Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 Hlutverk biskups og vald Nú stendur yfír hiskupskjór og i haust mun nýp biskup taka við af hr. Sigurbirni Einarssyni, sem i meira en tvo áratugi hefur gegnt þessu emb- ætti. Af því tilefni fjallar Mbl. hér í dag nokkuð um verkefni og vald biskups og embættis hans og greinter frá gangi mála varðandi biskupskjör- ið. ráðuneytis undanfarin ár er sýnilegt, að mjög fátítt er, svo að eigi sé fastar að orði kveðið, að máli sé ráðið til lykta andstætt tillögugerð biskups. Er ótvírætt, að mjög er farið eftir tiilögum biskups um úr- lausn kirkjumála, þótt hitt sé sýnt, að formlega virt er valdið í þessu efni mikiu meira hjá ráðu- neytinu en biskupi. Mest er hér um vert, að biskup er andlegur leiðtogi kirkjunnar. Ármann Snævarr er næst beð- inn að nefna nokkur helztu verkefni biskups, en hann býr sem kunnugt er í Reykjavík, í embættisbústað og þar er einnig biskupsstofa, er hann veitir for- stöðu. — Biskupi ber að hafa almennt eftirlit með próföstum og störf- um þeirra og um skyldu til vísitasíu eru ákvæði í erindis- bréfi. Biskup kannar tengsl prests og safnaðar, hann á að hafa eftirlit með störfum og embættisfærslu prests, svo og Ármann Snævarr prófessor. Biskup er fulltrúi þjóðar- innar og andlegur leiðtogi Rætt við prófessor Ármann Snævarr um hlutverk biskups SEM KUNNUGT er verður bisk- upi íslands. hr. Sigurhirni Ein- arssyni. veitt lausn frá embætti hinn 1. október nk.. en þá á að hafa farið fram kjör biskups, sem reyndar stendur nú sem hæst. Af þessu tilefni leitaði Morgunblaðið til doktors Ár- manns Snævarr sem lengi hefur kennt kirkjurétt við guðfræði- deild Háskólans, eftir upplýs- ingum um hver væru helztu störf og verkefni biskups ís- lands og rekur hann þau hér á eftir. Minnist hann þar bæði á atriði er snerta innri málefni kirkjunnar og samskiptin við önnur stjórnvöld. — Biskup er andlegur trúar- leiðtogi og er það sjálfsagt hið mikilvægasta, þótt lítið sé um það fjallað í lögum, segir dr. Ármann Snævarr. — Biskup er fulltrúi þjóðarinnar inn á við og út á við, til hans er mjög leitað um guðsþjónustuhald og prédik- anir og aðrar ræður á örlaga- stundum og hátíðastundum. Þannig má telja óbein áhrif hans talsvert mikil, en á þau verða engar lagastikur lagðar. Andlegur leiðtogi kirkjunnar Um það má deila hvernig sé staða biskups í stjórnsýslukerf- inu. Ráðuneyti leggur yfirleitt fyrir hann til umsagnar og álita kirkjuleg málefni og stundum verður máli ekki ráðið til lykta á tiltekinn veg nema hann fallist á það, en oftast er ráðherra óbund- inn að tillögu hans eða atkvæði. Hitt er það, að af afgreiðslu hegðun hans, ef sérstakt tilefni verður til, honum ber að hyggja að kenning prests og láta mál til sín taka ef ástæða er til. Vísast verður sjálft eftirlitið tiltölulega litill þáttur i vísitasíu, en al- menningur og sóknarnefndir geta snúið sér til biskups með umkvartanir, ef efni þykir til, og er það mikilvægt. Margs konar eftirlit Þá hefur biskup eftirlit með kirkjum og kirkjueignum, m.a. að kirkjum sé haldið í sæmilegu ástandi og innanstokksmunum og búnaði sé haldið vel við, en beins eftirlits í þessum efnum gætir þó eigi nú á dögum, en örðugra er að koma eftirliti þessu við nú á dögum en áður var. Biskup hefur tillögurétt varðandi breytingar á sókna- skipun, takmörkun prestakalla og flutning prestseturs innan prestakalls o.fl. en ráðherra ákveður. Hann gerir tillögur um veitingu prestakalla, er formaður yfirkjörstjórnar og hann ræður ýmsa starfsmenn