Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981
lega ritfær að frásögn og íslensku
máli, dugnaðarmaður, félagslynd-
ur og starfaði mikið í ungmenna-
félagshreyfingunni og Good-
templarareglunni austur þar.
Kona hans, móðir Sigurbjörns, var
Gíslrún Sigurbjörnsdóttir frá
Háukotey, hún andaðist á besta
aldri 1913, er Sigurbjörn var í
frumbernsku. Hún var af Sverr-
issenætt. Hún var kona vel gefin
og bar með sér sterkan persónu-
leika hefur sagt mér háaldrað fólk
,er man hana frá sínum æskudög-
um. Magnea Þorkelsdóttir er dótt-
ir Þorkels Magnússonar og konu
hans, Rannveigar Magnúsdóttur.
Þá þrjá daga er prestastefnan
var haldin í Menntaskólanum í
Reykjavík 1979 voru dagar góðrar
minninga, glaðværra stunda í hin-
um almenna menntaskóla. Margt
rifjaðist upp eftir 6—7 ára dvöl
þar af æskunnar unaðsdögum og
framtíðardraumum. Allt kennara-
liðið var horfið að mestu til
annars heims utan cand. theol.
Einar Magnússon rektor. Furðu
ern og spengilegur eins og í fyrri
daga á árdegi æsku okkar.
Þá var eigi verið að bjóða upp á
endurreisn, að taka prófin upp að
nýju á haustin ef menn höfðu
fallið í vordögum eða hlotið reisu-
passann um veturinn.
Þannig var með okkur bekkjar-
félagana 7 saman síðasta veturinn
í skóla, en 9 voru eftir í bekknum.
Þá hittumst við á förnum vegi
við gömlu bekkjarbræðurnir, Sig-
urbjörn Einarsson stud. theol. og
ég stud. art. Við tókum nú tal
saman um ástand og horfur á
menntabrautinni og var það úr að
hann bauð mér heim. Þótti mér
þar gott að koma og er ég hafði
litast um varð mér að orði með
hvatleika þeirra Engeyjarmanna:
„Mér þykir þú vera orðinn trúað-
ur, biblíur hér og guðsorðabækur
og helgimyndir á veggjum, allt
fágað og prýtt." Og Sigurbjörn
svaraði með hógværð: „Eg er nú
trúlofaður, Pétur.“ Kom þá auð-
vitað mín uppáhaldsspurning,
hvaðan er hún ættuð? En hvað
sem ræður okkar urðu langar, þá
varð niðurstaðan sú, að hann bauð
mér að lesa með mér frönsku og
fór ég til hans í tíma. En því drep
ég á þetta atvik að frá þessu
tímaskeiði í lífi Sigurbjörns Ein-
arssonar hefur vegur hans legið til
góðs og gæfu í lífinu.
Eigi svo að skilja að allir hlutir
hafi verið honum greiðir, heldur
hefur hann notið sinna miklu
gáfna og greindar og hefur farn-
ast vel í þeim virðingarsessi, er
hann hefur hlotið hverju sinni.
Það var snemma trú meðal
skólabræðra Sigurbjörns að hann
væri til mikilla hluta hæfur, enda
er hann sjálfur kappsamur í eðli
sínu og ótrauður að berjast áfram
í lífinu til góðra ævistarfa. Enda
kom það berlega í ljós er hann tók
sig upp með konu sinni og hélt til
Svíþjóðar að nema guðfræði árið
1933.
Til gat sú kona verið er hefði
latt mann sinn til þessarar farar
og talið að honum myndi nægja
nám hér heima, en ég er þess
fullviss að hún hefur hvatt hann
til þessarar ráðabreytni enda
flutti hún út með honum og hélt
fyrir hann hús með nægjusemi og
myndarskap. Bjuggu þau í útborg
Uppsala og höfðu hægt um sig og
ræktuðu þar garð sér til búsdrýg-
inda.
