Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981
3
Tvö nauðg-
unarmál í
rannsókn
í Keflavík
LÖGREGLUNNI í Keílavík
hárust tvær nauðKunarkærur
um helKÍna ok eru málin i
rannsókn. JátninK iÍKKur fyrir
í óðru málinu en i hinu neitar
hinn kærói ölium sakarKÍItum.
Fyrri kæran barst um klukk-
an 6 að morgni sl. laugardags. 16
ára stúlka kærði 23ja ára gaml-
an mann fyrir nauðgun. Sam-
kvæmt framburði stúlkunnar
voru þau á leið frá Sandgerði til
Keflavíkur í bíl mannsins þegar
hann stoppaði bílinn á Miðnes-
heiði og neyddi hana til sam-
fara. Maðurinn hefur harðneitað
sakargiftum, samfarir hafi átt
sér stað en með fullum vilja
stúlkunnar. I málinu stendur því
staðhæfing gegn staðhæfingu.
Seinni kæran barst um klukk-
an 3 aðfaranótt sunnudags. 58
ára kona kærði 28 ára gamian
mann fyrir nauðgun. Konan og
maðurinn voru stödd í húsi í
Sandgerði og var áfengi haft um
hönd. Þau þekktust lítillega.
Samkvæmt framburði konunnar
kvartaði maðurinn undan sárri
svengd. Kvaðst konan hafa vor-
kennt manninum og boðið hon-
um heim til sín til að gefa
honum að borða. Þegar maður-
inn hafði borðað þrjú egg skipti
engum togum að hann réðst á
konuna og þröngvaði henni til
holdlegs samræðis. Áverkar
voru á konunni og á heimili
hennar voru merki eftir átök.
Lögreglan kom strax á heimili
konunnar og lá maðurinn þar
sofandi. Hann ber við minnis-
leysi vegna ölvunar en kveðst
ekki draga frásögn konunnar í
efa.
Haglabyssu-
þjófar gripnir
LÖGREGLAN á Selfossi
handtók nýlega tvo unga
menn, sem brotizt höfðu inn i
skúr starfsmanna á sorp-
haugunum við Gufunes i
Reykjavík og stolið hagla-
hyssu og 600 skotum.
Starfsmenn sorphauganna
hafa haglabyssu tiltæka í
skúrnum hjá sér til að skjóta á
vargfugl, sem sækir á haug-
ana. Hinn 24. maí var brotizt
inn í skúrinn og byssunni
stolið. Þjófarnir reyndust vera
tveir ungir menn úr Árnes-
sýslu. Þegar lögreglan tók þá
voru þeir búnir að saga fram-
an af hlaupi haglabyssunnar.
Bíl stolið í
Hafnarfirði
Aðfaranótt sl. sunnudags
var bifreiðinni G-14090 stolið
frá Kirkjuvegi 13 í Hafnar-
firði. Bifreiðin er af gerðinni
Mercedes Benz, ljósdrapplituð,
árgerð 1975. Þeir, sem séð hafa
til ferða bifreiðarinnar, eru
beðnir að hafa samband við
lögregluna í Hafnarfirði.
Togarar landa
á Skipaskaga
Akranesi. 29. júní.
TVEIR Akranestogarar eru hér
í höfn í daK, með afla, sem cr
aðallcKa þorskur. Ilaraldur
Böðvarsson er með 160 lestir ok
Krossvíkin með 110 lestir. Fer
aflinn til vinnslu í frystihúsun-
um hér.
Afli á handfæri hefur verið
fremur tregur hér að undan-
förnu, og er því frekar lítið um
hráefni til vinnslu í frystihúsun-
um. Raunar er verið að skipta
um aðalvélar í fjórum skiptum,
þremur í Danmörku og einu hér
á Akranesi hjá Þorgeir og Ell-
ert.
— Július.
situr fyrir svörum
og lætur.
gull sitt skína:
Hvað er Orobronze?
Segja má að hugmyndin að gerð Orobronze hafi fæðst
þegar menn virtu fyrir sér hinn xallega húðlit sem mynd-
aðist á börnum sem borðað höfðu um nokkurt skeið gul-
rótarmauk. Almennt vissu menn að karótínefni gaf góðan
lit en úrvinnsla var lengi vel vandkvæðum bundin. Menn
gáfust samt ekki við svo búið upp og héldu áfram þar til
lausn fannst, þ.e.a.s.Canthaxanthinsem er tilbúið karótín-
efni. Karótínefni sem hefur ekki þann eiginleika að fram-
leiða A-vítamín (í lifur mannsins) heldur er algjörlega
hreinn litur án aukaefna. Þannig varð úr einfaldri hug-
mynd myndað Orobronze, en ,,Oro” þýðir á latínu gull
og Orobronze inniheldur efnið sem auðveldar fólki að
öðlast gylltan og hraustlegan hörundslit. Hylkið utan um
Orobronze er framleitt úr gelatíni (matarlími) og í því er
efnið Canthaxanthin sem er fyrrnefnt karótínefni sem
gefur gulrótum, grænmeti og fiski lit. í stuttu máli sagt
inniheldur Orobronze eðlilegan litargjafa.
Hvemig vinnur Orobronze?
