Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981
39
dætur og er sú yngsta þeirra
aðeins 8 ára gömul, en eina dóttur
átti Sigurður áður en hann kvænt-
ist.
Það má segja um dætur Sigurð-
ar að sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni, þær eru allar myndar- og
sæmdarstúlkur til orðs og æðis og
vel verki farnar þær sem komnar
eru á starfsaldur, enda orðinn
ómetanlegur styrkur að störfum
þeirra við verslunarreksturinn.
Enginn er svo máttugur þó
hamhleypa sé, að honum vaxi ekki
styrkur og áræði við að hafa
góðan lífsförunaut sér við hlið, og
lífshamingja Sigurðar var til kom-
in ekki síst fyrir það hve kona
hans stóð örugg og sterk að baki
honum í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur og horfði til aukinnar
velmegunar og velferðar fyrir
fjölskylduna.
Að Haukanesi 12 bjuggu þau sér
glæsilegt heimili, sem allt ber vott
um höfðinglegan stórhug hús-
bóndans og næma smekkvísi hús-
freyjunnar. Þar er líka ávallt gott
að koma, því móttökurnar bera
með sér andblæ einlægrar vináttu
og gestrisni.
En skjótt getur sól brugðið
sumri og nú er hún hljóðnuð
hljómmikla og sterka röddin hans
Sigurðar sem að vísu gat stundum
verið eilítið hrjúf, en ávallt um-
vafin hlýju og glettni, og í návist
hans ríkti aldrei nein deyfð eða
lognmolla. Margir eiga nú góðs
vinar að sakna, en mestur er þó
missir og sárastur söknuður eig-
inkonunnar og dætranna, einka-
bróður og hans fjölskyldu, öll eiga
þau nú á bak að sjá ástríkum
eiginmanni, umhyggjusömum,
elskulegum föður, hollráðum og
elskuríkum bróður og vini.
Ég bið góðan Guð að veita þeim
huggun og styrk í þeirra miklu og
sáru sorg og blessa framtíð þeirra
og minninguna um hinn iátna
ástvin.
Lárus Sigfússon
frá Kolbeinsá.
í dag þegar ég kveð vin minn,
Sigurð Þ. Söebech, hinstu kveðju í
Fossvogskapellu mun ég varðveita
í hugarfylgsnum minninguna um
sérstæðan, framúrskarandi dug-
legan og stórbrotinn persónuleika
sem að mér vitandi vann í kyrrþey
mörg drengileg góðverk fyrir sam-
borgara sína í nauðum.
Foreldrar Sigurðar voru Þórar-
inn Söebech og kona hans Emilía
G. Söebech, bæði látin fyrir
nokkrum árum. Einn bróður átti
Sigurður, er það Friðrik Söebech
bjfreiðarstjóri.
Eftir að Sigurður lauk námi í
bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal tók hann að hugleiða
um verslun og viðskipti í þjóðfé-
laginu. Eftir að hann réðist til
starfa hjá hinum þekktu og at-
hafnasömu verslunarmönnum,
Silla og Valda, eins og þeir voru að
öllu jöfnu nefndir eftir samnefndu
verslunarsamfélagi þeirra hér í
borg, fór Sigurður létt með hin
erilsömu verslunstörf hjá stórfyr-
irtæki og varð fljótt verslunar-
stjóri í einni af verslunum Silla og
Valda við Laugaveginn í Reykja-
vík.
Á þessum árum gekk Sigurður
að eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
Ólöfu Guðmundsdóttur Söebech,
og voru þau hjónin mjög samhent.
Meingun
„Um sig meinin grafa", eru
orð, sem víða gátu orðið yfir-
skrift, þar sem lífið fjarlægist
uppruna sinn, eðli sitt og þróun.
Örðið „meingun", sem þýðír í
raun og veru sýking af eitri,
efnum, sem valda mönnum jafn-
vel dauðameinum, er líka víða
orðið yfirskrift vísinda og tækni-
ráðandi vélmenningar.
Oft er því af þeim, sem skortir
hugsun og skilning á viðfangs-
efninu, ruglað saman við orðið
mengun og ritað þannig. En það
þýðir blanda, sem getur að
sjálfsögðu verið bæði holl og
óholl.
En meingun er alltaf óholl,
sýking eða blöndun skaðlegra,
aðvífandi efna, sem geta valdið
afturför, þjáningu og dauða.
Slík efni geta borizt frá iðn-
væðingu, véltækni og vinnslu
margskonar efna í jarðveg, vötn,
fljót og sjó.
Og óðar en vissu hámarki
meingunar nær, er allt eðli og
framþróun lífs í jörðu, vatni eða
sæ í voða.
