Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 mínar í dag, í nafni þeirra sam- taka, sem prestar hafa með sér, en fyrst og fremst sem mitt eigið þakklæti til þess manns, sem hefur haft meiri áhrif á mig og líf mitt með predikunum sínum en nokkur annar maður. Fyrir mér hefur herra Sigurbjörn Einarsson biskup ætíð verið þar svo stór, að hann hefur getað verið smár frammi fyrir Drottni og sá hljóm- ur sem hefur snortið mig dýpst í máli hans og víða kemur fram, þann hljóm mætti kannski orða með þessari hugsun: „Ég lifi í ljósi Guðs-hans litla barn". Eg bið þess að herra Sigurbjörn Einarsson biskup eigi enn og lengi eftir að miðla þessari þjóð af ríkidæmi fágætra hæfileika sinna, mikillar köllunar og heitrar trúar. Guð gefi honum, hans góðu og merku eig- inkonu og ástvinum öllum, blessun og náð sína á þessum tímamótum og um daga fram. Guðmundur Óskar Ólafsson Áfmæliskveðja úr Skálholti Merkileg er sagan af Babels- turni í Gamla testamenti, — sagan af því, hversu þjóðir tvístr- uðust og tungur greindust, og þó ekki síður andstæða hennar í Nýja testamenti, — sagan af lærisvein- um Jesú, er fylltust Heilögum anda á hvítasunnu og töluðu svo um stórmerki Guðs, að allir skildu, hverrar þjóðar sem voru. Þar hefst kristnisaga og er ekki enn öll. Brot hennar gerist á íslandi og mætti heita Móðurmál og krossorð. Almælt tíðindi þarf raunar ekki að segja, en þó eru nú liðnir sjö tugir ára frá því að nýr vísir og sproti tók að spretta af gömlum meiði í afskekktri og harðbýlli sveit sunnan jökla. Heita má, að nærri jafn langt sé um liðið síðan sá mjói vísir fékk að kanna harðneskju þessa heims svo um munaði. Ung móðir lézt af bruna- sárum á nýársdag 1913, en sonum hennar tveim, kornungum, var borgið. Þá var Sigurbjörn aðeins þriggja missera. Saga manns er vörðuð myndum þeirra, sem stóðu honum næstir eða urðu á vegi hans. Mynd, sem birtist í einu Reykjavíkurblað- anna eftir biskupsvígslu fyrir röskum tuttugu árum, er býsna áleitin þessa daga. Þar standa þrír biskupar hlið við hlið og álengdar kennari úr Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Allir fjórir voru þeir eitthvað í ætt við kennileitin í átthaganum, gamlar Reykjavík- urgötur og hús, Eskihlíðina, ströndina, sundin og fjöllin í fjarskanum. Og þó voru þeir miklu gildari þáttur í ævi ungs prests, eins konar andleg kennileiti, á menntaveginum, í háskólanum, sem þá var stór stofnun í smáum bæ, á helgum stundum og hátíða- stundum í KFUM, í Dómkirkj- unni, í kvikmyndsalnum í Austur- bæjarskóla. Herra Sigurbjörn var yngstur þessara fjögurra, raunar næstum unglingslegur milli hinna tveggja, herra Asmundar og dr. Bjarna. Þó er myndin af honum enn yngri býsna skýr og fersk í minni. Það ber til tíðinda í höfuðstaðnum, að nýtt prestakall með tveim emb- ættum er stofnað árið 1940. Og margir sækja um. Þetta er nýstár- legt þeim, sem eru ungir og um það bil að vakna til vits. Þá kemur kornungur kennimaður, lítt kunn- ur, vestan af Skógarströnd. Hon- um bregður fyrir á gangi í Austur- bænum. Grannvaxinn er hann og ekki hávaxinn, en fas hans allt, óvenju fríð og gáfuleg augun og göfugmannlegt og næstum fram- andlegt yfirbragðið, minna á helg- ar sögur. Hann er sagður nýkom- inn heim úr erlendum háskólum frá frægum kennurum. Ungum augum verður starsýnt á hann, en þó er hitt merkilegra, að hann talar svo um Jesúm Krist, að ung sem gömul eyru ljúkast upp. Þar fer allt saman, óvenjuleg og hug- þekk röddin, framsögnin gædd einhverri sérstæðri kynngi og þunga, orðfærið snilid, en boð- skapurinn er þó bestur alls. Sá ókenndi, ungi