Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 Iðnaður í úlfakreppu eftir Friðrik Sophusson alþm. Undanfarna daga hafa harðorð- ar skeytasendingar gengið á milli Félags iðnrekenda og viðskipta- ráðuneytisins um svokallað aðlög- unargjald. Með tímabundnu 3% aðlögunargjaldi var á sínum tíma ætlað að vernda iðnaðinn, þegar tollar voru endanlega felldir niður af iðnaðarvörum EFTA-samn- ingsins, enda höfðu stjórnvöld ekki staðið við loforð sín um starfsskilyrði iðnaðarins. I því skyni að gefa stjórnvöldum tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt var tímabundið aðlögunargjald lögfest árið 1979 og ákveðið að nota tekjurnar til iðnþróunar. Ágreiningur i ríkisstjórn í fjárlagafrumvarpi fyrir 1981 var áfram gert ráð fyrir tekjum af aðlögunargjaldi, þrátt fyrir deilur innan ríkisstjórnar um málið. Tómas Árnason sagði að standa bæri við gefin loforð við EFTA og EBE um niðurfellingu gjaldsins við síðustu áramót, en vinna þess í stað að aðstoð við iðnaðinn í öðru formi. í viðtali við Mbl. 8. des. sl. sagði Hjörleifur hins vegar: „Framlenging aðlögunargjaldsins og niðurfelling í áföngum hefði á engan hátt stangast á við gefin loforð, það veit ég.“ í viðtali við Mbl. sl. föstudag ítrekar ráðherra þessa skoðun sina og bætir því við, að málið sé enri óútkljáð í ríkis- stjórninni átta mánuðum eftir að hann gerði tillögu um málið í ríkisstjórninni. Afgreiðsla á Alþingi Á Alþingi varð nokkurs konar jafntefli milli ráðherranna, því að sett var svohljóðandi bráðabirgða- ákvæði í lögin um jöfnunargjald, sem voru afgreidd í desember: „Ríkisstjórninni er heimilt á árinu 1981 að leggja á til viðbótar við 3% jöfnunargjaldið allt að 2% jöfnunar- og aðlögunargjald eða ígildi þess, enda renni tekjur af þessu viðbótargjaldi óskiptar til iðnþróunar." Framsögumaður nefndar (ÓRG) komst svo að orði 18. des. í Ed.: „Þess vegna hefur meiri hluti nefndarinnar (Kjartan Jóhanns- son var einn i minnihlutanum) kosið að fara þá leið, sem hér er lagt til að verði farin, og gerir það með sérstöku tilliti til þeirra ítarlegu, en því miður nokkuð mismunandi upplýsinga sem nefndinni bárust, þar sem greini- lega eru ólíkar skoðanir á því, hvaða leið sé heppilegust eða fær í þessu efni. Nefndin telur ekki gerlegt að þingið kveði upp dóm um það að óathuguðu máli, en með þessu ákvæði er hins vegar verið að skapa möguleika á því, að sú athugun fari fram, og fyrir sitt leyti af hálfu þingsins að stuðla að því, að slíkar aðgerðir til eflingar iðnþróunar í landinu geti náð fram að ganga.“ Ríkisstjórnin á leikinn og enn bólar ekki á því, að heimildin verði notuð sjö mánuðum eftir sam- þykkt Alþingis. Ráðlaus ríkisstjórn tefur aðgerðir I tilefni af þessu er rétt að benda á eftirfarandi atriði, sem öll snerta málið með einum eða öðr- um hætti: 1. Ríkissjóður var orðinn svo háður tekjum af aðlögunargjald- inu að leggja varð sérstakan skatt á gosdrykki, kex og sælgæti til að bæta ríkinu tapið. Ríkissjóður skuldaði iðnaðinum fjármuni í formi framlaga til iðnþróunar og þegar ríkið hafði eytt aðlögun- Friðrik Sophusson „Ríkisstjórnin á leik- inn og enn bólar ekki á því, að heimildin verði notuð sjö mán- uðum eftir samþykkt Alþingis.44 argjaldinu í allt aðra hluti, var sérstakur skattur lagður á sum iðnfyrirtæki til að endurgreiða skuld ríkisins við iðnaðinn. 2. Þrátt fyrir að Alþingi hafi óskað eftir því að stjórnvöld láti útbúa lagafrumvarp um niðurfell- ingu aðflutningsgjalda á aðföng til iðnaðar (efni og vélar) hafa efndir engar orðið, — ef undan er skilin smálagfæring á reglugerð. Þess vegna hefur undirritaður ásamt Árna Gunnarssyni og Guð- mundi G. Þórarinssyni flutt frum- varp um þetta mál á Alþingi, en það hlaut ekki afgreiðslu á síðasta þingi. 