Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981
Kleifarveg'sheimiliö
á höggstokknum
eftir Elínu
Pálmadóttur
Meðferðarheimilið að Kleif-
arvegi 15 fyrir taugaveikluð
börn er nú á höggstokknum og
verður ákveðið á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudag hvort
höggið verður endanlega látið
ríða. Það hefur reyndar vofað
yfir í allan vetur í ýmsum
útgáfum, raunar lengur, því und-
anfarin 3 ár hefur aldrei verið
ljóst fyrr en seint að vori hvort
rekstur yrði að hausti, og nú
síðast hefur verið svo að heimil-
inu þrengt fjárhagslega að loka
hefur þurft eina helgi í mánuði
og senda börnin heim.
Þrátt fyrir þessa annmarka á
rekstri heimilisins, hefur ekki
tekist verr en svo að af 16
börnum, sem þar hafa dvalið frá
1978, eru 8 búin að ná því að geta
verið eðlilega í skóla sínum, 5
eru í skóla með aukahjálp, en
aðeins 3 hafa farið á aðra
stofnun, þ.e. upptökuheimilið í
Kópavogi. En þar er greidd í
vistgjald fyrir 3 álíka upphæð og
Reykjavíkurborg greiddi fyrir
allan reksturinn á Kleifarvegs-
heimilinu fyrir 6 börn sl. vetur.
Börnin 3, sem ekki tókst að
hjálpa á þessum árum, komu
nokkuð seint, en kosturinn við að
reka meðferðarheimili í sam-
bandi við skólann er einmitt sá,
að til þessara barna næst
snemma, þar eð öll börn eru
skólaskyld. En skólastjórar og
skólasálfræðingar vista ekki
börn þar fyrr en öll önnur tiltæk
úrræði í skólunum hafa verið
reynd.
I umfjöllun um Kleifarvegs-
heimilið kemur víða fram að þeir
sem taka um það ákvarðanir geri
sér ekki allir grein fyrir hvað
hér sé um að ræða, enda fæstir
komið þar svo orð sé á gerandi.
Það lýsir sér m.a. í því að láta
sér detta í hug að „dagskóli fyrir
börn með hegðunarvandkvæði"
geti komið í staðinn fyrir sólar-
hrings meðferðarheimili fyrir
taugaveikluð börn. Slíkur skóli
væri ágæt viðbót við fyrri úr-
ræði í skólakerfinu, en hann
nýtist ekki þessum börnum. Þau
hverfa einfaldlega úr augsýn
fræðsluráðsmanna, borgar-
fulltrúa og menntamálaráðun-
eytisfólks og lokast inni á heim-
ilum sínum eða annars staðar —
e.t.v. á hælum út ævina. Það
hefur ekki komið fram að nokk-
ur aðili annar vilji taka við
björgunarstarfi við þessi börn,
sem aumust eru.
Þarna er um að ræða börn,
sem haldin eru geðrænum eða
félagslegum truflunum. Eða eins
og dr. Matthías Jónasson sál-
fræðingur orðaði það í blaða-
grein vegna Kleifarvegsheimilis-
ins um börn með taugatruflanir
eða neurosis: „Þau börn eru
mestir smælingjar meðal hinna
smáu, því hvorki hafa þau sjálf
né foreldrar þeirra getað gert
sér grein fyrir, hvað að þeim
amar. Þau verða sífellt til vand-
ræða, oftast bæði á heimili sínu
og í skólanum og vegna vanþekk-
ingar er taugaveikluðu barni
langoftast gefin sök á þess eigin
vandræðum og þannig er enn
aukið á örðugleika þess.“ Til að
reyna að hjálpa þessum ein-
staklingum á barnsaldri til að
„Það hefur ekki kom-
ið fram að nokkur
aðili annar vilji taka
við björgunarstarfi
við þessi börn, sem
aumust eru“
komast út úr vítahring sínum
gaf Hvítabandið og Heimilis-
sjóður taugaveiklaðra barna
1974 stóran hlut af húseigninni á
Kleifarvegi með því skilyrði að
þar yrði rekið meðferðarheimili
fyrir þessi börn á vegum
Fræðsluráðs, og tóku bæði
Reykjavíkurborg og mennta-
málaráðuneyti að sér þá skyldu.
Hefur heimilið borið gæfu til að
bjarga þó nokkrum einstakling-
um á þessum árum frá 1974.
Raunar er ekki mikið þótt 6 börn
í 13000 barna skólaumdæmi
þurfi svo mikla sérhjálp, að
meðferð komi ekki að gagni
nema þau fari úr umhverfi sínu
og af heimilum sínum meðan á
meðferð stendur.
