Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981
Kveðja:
Sveinn Bjarnason
frá Hofi í Orœ fum
Þá er komið að því að kveðja vin
okkar, Svein Bjarnason, fyrrum
bónda og verkamann, sem burt-
sofnaði 22. þessa mánaðar, eftir
nokkurra vikna legu á Borgar-
spítalanum, og hafði þá lifað þrjá
mánuði fram yfir hundrað ár,
enda saddur iífdaga.
Það var fyrir níu árum, að við
hjónin settumst að á Ljósvalla-
götu 32. Ibúðin okkar var á
jarðhæðinni, en uppi í risi höfðum
við litia geymslu undir súð. Þarna
á loftinu var einnig þurrkherbergi
og nokkur íveruherbergi undir
súð, og þekktum við ekkert hverjir
þar kynnu að búa, þegar við
settumst að í húsinu. En ekki leið
á löngu áður en við urðum þess
vör, að í herbergi andspænis
geymslunni okkar bjó gamall
maður, og furðuðum við okkur
háifvegis á því að hann skyldi búa
þarna á loftinu, því þar hlaut að
vera kalt stundum á vetrum, en
auk þess var brattur stigi niður á
næstu hæð (húsið tvær hæðir og
ris). Maðurinn í litla herberginu
reyndist vera Sveinn Bjarnason
sem hafði verið verkamaður við
höfnina í Reykjavík, en þar áður
bóndi austur í Öræfum. Við höfð-
um ekki oft farið upp í geymslu
eða upp á þurrkloft, þegar við
fórum að kynnast Sveini, og kom-
umst að raun um að hann hafði
ekki mikið fyrir því að fara upp og
ofan bratta stigann sem lá upp á
loftið, enda fengum við að vita, að
hann hefði verið að klifrast og
síga í Ingólfshöfða austur í Öræf-
um fyrr á árum, og hann var ekki
heldur líkur því, að hann væri
kominn á tíræðisaldurinn, þessi
granni, hávaxni maður, sem við
sáum stundum taka tvö þrep í
einu stökki, þegar hann fór upp
stigann af neðstu hæðinni, að
vísu góðan stiga, en þá átti hann
eftir bratta stigann upp á loftið.
Þá urðum við mest hissa, þegar
við kynntumst honum í tali, því
minni hans var furðulegt, og
þarna virtist engin kölkun koma
til skjalanna. Ef minnst var á
Islendingasögurnar við hann, gat
hann gengið á röðina og var sem
hann þekkti allar þessar hetjur
sagnanna eins og gamla kunn-
ingja úr Öræfum. Eins trútt var
minni hans gagnvart því sem
gerðist á líðandi stund, en oft var
það, að hann hljóp frá nútímanum
yfir í liðnar aldir, án þess að hirða
um það hvort viðmælandinn var
honum samferða, og hélt maður
þá að hann væri að tala um
einhvern úr Öræfasveitinni eða
einhvern sem hann hefði kynnst
við höfnina í Reykjavík, þegar
hann var að tala um eitthvert fólk
sem uppi hafði verið á sautjándu
eða átjándu öld, en ártöl um menn
og málefni hafði hann á taktein-
um eins og þau hefðu verið sett á
einskonar spjaldskrá í höfði hans.
Okkur hjónum þótti gaman og
fróðlegt að rabba við Svein, og
hann varð brátt alúðarvinur
okkar. Sannarlega var hann ekki
hversdagslegur, þessi gamli Skaft-
fellingur, og litla herbergið hans
uppi á loftinu, hálft undir súð og
með einum þakglugga, það varð
eins og ofurlítil skólastofa, þar
sem fræðarinn tengdi nemandann
við lifandi fortíð íslenskrar þjóð-
ar, því saga Islendinga var Sveini
Bjarnasyni ekki dauð, heldur lifði
hann og hrærðist í henni, sagði frá
Isleifi biskupi, Jóni Ögmundssyni,
Guðbrandi Þorlákssyni, Jóni
Arasyni, Jóni Vídalín og fleiri
mönnum sem tilkomumiklir höfðu
verið í íslenskri sögu. Hann hafði
einnig lesið íslenskar bókmenntir
síns tíma, þótt hann talaði minna
l't&i
VERKTAKAR - BÆJARFELOG -
RÆKTUNARSAMBÖND
beltavélar á sérstöku verði.
