Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981
31
við bænum þeirra sem áttu sér þá
sannfæringu að án trúnaðar við
Heilaga ritningu og játningar
kirkjunnar væri hún hljómandi
málmur og hvellandi bjalla.
I hirðisbréfi sínu til presta og
safnaða á Islandi helgaði hinn
nýkjörni biskup Heilagri ritningu
og boðun orðsins verulegt rými og
ræddi ólík viðhorf. Þar segir m.a.:
„Jesú predikaði sjálfan sig frá því
fyrsta að hann kom fram. Sú
sjálfsvitund, sem birtist í orðun-
um: Tíminn er fullnaður, fylg þú
mér, þér hafið heyrt að sagt var,
en ég segi yður, er kveikjan. Öll
tjáning þeirrar sjálfsvitundar er í
öllum þeim atriðum sem máli
skipta í fyllsta samræmi við hina
postullegu boðun. Boðberar Nýja
testamentisins hafa ekki gefið oss
annan Krist en hann vildi vera
sjálfur.“ Síðar í sama kafla segir.
„Biblían er heilög af því að hún
þjónar þeim heilaga tilgangi að
skapa lífstengsl milli þín og hans.
Og hún er lifandi bók vegna þess
að Drottinn hennar lifir.
Hún á persónulegt erindi við
hvern mann sakir þess að þær
staðreyndir sem hún gengur út frá
eru lífsveruleiki hvers manns:
Skapaður — fallinn, kallaður —
fráhverfur, syndari — útvalinn, —
þetta er saga hvers eins manns,
þetta er saga um baráttu Guðs í
þér, um þig, fyrir þig. Og þetta er
siguraflið, sem sigrað hefur og
sigra mun, trú vor, Kristur."
Þegar biskupinn fjallar síðan
um boðun orðsins, kemst hann svo
að orði: „Kirkjan vill vera sann-
leikanum trú, sönn í boðun sinni.
Vér viljum þjóna sönnum Guði,
vera honum trúir í kærleika,
gegna því erindi sem hann hefur
falið oss, af sem fyllstum trúnaði."
Nokkru síðar, þegar hann ræðir
vanda boðandans og þá spurn, sem
sífellt hlýtur að brenna á þjónum
orðsins: Skila ég því rétt sem mér
er falið? — segir hann: „Hvaða
gildi hafa játningar kirkjunnar í
þessu sambandi?
Þær eru ómetanlegur vitnis-
burður. Þær skera úr um það, að
kirkjan veit ekkert annað til
hjálpræðis en Jesúm Krist, kross-
festan og upprisinn, þann, sem
ritningin boðar. Þær marka þann-
ig þann meginkjarna, sem hið
kristna samfélag er vaxið af, og
draga þá stóru útlínu, sem er hin
sýnilegu mæri þess, ummörk þess
í þeim skilningi, að sá sem með
vörum og hjarta afneitar allri
hlutdeild í þessari vitneskju, vill
ekki sammæla sig hinu kristna
samfélagi. Þær skjóta vitnisburði
sinum til Ritningarinnar og til
þeirrar samvisku sem í auðmýkt
vill þangað leita til þess að finna
Guðs orð.“
Fyrir þessa afstöðu og þá þjón-
ustu við Orðið, sem hún hefur fætt
af sér vil ég fá að þakka, — fyrir
sjálfan mig og fyrir hönd þeirrar
hreyfingar innan íslensku þjóð-
kirkjunnar sem ég er fulltrúi
fyrir.
Skólinn og kirkjan, kristin-
fræðsla og kristið uppeldi hafa
einnig verið biskupi umræðu- og
áhugaefni. í tímariti sínu Víðförla
og í áðurnefndu hirðisbréfi hefur
hann gert þetta að umræðuefni.