í fyrstu fór kennsla fram á
Elín Pálmadóttir
Kleifarvegsheimilinu, en var
m.a. vegna þrengsla flutt í Laug-
arnesskóla, þar sem börnin eru
fyrst í sérbekk með mikilli
sérfræðilegri hjálp, en flytjast
svo smám saman inn í almennan
bekk með hjálp sérkennara síns
og loks út í eigin skóla og heim
til sín. Markmiðið er semsagt að
aðlaga þau og gera þau fær um
að lifa í umhverfinu og leysa
viðfangsefni daglegs lífs. Miðast
starf meðferðarheimilisins allan
sólarhringinn við það, og unnið í
samvinnu við heimilin.
Fræðslukerfinu hefur ætíð
þótt dýrt að þurfa að leggja út
fyrir þessari hjálp. Og í vetur
var gerð veruleg atlaga að því að
losna alfarið við þessi útgjöld.
Ég hefi verið í undirnefnd
Fræðsluráðs um Kleifarvegs-
heimilið og raunar verið meira
og minna við það riðin síðan ég
kom í Fræðsluráð 1974. Og þykir
það satt að segja æði mikil
grimmd að leggjast nú, með
sparnaðinn ekki síst af fólki sem
sífellt er með félagslega hjálp á
vörunum, einmitt á þessi börn.
Hafa í vetur komið upp ótrúleg-
ustu hugmyndir til að hrinda
rekstri þessa heimilis af höndum
fræðsluyfirvalda án þess að mik-
ið bæri á, m.a. að láta félags-
málastofnun demba þessum
sjúku börnum ofan á Dalbraut-
arheimilið með sínum vöggu-
börnum, fjölfötluðu börnum og
skammtímavistuðu heilbrigðu
börnum. Eða í einkafóstur, eins
og þarna væri bara um að ræða
pössun og að foreldrar mundu
sætta sig við að börnin færu á
annað venjulegt heimili en sitt í
borginni. Ég hefi af augljósum
ástæðum staðið fast á móti
slíkum úrræðum. En loks var af
krafti drifin í gegnum Fræðslu-
ráð sú tillaga að breyta heimil-
inu í dagskóla fyrir börn með
hegðunarvandkvæði. Á þessum
átökum hefur gengið vikum
saman. Meirihluti Fræðsluráðs,
þ.e. fulltrúar Alþýðubandalags
báðir, Framsóknar- og Alþýðu-
flokks virtust ákveðnir í að
leggja heimilið niður og ákváðu
það með atkvæðum sínum. Um
leið kom fram tillaga frá Sigurði
Tómassyni, til að breiða yfir, að
fela jafnframt fræðslustjóra að
athuga um byggingu nýs heimil-
is fyrir taugaveikluð börn á lóð
Bústaðaskóla, sem yrði að vera
með tryggðum rekstrargrund-
velli í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið, en á meðan
skyldi húsið tekið fyrir dagskóla.
Þarna er á ferð gömul hugmynd
fræðslustjóra, sem við sjálfstæð-
isfulltrúarnir höfum undanfarin
ár viljað framkvæma í samvinnu
við gefendur. Selja Kleifarvegs-
húsið og byggja hentugra hús
fyrir starfsemina á lóð Bústaða-
skóla, en þó þannig að rekstur-
inn falli ekki niður á meðan. En
við teljum ólíklegt að léttara
verði að byrja upp á nýtt og
koma upp nýju sólarhrings með-
ferðarheimili fyrir taugaveikluð
börn í nýju húsi síðar, ef það
verður lagt niður nú, svo erfið-
lega sem gengið hefur að fá
skilning á nauðsyn þess nú, bæði
hjá borgaryfirvöldum og
menntamálaráðuneyti, og
rekstrargrundvöll. Og hvað þá
um nýjan dagskóla?
Því er borið við að mennta-
málaráðuneytið hafi hafnað
frekari þátttöku í rekstri heimil-
isins og gjarnan vitnað til svar-
bréfs fulltrúa í ráðuneytinu við
fyrirspurn frá sérkennslu-
fulltrúa borgarinnar, þar sem
segir „að einhverjir aðrir en
fræðsluyfirvöld eigi að bera
kostnaðinn af þessari stofnun".
Hverjir þessir aðrir eru kemur
ekki fram og fæst ekki upplýst.
Raunar mætti allt eins vel fara
að kenna aftur í húsinu sjálfu, ef
það stendur í fræðslukerfinu,
svo eltar séu nýjar reglugerðir.
Ég tel alls ekki fullreynt hvort
menntamálaráðherra og borgin
vilja reka heimilið áfram og bar
fram tillögu þess efnis, að for-
maður og fræðslustjóri gengju á
fund menntamálaráðherra og
leituðu eftir því að Kleifarvegs-
heimilið yrði rekið næsta vetur
til að brúa bilið yfir í nýbygg-
ingu, svo og framtíð þess. En
Kristján Benediktsson, formað-
ur ráðsins, frestaði þá einfald-
lega tillögunni til að geta látið
vísa henni frá um leið og ákvörð-
un var tekin um að leggja
heimilið niður. Hví ekki má
ræða málið við ráðherra er mér
ráðgáta.