Er skemmst frá því að segja að
Sigurbjörn gerðist mikill lær-
dómsmaður, hann náði slíku valdi
á sænskri tungu að hann talaði
málið eins og innfæddur væri, er
minnir á Rasmus Kristján Rask
og franska sendikennarann Andre
Courmont um leikni þeirra í
íslenskri tungu.
Haustið 1937 kom Sigurbjörn
heim og fjölskylda hans og lauk
hann guðfræðiprófi vorið 1938 og
vígðist til Breiðabólstaðar á Skóg-
arströnd, eins minnsta brauðs
landsins, en sagt var að hlyti
jafnan ágæta presta, annar biskup
hóf þar prestskap, Pétur Péturs-
son biskup.
Árið 1941 var Sigurbjörn kosinn
prestur í Hallgrímsprestakalli í
Reykjavik, var þar þá engin
kirkja, enda prestakallið nýstofn-
að. Skólavörðuhæðin var auð, með
grágrýtisklöpp til að standa á og
himininn til að horfa á. En fólkið
var samstillt og hinir nýju klerkar
bjartsýnir.
Þótti Sigurbjörn mikill ræðu-
maður og vel látinn í sínu starfi.
Hófst söfnuðurinn handa um að
byggja Guðshús helgað sr. Hall-
grími Péturssyni. Urðu þó deildar
meiningar um þessa framkvæmd,
einkum eftir að hornsteinninn var
lagður með sálmasöng og þakkar-
bæn safnaðarins er átti einhuga
trú á þessari framkvæmd Drottni
til dýrðar og söfnuðinum til bless-
unar. Mundaði þá sr. Sigurbjörn
ritstíl sinn og sótti fram á ritvöll-
inn og þótti vel takast og hopaði
hvergi. Kom þá í ljós það er vinum
hans var kunnugt, að hann var
slyngur og skýr í hugsun til
sóknar og varnar og er gæddur
ríkum hæfileikum til að sjá
kjarna mála. Munu þessi skrif
hafa frekar orðið til að þoka
söfnuðinum saman um byggingu
þessa veglega húss. En það hefur
öðlast á liðnum árum vináttu og
fórnarhug margra meðal þjóðar
vorrar.
Eftir farsælt brautryðjenda-
starf sem þjónn heilagrar kirkju
hlaut Sigurbjörn prófastsembætti
við Guðfræðideild Háskólans árið
1943. Hófust þá náin kynni hans
við prestsefni landsins. Eg efa eigi
að hann hafi haft gott vald á
efninu og verið skýr í hugsun í
starfi sínu er byggt var á sannri
trú og lífsreynslu hans. Og þá hafi
komið í Ijós hans mikli lærdómur í
hinum helgu fræðum.
Á þessum árum bjuggu þau
Sigurbjörn og Magnea að segja má
í túnfæti Hallgrímskirkju, í litlu
húsi foreldra hennar er var á
Freyjugötunni. Þó þar væri eigi
salir né stórar stofur ríkti þar
hlýleiki og eining. Mér fannst eins
og húsakynnin stækkuðu eftir því
sem börnunum fjölgaði svo mikil
var samstilling og góður andi í
heimilisranni þeirra hjóna.
Hógværð og alúð frú Magneu
Þorkelsdóttur í allri framgöngu
samfara persónuleika sem ekki
var að berja sér né með úrtölur.
Sr. Sigurbjörn Einarsson naut því
vel sinna hæfileika og afrekaði
miklu og óx að virðing í störfum
sínum. Kona hans var honum þar
mikil stoð og vildi veg hans í öllu,
enda er hún vel gefin kona og var
eigi síður námskona en hann
námsmaður. Er þeim það sameig-
inlegt báðum að þau þóttu í skóla
hafa óvenjulegt vald á íslensku
máli í tali og ritun. Á þessum
árum lét Sigurbjörn ýmis rit frá
sér fara, en þegar í skóla þótti
hann mikill námsmaður einkum
um erlend mál, íslenska tungu og
stílisti góður, aftur lagði hann sig
ekki eftir tölvísi. Þá var hann
manna mælskastur og hafði skýra
og hljómfagra rödd og þýða. Eftir
hann liggur því margt gott í lausu
máli.
