Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 35 Heimsókn í vin höfuðstaðar Norðurlands, Lystigarð Akureyrar, sem verður 70 ára að ári sem skoða vilja og njóta umhverf- isins. Það er yfir höfuð óhætt að fullyrða að garðurinn nýtur mik- illa vinsælda hjá Akureyringum og ferðamönnum. Þá hefur hann einnig notagildi fyrir sjúkrahúsið sem er við hliðina á garðinum. Sjúklingum er ekið í stólum út í garðinn á sumrin. Við höfum reynt að gera hann þannig úr garði, að hér sé hægt að finna ró og njóta hvíldar." Farsælast að fá þau í lið með sér Mikið af börnum var að leik í garðinum þennan dag og á göngu okkar komum við að nokkrum krökkum sem hiaupið hafði kapp í kinnar — og voru sem kálfar á vordegi. — Þar kepptust þau við að klifra í tré einu svo greinar þess svignuðu. Heyra mátti ámát- legt brak, svo búast mátti við brestum. Jóhann rabbaði í róleg- um tóni við krakkana og benti þeim á að það væri nú ekki þægilegt að láta ganga á sér og að greinar trésins gætu brotnað. — Það væri áreiðaniega sársauka- fullt, eins og ef brotinn væri af okkur hand- eða fótieggur. Krakk- arnir virtust mætavel skilja þessa samlikingu og fóru niður úr trénu. Jóhann hafði á orði að lítið þýddi að skamma krakkana. Farsælast væri að fá þau í lið með sér við að passa garðinn. „Garðurinn er vinsæll hjá yngri kynslóðinni. Þau ganga yfirleitt mjög vel um,“ sagði Jóhann. „Það hefur komið fyrir að spjöldum í beðunum, sem á eru letruð heiti og uppruni jurtanna, er ruglað og þá svo kirfilega að augsýnilega hefur veri unnið markvisst að því að láta okkur hafa sem mest fyrir því að leiðrétta. Ég held að hér sé aðeins að verki einn aðili eða þá örfáir einstaklingar og slíkt má ekki bitna á heildinni. Krakkarnir eru mjög góðir og kunna virkilega að meta það sem garðurinn hefur upp á að bjóða." Sjá mátti að vorverkum miðaði vel, enda skammt í hvítasunnuna þegar heimsókn þessi átti sér stað og fyrirhugað að opna garðinn formlega þá. Hópur ungs skóla- fólks starfar við hreinsunar- og ræktunarstörf yfir sumarmánuð- ina og mátti sjá þau tvö eða fleiri saman í hópum víðs vegar um garðinn við hin ýmsu störf. í skjólsælum reitum lá fáklætt ungt fólk og naut sólar, þó kalt væri í lofti og sagði Jóhann, að Mennta- skólanemar notuðu þessa bala vor hvert þegar vel viðraði til próf- lestrar og væru tré og runnar áreiðanlega yfirfull af latneskum og grískum fróðleik þegar prófum lyki. Fuglalífið óaðskiljanlegur hluti Ekki var unnt að ljúka þessari stuttu heimsókn án þess að inn í umræðuna blönduðust þeir fjöl- mörgu sumargestir sem alltaf mæta á sama tíma, dvelja sumar- langt og heyja lífsbaráttuna á greinum trjánna og umhverfis þau. „Fuglalífið er óaðskiljanlegur hluti þessa alls,“ sagði Jóhann, er kvak smáfugla í tilhugalífi barst að eyrum. „Smáfuglarnir skipta hundruðum hér á sumrin og eru þrestir og auðnutittlingar mest áberandi. Berin á trjánum eru vart þroskuð þegar þau hverfa sem dögg fyrir sólu. Það er ekki fyrr en reyniberin eru þroskuð sem þeir virðast ekki hafa undan við tínsluna." Jóhann sagði einnig að tveir fuglaáhugamenn á Akur- eyri fylgdust árlega með varpi fuglanna. Við þökkuðum Jóhanni sam- fylgdina og spjallið og yfirgáfum þessa vin í miðjum höfuðstað Norðurlands. Við tók skarkali hins daglega lífs, bílaumferð, malbik og streita, sem undirstrikaði í huga blaðamanns mikilvægi og notagildi þessarar friðsælu og fögru vinjar. I^Lerin neð- an gangstigs- ins eru nú áreiðanlega orðin góður vitnisburður um fjölbréyti- leik íslenzku flórunnar, hvað innihald varðar, en ekki var búið að ganga frá kerj- unum þegar Mbl. var þarna á ferð. Tréð að haki Jóhanns á miðri mynd sagði hann eitt fallegasta tréð í garðinum. jórir af hinum ötulu sumarstarfsmönnum Lystigarðsins við störf sin. Jóhann Pálsson forstöðumaður Lystigarðsins á uppáhaldsstað sínum en þarna er hann að gera tilraunir með ræktun fágætra villtra skógar- plantna frá Skandinaviu. c kJteinabeð sem þetta eru víða í garðinum. Hver jurt hefur sitt merkisspjald sem segir til um heiti og uppruna. Oskastund á óska- stað. — Þessar ungu Akureyrardætur voru i leik sem fól i sér að hugsa og senda hugs- anir. — Þær hafa áreiðanlega valið bezta stað bæjarins til slíkra hluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.