Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Tækjaflutningar Sovétmanna Hinn 20. maí 1980 birtist um það frétt hér í blað- inu, að 5. sama mánaðar hefði sovéska flutningaskipið Atl- antica komið til Reykjavíkur- hafnar. Skip þetta er skráð 5800 brúttólestir að stærð. Erindi þess hingað var að færa sovéska sendiráðinu í Reykjavík innanhússíma- kerfi. Tæknimenn Pósts og síma fóru um borð í skipið úti á Reykjavíkurhöfn og skoð- uðu þennan hluta farms þess. Sögðu þeir símakerfið svipað því sem væri í notkun hjá ýmsum fyrirtækjum og Landssíminn gæti útvegað. Samkvæmt pappírum Toll- gæslunnar í Reykjavík var skipað upp úr Atlantica tveimur kössum, samtals 900 kg. að þyngd, en aðrir heim- ildarmenn Morgunblaðsins sögðu þennan farm aðeins hafa vegið 160 kg. Starfsmenn sovéska sendiráðsins „skultl- uðu“ varningnum sjálfir í land og óku síðan á brott með hann í rússajeppa. Voru tæk- in því skoðuð um borð í skipinu, áður en þau voru flutt í land. Atlantica kom hingað frá Murmansk og hélt til Havana á Kúbu eftir að hafa losað farm sinn. Því er þessi frétt rifjuð hér upp, að bæði í Bangladesh og Líberíu hafa Sovétmenn verið staðnir að því að reyna að smygla háþróuðum rafeinda- búnaði. í Bangladesh lagði lögregjan hald á 10 tonn af fullkomnum njósnabúnaði, merktum sem byggingarefni og ætlaður var sovéska sendi- ráðinu. I höfuðborg Líberíu lögðu öryggislögreglumenn hald á háþróaðan rafeinda- búnað, sem flytja átti með ólöglegum hætti í sovéska sendiráðið þar. Búnaðurinn kom með sovésku flutn- ingaskipi og lentu hafnar- verðir í handalögmálum við skipverja, þegar þeir reyndu að sniðganga eðlilegt eftirlit með varningnum. Slagsmálin byrjuðu, þegar Sovétmenn ætluðu umsvifalaust að „skutla" tækjum sínum úr skipinu í flutningabíl frá sendiráðinu, sem beið utan hafnarsvæðisins. Rekstur sovéskra sendiráða hvar sem er í heiminum einkennist af því, að þau eru sjálfum sér nóg, ef þannig mætti að orði komast. I starfsliði þeirra eru menn, sem færir eru um að sinna öllu venjulegu viðhaldi og þess vegna er óþarft að kalla á aðstoðarmenn frá gistirík- inu inn í sendiráðsbygg- ingarnar. Sovétmenn treysta engum nema þeim, sem KGB hefur „gegnumlýst". Þá leit- ast Sovétmenn jafnan við að búa um sig á takmörkuðu svæði og komast yfir sem flestar húseignir á þeim stað. Þetta má sjá hér í Reykjavík, þar sem þeir hafa keypt hús einkum við Garðastræti og Túngötu. Greinilegt er, að bæði í Líberíu og Bangladesh hefur átt að koma fyrir full- komnum rafeindabúnaði til einhvers konar fjarskipta- njósna í sovésku sendiráðun- um. Samkvæmt alþjóðaregl- um eru sendiráð friðhelg í þeim skilningi, að lögregla gistiríkisins getur ekki farið inn í þau og kannað, hvaða tæki eru þar í notkun. Þess vegna er eina leiðin til að fylgjast með búnaði Sovét- manna, að hafa nánar gætur á því, sem þeir flytja á milli landa. Það er barnaskapur að halda, að Sovétmenn reyni ekki að stunda njósnir með rafeindatækjum hér eins og annars staðar í veröldinni. Sú spurning vaknar, hvern- ig best sé að eftirliti með sovéskum sendiráðum staðið, Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, sagði í útvarp- inu á föstudagskvöldið, að skrif Morgunblaðsins um kauphækkanir lækna væru mjög villandi og til þess eins að rugla fólk með því að gera meira úr hækkuninni og að skrif sem þessi væru ekkert annað en stjórnmálalegur áróður. Með þessum orðum er ráðherrann að bregðast við þeirri frétt Morgunblaðsins á föstudag, að laun lækna muni að meðaltali hækka um 30 