Má þar fremst nefna ævisögu
Albert Schweitzers trúboða og
læknis í Mið-Afríku, er má telja
öndvegis verk á sínu sviði. Þá
þýddi Sigurbjörn tvær bækur eftir
hinn kunna danska prest Kaj
Munk og bók eftir Martin Nie-
möller, þýskan biskup, voru þetta
ræðusöfn þeirra. Það lætur að
líkindum að honum hafi verið
ræðugerð hugleikin enda hefur
hann gefið út ræðusöfn er hafa
orðið vinsæl.
Á árunum 1947—55 gaf hann út
tímaritið „Víðförli" er fjallaði um
guðfræði, biblíuþýðingar og
endurreisn Skálholtsstaðar. Hafði
hann stofnað félag er hét Skál-
holtsfélagið meðal áhugamanna
um að hefja biskupssetrið til vegs
og virðingar að nýju. En um
þessar mundir var faðir hans,
Einar Sigurfinnsson bóndi á Iðu í
Skálholtssókn, í sóknarnefnd. Þá
ætla ég að þetta félag, sem að vísu
var eigi fjölmennt, hafi vakið fólk
til hugsunar um þetta mál og
gjört þar sitt gagn.
Oftlega er talað um að sagan
endurtaki sig, er meistari Brynj-
ólfur Sveinsson hálærður kom til
Iandsins 1632. Stóð yfir biskups-
kjör og leist mörgum vel á hann.
En hann fékk eigi nægilegan
meðbyr til biskupskjörs og gáfu
menn sig lítt að honum. En 1638
var hann kosinn með niiklu fylgi
til biskups í Skálholti sér nauðug-
um og varð einn af merkustu
biskupum landsins.
Á prestastefnu árið 1939, er var
sú fyrsta er Sigurgeir Sigurðsson
biskup hélt og var í Menntaskól-
anum í Reykjavík, var mikill
hugur í klerkum og deildu menn
mjög um sálmabókarnefndina
svonefndu sem vann sitt verk vel
er hún hóf störf að fullu. Reis
Sigurbjörn Einarsson úr sæti sínu
og lýsti skoðun sinni á málinu, en
ekki gáfu höfðingjar fundarins því
sérstakan gaum en héldu áfram að
ræða um sálmabókarnefndina. En
árin liðu, 20 ár, og Sigurbjörn óx
að virðingu meðal kennimanna og
þjóðar sinnar fyrir störf í þágu
þjóðarinnar og heilagrar kirkju.
Hann hlaut biskupskjör í kosn-
ingu árið 1959, löglega kosningu,
sem talið var mjög erfitt að fá
með þáverandi kosningalögum um
biskupskjör. Sýndi þetta traust
klerkastéttarinnar á honum. í
viðtali við Sigurbjörn að kvöldi
þess dags er úrslit kosningar hans
var heyrum kunn drap hann á það
við fréttamann, um þá röð biskupa
er þá höfðu tekið sér bagal í hönd
allt frá tíð Isleifs Gissurarsonar
biskups í Skálholti.
I æsku hafði syni meðhjálpar-
ans í Langholtskirkju i Meðallandi
þótt það mikil virðing sér sýnd að
varðveita kirkjulykilinn í greip
sinni við messugjörðir. Honum
var nú á sínum manndómsárum
fenginn í hendur hirðisstafur sem
biskup yfir Islandi. Mjór er mikils
vísir, segir máltækið. Grýta og
Lágakotey eru áþekk bæjarnöfn,
en munu eigi gleymast vegna
þeirra manna er þar ólust upp,
biskupanna Jóns Arasonar bisk-
ups á Hólum og Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups í Reykjavík, er
án efa báðir ætluðu sér mikla
hluti á starfsævi sinni og hlutu
það.