prestur, verður hlutskarpastur við kosningu og hreppir annað embættið við Hall- grímskirkju, sem enn er þó óbyggð. Þá hefjast þeir dagar, sem gjarna verða presti og söfnuði beztir, eins konar andlegir hveiti- brauðsdagar. Messað er í þröngum kvikmyndasal Austurbæjarbarna- skóla, fyrir byrgðum gluggum, því að það eru stríðstímar. En þótt annarlegt kunni að vera fyrir prest að líta upp til safnaðar síns og fyrir söfnuð að horfa niður til prests síns, þá er þó salurinn setinn að mestu við messur, jafnt á helgum dögum sem virkum. Og handtök og bros eru hlý við útgöngudyr. Það er líkast því, að tvístruð hjörð hafi nú fundið hirði sinn. Að sjálfsögðu kemur síra Hall- grímur við þessa sögu. Ekki hvarflar að mér nokkur efi um, að það hafi verið Heilagur andi, sem skaut því einhverjum í brjóst, að hinn nýi söfnuður skyldi heita Hallgrímssöfnuður. Það er einnig meira en ágizkun ein, að sálmar og vers síra Hallgríms, hafi komizt til nýs vegs í þeim söfnuði. Það sannaðist enn, sem öll íslenzk þjóðarsaga ber með sér, sé hún lesin svikalaust og rétt skilin, að móðurmálið og krossorðið áttu og eiga samleið með einstæðum hætti. Það var þess vegna engin hending heldur, að síra Sigurbjörn var til þess kallaður árið 1944, það eftirminnilega ár, að lesa Passíu- sálma síra Hallgríms í útvarp á lönguföstu. Honum tókst það með þeim hætti, að sá lestur er nú löngu gróin venja í vitund þjóðar- innar. Það getur valdið miklu í kristni- haldi fámennrar, kristinnar þjóð- ar, þegar ungur vottur Krists og lærdómsmaður kemur til sögu með þeim hætti, sem hér varð raun á. Áhrif síra Sigurbjarnar voru slík á predikunarstóli, að margir urðu daprir við, svo að ekki sé meira sagt, þegar spurðist, að hann mundi hverfa að fullu að kennarastóli við háskólann. Hitt vissu þeir, sem þekktu trú hans og köllun, að hann mundi ekki bregð- ast. Og hann varð köllun sinni trúr. Þótt hann öðlaðist nýjar nafnbætur, gieymdist honum sízt, að hann var vottur og erindreki hins krossfesta og upprisna. Hver dagur og hver kennslustund hafði þessa yfirskrift: í Krist í krafti. Og bænin fyrir dagsverkinu var bæn síra Hallgríms, hversu sem hún kann að hafa verið orðuð, hverju sinni: GefAu að moAurmáliA mitt. minn Josú. þoss ók boiAi. frá allri villu klárt ok kvitt. krOssins orA þitt út brciði —. Mikil saga er hér ósögð, en um sumt verður ekki orða bundizt. Árið 1947 hófst ferill tímaritsins Víðförla, sem þó varð of skammur. Víðförli markaði þau tímamót og var slíkt afrek af hálfu síra Sigurbjarnar, að duga mætti til nafnfrægðar í íslenzkri kristni, þótt ekki kæmi fleira til. Þar var svo vandað til efnis, umfjöilunar og höfunda, að með ólíkin'dum er í slíku fámenni og slíkri einangrun. Og þó er mest vert um það, sem ávannst. Gerningaþokur einsýnis, spilltra fræða og þekkingarleysis tóku að leysast sundur. Víðförli er nú um of horfinn í gleymsku og væri þó í fullu gildi, ef hann væri ekki fágætur orðinn. Eitt af því, sem komst í hámæli með honum, var dapurleg saga Skálholts, sem heita mátti þó höfuðstaður og tákn íslenzkrar kirkju. Það voru baráttuár. Og að sjálfsögðu er þessi saga öll stríðs- saga, með djúpum undum og örum, valköstum og ósigrum stríðsmanna, en einnig sigrum og sigurdögum. Baráttan fyrir nýju Skálholti, fyrir nýju tákni Drott- ins meðal íslenzkrar þjóðar, hófst af fulium þunga í Víðförla og stóð alla ævi hans, og þó fer því fjarri, að henni sé lokið. Hér hefur aðeins verið stiklað á fáeinum merkisteinum í sögu dr. Sigurbjarnar. Sjálfur veit hann, að ég gæti ritað þá sögu miklu lengri og ítarlegri, og þar