til 35% við nýgerða kjarasamn- inga og er þá bæði tekið mið af beinum og óbeinum hækk- unum. Þessi viðbrögð eru furðuleg, þegar hugað er að því, að fjármálaráðherra seg- ist engar tölur geta nefnt um hækkanir lækna, hann hafi það er ekki síður mikilvægt að hyggja að öryggi innan landamæra ríkja en utan. Þetta verkefni hefur ekki verið mikið rætt opinberlega hér á landi og menn vita ekki almennt, hvert þeir geta snú- ið sér, telji þeir ástæðu til að gera réttum yfirvöldum við- vart vegna einhvers, sem þeim finnst grunsamlegt á þessu sviði. Það sýnist fyllsta ástæða til að huga náið að þessari hlið íslenskra örygg- ismála. ekki upplýsingar um þær. Ragnar Arnalds bregst þann- ig við að loknum samningum við lækna, eins og efni þeirra sé eitthvert feimnismál. Úr því að ráðherrann segist vita, að læknalaunin hækki ekki um 30 til 35%, hlýtur hann að hafa einhverjar aðrar tölur tiltækar. Það er skylda fjár- málaráðherra og starfs- manna hans að gera grein fyrir öllum þáttum samkomu- lagsins við lækna og leggja á þá kostnaðarmat. Fjármála- ráðuneytið losnar ekki undan þeirri skyldu með því að ráðast á Morgunblaðið. Það er til marks um lélega fjármála- stjórn og skeytingarleysi gagnvart skattborgununum að svara út í hött eins og Ragnar Arnalds hefur gert. Um hvað var samið? j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 27. júní. Ný stjórn í Frakklandi Sigur Francois Mitterrands í frönsku forsetakosningunum og síðan stórsigur flokks hans, jafn- aðarmannaflokksins, í þingkosn- ingunum hafa gjörbreytt stjórn- málastöðunni í Frakklandi og munu hafa áhrif út fyrir landa- mæri Frakklands. Ef marka má þann hugaræsing, sem úrslitin hafa valdið meðal vinstri aflanna hér á landi, mætti ætla, að þau hefðu verið búin að gefa upp alla von um, að franskir skoðanabræð- ur þeirra næðu að nýju völdum í Frakklandi. Auðvitað var fásinna að líta þannig á stjórnmálastöð- una þar og vonandi læra íslenskir vinstrisinnar það af þessum at- burðum, að því aðeins ná ríkis- forsjármennirnir verulegum ítök- um í lýðræðislöndunum, ef þeir hverfa frá kreddum sínum og höfða meira til almennrar skyn- semi. Meirihluti frönsku þjóðar- innar veitti Francois Mitterrand brautargengi, þegar augljóst var, að hann var ekki jafn háður kommúnistum og áður. Raunar eru úrslitin þar í landi áfall fyrir kommúnista og þá fyrst fengu þeir 4 ráðherrasæti af 43, þegar þeir höfðu sagt skilið við fyrri stefnu í utanríkismálum. Annars er ekki einleikið, hvern- ig Þjóðviljinn reynir að eigna sér kosningasigur Mitterrands og flokksfélaga hans. Eitt af því merkasta, sem ritstjóri blaðsins hefur komið auga á, er, að við embættistöku Mitterrands voru meðal gesta ekkja Salvador All- endes forseta Chile og gríska söngkonan Melina Mercouri, sem nú hefur snúið sér að stjórnmál- um, eins og sjónvarpsáhorfendur gátu kynnst, ef þeir horfðu á svonefndan kynningarþátt um Aþenu, þar sem söngkonan rak áróður fyrir sjálfri sér og flokki sínum. Það sýnir klókindi Mitter- rands að bjóða þessum tveimur konum til embættistökunnar. Með því sló hann ryki í augu þeirra glámskyggnu vinstrisinna, sem ekki líður vel nema þeir geti höfðað til þess, að ýmsar alkunnar persónur séu sömu skoðunar og þeir. Það er dæmigert, að Þjóðvilj- inn vekur sérstaklega máls á návist kvennanna en þegir þunnu hljóði um allar yfirlýsingar Frakklandsforseta um utanríkis- og öryggismál. Nú á eftir að koma í Ijós, hvernig samvinna jafnaðarmanna og kommúnista reynist Frökkum. Kommúnistum er ljóst, að