Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 hinna gömlu nýguðfræðinga en hrópað á endurnýjun: „íslenzk kristni hefur einangrast ... í þessu tilliti er verulegur munur á samtíðinni og þeim tímum, þegar Maraldur Níelsson og Jón Helga- son stóðu upp á sitt bezta. Þar var þó um að ræða kynningu, útsýn og viðhorf, sem voru tímabær í þeim skilningi, að þetta voru lifandi viðfangsefni samtíðarinnar. Því vantar oss nýja guðfræði, þ.e. nánari tengsl við lífræn sjónarmið á vettvangi guðfræðinnar ...“ (Víðförli, 1. hefti, bls. 64.) í 2. hefti birtist ritgerðin „Efnið frá upp- hafi“, og var það stefnuskrárgrein og tímamótaritgerð í íslenskri guðfræðisögu, þótt hún léti lítið yfir sér og skeytum sé ekki beint að nokkrum manni. En við annan tón kveður í mjög harðri ritdeilu við sr. Benjamín Kristjánsson á Ytra-Laugalandi. Hét ein greinin „Vandalar í helgidóminum". Hér var í raun og veru ekki veitzt að sr. Benjamín persónulega heldur að heilli kynslóð, sem orðið hafði afturúr í guðfræðinni. Tilheyrir Þórarinn Þórarinsson á Eiðum þeirri kynslóð, samkvæmt því sem hann sjálfur lýsir hér í blaðinu sl. sunnudag. Þetta var á þeim árum, er íslenskir guðfræðingar höfðu skoðanir. Starf sr. Sigurbjörns innan guð- fræðideildarinnar mótaðist mjög af þessari baráttu á sviði guðfræð- innar. Sennilega hefur sjaldan eða aldrei setið jafn áhrifaríkur kenn- ari á kennslustól í guðfræðideild en hann, hvorki fyrr né síðar. Svo gagntæk eru áhrif hans, að með honum verður gjörbreyting á guð- fræðilegum viðhorfum alls þorra starfandi presta, að þeim elstu undanskildum. Árið 1949 var hann skipaður prófessor, en sérstök lög giltu þá um dósentsembætti í guðfræðideild. Hann var velvild- armaður ungra manna, er sýndu fræðum áhuga, studdi þá til fram- haldsnáms og efldi þá til embætt- is, ef við átti. Sá sem þetta ritar á afmælisbarninu skuld að gjalda í þessum efnum, sem aldrei verður goldin. Sú gjöf sér ei til gjalda. Þriðja dósentsmálið í guðfræði- deild og hið síðasta er utan þessarar sögu, en það var dæmi þess, hvað Sigurbjörn Einarsson vildi á sig leggja til að koma stefnumálum sínum áfram: að koma mér inn í guðfræðideildina. Ekki meira um það að sinni. Við störfuðum saman sem kol- legar í deildinni í fimm stutt ár. Próf. Sigurbjörn hélt áfram fyrra starfi sínu, gaf út sína merku bók Trúarbrögð mannkyns 1954, Ævisögu Alberts Schweitzers 1955 (með því að rita þá bók leitaði hann áhrifaríkra meðala til þess að koma á veg meðal almennings stefnumálum sínum í guðfræði), gaf út predikanir sínar (Meðan þín náð) 1956 og mikið skýringar- rit yfir Opinberun Jóhannesar 1957, skrifaði auk þess fjölda greina í blöð og tímarit og þýddi bækur. Þessi feiknaafköst á rit- vellinum sýna stefnu hans, að starfið í guðfræðideildinni var nátengt hinu almenna, þjóðlega fræðslustarfi. Og með greinum sínum í Víðförla kom hann í veg fyrir það, að reistur yrði í Skál- holti minningarsteinn til minja um 900 ára sögu stólsins, heldur skyldi staðurinn endurreistur. Sú saga er utan við svið þessarar greinar, en sýnir hina kirkjulegu köllun Sigurbjörns Einarssonar. Þegar hér er komið sögu, tók brátt að draga að þeim atburðum er leiddu til þess, að Sigurbjörn Einarsson var kjörinn biskup og yfirgaf guðfræðideild Háskólans 1959. En um leið og hann kvaddi guðfræðideildina, heilsaði hann kirkjunni (sem hann hafði raunar átt orðastað við frá upphafi) með sínu merkasta guðfræðiriti, hirð- isbréfinu Ljós yfir land (1960). Er þar að finna kjarnann og safann í þeim boðskap, er hann flutti í fyrirlestrum sínum í guðfræði- deild. — Mér verður oft hugsað til móður Sigurbjörns. Þegar hann vai á öðru ári, varð bærinn alelda í eldsvoða, og óð hún eldhafið og bar drenginn sinn á höndum sér út úr eldinum. Hún var lengi að deyja af brunasárum um allan líkamann og leið miklar kvalir. Hún hét Gíslrún Sigurbergsdóttir, sú blessaða kona. Það er maklegt, að íslendingar minnist