Það sem gerist við inntöku Orobronze er að í fitulag
húðarinnar sest litarefnið, sem gerir það að verkum að
menn verða ekki brúnir á hörund, heldur undir hörund-
inu.
Orobronze vinnur best með sólbaði af og til og án sólbaða
mun árangur líklega ekki koma í ljós fyrr en á 10.—15.
degi. Það er eðlilegt að enginn árangur sjáist fyrstu dag-
ana. Yfirleitt koma litabreytingar fyrst í ljós á andliti og
höndum. Eftir 20 daga er sjáanlegur fallegur gylltur litur.
Auðvitað fer liturinn meira eða minna eftir hörundslit
hvers og eins.
Ef hætt er við inntöku Orobronze mun liturinn fljótlega
hverfa, eða á u.þ.b. tveimur vikum, nema stunduð hafi
verið sólböð og fengist hafi sólbrúnka.
Það fer eftir líkamsþyngd hvers og eins hve mörg hylki af
Orobronze skulu tekin inn á hverjum degi.
Hvenær á að taka inn
Orobronze?
Á hvaða árstíma sem er.
Orobronze fyrir og eftir sólarlandaferð, fyrir og eftir sólar-
lampann, með sundlaugarferðum, skíðaferðum og svo
Orobronze eitt sér.
Fyrir sumarfrí t.d. á sólarströnd er æskilegt að hefja inn-
töku tuttugu dögum áður. Þannig verður einstaklingur
brúnn áður en ferðalag hefst og vekur ekki eftirtekt fyrir
hvítan hörundslit. Eftir orlofsdvöl nægir að taka 1—2
Orobronze á dag til að viðhalda gylltum hörundslit. Með
áframhaldandi inntöku heldur andlitið sínum lit og and-
litsfarði verður (fyrir konur) að mestu óþarfur. Húðin
helst frísk.
Orobronze geymir alltaf sólargeisla, sem er sérstaklega
hentugt þegar sól fer að lækka á lofti.
Ég nota Orobronze og sól-
baðsstundirnar til annars.
Heiðar Jónsson, snyrtir.
Hver er tilgangurinn með
Orobronze?
Tilgangurinn er eðlilega sá að öðlast hraust útlit. Og Oro-
bronze gefur hraust og fallegt útlit. Sólgylltan lit frá
toppi til táar, án þess að þurfa að liggja klukkustund eftir
klukkustund í sólinni. Og blessuð sólin virðist oft hafa
annað að gera en skína á okkur Islendingana. Þar fyrir
utan vinna flestir hér á landi meira en góðu hófi gegnir
og hafa þess vegna engan tíma aflögu fyrir sólböð.,
Tilgangurinn þjónar líka þeirri tísku sem nú er í hávegum
höfð því það þykir aðalsmerki fína fólksins að vera gylltur
á hörund. Áður fyrr þótti t.d. fínt að vera fölur. Karlar
jafnt sem konur púðruðu andlit sín með hvítu andlits-
dufti. Nú er öldin önnur og með tilliti til þessarar hugar-
farsbreytingar er tækifærið hér og nú með tilkomu Oro-
bronze á íslandi.
Hvar fæst Orobronze?
I flestum snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt.
Ástæðan fyrir því að Orobronze er eingöngu selt í apótek-
um og snyrtivöruverslunum er sú að þá geta viðskiptavinir
leitað til séfræðinga með kunnáttu óski þeir upplýsinga
um gerð og notkun Orobronze.
Er Orobronze öruggt?
Framleiðendur Orobronze segja að engar aukaverkanir
hafi sést í ítrekuðum tilraunum og engar kvartanir borist
um Orobronze.
Heilbrigðismálaráðuneytið á íslandi, Eiturefnanefnd, yfir-
læknir húðsjúkdómadeildar Landspítala íslands, heil-
brigðismálaráðuneyti Svíþjóðar, Frakklands, Kanada,
Ástralíu og fleiri landa, hafa lýst yfir skaðleysi efnisins,
þar að auki, WHO (alþjóðlega heilbrigðisstofnun Samein-
uðu þjóðanna) og FAO (matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna) mæla sérstaklega með Canthaxanthin litarefni í mat
vegna sk.aðleysis. Og Canthaxapthin er uppistaðan í Oro-
bronze. Möguleg eitrun af neyslu Orobronze er talin geta
orðið ef einstaklingur sem vegur u.þ.b. 60 kg neytir á
einum degi 20.000 (tuttugu þúsund) falds dagskammts
síns í einu, eða fimmtugfaids dagskammts síns í nokkra
mánuði, sem þýðir að nokkurn veginn ómögulegt er að
skaðast af Orobronze.
Orobronze framleiðir ekki A-vítamín (í lifur) ólíkt því sem
,,BETA-karótín” gulrótnanna gerir og er því alveg skað-
laust. Brúni hörundsliturinn sem kemur af notkun Oro-
bronze ver húðina ekki gegn geislum sólar, því ber að
nota sömu varkárni í sólböðum og áður. Allar upplýsingar
um notkun Orobronze eru í bæklingi sem fylgir hverri
Orobronze pakkningu. Ber öllum að fylgja leiðbeiningum
um notkun Orobronze. Þannig er Orobronze öruggt.
Viitu verða brún(n)?
Þitt er valið.
' fhþ
Hugmynd & framkvæmd hf