þeir verða að sýna hógværð og kurteisi, því að annars verður þeim kastað út í ystu myrkur. Að minnsta kosti hljóta allir frjálshuga menn að vona, að Mitterrand taki þá ekki neinum silkihönskum, þegar fram líða stundir. Auðvitað má búast við því, að nú þegar þeim hefur verið réttur litli fingur, reyni þeir að hrifsa alla höndina. Við íslendingar getum margt af því lært, hvernig franskir jafnað- armenn hafa leikið kommúnista og einnig er við því að búast, að frá Frakklandi berist nú hug- myndastraumar, sem geta orðið okkur að miklu gagni í átökunum við þau öfl, er sjá það eina jákvætt við lýðræðisskipulagið að geta notað það til að ná völdum og koma síðan á „alræði öreiganna" að sovéskri fyrirmynd. Gengid undir fölsku flaggi Eins og menn hafa séð af myndum frá svonefndri „friðar- göngu", sem efnt hefur verið til í Evrópu til að vekja athygli á baráttunni gegn kjarnorku, virðist enginn maður í henni bera spjöld, þar sem þess er krafist, að ríki segi sig úr Atlantshafsbandalag- inu. Og athyglisvert er, að norski félagsfræðingurinn Berit Ás, sem var stödd hér á landi á norrænu þingi og herstöðvaandstæðingar fengu til að ávarpa síðustu Kefla- víkurgöngu, minnist hvergi í ræðu sinni á það, að eðlilegt sé, að ríki hverfi úr NATO. Hún fór ekki aðeins út af línu göngufólksins með því að þegja um þessa kröfu þess heldur einnig þegar hún sagði: „Burt með Rússa úr Afgan- istan og Póllandi." Setning eins og þessi samræmist ekki herhvöt herstöðvaandstæðinga á íslandi eða þeirri kenningu forvíg- ismanna þeirra að „það væri hláleg tímaskekkja", ef herstöðva- andstæðingar „færu í dag að taka upp stóraukna baráttu gegn sov- étblokkinni" eins og segir í mál- gagni þeirra, Dagfara, sem út var gefið í tilefni af göngunni. Herstöðvaandstæðingar ganga því undir fölsku flaggi, þegar þeir arka með spjöld sín „ísland úr NATO. Herinn burt.“ og segja þau vera sambærileg við tákn „frið- argöngumanna" í Evrópu. Með því að klína sér utan í evrópska „friðargöngumenn" eru vinstri- sinnar hér á landi að svala sömu þörf og fram kemur í hrifningu Þjóðviljaritstjórans yfir því, að ekkja Allendes og Melina Merc- ouri skuli hafa verið í Elysée-höll 'njá Mitterrand. Þetta er einkenni- leg árátta, sem blasir við, þegar lesnar eru greinar og ræður tals- manna Alþýðubandalagsins um utanríkis- og öryggismál. Þeir geta aldrei haldið fram neinni skoðun án þess að bera „erlendan sérfræðing" fyrir sig eða skjóta nöfnum erlendra manna inn í mál sitt til að gera það ábúðarmeira. Við nánari athugun kemur svo í ljós að nafnleysingjarnir eru menn eins og Belski ofursti „fréttaskýrandi" Rauðu stjörn- unnar, málgagns sovéska hersins, eða aðrir slíkir. Og svo taka þeir undir hótanir Sovétmanna í okkar garð í nafni „friðar" eins og Guðrún Helgadóttir, þegar hún sagði í ræðu á útifundi herstöðva- andstæðinga fyrir viku: „Önnur hernaðarbandalög skulda okkur enga miskunn." Andstaðan gegn kjarnorkuverum „Friðargöngumennirnir" í Evr- ópu eru ekki aðeins að mótmæla kjarnorkusprengjum heldur einn- ig kjarnorkuverum til rafmagns- framleiðslu. Minni manna í stjórnmálum er ekki langt, ef þannig mætti að orði komast. En á sínum tíma var talið, að flokkur Thorbjörn Fálldins forsætisráð- herra Svíþjóðar hefði unnið fræk- inn sigur í kosningum þar í landi vegna andstöðu sinnar við frið- samlega hagnýtingu kjarnorkunn- ar. Að loknurn þeim sigri var málið þó síður en svo leyst og endanleg niðurstaða fékkst í þjóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.