Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 5 Helvi Sipilá fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna: Hvetur til aukinna fram- laga í þróunarsjóð kvenna „Ríkisstjórnir verða að gera sér grein fyrir því að velferð harna i londum þeirra fer eftir því hvernig búið er að mæðrunum, þvi börn fæðast nú einu sinni konum en ekki ríkisstjórnum.“ Svo mæltist Helvi Sipila, ráðgjafa Sameinuðu þjmlanna i félags- og mannréttindamálum, á hlaðamannafundi er boðaður var af Utanrikisráðuneytinu í gær, þar sem kynnt var starfsemi Kvennaáratugssjóðs Sameinuðu þjóðanna. Helvi Sipila er í forsvari fyrir sjóðnum og hefur hún að undanförnu ferðast um 20 þjóðlönd til að kynna starf- semi hans og hvetja ríkis- stjórnir og einstaklinga til að láta aukin framlög af hendi rakna til hans. Helvi Sipila hefur lengi látið til sín taka á sviði alþjóðlegra mannrétt- inda, auk þess sem hún er þekkt í heimalandi sínu, Finn- landi, en þar starfaði hún sem hæstaréttarlögmaður og hefur nafn hennar æ oftar að undan- förnu verið nefnt í tengslum við næstu forsetakosningar þar í landi. í síðustu Gallup- skoðanakönnun fékk Sipila um 8% atkvæða, þ.e. næstflest á eftir forsætisráðherra Finn- lands, Kovisto, sem þykir lang sigurstranglegastur. Ekki vildi Sipila þó tjá sig um það, hvort hún hygði á forsetaframboð í Finnlandi, á fundinum í gær, þó ekki tæki hún fyrir það, enda önnur mál á dagskrá, þ.e. Kvennaáratugssjóðurinn. En honum helgar Helvi Sipila nú krafta sína, eftir að hafa gegnt stöðu aðstoðar-framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna um árabil. Kvennaárssjóður Samein- uðu þjóðanna var stofnaður í kjölfar hins alþjóðlega kvennaárs 1975, á grundvelli sjóða, sem framlög héldu áfram að streyma í, eftir að hinu eiginlega kvennaári var lokið. Höfuðverkefni sjóðsins er að aöstoða konur í þróunar- löndunum við að skapa sér og sínum mannsæmandi lífsskil- yrði, með því að auka mennt- unarmöguleika þeirra og þátttöku í atvinnulífi. Hér er því ekki aðeins um kvenrétt- indamál að ræða, heldur al- menn mannréttindi og starfar sjóðurinn í tengslum við Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. „Verkefnin eru óþrjótandi, en starfið skilar sér líka margfalt aftur," sagði Sipila m.a. A blaðamannafundinum var sýnd kvikmynd um starfsemi á vegum sjóðsins í hinum ýmsu löndum. En kvennaárssjóður- inn hefur á undanförnum þremur árum beitt sér fyrir um 122 verkefnum í þágu kvenna í þróunarlöndunum, allt frá leiðsögn í fiskeldi á Indlandi til sandgræðslu í Súdan. Sipila kvaðst hafa fengið góðar móttökur í Utan- ríkisráðuneytinu, en þar hitti hún að máli Ólaf Jóhannesson Ilelvi Sipila utanríkisráðherra og sagði hann að tillögur um að auka framlag íslendinga til sjóðsins yrðu lagðar fram. Framlag Islands nam á síðasta ári sjö þúsund dollurum og sagði Helvi Sipila það vera öðrum þjóðum afar gott og mikilvægt fordæmi. En misjafnt er hve mikið þjóðir leggja fram til slíkra mála, þar eð um er að ræða pólitískar ákvarðanir hverrar ríkisstjórnar um sig. T.d. lagði Spánn fram myndar- legt framlag á síðasta ári, í fyrsta sinn. En þjóðir S-Amer- íku munu hins vegar hafa verið tregar til framlaga, en þegið mun meira úr sjóðnum. I dag gengur Helvi Sipila á fund forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, og situr fund með Jafnréttisráði, auk þess sem hún mun hitta Svavar Gestsson félagsmálaráðherra að máli. ®ÍP$ mm suiritirleyíi WRANGLER & BANDÍDÓ kakhi buxur □ Stutterma skyrtur — úrval □ Léttir Lordian jakkar □ Bolir allskonar — mikið úrval □ Þunnar „weekend“ kakhi buxur □ Frotté-fóöraöir sportjakkar Wrangler & Bandídó □ Lordian stakar buxur Austurstræti 22 Simi trá skiptiboröi 85055 Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.