Svo langt getur meingun geng-
ið áður af veit, að hafdjúpin sjálf
verði helju vígð, óðar en varir
gröf þess lífs, sem þau áður
veittu vöxt og unað. Þessu hefur
nú þegar verið veitt verðug
athygli. Er þó víða um seinan,
hjá flestum siðmenntuðum þjóð-
um.
Margt er nú þegar gjört til að
stöðva meingun eða bægja henni
á brott bæði úr jarðvegi, vötnum
og höfum.
Samt má enn segja þar of
margt aðeins á frumstigi. Samt
benda vísindi í rétta átt og varða
nú þegar brautir til bóta og
hreinsunar.
En hér skal minnast á meingun,
em er í örum vexti meðal allra
þjóða heims og ennþá ömurlegri.
Það er eiturmeingun blóðs og
mannssálna, samfélagsheilda,
jafnvel heilla starfshópa, stétta
og þjóða.
Þar virðast jafnvel í voða
hinar þroskuðustu þjóðir og
frábærustu einstaklingar. Þar er
fljót lífsins, sjálf elfa, mannlífs-
haf kynslóðanna í hættu. Og
ekki sízt þar sem æðstu lindir
unaðar og gleði áttu að veita
orku og þrótt.
Þú lítur inn í ljósum prýdda
höll, þar sem allsnægtir ríkja og
engin vá virðist fyrir dyrum.
Ljúfustu tónar líða um sali til
að fylla hugi og hjörtu heillandi
fögnuði. En fáir virðast veita
þeim athygli.
Öll sæti eru setin skartbúnu
fólki. Borðin svigna undir víni og
veizluföngum. Við eitt borðið,
yzt við dyr, finnst auður stóll við
tveggja manna borð.
Þar leyfir ljúfur þjónn þér
leyfi til að setjast með samþykki
þess sem fyrir er.
Það er miðaldra maður, einn
meðal þúsundanna á virðulegum
veitingastað, mitt í straumfalli
timans á fljóti kynslóðana.
Einn dropi hinnar miklu elfar
mannlífs í borg, hafsjó gleði-
stunda.
Þið takið tal saman. Þetta er
einn fulltrúi fjöldans, sem tjáir
sig bæði með orðum, útliti og
framkomu á örskammri stund.
Einhver dul og skuggi heyrist
bak við bros hans og létt hjal
yfir gullnu glasi. Samt skynjar
þú hann sem dreng, sem átti
naumast „foreldra né bróður né
föðurland" í bernsku. Síðar sem
ótrauðan, djarfan æskumann í
mislitum félagsskap yfir meing-
uðum gleðiveigum.
Og svo einmana föður og
fráskilinn eiginmann. Nú ein-
stæðing, sem leitar augnabliks-
unaðar í elfarstraumi sam-
kvæmis og ævintýrum falskra
orða og uppgerðartilfinninga.
En við nánari athugun virðist
hann einn þeirra, sem eru að
grípa hálmstráið til varnar. Ha-
fa komizt nokkur áratök áleiðis
til bjargar. Eignazt nokkrar
krónur og leitað svo aftur á
„fornar gleðislóðir". Meingunin
enn þá að ná yfirtökum í elf-
arstraumi gleðinnar, sem gæti
verið svo hreinn og tær, ná valdi
á blóði hans.
Þarna sat hann við fallegt
borð í skrautlegum sal, með
tveggja daga skeggstubba á
vöngum og höku, jóðlandi varir
og stóra, móleita svitadropa,
sem læddust niður hrukkað en
gáfulegt enni hans.
Föt hans velkt, hrakin og
„sjúskuð", þótt þau virtust úr
ágætu efni að upphafi.
Og nú hélt hann kaffibollan-
um í báðum höndum, föstum
tökum, eins og hann væri hálm-
strá drukknandi manns, sem
áður er hér ynnt að.
Hann bar bollann að vörum
líkt og hann rataði þó ekki á
munninn. Lokst tókst það samt.
Hann sötraði nokkra dropa.
Þú litast um í salnum.
Straumfall gleðinnar glymur í
eyrum. Allt virðist ljómandi
„vorgeislum vafið“, eins og skáld
mundi orða það, um fljót við
fagra bakka í góðu veðri.
En sé betur athugað, kemur
grugg meingunarinnar í ljós,
læðist upp á yfirborð elfar-
straumsins mikla.
Ókunnir, gleymdir menn á
götuhornum, sem hún hefur
svipt frelsi. Skjögrandi, æpandi
menn með handapati og orða-
flaumi frá biðstö strætisvagna,
eða torgum. Kannski líka sumir
á eigin heimilum í handalögmáli
við konu og börn, föður eða
móður.
Skuggans börn. Búandi í skúr-
um og aflóga húsum, sem bíða
niðurrifs, með brotna glugga og
lafandi þakskegg, sem lemst um
í stormum.