3. Á ársþingi FII lýsti Tómas Árnason yfir þeirri skoðun sinni, að fella ætti niður launaskatt og jafna aðstöðugjald milli atvinnu- greina. Enn er þetta einkaskoðun Tómasar, en ekki stefna ríkis- stjórnarinnar. 4. í 13. tl. efnahagsaðgerðanna, sem ríkisstjórninni lá þessi ósköp á að kynna almenningi á gamlárs- kvöld segir orðrétt: „Hraðað verði samanburði á starfsskilyrðum höfuðatvinnuveganna og þau sam- ræmd. Tryggt verði að starfsskil- yrði iðnaðar verði ekki lakari en annarra atvinnuvega." Hér er ver- ið að reka á eftir nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði, en dr. Jó- hannes Nordal er formaður henn- ar. Hinn 30. marz 1980 samþykkti ríkisstjórnin tillögu um að skipa þessa nefnd og skyldi hún skila áliti 1. júlí 1980. Nefndin var samt ekki skipuð fyrr en í september eða tveimur mánuðum eftir að hún átti að ljúka störfum. Hún hefur unnið talsvert starf, en skilar líklega ekki áliti fyrr en í haust. Það er einmitt þessi nefnd sem á að staðreyna það, hvort starfs- skilyrði iðnaðarins séu lakari en annarra greina, einkum sjávar- útvegs. Verði niðurstaðan sú, að mismunun eigi sér stað, t.d. í skatta-, tolla - og lánamálum, hljóta stjórnvöld að lagfæra þann mun vegna fyrri loforða, sem gefin voru við inngönguna í EFTA. Með jöfnum starfsskilyrðum verða um- ræður um aðlögunargjald úr sög- unni. Iðnaðurinn er í úlfakreppu Tafirnar á þessum málum verða skrifaðar á reikning ríkisstjórnar- innar. Vegna ágreinings innan stjórnarinnar dróst úr hömlu að skipa starfsskilyrðanefndina. Rík- isstjórnin flutti fjárlagafrumvarp, þar sem gert var ráð fyrir 3% aðlögunargjaldi á þessu ári, en breytti síðan um stefnu rétt fyrir jól og skattlagði iðnaðinn í stað- inn til að missa ekki af tekjum. Að' sögn iðnaðarráðherrans hefur rík- isstjórnin látið undir höfuð leggj- ast að afgreiða tillögu, sem hann flutti í ríkisstjórninni fyrir 8 mánuðum um aðlögunargjald. Nýjasta afrek ríkisstjórnarflokk- anna í iðnaðarmálum á Alþingi var síðan að svæfa þingsályktun- artillögu iðnaðarráðherrans um iðnaðarstefnu sem hann hefur flutt á þremur þingum. Iðnaðurinn er því í úlfakreppu úrræðalausrar og stefnulausrar ríkisstjórnar. Það er því ekki að furða þótt skræmti í Scheving. ■ 1 * SLVSAVARNAFELAC ÍSLANSS ina öf *?*. '» V . ÁRBÓK 1981 Árbók SVFÍ komin út KOMIN ER út Árbók Slysa- varnafélags íslands 1981, en hún hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi SVFÍ árið 1980 og ýmsar upplýsingar og frásagnir um björgunarmál ogslysfarir. í upphafi Árbókarinnar rit- ar Gunnar Friðriksson forseti félagsins um Slysavarnadeild- ina Hraunprýði í Hafnarfirði sem er 50 ára, en síðan er birt skýrsla forseta, sem flutt var á aðalfundi SVFÍ að Laugum í Þingeyjarsýslu 1981. Þá eru greinar um tilkynningaskyld- una, um tímamót í íslenzkri björgunarsögu, greint frá eft- irlitsferð í skipbrotsmanna- skýlin á Hornströndum, sagt frá ýmis konar æfingum og greint er frá starfi nokkurra deilda SVFÍ. Þá eru birtar ýmsar skýrslur um flugslys, banaslys í umferðinni, drukknanir og skipsskaða, einnig eru nokkrar frásagnir um björgun manna úr háska. Árbók SVFÍ 1981 er nærri 180 bls. að stærð, prýtt mörg- um myndum og fæst ritið á skrifstofu félagsins og hjá deildum og björgunarsveitum út um landið og kostar kr. 50,-. BIKARKEPPNI K.S.Í. , .JisV’->\S' Reykjavíkimrieistarar Fylkis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.