Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
19
„... og þess vegna væri
alls ekki ólíklegt aö
einhverri borginni væri
gjöreytt fyrir mistök"
(SJÁ: FRAMTÍÐARHORFUR)
HELFORINl
Endurfundur fólks-
ins sem lifði það af
Samuel Harris var bara lítill drengur þegar hann
losnaði úr útrýmingarbúðum nasista en þrátt fyrir það
man hann eftir vistinni þar jafn vel og hann hefði verið
að vakna af vondum draumi.
Fanttclsisdómar ok pyntingar.
hvítasunnumanna í Rúmeníu, að
sögn Slavneska trúboðsins. Um
200.000 manns eru nú í þessum
tveimur söfnuðum en ortodox
kirkjan er rikiskirkja Rúmeniu.
Hópar sem láta sig mannrétt-
indi skipta hafa óskað eftir þvi að
fundað verði um endurnýjum
Helsinkisáttmálans í Búkarest,
höfuðborg Rúmeníu. Ástæðuna
segja þeir vera þá að yfirvöld í
Rúmeníu beiti andófsmenn,
kristna menn og þá sem vilja
flytjast úr landi stöðugt meira
harðræði.
nú er 50 milljón karöt og af því
koma 94% frá Suður-Afríku, öðr-
um Afríkuríkjum og Rússlandi.
Þó að demantafundurinn í
Ástralíu sé gífurlega mikill hvað
magnið varðar er verðmæti dem-
antanna ekki jafn mikið og flestir,
sem enn hafa fundist, aðeins nýt-
anlegir sem iðnaðardemantar.
O’Leary segir þó, að um 10%
demantanna séu i hæsta gæða-
flokki og þeir munu standa undir
tveimur þriðju af öllum tekjum af
vinnslunni.
Ástralski demantafundurinn
varð í héraðinu Kimberley en þar
eru víðlendar gresjur með baobab-
trjám á stangli og nokkrar ár, sem
raunar renna ekki nema þrjá
mánuði á ári í monsún-rigningum.
Svo vill til, að Kimberley heitir líka
demantaauðugasta héraðið í Suð-
ur-Afríku.
Kimberley í Ástralíu er þrisvar
sinnum stærra en England og á
þurrkatímanum getur hitinn orðið
allt að 53 stig á celsíus. Það er
aðeins byggt frumbyggjum, um
20.000 manns, auk krókódíla, sem
lifa jafnt í söltu vatni sem fersku,
snáka, kengúra, waltabie-bjarna og
eðla, sem eru nærri tveir metrar að
lengd.
- PETER O'LOUGHLIN
Pershing-eldflaugar í Evrópu, að
hermönnunum væri dauðinn vís ef
þeir hefðu ekki gasgrímurnar
fyrir andlitinu. Ef þeir hefðu þær
hins vegar, myndi ofsaiegur hitinn
bræða þær við andlit hermann-
anna og drepa þá.
í CBS-sjónvarpsþættinum var
þess getið, að eyðingarmáttur
bandarísku kjarnavopnanna fæl-
ist fyrst og fremst í geislun og
hita en Rússar leggja aftur meira
upp úr sprengimættinum. Foringi
nokkur við herstöð í Vestur-
Þýskalandi upplýsti hermenn sína
um, að ef geislunin væri 850 „rad“
(geislunarmælikvarði), gætu þeir
áfram barist næstum ótrauðir en
ef þau vopn hefðu verið notuð, sem
hefðu geistunina 3000—8000 rad,
myndi öll herdeildin deyja á fimm
mínútum.
„Ég mun aldrei geta gleymt
því. Eg man eftir því að Þjóð-
verjarnir hengdu menn. Ég varð
að ganga fram hjá þeim til að
komast á kamarinn og þá var ég
hræddur. Ég verð aldrei svo
gamall, að ég gleymi því,“ segir
Harris. „Ég man eftir skothvell-
unum, eftir dánum börnum. Því
er ekki hægt að gleyma. Ég man
líka eftir barsmíðunum. Þjóð-
verjarnir lömdu pabba minn til
dauða. Ég gleymi því ekki.“
Harris, sem nú býr í Banda-
ríkjunum, hefur lesið minningar
sínar inn á segulband og segir
þar frá æskustöðvunum í
Demblin í Póllandi og fjölskyldu
sinni, sem öll, að undanskildum
honum einum, lét lífið í útrým-
ingarbúðum nasista. Segulband-
ið verður geymt í Yad Vashem-
safningu í ísrael en þar er
varðveittur vitnisburður fólks
og gögn um helför gyðinga á
stríðstímunum.
í ísrael voru núnar í mánuðin-
um saman komnir 5000 manns,
sem lifðu skelfingarnar af, og er
það í fyrsta sinn sem svo margir
þeirra hittast á einum stað.
Frásögnum þessa fólks verður
öllum haldið til haga, jafnt fyrir
sagnfræðinga og til að geyma
minninguna um þúsundir lítilla
samfélaga, sem voru máð af
yfirborði jarðar þegar nasistar
myrtu um sex milljónir gyðinga.