Þegar málið kom úr Fræðslu-
ráði til staðfestingar í borgar-
stjórn á síðasta fundi hennar,
fréttist að Guðrún Helgadóttir,
sem af eðlilegum ástæðum hafði
hvergi fjallað um málið eða
komið að því, mundi á lokastigi
ekki sætta sig við afgreiðslu
félaga sinna, og greiða atkvæði
með okkur sjálfstæðismönnum
um að fella tillöguna um það,
sem ég hafði umboð þeirra til að
bera aftur fram. Ekki kom til
þess að þetta yrði ljóst, því nú
brast flótti í liðið og var málinu
frestað. Útvarpið virtist þó loks
hafa frétt af Kleifarvegsheimil-
inu, því fréttastofan „sneri sér
til“ Guðrúnar Helgadóttir, sem
þar upplýsti opinberlega að hún
mundi styðja okkur sjálfstæð-
ismenn í þessu máli. Vona ég að
rétt reynist.
En nú er fyrir fundinn enn ein
atlagan gerð. Sakleysisleg til-
laga formanns Fræðsluráðs um
að láta til vonar og vara gera
kostnaðaráætlun um fullkominn
rekstur á heimilinu í framtíðinni
er orðin til þess að reynt hefur
verið að fá þar sem allra hæsta
tölu. Reiknað er með að heimilið
verði rekið allar helgar, yfir
jólin og páskana og allt sumarið
sem ekki hefur verið, fullmann-
að fólki með meiri menntun á
vöktum og þannig fæst talan 1,9
milljónir, miðað við að í ár er
hann nær milljón með verðbólgu
og skiptist á ríki og borg.
Gengur meira að segja svo langt,
að forstöðukonan sem búið hefur
þar fimm daga vikunnar og sofið
með opna hurð til að sinna
börnunum, ef þau fengju mar-
tröð eða annað án annarrar
greiðslu en þeirrar er felst í
áætlaðri yfirvinnu, er þar reikn-
uð með næturvinnu. Þarna er um
sannkallað draumaheimili að
ræða, sem æskilegt væri en varla
raunhæft nú.
Að mínum dómi á að reka
heimilið með sama sniði næsta
vetur og undirbúa byggingu nýs
heimilis á Bústaðavegi í framtíð-
inni. Þá fæst betri og hagstæðari
rekstur.
Fréttamenn ríkis-
fjölmiðla hyggjast
stofna stéttarfélag
FRÉTTAMENN á ríkisfjölmiðl-
unum héldu á fimmtudagskvöldið
fund þar sem rædd var stofnun
nýs stéttarfélags, Félags frétta-
manna. Einar Örn Stefánsson,
fréttamaður útvarps, og Helgi E.
Helgason, fréttamaður sjón-
varps, sátu í undirbúningsnefnd
og sagði Einar Örn ráðist í
stofnun þessa félags vegna
óánægju með launakjör.
— Langvarandi óánægja meðal
fréttamanna um launakjör hefur
orðið til þess að við leitum nú eftir
stofnun þessa félags, en við njót-
um lakari kjara en félagar.
Blaðamannafélags Islands, bæði
hvað grunnlaun varðar og ýmis
sérkjaramál, sagði Einar Örn
Stefánsson. — Við ráðgerum að
sækja um aðild að Bandalagi
háskólamanna, en meirihluti fé-
lagsmanna verður að hafa há-
skólapróf og af um 30 starfs-
mönnum fréttastofanna hefur
nokkur meirihluti háskólapróf. Á
fundinum á fimmtudagskvöld
voru 13 og stofnfélagar eru orðnir
14. Við ráðgerum að formleg
stofnun félagsins fari fram eigi
síðar en 1. september og frarn að
þeim tíma geta menn gerst stofn-
félagar og í framhaldi af þeim
fundi munum við sækja um aðild
að BHM, sagði Einar Örn að
lokum.
Hér verðum við
ua5B*w
hjAlparstofnun
KIRKJUNNAR (^lsal|orður
ÍHofsós
L. ál Vaglaskógur
^Flókalundu^ Biarkarlundurf A ^ Sauðarkrokur ^ Einarsstaóarskáli
Varmahlíö Akureyri
Hvammstangi --
Grundarf jöröur rBúðardalurl Slaftarskál. S
J Eskifjorður
Ólaf svUe«stykkishólmur ^Egilsstaöir
Hellisandur'
IBorgarnes
\Akranes
» Ferstikla Botnsskáli,
Reykiavikf^l^Hvalstoö n.nnwoiiíé
1 Mostellssveit fng*e'"'
Eden Þrastarlundur
Selfoss Árnes
Djopivogur
H e 11 a
Markarfljót
Á kortinu má sjá hvar fulltrúar Lionshreyfingarinnar verða staddir og bjóða öllum að gerast stofnendur
Styrktarsjóðs fatlaðra.