kirkjunnar, æskulýðsfulltrúa, prestsvígðan mann til þjónustu um stundar- sakir, einnig sjúkrahús og fanga- húsaþjónustu og eru þessi sér- verkefni kostuð af Kristnisjóði. Biskup gerir einnig tillögur um ráðningu söngmálastjóra. Eitt af verkefnum biskups eru ýmis konar vígslur, hann vígir presta, kirkjur og vígslubiskupa og hann er forseti prestastefnu, forseti kirkjuþings og formaður kirkjuráðs, en á prestastefnu flytur hann skýrslu um starfsemi þjóðkirkjunnar og leggur fyrir hana mál. Þá má nefna að undir biskupsembætti heyra ýmis kon- ar sjóðir og reikningshald, en á biskupsstofu eru nokkrir starfs- menn honum til aðstoðar í þess- um efnum. Hver getur orðið biskup? Þá verður fjallað um biskups- kosningu, en ný lög um það efni voru samþykkt á Alþingi í des- ember 1980 og vann dr. Ármann Snævarr að samningu þeirra. Fyrst er hann spurður hverjir eigi þar embættisgengi. — Frá formlegu sjónarmiði eru embættisskilyrðin hin sömu og til þess að verða skipaður prestur. Má vænta þess, að eigi verði annar guðfræðingur valinn biskup en sá, sem hefir mikla reynslu að baki í prestsskap eða sem fræðimaður í guðfræði. Kjörgengur er því við bisk- upskjör hver sá guðfræðingur, sem fullnægir almennum emb- ættisskilyrðum til skipunar í prestsembætti. Hann þarf ekki að hafa tekið prestsvígslu áður og eigi þarf hann að vera starf- andi prestur á þeim tíma er kosning fer fram. Af þeim bisk- upum, er skipaðir hafa verið á þessari öld, hafa fjórir verið kennarar í guðfræði þegar þeir voru skipaðir, þeir Þórhailur Bjarnarson, Jón Helgason, Ás- mundur Guðmundsson og Sigur- björn Einarsson, en allir voru þeir vígðir prestar og höfðu gegnt prestsembætti nokkra hríð. Kosningarétt hafa allir þjón- andi prestar og prófastar sem og guðfræðikennarar háskólans, þ.e. fastir kennarar í fullu starfi, fráfarandi biskup gegni hann enn embættinu þegar kosning fer fram, vígslubiskupar, biskupsrit- ari, sé hann guðfræðikandidat og prestsvígðir menn, sem ráðnir eru til sérstakra starfa innan þjóðkirkju á vegum kirkjuráðs, og kjörnir leikmenn, sem eiga sæti á kirkjuþingi þegar biskups- kosning fer fram, eða sitja í kirkjuráði, en eigi eru jafnframt kjörnir kirkjuþingsmenn. Einnig á einn leikmaður fyrir hvert prófastsdæmi kosningarétt, þó Þórarinn Þórarinsson: Nokkrar minning- ar úr kirkjuráði Þórarinn Þórarinsson. fyrrum skólastjóri á Eiðum, sat lengi I kirkjuráði og fékk Mbl. hann til að fjalla nokkuð um veru sina þar og varpa með þvi nokkru Ijósi á starfsemi hiskups. en hann er formaður kirkjuráðs. Fer pistill Þórarins hér á eftir. nokkrar minningar úr kirkjuráði. Ég hef verið beðinn um að segja eitthvað frá samveru okkar dr. Sigurbjarnar biskups í Kirkjuráði og er mér ljúft að verða við þeirri beiðni, en áður en að því kemur verður sagt frá tildrögum þess að við sr. Sigurbjörn áttum þar sam- leið um skeið. Með lögum frá 3. júní 1957 var stofnað til kirkjuþings og kirkju- ráðs íslensku þjóðkirkjunnar. Meg- in inntak þessara laga er að kirkju- þing skuli haldið í Reykjavík í októbermánuði annað hvort ár. Kjörnir kirkjuþingsmenn eru 15 og auk þeirra eiga sæti á kirkjuþingi biskup og kirkjumálaráðherra. Kjördæmi eru 7 og skal í hverju þeirra, sjötta hvert ár, kjósa tvo kirkjuþingsmenn, prest og leik- mann. Prófastar og prestar kjósa annan fulltrúann, prestinn, en sóknarnefndarmenn og safnaðar- fulltrúar hinn úr sínum hópi, leik- manninn. Um kirkjuráð segir svo í þessum lögum: „Kirkjuráð skipa 5 menn, biskup landsins og 4 menn kjörnir af kirkjuþingi og skulu tveir þeirra a.m.k. vera guðfræðingar ...