Harris, sem í æsku hét Szlam-
ek Rzeznik, var níu ára gamall
þegar rússneskir hermenn náðu
Czenstechova-búðunum á sitt
vald og frelsuðu fangana. Að-
eins tveimur dögum áður, segir
Harris, hafði þýskur foringi
stillt upp 20 börnum og skotið
þau. Harris var eitt af fimm
börnum sem komust lífs af.
„Hvar sem ég fer verður alltaf
eitthvað til að minna mig á
þennan tíma,“ segir Harris. „Ég
fékk mér um daginn hádegis-
verð á matsölustað, sem var
innréttaður eins og nautgaripa-
vagn, og þá minntist ég þess
þegar ég var fluttur frá Demblin
til Czenstechova-búðanna í slík-
um vagni."
Til að losa sig úr þeim her-
fjötri, sem endurminningarnar
eru Harris, skrifar hann um
þær smásögur, sem börnin hans
geta lesið seinna meir. I hvert
sinn sem hann sest við skriftirn-
ar, segir hann, svitnar hann
ákaflega, hjartað hamast í
brjósti hans og hann er að
niðurlotum kominn þegar hann
hefur lokið við söguna.
„Ég var í Disneyworld með
börnunum mínum og skrauteld-
arnir leiftruðu og lýstu upp
himininn. Þá var allt í einu eins
og ég væri staddur á öðrum
tíma. Það var nótt og sprengjun-
um frá Rússlandi rigndi niður
allt um kring. Ég man eftir
æsingarkenndum fögnuðinum.
Rússarnir voru að koma og
frelsa Czenstechova."
Þeir, sem skipulögðu sam-
komu þessa fólks, sem komst lífs
af úr útrýmingarbúðunum,
segja, að ekki verði efnt til
annarrar slíkar, enda fólkið
flest á sjötugs- eða áttræðis-
aldri. Fyrir Yad Vashem-safnið
er þetta þó einstakt tækifæri til
að varpa ljósi á þær hliðar á
þjáningum fólksins, sem oft
vilja gleymast, en munu þó gera
helförina ljóslifandi í augum
sagnfræðinga.
„Það, sem veldur mér mestum
áhyggjum er að fólk í Banda-
ríkjunum og annars staðar trúir
því ekki að þetta hafi gerst,“
segir Harris. „Ég vona að endur-
minningar mínar geti breytt
einhverju þar um.“
- ARTHUR MAX
- ALEX BRUMMER
Um sex milljónir höfðu týnt lífinu áður en yfir lauk.
Norðurlanda 1981
haldió í Reykjavík 23. júlí — 3. ágúst.
Skákmótiö veröur haldiö í Menntaskólanum viö
Hamrahlíö og verður teflt í þessum flokkum:
1. Úrvalsflokkur (lágmark 2376 stig, 2 frá hverju
landi)
2. Meistaraflokkur (lágmark 2000 stig)
3. Kvennaflokkur.
4. Opinn flokkur (öllum heimil þátttaka)
í öllum flokkum, nema úrvalsflokki veröa tefldar 9
umferðir eftir norræna kerfinu, og veröur fyrsta
umferö 25. júlí kl. 14.00.
Umhugsunartími er 2VÍ klst. á 40 leiki og 1 klst. á
næstu 16 leiki. Þátttökugjald er kr. 250,- í meistara-
flokki, kr. 200,- í opnum flokki og kr. 150,- í
kvennaflokki. unglingar f. 31.8. 1965 eöa síöar
greiða hálft gjald.
Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en 10. júlí nk. í síma
27570 kl. 13—17 virka daga, eöa skriflega til
Skáksambands íslands, pósthólf 674, 121 Reykjavík.
STOFNAO 1925.
BAIMD
Auglýsing
um aöalskoöun bifreiöa í lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur í júlímánuöi 1981.
Miövikudagur 1. júlí R-39501 til R-39800
Fimmtuadgur 2. júlí R-39801 til R-40100
Föstudagur 3. júlí R-40101 til R-40400
Mánudagur 6. júlí R-40401 til R-40700
Þriöjudagur 7. júlí R-40701 til R-41000
Miövikudagur 8. júlí R-41001 til R-41300
Fimmtudagur 9. júlí R-41301 til R-41600
Föstudagur 10 júlí R-41601 til R-41900
Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiöar sínar til
bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöföa 8 og veröur
skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til
16.00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiöum til skoöunar.
Viö skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram
fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö
bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja
bifreiö sé í gildi.
Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu
vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í
leigubifreiöum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum
tíma. Á leigubifreiöum til mannflutninga, allt aö 8
farþegum, skal vera sérstakt merki meö bókstafnum
L.
Vanræki einhver aö koma bifreið sinni til skoöunar á
auglýstum tíma veröur hann látinn sæta sektum
samkvæmt umferöarlögum og bifreiðin tekin úr
umferö hvar sem til hennar næst.
Bifreiöaeftirlitið er lokaö á laugardögum.
Aöalskoöun bifreiöa mun ekki fara fram á tímabilinu
frá 13. júlí til 7. ágúst nk.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
24. júní 1981,
Sigurjón Sigurösson.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SjMINN ER:
22480