Biskupsstarfið er eigi eingöngu
upphefð, heldur margvíslegt og
annasamt embætti. Það lýtur
bæði að boðskap heilagrar kirkju
og stjórnsýslu. Það krefst að
biskup sé leiðtogi fólksins í land-
inu og fulltrúi lands vors utan
þess. Á margan hátt hefur herra
Sigurbjörn Einarsson skarað þar
fram úr í starfi sínu. Má þar nefna
að nútíminn hefur gefið honum
óvenjugott tækifæri til að flytja
boðskapinn í útvarpi og sjónvarpi
á stórhátíðum kirkju vorrar. Hef-
ur biskupinn unnið hugi manna á
slíkum stundum að það má tala þá
um einn söfnuð í voru víðlenda
landi, hvort heldur er í hringiðu
mannlífsins eða fásinni útskag-
ans. Hefur hann náð undraverðum
tökum á þjóðinni. Ætla má að
öðrum biskupum lands vors hafi
eigi slík lýðhylli fallið í skaut frá
því postilla Jóns Vídalíns biskups
var lögð á hilluna hjá íslending-
um.
Ég fann það líka best er ég fór í
vísitasíuferð með biskupi um
Húnavatnssýsluprófastsdæmi hve
hann var fimur að blanda geði við
söfnuðinn er hann ræddi um hagi
þeirra til lands og sjávar og um
andleg hugðarefni.
Oftlega hefur kona hans,
Magnea, verið með manni sínum í
þessum ferðum og hefur þá með
sinni hógværu framkomu og ljúfu
geði unnið hug fólksins ásamt
skynsamlegum umræðum. Fólki
hefur því fundist koma kirkju-
höfðingjans og konu hans vera góð
og er það í samræmi við það hve
biskupi er oft boðið í kirkjuafmæli
í landinu.
Allt vitnar þetta að þau hjón
eru vel látin og hafa eigi afneitað
sínum æskuhögum og þjóðlífi í
Skaftárþingi forðum daga. Eigi
síður mun biskup sem málamaður
ágætur, vel að sér í guðfræði og
drottinhollur heilagri kirkju hafa
verið góður þegn lands vors út á
við, reynst mikilhæfur við að tala
við sína embættisbræður á Norð-
urlöndum og hina kaþólsku er
sunnar dregur í álfuna, svo sem
hinn heilaga föður páfa og aðra
slíka Guðs menn á vorri tíð.
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup og kona hans Magnea
Þorkelsdóttir kunna vel með virð-
um að vera jafnt innlendum sem
erlendum, hvort heldur eru fyrir-
menn meðal þjóða og kirkjuhöfð-
Afmælisgjafa-
sjóður biskups
Nokkrir vinir biskups,
sem stofnað hafa afmælis-
gjafasjóð Sigurbjarnar bisk-
ups til kaupa á prcdikunar-
stól fyrir Hallgrímskirkju,
vilja hvetja þá sem ætla að
samgleðjast biskupi með
gjöfum, hlómum eða skeyt-
um að leggja fremur and-
virði þess í sjóð þennan. Bók
liggur frammi í Ilallgríms-
kirkju, þar sem gefendur
eru beðnir að skriía nöfn sin
og verður hún afhent bisk-
upi að kvöldi afmælisdags
hans. Hallgrímskirkja er
opin 9—6 og er þar tekið á
móti framlögum. Biskup hef-
ur fagnað þessu frumkvæði,
enda er Ilallgrimskirkja
honum mikið hjartans mál.
ingjar eða söfnuðir og sóknar-
nefndir hér á landi í héraði og út
um Islands byggðir.
Árin hafa liðið 55 síðan við
gengum saman inn í Menntaskól-
ann ungir drengir. Er því margs
að minnast frá liðnum tímum
fyrir okkur bekkjarbræður hans.