hennar í dag. Og syni hennar, herra Sigur- birni Einarssyni, dr. theol., flyt ég heillaóskir og þakklæti guðfræði- deildar Háskóla íslands fyrir starf hans að aldahvörfum í íslenskri guðfræði. Þórir Kr. Þórðarson Biskupshjónin taka á móti gestum að heimili sinu að Bergvítaðastrati 75 milli 4 —7 í dag. Leiðrétting: Voru tölurnar of lágar? Á BAKSÍÐU Mbl. sl. laugar- dag var það haft eftir tals- manni Landsvirkjunar, og þar átt við undirritaðan, að til þess að rétta af rekstrar- halla hjá Landsvirkjun fjórða árið í róð þyrfti að hækka raforkuverð um 25% og ef greiðsluhyrðar vegna Kroflu og byggðalína bættust við þyrfti önnur 25%. Þetta er á misskilningi byggt. Það, sem ég átti við, var að ef vel ætti að vera hefðu heildartekjur raforkugeirans á síðastliðnu ári þurft að hækka eins og að framan greinir, en hér kemur margt inn í myndina. svo sem arðgjafarkrafa. hinn félags- legi þáttur o.fl. Eftir á að hyggja hefði ég e.t.v. átt að nefna hærri tölur. Þá er þess getið að Jóhannes Vinningsnúmer í happdrætti FEF DREGIÐ hefur verið í skyndi- happdra-tti Félags einstæðra for- eldra og upp komu eftirtalin númer: 1. nr. 8100, 2. nr. 3596, 3. nr. 3605, 4. nr. 109, 5. nr. 4197, 6. nr. 3226, 7. nr. 7314, 8. nr. 8, 9. nr. 97931, 10. nr. 8411,11. nr. 4501. (Birt án ábyrgðar.) Nordal hafi upplýst á ársfundi SÍR nýverið að skuldir raf- orkugeirans hefðu um síðustu áramót verið um 260 milljarð- ar gkr. í erlendri mynt eða um 44% af heildarskuldum lands- ins erlendis. Þetta er rétt, en hins vegar ekki eins og lesa má úr samtalinu að ríkissjóð- ur standi undir þessari skuld með lántökum.-Þetta á aðeins við um lán vegna Kröflu og byggðalína en að meðtöldum innlendum lánum voru þau um 80 milljarðar gkr. um síðustu áramót. Hér má geta þess til viðbót- ar, að skuldir Landsvirkjunar voru á sama tíma um 105 milljarðar gkr. vegna allra mannvirkja í rekstri og um 60 milljarðar gkr. vegna Hraun- eyjafossvirkjunar, sem er í byggingu. E.Briem framkvæmdastjóH. INNLENT Franskt sjómælingaskip í Reykjavíkurhöfn Nú í morgun átti þetta franska sjóma lingaskip, L'Espérance, að koma til hafnar í Reykjavík, þar sem það mun hafa þriggja daga viðdvöl. Skipið hefur áður komið hingað til lands, i júni i fyrra. Skipið mun verða opið almenningi klukkan 14 til 17 á morgun og á fimmtudag. Símamál á Snæfellsnesi í óviðunandi ástandi — segir í ályktun sýslunefndar Stykkisholmi. 26. juní. AÐALFUNDUR sýslunefndar Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu var haldinn i Stykkishólmi 12. júni sl. Fjárhagsáætlun sýslunnar gcr- ir ráð fyrir niðurstöðum kr. 396.024.-. Tekjur af sýslusjóðs- gjaldi eru kr. 328.000- en af gjöldum er hæst til atvinnumála kr. 103.500.-. Til reksturs Amts- bókasafnsins kr. 60.000.-. Til Norskahúss sýslunnar. byggða- safns kr. 60.000.-. Þátttaka i rekstri læknisbústaðar við sjúkrahús sýslunnar kr. 40.000.-. Ymis mál voru rædd á fundinum. svo sem vegamál, simamál og jarðhitamál. Eftirfarandi tillög- ur voru samþykktar: 1. Sýslufundur fagnar því að hafnar eru tilraunaboranir til leitar jarðhita við þéttbýlisstaði sýslunnar. Fundurinn telur afar brýnt að slíkar boranir verði gerðar á fleiri stöðum í héraðinu. Þá óskar sýslunefndin eftir að gerð verði skýrsla um hvað gert hefir verið í mælingum og athug- unum í því skyni hvar líklegt væri að bora. Sýslunefndin óskar eftir að skýrsla um þetta efni verði fengin fyrir væntanlegan auka- fund sýslunefndar á komandi hausti og jafnframt verði fenginn maður frá orkustofnun til að mæta á þeim fundi til viðræðna um þetta mál. Jafnframt verði athugaðir möguleikar á að fá þingmenn kjördæmisins til að mæta á þeim fundi. Þar verði einnig til umræðu þau vandamál sem orðið hafa vegna rafmagns- bilana sl. vetur og úrbætur í raforkumálum héraðsins til auk- ins öryggis. 