Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 25 Ástand vega í Borg- arfirði afar slæmt Borgarnesi 26. júní. ÞAÐ KEMST víst enginn hjá því, sem um Borgarfjörðinn hefur ekið að undanförnu. að taka eftir því að vejjir þar eru flestir mjög holóttir og slæmir. Það er þungt hljoðið i Borgfirðingum þegar þessi mál ber á góma og ræða þeir þessi mál mjög sín í milli en sýnist sitt hverjum um ástæður. Nokkuð hefur verið um mál þessi fjallað i fjölmiðlum undanfarið. meðal annars sendi heiibrigðis- málaráð Vesturlands frá sér mjög athyglisverða ályktun þar sem vakin er athygli á mikilvæg- um þætti vegamála. þ.e. áhrif slæmra vega á heilsu manna sem um þá fara. Fréttaritari Mbl. leitað álits á þessum málum hjá Eiríki Bjarna- syni umdæmisverkfræðingi Vega- gerðar ríkisins á Vesturlandi. Eiríkur sagði að vegir á Vestur- landi væru yfirleitt mjög gamlir, uppbygging vega hefði þar hafist Opnunar- tíma skrif- stof a breytt yfir sumar- tímann IIEFÐBUNDNUM opnunartíma al- mennra skrifstofa er mjög víða hrcytt yfir sumartimann. f samn- ingum skrifstofufólks er kveðið á um að vinnutimi þessi skuli vera frá kl. 9 til kl. 17, en samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavik- ur er vinnutiminn oft færður yfir sumartimann þannig að skrifstof- ur eru opnar frá kl. 8 til kl. 16. Samkvæmt samningum er slíkt heimilt með samþykki starfsfólks, en þróunin undanfarin ár hefur verið sú að skrifstofufólk óskar almennt eftir því að byrja vinnu fyrr á morgnana og hætta fyrr á daginn, en almennar skrifstofur eru nú yfirleitt lokaðar á laugardögum. Vitni vantar að árekstri LÖGREGLAN hefur beðið Morg- unblaðið að auglýsa eftir vitni að árekstri, sem varð á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka um klukkan 15.55 fimmtudaginn 23. apríl sl. Þar rákust saman Saab-bifreið, sem ók austur Vesturlandsveg og Daihatsu-bifreið, sem ók norður Höfðabakka. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa. Vitni eru beðin að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Al (.I.VSIM, V SIMINN i:r: 22480 almennt fyrr en annarsstaðar á landinu og sennilega af þeim ástæðum hafi endurbygging þeirra hafist seinna en annars- staðar. Síðan þegar Vegagerðin fengi ekki nema 60—70% af nauð- synlegu fé til viðhalds veganna gerðu þeir ekkert annað en að drabbast niður. Núna hefði það skeð að mikil þurrkatíð kom ofan í aurbleytuna og þegar vegirnir væru orðnir svo lélegir sem raun ber vitni hefði ekki verið við neitt ráðið. Varðandi áhrif aksturs þungra biíreiða á vegina sagði Eiríkur að þungatakmarkanir þyrftu að vera strangari og standa í lengri tíma en nú væri, en takmörk væru fyrir slíkum aðgerðum því ekki væri hægt að stöðva flutninga til hér- aðsins og í gegnum það nema í stuttan tíma. Skynsamlegast, sagði Eiríkur Bjarnason, væri að styrkja vegina og setja bundið slitlag á þá fjölförnustu, fyrr yrðu þessi mál ekki í lagi. Þegar þessi ummæli Eiríks Bjarnasonar umdæmisverkfræð- ings Vegagerðar ríkisins á Vestur- landi eru skoðuð í Ijósi þess hversu gífurlega mikil umferð er um Borgarfjarðarhérað, er ljóst að alla áherslu verður að leggja á að styrkja vegina og gera mikið átak í lagningu bundins slitlags hér um slóðir. Þegar vegirnir eru orðnir þetta gamlir virðist von- laust að halda vegunum við og ef menn sætta sig ekki við þvotta- brettin þá verður að taka til hendinni við raunhæfar aðgerðir og það sem fyrst, það er ómælt tjónið sem af vegunum hlýst þegar þeir eru sem í sumar. " IIBj. Góöir greiösluskilmálar Er nú til afgreiðslu á aðeins ca. 82.000 kr. Þetta er ótrúlega hagstætt verð fyrir bíl, sem hefur bæði afl og styrk til að endast lengi við íslenskar aðstæður. Erfiða vegi og óblitt veðurfar. En POLONEZ er ekki bara kraftakarl. Hann er líka búinn flestum þeim þægind- um, sem miklu dýrari bílar státa af. Við bendum á vandaða innréttingu, tvöfalt hemlakerfi, stillanlegt stýri, Halogen þoku- ljós, rafknúna rúðusprautu, upphitaða aft- urrúðu með þurrku og svo mætti lengi telja. Þú færð mikið fyrir peningana og FIAT þjónustu í kaupbæti. Það skiptir líka máli. Skoðaðu POLONEZ 1981 fyrst. RfciGttMBDÐIÐ-WF. SMIftJUVEGI 4, KGPíWOGISí^iCOÍ — 77720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.