Árin líða hraðar eftir því sem
lækkar í tímaglasinu að manni
virðist. Þau biskupshjón Sigur-
björn Einarsson og Magnea Þor-
kelsdóttir geta nú á efri árum litið
yfir gæfuríka samfylgd á liðinni
ævitíð.
Sigurbjörn Einarsson er tilfinn-
ingaríkur maður og hefur átt
margar hugsjónir er hann hefur
viljað koma í framkvæmd. Oftlega
hefur honum orðið að trú sinni og
stundum eigi erfiðislaust. Og í
ýmsum baráttumálum fengið sig-
ur. Hann hefur aldrei safnað auði
né allsnægtum á veraldarvísu.
Kona hans hefur verið honum
traust bjarg er reyndi á um
veraldar hagi, hefur átt holl ráð
til uppkírvunar og honum til auð-
legs stuðnings er hefur gefið
honum hvíld hugans til að upp-
hugsa vegi sína að nýju.
Líf þeirra biskupshjóna hefur
verið á þá lund er eldri hjón tóku
sér í munn er þau litu liðna ævi,
líða fram. „Sá sem aðhyllist drott-
in verður jafnan gæfusamur, því
að drottinn er með honum og
meiri hamingju getur ekki.“
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
Biskupinn herra Sigurbjörn
Einarsson er sjötugur í dag. Hann
fæddist 30. júní 1911 á Efri-
Steinsmýri í Vestur-Skaftafells-
sýslu.
Jónas Hallgrímsson líkir
mannsævinni við sumarsólina,
„Bláa vegu brosfögur sól gengur
glöðu skini". Það er samlíking,
sem kært er um að hugsa á
þessum hásumarsdegi, sem jafn-
framt er afmælisdagur biskups-
ins.
í sömu andránni verðum við
þess áskynja að „dagur líður
fagur, fríður". Tíminn fer hratt
fram og ekkert veitir honum
viðnám. Ég man þá daga, þegar
Sigurbjörn biskup var yngstur
presta á landinu og gegndi prests-
þjónustu í prestakalli sínu að
Breiðabólstað á Skógarströnd. Og
þá eru mér minnisstæð árin, sem
hann og séra Jakob Jónsson voru
prestar i Hallgrímssöfnuði í
Reykjavík. Þá var engin kirkja
komin á Skólavörðuhæð og
Leifsstyttan ein á holtinu. Þá
messuðu þeir eitt sinn þar úti á
glöðum sólskinsdegi undir berum
himni og gjallarhornin fluttu
óminn af söng og tali langt yfir
helga jörð, sem átti í vændum að
bera uppi hið rismikla og fagra
musteri, Hallgrímskirkju. Á þeim
árum var grundvöllurinn lagður
að þessari miklu kirkjubyggingu,
sem enn er í smíðum. Það var átak
á þeim tíma að hefja verkið og
brautryðjendastarfið í söfnuðin-
um mikils virði.
Haustið 1943 varð Sigurbjörn
Einarsson kennari við guðfræði-
deild háskólans. Til þeirra starfa
var hann vel menntaður og mikl-
um hæfileikum gæddur. Hann
hreif okkur nemendur sína og
kennsla hans fékk ómgrunn í sál
okkar. Þá var barnastarf á vegum
guðfræðideildar, og sóttu börn úr
nágrenni háskólans sunnudaga-
skóla í háskólakapellunni. Er mér
það í fersku minni, hve Sigurbirni
tókst vel að tala við börnin og gera
þeim skiljanlegt það, sem hann
var að boða þeim. Á vísitasíuferð-
um sínum ávarpar biskup börnin
og gerir það snilldarlega, svo að
unun er að heyra.
Um margþætt og víðtæk störf
biskups er fátt eitt hægt að nefna
í stuttri blaðagrein. Undir hans
leiðsögn og forsjá hefur margt og
mikið áunnist í starfi kirkjunnar
fyrir kristni þessa lands. I orðs-
kviðunum segir: „Manninum verð-
ur hrósað eftir vitsmunum hans“.