2. Sýslunefndin telur að síma- mál á Snæfellsnesi séu í óviðun- andi ástandi og er tvennt mest áberandi. Alltof mikið álag er á mörgum símalínum svo að miklum ann- mörkum er háð að ná símasam- bandi á mestu álagstímum dags- ins og er brýn nauðsyn að úr þessu verði bætt. Þá er símasamband í sveitahreppum mjög lélegt og bil- anir tíðar svo óviðunandi er. Ekki er talið fært að bæta úr þessu svo viðunandi verði nema með jarð- símalínum, þar sem núverandi línur eru gamlar og úreltar orðn- ar. Með hliðsjón af 5 ára áætlun um sjálfvirkán síma í sveitum, skorar sýslunefnd á yfirstjórn símamála að láta sveitir á Snæ- fellsnesi fá forgang við þá áætlun- argerð með tilvísun til þess sem að framan segir og vandamála þeirra sem fyrir hendi eru í símamálum á þessu svæði. Áætlun um tekjur og gjöld vegasjóðs fyrir árið 1981 var samþykkt og eru niðurstöðutölur hennar kr. 808.075.-. Fréttaritari Sýsluneínd Borgarfjarðarsýslu: Átelur breytingu á vegaáætlun IhirKarnrsi. 28. júni. Á aðalfundi sýslunefndar Borgarfjarðarsýslu sem haldinn var nýlega voru meðal annars gerðar eftirfarandi samþykktir um mál, sem mjög eru til umræðu manna á meðal um þessar mund- ir enda skiptir það íbúa héraðs- ins miklu að þessi mál séu i lagi. Gerð var svohljóðandi samþykkt um vegamálin: „Aðalfundur sýslunefndar Borg- arfjarðarsýslu 1981 átelur að síð- asta Alþingi gerði þá breytingu á vegaáætlun, að sumar vega- framkvæmdir í sýslunni, er skv. fyrri vegaáætlun átti að gera á árunum 1981 og 1982, voru færðar aftur til áranna 1982 og 1983. Fundurinn gerir sér ljóst, að eins og málum er nú komið, mun vera vonlítið eða vonlaust, að vegaáætl- unin verði færð til fyrra horfs í þessu efni og fyrir því leggur hann þunga áherslu á, að framkvæmd- um þessum verði ekki frestað öðru sinni, en staðið verði við fyrirmæli núgildandi vegaáætlunar í einu og öllu að því er tekur til umræddrar vegagerðar." Þá var einnig ályktað um vega- málin: „Sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu ítrekar ályktun frá fyrra ári um mjög brýna nauðsyn í meira og betra viðhaldi þjóðvega (stofn- brauta og þjóðbrauta) í sýslunni en verið hefur. Sérstaklega vill sýslunefndin benda á eftirgreinda vegi: 1. Vesturlandsveg frá Akraness- vegamótum að Fiskilæk. Vegur þessi er, sem allir mega vita, einn af fjölförnustu vegum landsins, en er í mjög slæmu ástandi og telur sýslunefndin að úr þurfi að bæta þegar á þessu sumri. 2. Skorradalsveg, einkum í ná- lægð við Skálpastaði. 3. Lundarreykjadalsveg, einkum milli Múlakots og Arnþórsholts. 4. Flókadalsveg, einkum milli Varmalækjar og Múlastaða og frá Skógum, upp hjá Hæli, og út fyrir Brennistaði. Þá endurtekur sýslunefndin ábendingar sínar frá árinu 1980 um úrbætur á vegagöllum á ýms- um stöðum í héraðinu enda þótt sumir þeirra muni verða lagfærðir á þessu eða næstu árum. Ennfremur ítrekar sýslunefndin um nauðsyn bundins slitlags á þjóðbrautirnar hjá Kleppjárns- reykjum og við Hvalstöðina í Hvalfirði. Þá ítrekar fundurinn einnig áskorun sína til Vegagerðar ríkis- ins um að láta fara fram mæl- ingar og gerð kostnaðaráætlana um gerð nýs vegarkafla á Uxa- hryggjavegi í Bláskógaheiði, um veg hjá Fitjum í Skorradal og nýjan veg af Vesturlandsvegi að Katanesi." Þá gerði sýslunefndin eftirfar- andi samþykkt um símamál en á aðalfundi Sýslunefndar Mýrasýslu var gerð samþykkt sem gekk mjög í sömu átt: „Sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu telur viðhald hinna gömlu síma- lína um héraðið alls óviðunandi. í því sambandi álítur sýslufundur 1981 að símaþjónusta verði ekki fullnægjandi fyrr en sjálfvirkur sími með nýju línukerfi er kominn á hvern bæ. Jafnframt leggur sýslunefndin þunga áherslu á að allir símanotendur njóti sambæri- legrar þjónustu og kjara hvar sem er á landinu." Þess má að lokum geta að sýslufundurinn gerði samþykkt um að skora á stjórnvöld að gera þegar í stað skipulegar ráðstafan- > ir til fækkunar vargfugls og benti á ákveðnar aðgerðir til þess. ......Hbj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.