vel eftir því þegar við fórum öll til skips í síðasta sinn, segir Margrét. Það lágu járnbrautarteinar til að flytja fiskvagnana niður að sjónum. Dótið var allt komið um borð og þegar við gengum þarna niður með þeim, þá sagði Árni Jónsson faktor stundarhátt: „Þetta er eins og jarðarför." — Strax eftir að við komum til Kaupmannahafnar, hafði pabbi kvöld eitt samband við lögfræð- inginn sinn og sagðist vilja breyta erfðaskránni daginn eftir. Hann var alltaf að breyta erfðaskránni, því hann hafði verið tvisvar sinn- um kvæntur, misst báðar konurn- ar, og svo trúlofaður, en það var farið út um þúfur. En nú ætlaði hann að arfleiða kjördóttur sína að öllu — enginn önnur var honum þá svo nákomin. En hann vaknaði ekki aftur, dó um nóttina. Og allt í einu stóð ég uppi ein, tvítug stúlkan, fjölskyldulaus og heimilislaus. — Ég var þó ekki alveg á flæðiskeri stödd, því ég erfði svolítinn hlut frá fyrri erfðaskrá. Annars má til gaman segja frá grein í erfðaskránum hans pabba, sem sýnir að hann vildi hugsa fyrir öllu. í erfðaskránni er tekið fram að erfingjarnir, hvort sem það voru frændfólk hans eða ég, máttu ekki nota féð fyrir eigin- menn sina eða unnusta, heldur aðeins fyrir sjálfa sig og beina afkomendur — með einni undan- tekningu þó. Það mátti nota féð til að bjarga maka sínum úr fangelsi, ef hann lenti upp á kant við réttvísina. — Skyndilega var allt horfið og ég þurfti 1912 um tvítugt að hefja nýtt líf. Ég var þá orðinn mikill anglofil og England var þá glæsi- legt heimsveldi. Svo ég tók mér far með fjölskylduskipinu þangað og hugðist setjast þar að. Þá þurfti engin vegabréf eða slíkt. Ég var bara spurð við landganginn hvort ég ætti 10 pund, sem ég auðvitað átti. Ég hafði gengið í listaskóla og lært að modelera fyrir málma, skartgripi, styttur og þvílíkt. Og seinna lærði ég að búa til mót í leir fyrir málmsteypu. Ég fór því í Liberty, verzlunina frægu, og falaðist eftir slíkri vinnu. Þeir vildu senda mig til Birmingham. En það kærði ég mig ekki um. Svo ég fór á námskeið í listaskóla. Og vann við þetta þar og í París líka. En 22ja ára gömul giftist ég svo John Philip Scott og eignaðist tvo drengi, svo ég hætti að mestu þessu starfi. Og nú er annar sonur minn með mér hér. — Jú, ég kom til íslands einu sinni, árið 1933. Þá kom öll fjölskyldan hingað. Ég og annar sonur minn tókum okkur far hringinn í kringum landið með strandferðaskipi sem stanzaði á ísafirði tæpa tvo daga. En feðg- arnir fóru annað. Það var gaman. Þá sigldum við með skipi frá Englandi. Ég vildi að hægt hefði verið að koma sjóleiðis núna. Það eru svo mikil læti á flugvöllunum og hávaði í flugvélunum, en aftur á móti svo friðsamt á skipum. Hvernig er flugvöllurinn á ísa- firði. Það er ekki rúm fyrir flugbraut á láglendinu þar? Margrét (Vigfússon eða Ás- geirsson) Scott er nú farin til Isafjarðar með albúmið með myndunum, sem hún átti úr búi Ásgeirs G. Ásgeirssonar. Þar má sjá myndir frá ísafirði og einnig er þar mikið af myndum úr konungskomunni 1907, af Friðriki konungiS. og Hannesi Hafstein og öllu umstanginu. Létum við gera nokkrar þeirra í snarheitum fyrir blaðið, svo sem sjá má hér á síðunni. - E.Pá. 43466 Hltöarvegur 3ja herb. efri hæð, suður svalir. Miövangur — 3 herb. Suöur svalir, sér inng. Krókahraun — 3 herb. 98 fm efri hæð í 4býli, suöur svalir, bílskúr, skipti á sérhæö, raðhúsi eða einbýli í Hafnarfiröi. Hamraborg — 3 herb. 96 fm íbúö ( lyftuhúsi, suöur svalir, þvottur á hæö, bílskýti. Meigerói — Kópavogi 110 fm 4ra herb. íbúð ásamt 2ja herb. íbúð í kjallara, stór bíl- skúr. Falleg lóö. Nýbýfavegur — einbýli 4 svefnherb., stofa, eldhús, á hæöinni 40 fm baöstofuloft, einnig sér 2ja herbergja íbúö, falleg ræktuö lóö. Sumarbústaöir: i Grímsnesi. í nágrenni Reykjavíkur. Lóö ásemt sökklum í Kjós. Verzlun á Suðvesturlandi. Verzlun í full- um rekstri, 120 fm 4—5 herb. íbúö fylgir. Stmi í dag 74361. Fasteignasalan EIGNABORG sf. 200 Köpavogur . Stmer 4J4M& 43605 Sölum.: Vilhjálmur Einarsson, Sigrún Kroyer. WmÍmhT 28611 Opið 2—4 Selbrekka — Kópavogi Glæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr og fallegum garöi. Til greina kemur aö taka góöa 3ja—4ra herb. íbúö upp í sölu- verö. Melgeröi Kóp. Neðri hæö og kjallari í hlöönu tvíbýtishúsi meö nýrrf álklæön- ingu. Góöur bílskúr og góö lóö. Digranesvegur 4ra herb. 100 fm góö íbúö í tvíbýlishúsi á jaröhæö. Skeljanes 4ra—5 herb. 120 fm íbúð á 2. hæö í járnvöröu timburhúsi. íbúöin er mjög mikiö standsett. Lækjarfit 4ra herb. 100 fm íbúö á 2. hæö í steinhúsi. Flyðrugrandi Falleg 3ja herb. 80 fm íbúö á 3. hæð meö austur svölum. Þvottahús á hæöinni, gufubaö og leikherb. í fullfrágenginni sameign. Langholtsvegur 3ja herb. íbúö á 2. hæö meö stóru háalofti í þríbýlishúsi. íbúöin er laus. Nýlendugata 3ja herb. 80 fm íbúö á 1. hæö í steinhúsi. Mikiö endurnýjuö. Uróarstígur 3ja herb. 80 fm íbúö á aöalhæö í þríbýishúsi. Grundarstígur Falleg 2ja herb. íbúð á 3. hæö í steinhúsi. Baldursgata Falleg 2ja herb. íbúö á jaröhæö. Asbraut — Kópavogi Falleg 2ja herb. 55 fm íbúö á 2. hæð. Mánagata Góö 2ja herb. íbúö í þríbýli. Grettisgata 2ja herb. lítið niöurgrafin kjallaraíbúö. Söluturn Söluturn í Vesturbænum í full- um rekstri. Ákveöin sala. Upp- lýsingar á skrifstofunni. Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvlk Gizurarson hrl ALOI.ÝSINC ASIMINN ER: 22410 JKoromililabib

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.