Fræðsla í kristnum dómi innan
skólakerfisins hefur lengst af
þessari öld verið á undanhaldi,
sumpart af eðlilegum ástæðum,
sumpart af annarlegum, svo að til
skamms tíma höfum við staðið
frændum okkar á Norðurlöndum
langt að baki. Mest varð niðurlæg-
ingin með setningu fræðslulag-
anna 1946. Nú, þegar nokkuð
miðar til annarrar áttar, skulu
biskupi færðar þakkir fyrir upp-
örvun og stuðning, bæði beinan og
óbeinan, við okkur sem falið hefur
verið að vinna að þessum þætti
fræðslumála.
Ég vék að því í upphafi að
Sigurbjörn Einarsson biskup hafi
átt drjúgan hlut að þáttaskilum í
íslensku kirkjunni. Nú eru þátta-
skil í lífi sjálfs hans. Við þau skil
óska ég honum og fjölskyldu hans
heilla með orðum postulans: „Nú
fel ég yður Guði og orði náðar
hans, sem máttugt er að upp-
byggja yður og gefa arfleifð með
öllum þeim sem helgaðir eru.“
Sigurður Pálsson námstjóri,
form. KFUM I Reykjavik.
Afmæliskveðja
guðfræðideildar
Þegar presturinn á Breiðabóls-
stað á Skógarströnd, séra Sigur-
björn Einarsson, þá 29 ára að
aldri, sótti um annað tveggja
prestsembætta við hinn nýstofn-
aða Hallgrímssöfnuð í Reykjavík
haustið 1940, var í fyrsta sinn um
langa hríð efnt til prestskosninga
í Reykjavík með þeirri atkvæða-
smölun sem slíku fylgir jafnan.
Ekki minnist ég þess, að prestur-
inn af Skógarströnd hafi átt
liðssveitum á að skipa, en hann
vann glæsilegan sigur. Hann hafði
slegið á nýja strengi í hörpu
prédikarans svo að athygli vakti,
og á þriggja ára prestsþjónustu-
ferli við Hallgrímskirkju kvaddi
hann sér rækilega hljóðs með
þjóðinni sem afburða málsnjall
talsmaður þjóðernislegrar og trú-
arlegrar vakningar i kirkjunni.
Islensk tunga lék á vörum hans.
Hann flutti íslenskan kristindóm í
ljóðrænum prédikunum og leiddi
hugann að samfelldri hefð kirkj-
unnar. Einnig var blásið til stefnu
um baráttumálin. Eftirminnileg
er ræðan á berangri Skólavörðu-
holtsins 20. ágúst 1944, á hól
einum rétt fyrir ofan Leifsstytt-
una, þar sem komið hafði verið
fyrir fánastöngum og ræðupalli.
Veður var mjög gott, en um leið og
guðsþjónustunni var lokið, tók að
rigna. „Vér viljum fara til og
byggja", hét ræðan og var bar-
áttuhvatning til byggingar Hall-
grímskirkju. Svo sköruiega var
mælt, að allt ætlaði um koll að
keyra í blöðunum næstu vikurnar
i vörn og sókn um það, hvort
kristindómurinn krefðist fórna í
framkvæmdamálum kirkjunnar.
Minnisstæðar eru prédikanirnar í
einhverjum óhrjálegasta helgi-
stað, bíósalnum í Austurbæjar-
skólanum, sem þá varð að dýrlegri
kirkjuhöll með glæstar hvelfingar
sem ég minnist ekki annarra meiri
en þeirra í fornum dómkirkjum í
framandi löndum, því að í bíósaln-
um mátti greina arnsúg skáldlegr-
ar innlifunar í heilög guðspjöll,
nið örlagaelfunnar, þegar með afli
minna og líkinga var tjáður hinn
hinsti veruleiki tilveru mannsins.
Þetta grópaðist í vitund unglings-
ins og vakir nú í stefjamáli
minninganna.
Séra Sigurbjörn gerðist brátt
atkvæðamikill í menntalífi bæjar-
ins, og næsta háskólaár, veturinn
1941—42, hélt hann á vegum
guðfræðideildar fyrirlestra fyrir
almenning um almenna trúar-
bragðasögu. Þá var rektor Alex-
ander Jóhannesson, en deildarfor-
setar þeir Magnús Jónsson í
guðfr.d., Niels Dungal í lækna-
deild, Ólafur Lárusson í laga- og
hagfræðid. og Ágúst H. Bjarnason
í heimspekideild. Svo langt er
síðan.