yrði ekki skemmstur kaflinn um kynni mín og ástvina minna af þeim hjónum báðum um fjóra áratugi. Hann veit einnig mæta vel, að sagan þessi er saga margra manna annarra. Og bezt veit hann þó, að hetja sögunnar er aðeins ein, hinn eini og sanni og sami Drottinn, Jesús Kristur. Honum vildi hann þjóna og hlýða kalli hans. Það hefur honum, í Kristí krafti, tekizt með þeim hætti, að nýir turnar risu til tákns um stórmerki Guðs. Honum tókst að flytja krossins orð með þeim hætti, að heil þjóð varð snortin af og margir hlutu af heyrn og sjón og blessun. Fyrir þetta vil ég þakka honum og bezta samherja hans meðal manna, frú Magneu, því að það er mest vert af öllu góðu. Blessuð séu þau og allir ástvinir þeirra, sakir órofa vináttu þeirra við foreldra mína, fyrir þá blessun, sem ég og mínir hafa af þeim hlotið, einnig söfnuðirnir í Skálholtsprestakalli. Blessuð séu þau frá Skálholti fyrir þá blessun, sem þau hafa flutt íslenzkri kristni og íslenzkri þjóð. Guðm. óli ólafsson. Nú þegar minn ágæti yfirmaður biskup Islands, hr. Sigurbjörn Einarsson á sjötugsafmæli og læt- ur senn af störfum, vil ég ekki láta hjá líða að þakka honum og senda honum afmælisóskir. Þær stundir koma í lífinu, að við stöndum á vegamótum og þurfum að taka mikilvægar ákvarðanir, sem geta skipt sköpum um alla framtíð. Slíkar stundir eru erfiðar og oft er hikað að halda áfram þann veg, sem hugurinn stendur til og við þráum og þurfum leiðsögn, uppörvun og kjark. Og þeir menn, sem við þá leitum til, gleymast seint, viðmót þeirra og orð hafa áhrif og þau greipast djúpt í huga. Það var á slíkri stundu í lífi mínu fyrir fjórtán árum, að ég kynntist fyrst hr. Sigurbirni bisk- up. Og sá vegur, sem ég vildi fara hafði vegvísi og á honum stóð: prestur. Öll skynsemi mælti á móti því, að þessi leið skyldi farin og mörg ljón á veginum. Við áttum langt og gott samtal og frá hr. Sigurbirni stafaði allan tímann umhyggja, hlýja og kær- leiki, sem ég skynjaði sterkt, ljúft bros, einlægni og alvara. Og svo komu orðin, sem ég enn í dag heyri hljóma í hjarta mínu, því þar eru þau geymd. Hann sagði: Ef þú ert viss um köllun þína að verða prestur og hlýðir henni, þá mun það verða þér, fjölskyldu þinni og öðrum mikil blessun. Og svo bætti hann við: ekki í verald- legum skilningi, starfið mun ekki færa þér gull og græna skóga, heldur fjársjóð, sem mölur og ryð eyðir ekki. Ég gekk þennan veg og það var hamingja lífs míns. Og oft síðan hefi ég leitað til hr. Sigurbjörns og fengið leiðsögn, skilning og kær- leika. Ég vil aðeins minnast hér á þau tímamót, er ég varð fyrir áhrifum þeirrar miklu vakningar, sem nú gengur yfir í mörgum kirkjum víða um heim. Ég var ekki viss, hvernig biskupinn tæki þessu, einkum þar sem ég vissi, að sumir lúterskir biskupar erlendis voru andsnúnir vakningunni þá, en margt hefur breyst síðan. Biskupinn hlustaði með athygli og alvöru, en svo varð hann glaður og ræddi málið af áhuga og tók að fræða mig og leiðbeina um guð- fræðileg atriði varðandi slíka vakningu og hann lauk samtalinu með þessum orðum: En minnstu orða Páls postula, allt fari fram sómasamlega og með reglu. Að biskupinn hefur tekið þessari vakningu með slíkri vizku, skiln- ingi og kærleika, hefur orðið mörg hundruð manna til mikillar bless- unar hér á landi. Og nú stendur þú á mikilvægum og merkilegum vegamótum minn kæri biskup og enn er dagur og enn er mikið verk að vinna. Ég veit, að við þessi vegamót er líka sá, sem við báðir elskum, treystum og tilbiðjum og nú trúi ég, að hann segi við þig eins og Serúbabel forðum: „Ver hughraustur, haldið áfram verkinu, óttist ekkj.