Af sérstökum ástæöum getum viö boöiö nokkrar nýjar JCB-807 B beltavélar á
mjög hagstæöu verði.
Vélarnar eru á JCB-808 undirvagni meö JCB 808 snúningi og mótvægi og
yfirstærð af mótor. Ymiss aukabúnaöur innifalinn.
Verö frá um kr. 788.000,-
Útvegum einnig meö stuttum fyrirvara hinar nýju JCB-3CX og 3DX
traktorsgröfur. Margs konar aukabúnaöur fáanlegur s.s. fjórhjóladrif, skot-
bóma, vökvafleigar, vökvahamar, opnanlegar skóflur framan og aftan.
Vinsamlegast hafiö samband viö sölumenn okkar.
G/obusi
LAGMUU5 SIMI81555
um þær, og kom það fram í
blaðaviðtali skömmu áður en við
kynntumst honum að hann hikst-
aði ekki á því að fara með langt
kvæði eftir Grím Thomsen utan-
bókar. Atómskáldskapur var að
hans hyggju þvaður og vitleysa, en
hann var ekkert að hafa orð á því
við mig, lét sér nægja að segja
konunni minni það, ég gat svo sem
verið nógu góður, þó ég kynni ekki
að yrkja, enda þótti honum ekkert
að því að hrósa mér fyrir blaða-
greinar, ef svo bar undir, en hlöðin
las hann á hverjum degi og
fylgdist með því sem var að gerast
frá degi til dags.
I fyrsta skipti sem ég sá hann,
var ég eitthvað að erinda uppi á
loftinu, annaðhvort í geymslunni
okkar eða á þurrkloftinu, og þá
vildi svo til að opið var inn í
herbergi hans og þar var kona að
laga til og hreinsa, en sjálfur sat
hann á rúminu sínu og ræddi við
konuna hressilega eins og bóndi
sem er að spyrja gestkomandi
almæltra tíðinda. Seinna vissum
við hjónin, að þessi kona var
bróðurdóttir hans, Theódóra Guð-
mundsdóttir, aldrei kölluð annað
en Thea. Hún kom einu sinni í
viku að laga til í herberginu hans,
tók óhreina þvottinn hans og
þvoði hann og kom með hann
aftur hreinan og strokinn. Maður
hennar, Ragnar Ólafsson deildar-
stjóri, gerði einnig fyrir hann allt
sem hann gat, enda mátti oft
heyra á Sveina, eins og hann var
kallaður, að hann var þeim hjón-
um þakklátur fyrir umhyggju
þeirra. Við urðum þess vís, að í
þessu húsi, þar sem við höfðum
tekið okkur bólfestu, voru þrír
bræður, einn þeirra var Sveinn í
litla herberginu á loftinu, hinir
voru Bjarni Bjarnason, sem lést
1977, og Guðmundur Bjarnason,
sem nú er á tíræðisaldri, vel hress,
faðir fyrrnefndrar Theódóru.
Tvær aðrar dætur Guðmundar,
Katrín og Ragna, voru einnig
boðnar og búnar til að gera hvað
þær gátu fyrir Sveina, og margir
fleiri ættmenn og vinir sýndu
honum ræktarsemi.
Bræður þeir, sem hér hafa verið
nefndir, voru allir fæddir á Hofi í
Öræfum og höfðu slitið barns-
skónum í þeirri afskekktu sveit
milli stórfljóta og eyðisanda, þar
sem aldrei hafði sést mús eða
rotta, hvað þá köttur, og jafnvel
spánska veikin komst ekki yfir
fljótin og sandana og ekki heldur
sauðfjárveikin sem kennd var við
Deildartungu í Borgarfirði tutt-
ugu árum seinna. En víst er um
það, að ekki var fyrirhafnarlaust
að hafa í sig og á þar um slóðir á
þeim tímum, og þeir bræður
þurftu að taka til hendinni.