Fyrirlestrarnir voru fluttir í I.
kennslustofu háskólans á fyrstu
hæðinni, þar sem nú eru skrifstof-
ur, og minnir mig að fremur fátt
hafi verið í sum skiptin, því að
efnið var sérhæft. En það sætti
tíðindum, að ungur prestur hóf
hér máls á fræðigrein sinni, enda
var námsferill hins mikla gáfu-
manns fádæma glæsilegur. Hann
hafði numið í Svíþjóð gríska
fornfræði, sögu og trúarbragð-
afræði og lokið öllum prófum með
ágætiseinkunn, þótt hann hefði
undraskamman tíma til náms
sökum efnaleysis. Bjuggu þau frú
Magnea um hríð við vosbúð í
gömlum sumarbústað í Upplandi
með fyrsta barnið. Sigurbjörn
varð brátt hinn mesti grískuhest-
ur, enda námshæfileikar ófreskir,
og hin almennu trúarbragðafræði
nam hann ekki aðeins sem próf-
fög, sem hann þeystist í gegnum
með hæsta vitnisburði, heldur
tileinkaði hann sér þær bók-
menntir af innsýn skáldsins, sem
klæðir allt búnaði sjálfstæðrar
athugunar, eins og sjálfsagt kom
fram í fyrirlestrunum, þótt ég
muni þá ekki, en er bert í bók hans
um það efni, Trúarbrögðum
mannkyns.
En ég varð var við, að ekki
sýndist öllum hið sama um
„stefnu" prestsins, sem hafði það
að áhugamáli að kynna almenn-
ingi indverska trú og kínverska
speki. Þeim sem lengst voru „til
hægri“ í kirkjupólitíkinni þótti
þetta sýna of litla áherslu á hið
evangelíska. — Þannig var sr.
Sigurbirni þegar í upphafi eins og
sjálfkrafa skipað utan hinna
tveggja fylkinga, sem á þeim árum
bitust innan kirkjunnar, „frjáls-
lyndra“ og „rétttrúaðra„. Og átti
sú staða hans að koma sér vel
síðar, eins og seinna verður að
vikið.
En nu dró brátt til mikilla
tíðinda í guðfræðideild. Sigurður
Einarsson dósent varð fyrir and-
blæstri starfsbræðra sinna, sjálf-
sagt að einhverju leyti vegna
ósættisins sem þá var um guð-
fræðistefnur (það var í þann tíð er
menn deildu karlmannlega, og
hressilegir vindar blésu, en áður
en lognmolla síðari ára læddist
yfir) og vék Sigurður Einarsson að
lokum úr embætti sínu.
Meðal umsækjenda voru þeir
séra Sigurbjörn og séra Björn
prófastur Magnússon á Borg á
Mýrum, sem áður hafði vegna
vilyrðis ráðherra flutzt með fjöl-
skyldu sína til Reykjavíkur, er
embætti var laust, en þurft að
sæta þeim búsifjum, að ráðherra
snerist hugur og skipaði annan
mann. Leiddist sr. Sigurbirni
hvernig örlögin tefldu honum
fram gegn sr. Birni, hinum mikla
drengskaparmanni og ötula lær-
dómsmanni. En þarna stóðu þeir
tveir, er um var teflt af umsækj-
endum, og var dóms- og kirkju-
málaráðherra (en undir hann
heyrði Háskólinn þá), dr. Björn
Þórðarson, mjög hliðhollur sr.
Sigurbirni og vildi hann. Sr.
Þorsteinn Briem á Akranesi, hinn
mikli kirkjuhöfðingi þeirra ára,
var ekki andstæður sr. Birni, en af
öðrum sökum stóð hann fast að
baki umsókn Sigurbjörns, og er
það hvarflaði að sr. Sigurbirni að
draga umsókn sína til baka vegna
þeirrar hörku sem færst hafði í
leikinn, var sr. Þorsteinn stöðugt í
símanum ofan af Akranesi, mest í
gegnum sr. Bjarna, að mig minnir,
að stappa stálinu í sr. Sigurbjörn.