“ Verk- efni kirkjuráðs er að vinna að eflingu íslenskrar kristni og styðja að trúar- og menningaráhrifum þjóðkirkjunnar. Það skal vera bisk- upi til aðstoðar og fulltingis um að koma fram þeim málum, er kirkju- þing hefur samþykkt. Kirkjuráð annast undirbúning þeirra mála, er það kýs að leggja fyrir kirkjuþing hverju sinni ... Kirkjuráð hefur ráðstöfunarvald yfir prestakalla- sjóði, svo og því fé öðru, sem veitt er til frjálsrar kirkjulegrar starfsemi ...“ Öll eru lög þessi 17 greinar og ákveða þau nánar um ýmislegt fleira en hér hefur verið minnst á, þótt þaö sé kjarni þeirra. Fyrsta kirkjuþing var haldið haustið 1958 og var sá er þetta ritar, kosinn sem fulltrúi leik- manna í Múla- og Austfjarðakjör- dæmi. Séra Ásmundur Guðmunds- son, biakup, var samkvæmt téðum lögum forseti þessa fyrsta kirkju- þings, sem setti sér þingsköp er haldist hafa lítið breytt síðan. Þing þetta kaus undirritaðan til setu í kirkjuráði hvar hann sat næstu 18 árin uns hann baðst undan endurkosningu á kirkjuþingi 1976. Ekki er ég frá því að forseti þingsins, sr. Ásmundur biskup, hafi átt einhvern hlut að því að ég var kosinn í ráðið, kannski vegna þess að ég var þá skólastjóri Alþýðuskól- ans á Eiðum, þess skóla er séra Ásmundur hafði mótað frá upphafi með tíu ára skólastjórn sinni hin fyrstu í starfsævi þess skóla, sem hann gerði með óumdeilanlegri prýði. Svo sem sjá má af því sem hér hefur verið sagt var ég eins konar erfðagóss frá fráfarandi biskupi er hinn nýi biskup tók forsæti í kirkjuráði og satt best að segja bjó mér nokkur uggur í brjósti. Hinn nýja biskup, séra Sigur- björn Einarsson, þekkti ég ekkert þótt ég þekkti vel til hans. Við höfðum einu sinni ræðst við í síma út af máli sem okkur þá var báðum hugstætt en átti ekkert skylt við trúmál. Mér voru að vísu nokkuð kunn fjölþætt ritstörf hans og embættisframi, áhugi hans fyrir endurreisn Skálholts og skelegg ritstjórn hans á trúmálaritinu „Víðförla" þar sem séra Sigurbjörn um skeið háði ritdeilur við séra Benjamín Kristjánsson, stúdents-, kandidats- og skoðanabróður minn úr guðfræðideildinni. Ekki hafði það heldur farið framhjá mér að svonefndir frjálslyndir guðfræð- ingar höfðu beitt sér gegn honum í biskupskosningunni og stillt upp öðru biskupsefni, sem einnig var bekkjarbróðir og félagi úr guð- fræðideild. Áróðurinn sem hafður var í frammi, beindist að því að með kjöri sr. Sigurbjarnar til biskups, væri horfið til baka frá þeirri frjálslyndu guðfræðistefnu sem í „tísku" hafði verið um og eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem rúmaði inn- an sinna vébanda bæði andahyggju (spiritisma) og guðspeki (theosofi). Eg taldi mig í hópi þessara guðfræðinga og bjóst því við ein- hverjum erfiðleikum í samstarfi við hinn nýja biskup. Þótt Einar Benediktsson héldi því fram að íslensk tunga ætti orð til yfir allt sem er hugsað á jörð, á sú annars ágæta tunga ekkert eitt orð sem er andheiti við orðið vonbrigði, eitt orð sem lýst gæti þeirri óvæntu en jákvæðu reynslu er ég varð fyrir við fyrstu persónuleg kynni mín af hinum nýkjörna biskupi. Þegar frá fyrsta fundi er ég sat með honum í kirkjuráði, varð mér ljóst að íslendingar höfðu eignast Þórarinn Þórarinsson afburðamann fyrir biskup. 1 þau seytján ár er við sátum saman í þessu ráði styrktist þessi skoðun mín, svo að segja með hverjum fundi. Svo byrjað sé á trúrarskoðunun- um sem mestum uggnum ollu, kom aldrei til neinna deilna, þótt eitt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.