“ Og hann segir ennfremur: „Ég vil kenna þér og fræða þig um veg þann, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér ráð, hafa augun á þér.“ Kæri biskup, hr. Sigurbjörn Einarsson, ég þakka þér innilega fyrir handleiðslu þína, kærleika og góðvild á liðnum árum og ég þakka einnig gestrisni þína og þinnar góðu konu, frú Magneu Þorkelsdóttur á heimili ykkar. Ég og fjölskylda mín sendum þér innilegar afmælisóskir og við biðj- um algóðan Guð að blessa þig og fjölskyldu þína alla um ókomin ár. Halldór S. Gröndal. „Jesús fær varið veikan bát og vísað í höfn á landi“. (.Sb. 415. - Sbj. E.) Biskup íslands er sjötugur í dag. Þeim, sem með margvíslegum hætti hafa notið hans á lífsferli, reynist torvelt að trúa þessum tíðindum. Sýnu örðugra er þó hitt, — að sætta sig við orðinn hlut. „Tíminn steðjar sem streymi á.“ Þannig hefur herra Sigurbjörn sjálfur kveðið, — og ekki misst marksins fremur en endranær. Nú hefur flaumurinn borið hann að straumamótum, þennan fágæta mann. Þar með er brotið blað í sögu aldar. Til eru einstaklingar, sem svo eru búnir, að fátt eitt í fari þeirra verður einkamál. Líf þeirra er þess konar hnoða, að þar kemur saman æviþráður fjölmargra ann- arra. Þennan veg er honum farið, sem við í dag árnum heilla. Hann hefur ekki einungis um áratugi verið oddviti og brautryðjandi í sundurleitasta skilningi þeirra orða. Hann er löngu orðinn sam- nefnari, andlit og ímynd íslenzkr- ar kristni á hraðfara vaxtarskeiði fornrar kirkju í nýjum skrúða. Sjötugsafmæli hans er með nokkr- um hætti afmæli okkar allra. Þegar við á þessari stundu þökk- um honum liðin ár, erum við í reynd að samfagna sjálfum okkur, af því að við fengum að lifa þá daga, sem voru hans. Og þegar við biðjum honum hamingju á kom- andi tíma, erum við enn að láta í ljós þá von, að við megum lengi búa við leiðsögn hans, þótt bátinn senn beri um aðra kvísl ævinnar stríðu rastar en verið hefur um hríð. Ekki mun ég dvelja við sögu, enda er það hvorki tímabært né ráðlegt í stuttri afmæliskveðju. Ástæðulaust er að draga upp mynd af kirkjuhöfðingjanum Sig- urbirni Einarssyni. Stjórnandans og framkvæmdamannsins verður að fáu getið í þessu máli, — hans sem reisti Skálholtsstað úr rúst- um, sneri áleiðis fleiri nauðsynja- málum kirkjunnar en frá verði skýrt og lýkur innan skamms tíma embættisferli sínum með hvoru tveggja, nýrri helgisiðabók og umskapaðri útgáfu Biblíunnar. Snillingurinn, sem flutt hefur Guðs erindi á þær lundir, að allur samanburður er út í hött, verður ekki veginn á metaskálum hér. Skáldið, sem kveðið hefur svo, að fleiri vildu gjört hafa, fær engan ritdóm. En vin vil ég hylla við vatnaskil í ævi hans. Og andlegum föður skal þakkað fyrir það allt, er enginn fékk veitt með þeim hætti sem hann. Ég minnist fyrstu samfunda við Sigurbjörn Éinarsson: Nýgræð- ingur í guðfræðinámi var ásamt skólasystkinum boðinn í biskups- garð. Uppburðarlítið piltkorn gengur fyrir höfðingjann unga, prófessorinn fyrrverandi, þjóð- kunnan fræðimann og löngu ann- álaðan predikara. — „Sælir verið þér,“ segir gesturinn, nokkuð svo skjálfraddaður. — „Komdu sæll, vinur," er svarað. Höndin var styrk, og úr leiftrandi auga lagði þann hlýja loga, sem í skjótri svipan eyddi öllu angri. Það var eins og komin væri stórhátíð. Og þó var þetta dæmalaust hvers- dagslegt kvöld á vetri. Ævinlega síðan voru allar stundir í návist Sigurbjörns Ein- arssonar feginsdagar, — stórhá- tíðir. Eldurinn hvíti hefur um hann leikið og varpað birtu yfir aðra menn. Álengdar vissum við vígslusynir og dætur einnig til