Og allir eru í leit. Það er eins
og líf liggi við. En samt er óskin,
takmark leitar og þrár aðeins:
„Meira að drekka."
Sumir eru í hópum í húsa-
sundi eða að húsabaki og deila
með sér drykk. Og það eru líka
konur í hópnum. Hjúfrandi eins
og kettir eða urrandi eins og
hungraðir hundar.
Skuggans börn, sem eiga ekk-
ert athvarf, ekkert heimili, eng-
an vin. Fulltrúar einsemdar og
angurs, auðnar og allsleysis.
Öllum eitt sameiginlegt, þrátt
fyrir óendanlega fjölbreytni:
Meingun — meingun í elfi
blóðs í æðum og taugum, eitrun
— dauði.
En hvaða vitleysa er þetta
allt? Þig er að dreyma. Hér er
allt svo fágað og fallegt.
Horfðu bara yfir salinn, hlust-
aðu á hljómlistina, sjáðu fólkið,
hlæjandi, prúðbúið hjalandi
fólk.
Meingun? Hvaða fjarstæða.
Og sessunauturinn við borðið
gleymist í bili. En allt í einu
beygir hann sig til þín. Angist
skín úr augum hans, svitadrop-
arnir standa eins og límdir yfir
augnalokin.
Hann hvíslar eða hrópar, það
getur vart greint hvort heldur
er:
„Ég verð að byrja aftur, byrja
aftur, sérðu. Byrja aftur. Eg
verð, sérðu, að fá annan sjans;
annan sjans, sérðu, annan
sjans."
Hann endurtekur orðin eins og
þau séu límd við tungu hans og
varir: „Annan sjans, sérru.
Annan sjans, sérru, sérru."
Þú horfir andartak eða eilífð,
hvort er heldur getur enginn
greint, í þessi biðjandi, starandi,
grátandi augu.
Enginn gæti þráð lausn og
frelsi, hreinsun, skírn frá meing-
un mannlífsins heitar en hann.
Samt vill hann helzt þú bjóðir
honum „einn tvöfaldan" í viðbót.
Ógurlegasta ráðgáta mannlegs
samfélags.
Þráin eftir frelsi og fegurð í
fjötrum eiturdreggja, meingun-
ar í sjálfri lind lífsins.
Samt hljómar fyrirheit vonar
af vörum skáldsins á þessa leið:
-Sióar mun sólin skina i hrcinu hcifti
himins.
Strcndur ok sandar lauKast hrcinum
hylvfjum hafs ok fljúta.
í fyllinKU tímans fa*r Krasiú aó vaxa
Krænt i nu'ði. FriAur
ok oryKKÍ haKÍr traúki ok citurcfnum
frá hlómlifi lands ok Kroóri.
Elfarstraumur lifs i æóum manna vcitir
hrcina kIcóí. án mcinKunar i mannlifs-
fljóti hcims ok hafdjúpi vcraldar.**
Rvk. 2. maí 1981.
Árelíus Níelsson.
Skólaslit Húsmæðra
skólans á Isafirði
Sigurður og Ölöf reistu sér fyrst
heimili við Stóragerði hér í borg
og þegar það reyndist ekki nægj-
anlegt fyrir stóra fjölskyldu,
byggðu þau sér fallegt og glæsi-
legt heimili í Garðabæ. Ólöf og
Sigurður eignuðust sex dætur,
þær Emelíu, Kristjönu, Sigur-
björgu, Karólínu, Sigríði og Þórar-
innu. Allar hinar mannvæn-
legustu, líkar foreldrum að mynd-
arskap og dugnaði. Áður hafði
Sigurður eignast Helgu Margréti.
Fundum okkar Sigurðar Þ. Söe-
beeh bar fyrst saman 1961 þegar
Reykjavíkurborg úthlutaði okkur
sameiginlega lóð undir verslunar-
hús við Háaleitisbraut í Reykja-
vík. Þegar við fyrstu kynni bund-
umst við gagnkvæmum vináttu-
böndum og hétum hvor öðrum
fullri virðingu fyrir eignarrétti
hvors annars í fyrirhugaðri bygg-
ingu og viðskiptaháttum, en við
þóttumst báðir sjá af fenginni
reynslu að framundan kynni að
leynast mótlæti við stofnanir og
einstaklinga, sem gæti haft af-
drifarík áhrif á samstarf okkar í
framtíðinni. Skír og fölskvalaus
framkoma Sigurðar Þ. Söebech
var mér mikilsverð og fyrir órjúf-
andi vináttu vil ég nú þakka — ég
lít á hana sem dyggð í ólgusjó
öfundar og vanefnda í mannlegum
viðskiptum í dag.
Stórverslun rak Sigurður af
miklum dugnaði, viðskiptin náðu
til smásölu á matvælum, innflutn-
ingsverslunar og heildsölu, veit-
ingareksturs og landbúnaðar.
