Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1981 21 70 norrænir kórstjór- ar þinga í Reykjavík DAGANA 28.—30. júni fer fram i Reykjavik ráðstefna norrænna kórstjóra á vegum „Nordiska Körkommittén“. Þetta er i fyrsta skipti sem ísiand tekur þátt i þessari ráð- stefnu sem haldin er á 3ja ára fresti, og er þessi sú tiunda i röðinni. Það er Landssamband bland- aðra kóra á íslandi sem annast hefur undirbúning ráðstefnunnar af Islands hálfu og fer hún fram í Söngskólanum í Reykjavik að Hverfisgötu 44 og 45. Um 70 kórstjórar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í ráð- stefnunni. Meðal þeirra sem þar flytja erindi og annast kennslu eru Finnarnir Harald Andersén og Per Snickars, Svíarnir Robert Sund og Eskil Hemberg, Terje Kvam frá Noregi, Steen Lindholm frá Danmörku og Þorgerður Ing- ólfsdóttir frá íslandi. I tengslum við ráðstefnuna Raf- og rafeinda- tækjaframleiðendur: Kannaður grundvöllur fyrir stofn- un samtaka AÐ UNDANFÖRNU hefur starfshópur á vegum iðnaðar- ráðuneytisins unnið að könn- un og gerð skýrslu varðandi mögulcika íslenzkra aðila til að auka markaðshlutdeild sína á sviði rafiðnaðar með framleiðslu raf- og rafeinda- tækja. Þá er einnig könnuð vænt- anleg samkeppnishæfni þeirra gagnvart erlendum framleið- endum. Samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. hefur aflað sér hafa hérlendir framleiðendur á þessum sviðum um nokkurt skeið kannað grundvöll þess að stofna með sér samtök, annaðhvort sjálfstæð eða inn- an vébanda annarra samtaka. Ákvörðun hefur þó ekki enn verið tekin um hvort af stofn- un þessara samtaka verður en í sumar verður málið kannað áfram og ákvörðun um hvort af stofnun verður líklega tekin í haust. All(il.VsiN(,ASÍMINN ER: ÍR 22480 Jttorcmiblntiit) verður opin í Söngskólanum í Reykjavík all-viðamikil sýning á nótnabókum og hafa öll stærstu bókaforlög Norðurlanda sent bæk- ur á sýninguna sem verður opin ráðstefnudagana frá kl. 12—17, þar sem einnig verður hægt að gera pantanir á nótum, kennslu- gögnum o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á að fylgjast með þessari ráðstefnu, er bent á að hafa samband við Garðar Cortes formann Lands- sambands blandaðra kóra. Flugleiðir og BSÍ: Flugfar/bílfar í einum farmiða Þorgerður Ingólfsdóttir FLUGLEIÐIR og Bifreiðastöð ís- lands í Reykjavik hafa tekið upp samstarf með sölu farmiða á ákveðnum leiðum innanlands. Far- þegum gefst nú kostur á farmiðum þar sem flogið er aðra leiðina en ekið hina. Hér cr um að ræða hefðbundnar leiðir i byggð og ennfremur leiðir um óbyggðir, svo sem Fjallabaksleið, sem er i tengsl- um við flug til og frá Ilornafirði, Sprengisandsleið og Kjalvegur, sem er i tengslum við flug til og frá Akureyri. og ennfremur eru ferðir tii og frá ísafirði. þar sem flogið er aðra leiðina en ekið hina. Þær leiðir um óbyggðir sem að ofan greinir verða eknar frá júlí til september og fer að sjálfsögðu eftir færð hvenær þær ferðir geta hafist. Ekið verður norður Sprengisand og suður Kjöl. Fjallabaksleið verður ekin í júlí og ágúst og þá gist að Kirkjubæj- arklaustri. Yinningar í happ- drætti SVFÍ EFTIRTALIN númer hlutu vinn- ing í happdrætti Slysavamafélags íslands 1981: Nr. 24827, Galant 2000 GLX fólksbifreið 1981; nr. 25279 Land undir sumarbústað í Hafnarlandi við Svalvoga í Dýra- firði og nr. 9776, 1366, 10652, 36053, 19539, 25281, 37656 og 38936, DBS reiðhjól 10 gíra. Vinninganna sé vitjað á skrif- stofu SVFÍ á Grandagarði. Upp- lýsingar um vinningsnúmer eru gefnar í síma 27123 (símsvari) utan venjulegs skrifstofutíma. SVFÍ færir öllum beztu þakkir fyrir veittan stuðning. (Birt án ábyrgðar.) StortíÖindi fyrir húsbyggjendur Með nýrri aðferð við að setja upp milliveggi og klæðningu á loft og útveggi má vinna verkið á helmingi skemmri tíma og þriðjungi ódýrara en með hefðbundnum hætti. Hver hefur efni á að láta hjá líða að kynna sér kosti MÁT-kerfisins? - Hvernig efni í grindur sparast um allt að helming og gerekti og efni kringum hurðir að fullu. - Hvernig vinna sparast bæði við uppsetningu og málun, lagningu á rafrörum og ísetningu á hurðum. — Hvernig líming og negling verður að mestu ónauðsynleg og sparast því efnið og auðvelt verður að breyta og nota viðinn að nýju. — Hvernig hljóðeinangrun verður betri og auðveldari. Þar skiptir líka máli að enginn eining í MÁT-kerfinu vegur meira en 14 kg. og að auðvelt er fyrir einn að setja einingarnar saman. Láttu ekki hjá líða að koma og kynna þér hvað hér er að gerast. Gerum tilboð í uppsetningu. Framleiöandi: m4Tf Selvogsbraut 4 Þorlákshöfn Sími 99-3620 BYKO AÐALSÖLUUMBOÐ BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAV0GS SKEMMUVEGI 2 SÍMI 41000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.