Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 g vildi koma til íslands, því þar eru rætur mínar, sagði þessi erna, gamla kona við fréttamann Mbl., sem hitti hana á Hótel Heklu morguninn eftir að hún kom til landsins og daginn áður en hún hélt af stað til ísafjarðar í fylgd með syni sínum. — Ég segi stundum að ég sé Norðurlandabúi, þótt ég hafi búið í Bretlandi meiri hluta ævinnar, bætir hún við og fer að útskýra uppruna sinn. Faðir Margrétar var Andrés Vigfússon, sem giftist í Danmörku norskri konu frá Stavanger. Hann starfaði hjá Ásgeiri G. Ásgeirs- syni faktor hér og í Kaupmanna- höfn. En faktorinn hafði stóra skrifstofu í Kaupmannahöfn niðri við höfnina og bjó á vetrum í villu sinni þar. Einn góðan veður- dag kom móðir Margrétar með hana þriggja ára og yngri bróður hennar á skrifstofuna í Kaup- mannahöfn. Ásgeir kom þar inn ásamt konu sinni, Láru. — Ég var álltaf ákaflega mannblendin og kotroskið barn, segir hún. — Ásgeir faktor fór að tala við okkur systkinin og hafði gaman af. Hann spurði hvort ég vildi kyssa sig. Ég sagði: Alveg sjálfsagt! Og gerði það. Ég verð að fá þessa telpu, sagði hann. Hann hafði verið giftur í 15 ár og var barnlaus. Átti heldur ekki börn með seinni konu sinni. Andrés Vigfússon faðir minn var fátækur, en hafði sitt stolt. Hann setti því það skilyrði að ég yrði ekki látin taka upp nýtt föðurnafn og hélt ég því áfram að heita Margrét Vigfússon, þótt ég væri oft kölluð Magga Ásgeirsson á ísafirði. Ég varð svo kjördóttir þeirra og var hjá Ásgeiri pabba í 20 ár en hún dó 1904. — Pabbi var ákaflega góður við mig. Ég skal segja þér dæmi. Ég var veik og í sóttkví. í herberginu var loftgat, sem lokað var með korktappa. Norsk telpa, Sophie Andreassen, var góð vinkona mín. Hún læddist alltaf að gatinu og við smygluðum dóti hvor til ann- arrar inn og út um gatið. Þegar pabbi kom svo og spurði seinna hvað hann gæti fært mér, svaraði ég: Komdu með Sophie! Og það gerði hann. Hún var tekin á heimilið, þótt ekki yrði hún kjör- dóttir og var þar alin upp. Á ísafirði var hjá okkur stúlka, sem hét Jóhanna Einarsdóttir, og sá um húsið. Hafði allt til þegar við komum. Húsið var tvílyft, man ég, og í lægri byggingu við annan endann var Dömubúðin. En hún var ekki í sambandi við íbúðina. Úr borðstofunni mátti ganga út í garðinn, sem var á eina hlið. Um hann var hvítt grindverk, og svo mátti draga fyrir tjald, svo ekki sæist inn í garðinn af götunni. Og þarna vorum við mikið. Ég var svo forvitin og athafnasamt barn, að pabbi kom fyrir stalli, til þess að ég gæti staðið á honum og horft út á götuna og á höfnina. Við vorum alltaf svo góðir vinir, ég og pabbi. Eitt sinn kom tannlæknir sem átti að taka tönn úr pabba, en ég hljóp til að verja hann og hrópaði: Þú tekur ekki tönn úr honum pabba mínum! Ásgeir Guðmundur Ásgeirsson, sem fæddur var 1856, var sonur Ásgeirs kaupmanns Ásgeirssonar á ísafirði. Hann tók eftir verzlun- arnám við forstöðu verzlunar föð- ur síns utanlands, er hann lést 1877. Segir í íslenzkum æviskrám: „Jókst verzlunin síðan mjög og voru búðir hennar víða um Vest- fjörðu, með fiskiútgerð mikilli. Setti hann og hvalveiðastöð í Seyðisfirði vestra, en fluttist síðar til Eskifjarðar. Hafði ferðir um ísafjarðardjúp frá 1891 á gufubáti litlum, en síðar keypti hann gufu- skip mikið og hafði til ferða í milli landa. Dugnaðarmaður mikill; gleðimaður og rausnarmaður." I æviskránum er þess getið að hann var tvíkvæntur. Fyrri konan var Lára dóttir Holms verzlunarstjóra á ísafirði, sem dó 1904, en síðari Hún er komin til íslands, hún Magga Ásgeirsson, eins og hún var gjarnan kölluð á Ísaíirði, um og eftir aldamótin, þessi kjördóttir Ásgeirs G. Ásgeirssonar faktors og stórveldis á staðnum. Nú heitir hún frú Margit Scott og verður níræð í ágústmánuði. Þegar hún frétti að verið væri að gera upp Faktorshúsið til varðveizlu, var hún ekki í rónni fyrr en hún gat farið til íslands og fært ísfirðingum gamlar myndir. Jón Páll Halldórsson, form. friðunarnefndar, segir að þær verði vel þegnar, þar sem mjög lítið sé til af myndum af staðnum frá þessum tíma. Faktorsdóttirin ísafirdi vit j ar heima- haganna Margit (Vigfússon eda Ásgeirsson) Scott, sem er að verða níræð, með syni sínum á Hótel Ileklu morguninn eftir komuna til íslands. — Ljósm Guðjón. Þessi mynd af stórkaupmanninum og kúnni er i tjölskyldu- albúmi Margrétar. kona hans var María dóttir Jesp- ers Bahnsons yfirhershöfðingja og hermálaráðherra Dana, sem hann var kvæntur 1906 til 1908, er hún féll frá. Þetta kemur allt heim við minn- ingar Margrétar frá þessum árum. Hún segir að alltaf hafi verið mikill gestagangur á heimilinu. Kapteinunum á skipunum var ávallt haldin veizla, þegar þeir komu. — Sjáðu til, pabbi flutti á haustin fisk út til Ítalíu og víðar, en alls konar varning til landsins á vorin, útskýrir hún. Og spyr hvort enn sé þurrkaður saltfiskur á stakstæðunum á ísafirði. — Karlarnir sem seldu honum fiskinn, fengu helminginn greidd- an í peningum, en hinn helming- inn áttu þeir að taka út í varningi. Fjölskyldan kom með vorskipinu frá Kaupmannahöfn og settist að í faktorshúsinu, og hélt aftur til Kaupmannahafnar á haustin, kom venjulega þangað í þann mund sem ávextirnir voru þroskaðir á trjánum í garðinum þeirra. Alltaf var mikið um að vera á sumrin á ísafirði. Margrét man t.d. vel eftir gufubát föður síns, Ásgeiri litla, sem notaður var á ísafjarðardjúpi, m.a. í förum í hvalverksmiðjuna. Hann sá hún ósjófæran í fjörunni, þegar hún leit í síðasta sinn við á Isafirði 1933. Og hún segir frá endalokunum á verzlunarrekstri Ásgeirs S. Ás-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.