Fór svo að lokum, að báðir unnu.
Sr. Sigurbjörn var skipaður dós-
ent í guðfræði 10. október 1944; en
með sérstökum lögum, er Sigur-
geir heitinn Sigurðsson biskup
gekk mjög fram í að fá samþykkt,
var sr. Björn Magnússon einnig
skipaður dósent ári siðar. Man ég
vel, að sr. Sigurbjörn fagnaði þvi,
enda bættist guðfræðideild þar
með fjórða embættið, en þau
höfðu verið þrjú allt frá 1911.
Sigurbjörn Einarsson kom að
guðfræðideildinni sumpart undir
stjörnu átakanna milli „frjáls-
lyndis“ og „rétttrúnaðar" í kirkj-
unni, en þótt hann væri rétttrún-
aðarmaður í eðli sínu, vildi hann í
hvorugan fótinn stíga óðrum
fremur til stuðnings þeim flokk-
um, og þegar lauk sextán ára
starfi hans í deildinni, höfðu
þessar tvær fylkingar riðlast og
ný „miðjustefna" orðið ofan á. Er
það ekki lítill árangur af ekki
lengra starfi. Þótt ekki væri nema
af þessu einu, skipar Sigurbjörn
veglegan sess í guðfræðisögu
landsins. En margt annað kemur
til.
Deilurnar innan kirkjunnar á
þessum árum voru sumpart af
eðlilegur hvötum, en sumpart á
ímyndun reistar og persónulegri
óvild, stundum af misskilningi.
Þannig var sr. Björn Magnússon
prófastur á Borg ekki í raun
frjálshyggjumaður, heldur mjög
„konservatíf" í biblíutúlkun og
andstæðingur hinnar róttæku
biblíugagnrýni. Það rennir heldur
ekki stoðum undir hina miklu
einföldun staðreynda sem dilka-
dráttur þessara ára byggðist á,
hverja útreið Rudolf Bultmann,
höfðupostuli róttækrar biblíu-
gagnrýni síðari ára, fær í hinu
mikla riti Ásmundar Guðmunds-
sonar, Samstofna guðspjöllin
(1938, t.d. bls. 104). Skiptingarnar
voru því fyrst og fremst kirkju-
pólítískar í eðli sínu. Og á þessum
árum gat Sigurbjörn dócerað
„ópólitískt", óbundinn af allri
ábyrgð um stjórn kirkjunnar, sem
forystumönnum og biskupum er
lögð á herðar. Rödd hans á þeim
árum var rödd spámannsins í
óbyggðum þeirrar kirkju sem
hafði ekki áttað sig á umheimin-
um og var á leið inn í atómöld, alls
vanbúin nýjum verkefnum (og er
það sennilega enn). Þannig skýr-
ast þau veðrabrigði, er verða á
æviferli hans 1959.
Það sýnir einnig, að gjáin milli
„frjálslyndis“ og „rétttrúnaðar"
var ekki djúp, að þegar dr. Ás-
mundur Guðmundsson settist á
biskupsstó! hafandi fyrrum verið
járnharður ráðagerðasmiður í bar-
áttu „frjálslyndra", settist hann á
friðarstól og reyndist kærleiksrík-
ur velvildarmaður allra kirkjunn-
ar manna, hvar í flokki sem þeir
stóðu, og skilur eftir sig bjartar
minningar.
En þegar Sigurbjörn gerðist
kennari í guðfræðideild, var þessi
tími ekki upp runninn. Skipuðust
stúdentar í andstæðar fylkingar
með honum og móti. Eitthvað var
um það í fyrstu, að menn skrópuðu
í mótmælaskyni.