Samkvæmt því á Sigurbjörn Ein-
arsson mikið hrós skilið. Hann á
hvorttveggja í ríkum mæli, þekk-
ingu og vizku. Og hann er hverjum
manni færari að tjá sig í ræðu og
riti. Þannig hefur hann náð at-
hygli alþjóðar. Þjóðin hlustar,
þegar hann talar, og les það sem
hann skrifar.
Það er lán kirkjunnar að eiga
slíkan fræðara og forustumann
sem hann er. Kenning kristin-
dómsins er lífslind, og það varðar
miklu að sá boðskapur komist vel
til skila. Sigurbjörn Einarsson
hefur það til brunns að bera, að
þetta er öllu öðru fremur köllun
hans, svo sem það var í prests-
þjónustu hans og kennslustörfum,
að lesa öðrum, — tjá öðrum og
kunngera boðskap heilagrar ritn-
ingar. Um þá náðargjöf kristni
spáði Jesaja forðum: Og þér mun-
uð með fögnuði vatn ausa úr
lindum hjálpræðisins.
Sigurbjörn biskup er ekki einn í
starfi sínu. Við hlið hans er kona
hans, Magnea Þorkelsdóttir bisk-
upsfrú. Frú Magnea styður mann
sinn í lífi og starfi, sem honum er
ómetanlega mikils virði. Það að
starfsferill biskups er svo glæsi-
legur og árangursríkur má einnig
þakka frú Magneu. Biskupshjónin
eiga blessunarríkt heimili, og ljós
kærleikans hefur lýst þeim í
dagsins önn og allri þjónustu fyrir
kirkju og kristni þessa lands.
Fyrir hönd Prestafélags hins
forna Hólastiftis sendi ég biskupi
einlægar hamingjuóskir á þessum
merku tímamótum. Félagið þakk-
ar honum allan stuðning og upp-
örvun í starfi á liðnum árum.
Fyrir hönd okkar hjóna árna ég
herra Sigurbirni Einarssyni bisk-
upi allra heilla á þessum degi. Við
þökkum honum og frú Magneu
gestrisni, góðvild og hlýhug gegn-
um árin. Megi sumarsólin ríkulega
blessa Sigurbjörn biskup og fjöl-
skyldu hans á þessum merkisdegi
og hvern dag, sem Guð gefur yfir.
Pétur Sigurgeirsson
Þegar saga íslenskrar kristni á
20. öld verður skráð, leikur ekki
vafi á að nafn Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups mun standa þar
ásamt nöfnum þeirra annarra sem
markað hafa spor er seint munu
mást.
Sú saga verður ekki skráð hér,
né úttekt gerð á sporum Sigur-
björns biskups. Hér verður aðeins
fáum orðum þakkað fyrir þá
þjónustu hans, sem markað hefur
dýpst spor í vitund sjálfs mín og
reyndar margra annarra, þjón-
ustu orðsins.
Það er almannarómur að þjóðin
hlusti, þegar biskupinn talar. Fá-
ir, ef nokkur, núlifandi íslendinga
eiga hægara með að ná hlustum
áheyrenda sinna. Þar fer saman
óvenjulegt vald á íslenskri tungu,
smekkvísi og auðskilin framsetn-
ing. Þetta eitt, þótt mikilsvert sé,
nægir þó hvergi. Hitt varðar
meiru, að hann á ætíð erindi við
áheyrendur sína, erindi sem hon-
um liggur á hjarta að koma til
skila. Og þetta erindi er ekki hans,
heldur þess er kallaði hann til að
þjóna orðinu, — ekki hvaða orði
sem er, heldur því orði sem varð
hold, Jesú Kristi.
I því umróti sem guðfræði
aldamótanna olli veiktist staða
Biblíunnar og játningu kirkjunnar
í vitund margra. Ég þori að
fullyrða að koma séra Sigurbjörns
Einarssonar að guðfræðideild Há-
skóla Islands og síðar kjör hans til
biskupsembættis hafi verið svar