Sveinn Bjarnason er fæddur 17.
mars 1881. Foreldrar hans, Bjarni
Jónsson og Þuríður Runólfsdóttir,
bjuggu þá á Hofi í Öræfum, þar
sem torfkirkjan fræga er, og það
var einkennilegt að heyra Svein
minnast þess, þegar hann þriggja
ára gamall sá í Hofskirkju fjör-
gamlan mann sem hann vissi að
var fæddur árið 1800, þ.e.a.s. 7
árum fyrr en Jónas Hallgrímsson.
Þegar Sveinn var tíu ára gamall,
dó faðir hans úr lungnabólgu, og
sá Sveinn þann atburð ævilangt
fyrir sér, slík áhrif hafði hann
haft á barnssál hans, og engin
furða, þó fleira hefði ekki til
komið, en fleira kom til, því móðir
hans lá á sæng meðan maður
hennar var að deyja, og Sveinn sá
það í lok ævi sinnar eins og það
hefði gerst í gær, þegar komið var
með nýfætt barnið að rúminu til
föður hans og hann sagði: „Nú hef
ég séð hann,“ og gaf upp öndina að
lítilli stund liðinni. Þetta var
drengur, og hann var látinn heita
eftir föður sínum sem dó um leið
og hann hafði séð hann: Bjarni
Bjarnason, einn þeirra þriggja
bræðra sem voru hér í húsinu,
þegar við komum hingað.
Móðir Sveins og þeirra syskina
giftist aftur manni sem Þorlákur
hét, en hann féll frá eftir nokk-
urra mánaða sambúð. Þá gerðist
ráðsmaður hjá henni bróðir fyrsta
manns hennar, Jón að nafni, og
gengu þau síðar í hjónaband. En
Minning:
Jón E. B. Lárusson,
loftskeytamaður
Fæddur 12. júlí 1912.
Dáinn 20. júní 1981.
Það er sunnudagsmorgunn í lok
júnímánaðar fyrir um 25 árum
síðan. Lítill drengur vaknar í
svefnpoka uppi í sumarbústað og
lítur út um gluggann. Blýgrá
rigningarský grúfa sig yfir sveit-
ina og regnið bylur á bárujárns-
þakinu. Það setur þungan leiða að
drengnum því daginn áður hafði
verið glampandi sólskin og von á
áframhaldandi góðviðri. En þá
rumskar maður í herberginu innaf
stofunni. Og allt í einu man
drengurinn að Doddi frændi og
Helga eru í heimsókn. Allur
drungi er á bak og burt, og
tilhlökkun fyrir deginum fram-
undan fyllir hugann. Þannig var
það ávallt þegar þau hjónin komu
í heimsókn.
Doddi, en það var Jón Lárusson
jafnan nefndur í fjölskyldunni,
hafði einstakt lag á að hafa
jákvæð áhrif á þá er hann um-
gekkst. Hans hógværa, jákvæða
hugarfar, ívafið skemmtilegum
húmor, gerði mér jafnan lífið
léttara þegar ég naut návistar
hans, hvort sem var í leik og gleði
góðra stunda, eða í dimmum
dögum sorgar og kvíða. Ég átti
ávallt vin í raun þar sem hann
var. Þessi trausti, hógværi maður
brást aldrei væri á hann treyst til
einhverra hluta. Er mér þar efst í
huga er hann á gamlárskvöldi
fyrir allmörgum árum yfirgaf
faðm fjölskyldu sinnar í miðri
gleði áramótanna til að mæta til
skyldustarfa á vinnustað. Þannig
voru viðhorf hans, hvort sem í
hlut átti fjölskylda eða vinnuveit-
andi. Hér verða hvorki rakin
æviatriði né atvinnuferill. Þetta
greinarkorn er aðeins kveðja frá
frænda til frænda, með hjartans
þökk fyrir allt það sem hann var
mér.
Lárus Sigurðsson