Fyrirlestrar dósentsins voru
mjög kirkjulegir og ljóðrænt töfr-
andi, en ég saknaði í þeim kaldrar
rökhyggju, vildi standa frjáls utan
hins trúfræðilega viðfangsefnis og
greina það. En svo fór mér hverju
sinni, er leið á fyrirlesturinn, að
ég komst á vald fyrirlesarans og
lét heillast af mystískri innsýn
hans í leyndardóma trúarinnar.w
Hefi ég skilið það síðar, að áhugi
hans beindist langtum síður að
kaldri rökhyggju þeirrar guð-
fræði, sem er akademísk, en ekk-
ert annað, og miklu fremur að
hlýrri ræktarsemi við hefðir
kirkjunnar og trúarlíf fólksins.
Hann var einn og samur í kath-
edru Háskólans og prédikunarstól
kirkjunnar. Samhengið í hugsun
og veruleikaskynjun Sigurbjörns
Einarssonar er því órofið. Það
byggist á samtengingu kristinnar
trúar við sveitamenninguna, sögu
þjóðarinnar og trú fólksins (sbr.
andann í grein hans frá Skóg-
arstrandarárunum, „Við orf og
altari", Kirkjuritið 1939).
En ekki sat við háskólafyrir-
lestrana eina. Nú skyldi vinna
fyrir fólkið í landinu. Sigurbjörn
kom á fót Bókagerðinni Lilju með
stuðningi Sigurbergs Árnasonar
og annarra góðra manna 1943.
Gegndi hún miklu hlutverki, gaf
út fjölda bóka, m.a. skáldrit sem
höfðu kristið gildi, kynnti danska
skáldprestinn Kaj Munk á íslandi
og gaf út Passíusálmana, sem þá
var farið að skorta í smekklegri
útgáfu og handhægri, en skömmu
áður hafði Sigurbjörn vakið á sér
athygli með formála sínum að
Tónlistarfélagsútgáfunni, sem
Steingrímur J. Þorsteinsson sagði
vera hið besta sem um Passíu-
sálmana hafði verið ritað á ís-
lensku.
Bókagerðin Lilja tilheyrði vor-
verkunum í kirkjunni, um það
leyti er Lýðveldisstofnunin var
framundan. En hún steytti á því
skeri, að guðfræðingar sem lengst
voru til hægri í samtökum þessum
heimtuðu, að bækur fylgdu ein-
hverjum staðli í trúarviðhorfum
til að teljast hæfar til útgáfu, og
varð því að engu.
Enn var áfram haldið að vinna
að eflingu nýrrar, kirkjulegrar
guðfræði. Sigurbjörn tók nú að
undirbúa útgáfu nýs tímarits um
guðfræði og kirkjumál. En nú fékk
hann ekki stuðning manna til
hægri við sig og sneri sér því til
Ragnars í Smára og fékk þar
skjótar og drengilegar undirtektir.
Hóf nú tímaritið Víðförli göngu
sína með stuðningi Ragnars
snemma árs 1947, og kom það út í
átta ár. Hér var á ferð nýjung í
kristnu fræðslustarfi innan kirkj-
unnar, og hefur engin orðið slík
síðan.
Með Víðförla var blásið í her-
lúðurinn, svo að eftir því var tekið.
Ritið fékk góðar viðtökur. Sr.
Björn O. Björnsson skrifaði vel
um það í tímariti sínu, „Jörð“.
Guðfræðileg ritstörf Sigurbjörns
Einarssonar, ef frá eru taldar
bækur hans, er nær öll að finna í
Víðförla, svo mikil er þýðing hans,
og eftirvæntingin sem ritið vakti
mönnum var mikil. (Mig hefir oft
furðað á því, að þessir textar, auk
Hirðisbréfsins, skuli ekki vera
skyldulesning fyrir stúdenta í
guðfræðideild.)
Hér var kyrrstöðunni í íslenskri
guðfræði sagt stríð á heridur, og
engum blandaðist hugur um, að
hér talaði maður sem sat á
kennslustóli í guðfræðideild en
var jafnframt færasti penni kirkj-
unnar og einn mestu meistara
tungunnar í samtíð sinni. Skorin
var upp herör gegn nýguðfræð-
inni, sem var ný og fersk í upphafi
aldarinnar, en nú orðin gömul og
guggin. Viðurkennt var framlag
SJÁ NÆSTU SÍÐU