hans ár og síð, þótt um fjöll og heiðar væri að sækja. Jafnvel íslands haf var þess ekki umkomið að svipta ferðalang meðvitundinni um innilega nærveru drengsins góða. Þetta er í dag þakkað, og mun þó seint nóg að gjört. Þökkuð verður samtímis móðurleg um- önnun Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar um tugi ára. Fleyg er hugmynd suðrænna manna um konu að baki karli hverjum. Þau orð veit ég hvergi leita sér sannari staðar en þar sem frú Magnea fer. Oft hef ég í hljóði spurt, hvert herra Sigurbjörn Einarsson sæki þann auð, er hann um sig sáir höndum tveim. Svarið er án efa flókið, nánast leyndardómur. Sjálfur mun hann tæpast gangast við gjöfum sínum. En væri hann krafinn svara, ætla ég þau yrðu einföld og ljós, eins og honum er tamast, þegar fjallað er um marg- slungna hluti og óræða: „Jesús fær varið veikan bát og vísað í höfn á landi." Kristur er kvikan í lífi þessa manns. Með einhverjum óskiljanlegum hætti gætir þeirrar kviku, hvert sem hann ber. „Tíminn steðjar sem streymi á. Stýrum í Jesú nafni." Á sjötugsaf- mæli bið ég herra Sigurbirni Einarssyni þess, að hann um mörg ókomin ár fái ekið smáum báti greiðar leiðir. Land hins upprisna brosir fyrir stafni allra kristinna manna á hverju æviskeiði. Megi sá viti, sem þar stendur á ströndu, brenna skært yfir lygna elfi á síðsumri. Guð blessi biskupinn okkar og allt hans hús. Ileimir Steinsson Eitt lítið atvik, nærri hálfrar aldar gamalt, er mér minnisstæð- ara en flest annað frá þeim tíma. Við hjónin, konan mín Rósa B. Biöndals og ég, vorum þá nemend- ur í Kennaraskólanum, og við vorum kirkjurækin á þessum ár- um, sóttum reglubundið kirkju í Dómkirkjuna til sr. Bjarna Jóns- sonar og sr. Friðriks Hall- grímssonar. Það var haustið 1933, að við gengum upp í helgidóminn, eins og við vorum vön, nýkomin í bæinn. Þá bar þar nýtt fyrir augu. í anddyri Dómkirkjunnar stóð ung- ur stúdent, gekk hann til okkar með ástúðlegu brosi, heilsaði með handabandi og kynnti sig: Sigur- björn Einarsson. Gullfallegur ungur maður. Ég hafði aldrei mætt svona ungmenni fyrr. Það lýsti af persónu hans gleði þess eðlis, sem ég hafði aldrei fyrr séð í augum eða andliti ungmennis. Og það fór ekki milli mála, hann var að heilsa vinum, sem honum þótti vænt um, að fyrra bragði, alger- lega að tilefnislausu, og aldrei höfðum við hvorn annan fyrr litið augum. Hann stóð þarna í anddyri Dómkirkjunnar til þess að taka á móti kirkjugestum og opna fyrir þeim dyrnar inn í helgidóminn. Ég varð glaður, er mér varð það ljóst. Og mér flaug í hug, að þessi ungi, glæsilegi stúdent myndi til þess kjörinn að opna dyr helgidóms kristinnar trúar fyrir mörgu fólki á iífsbraut sinni. Þetta sama haust hóf Sigurbjörn Einarsson nám við Uppsalaháskóla og lagði stund á almenn trúarbragðavís- indi, grísku og klassísk fornfræði í fjögur ár. Hann lauk embættis- prófi í grísku haustið 1936 með 1. ág. einkunn. Ég átti erindi til Stokkhólms 1935 og notaði tækifærið til að heimsækja þau hjónin, frú Magneu Þorkelsdóttur og Sigur- björn. Þau bjuggu þá í sumar- fríinu uppi í sveít, alllangt frá Uppsala í litlu húsi, sér á parti, vafalaust við þröngan kost. En þangað komu vinir þeirra í heim- sókn, þar á meðal þekktir háskóla- menn. Þegar fyrsta prestkosning fór fram í Hallgrímssókn, áttu kjós- endur margra góðra kosta völ. Það fór því að líkum, að atkvæði dreifðust svo, að enginn var kjör- inn lögmætri kosningu. En S.E. hlaut langflest atkvæði allra um- sækjenda og fékk veitingu fyrir embættinu. Hann fluttist þá með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.