Sigurður Þ. Söebech hafði að
geyma sérstæðan persónuleika.
Sigurði var auðvelt að koma sín-
um skoðunum að hvort heldur í
viðskiptum eða í fjölmenni. Hjálp-
uðust þá að mikil skapgerðarein-
kenni, orðaforði, sem hann beitti
með sterkum raddblæ svo ekki fór
á milli mála hverjar skoðanir
hans væru á umræðuefninu.
Framkvæmdaþörf Sigurðar
voru engin takmörk sett og hafði
hann tekið ákvörðun, varð henni
ekki haggað fyrr en settu marki
var náð. Gott dæmi um þetta var
þegar fjölmiðlar og andstæðingar
landbúnaðar töldu að leggja bæri
niður búskap vestur á Ströndum
— þá safnaði hann saman hópi
manna í Reykjavík og sendi á
Strandir til að reisa nýtt bænda-
býli í Reykjarfirði, sem var í hans
eigu — þetta var framkvæmt á
mettíma og var í þá daga góður
vitnisburður um tryggð Sigurðar
við þá Strandamenn sem trúðu á
framtíð þessa stórbrotna héraðs.
Ári seinna ferðuðumst við Sig-
urður á Strandir og komum víða
við, m.a. hjá Regínu fréttamanni
og drukkum hjá henni kaffi meðan
ástand og horfur í sveitar- og
heimsmálum voru rædd af mikilli
innlifun hjá báðum aðilum. Eftir
að hafa kynnst búskaparháttum í
Reykjarfirði og komið við í Djúpu-
vík og sýnt legstað föður Sigurðar
í kirkjugarði Strandamanna virð-
ingu, en þar hefir Sigurður reist
föður sínum veglegan minnisvarða
svo um munar, varð mér ljóst
stórmennið sem bjó innra með
Sigurði — peningarnir voru aðeins
önnur hliðin á lífinu hjá Sigurði Þ.
Söebech og það kom vel í ljós
þegar móðir hans þurfti á góðum
syni að halda, þá brást hann ekki.
Nú þegar söknuður blandinn
sorg hvílir yfir eiginkonu og börn-
um Sigurðar er fátt um orð til
hughreystingar. Ef til vill getur
rétt rofað til í harmi að „pabbi“
trúði staðfastlega að hann skynj-
aði djúpt í sálu sinni nærveru
látinna ástvina og þá boðaði það
jafnan góð tíðindi eða hjálp í hinu
veraldlega eins og það er oft nefnt.
Megi þetta vera ykkur kæru ætt-
ingjar Sigurðar einhver huggun á
kveðjustund.
Það er einlæg von mín að
eiginkonu og dætrum Sigurðar Þ.
Söebech megi auðnast að standa
þétt saman í krafti fjölskyldu-
tengsla og halda uppi minningu
um hinn duglega og hugsunar-
sama eiginmann, föður og afa sem
þið eigið svo margt að þakka.
Vinir fjær og nær syrgja lát
hans og biðja hinn æðsta höfuð-
smið himins og jarðar að styrkja
eiginkonu og dætur í þeirra mikla
harmi.
Hermann Bridde
Húsmæðraskólanum Ósk á ísa-
firði var slitið 24. maí sl. Skólinn
starfaði í löngum og stuttum
námskeiðum fram að áramótum
en eftir áramót byrjaði 5 mánaða
hússtjórnarnámskeið. Hæstu ein-
kunn á því hlaut Þorbjörg Árna-
dóttir frá Suðureyri. Alls sóttu
námskeið í skólanum í vetur 230
nemendur af báðum kynjum.
Við skólaslit var mættur fjöldi
eldri nemenda og færðu þeir
skólanum að gjöf, frá nemenda-
sambandinu, málverk af Þor-
björgu Bjarnadóttur skólastjóra
málað af Ragnari Páli Einarssyni
listmálara og stækkaða ljósmynd
af Guðrúnu Vigfúsdóttur vefnað-
arkennara, gerða á Ijósmynda-
stofu Leós, Isafirði. Þorbjörg og
Guðrún hafa báðar starfað við
skólann í meira en 30 ár og eru þar
enn við störf. Afmælisárgangar
færðu skólanum og kennurum
gjafir og blóm.
Líkur eru á að skólinn starfi
með sama sniði næsta vetur og er
þeim, sem hugsa sér að fá skóla-
vist á 5 mánaða námskeiðinu eftir
áramót, ráðlagt að sækja um sem
fyrst. Stuttu námskeiðin verða
auglýst síðsumars. Á eftir skóla-
slitum hélt Nemendasamband
skólans fund og ræddi framtíðar-
verkefni.
Leiðrétting
Hluti setningar féll því miður
niður í niðurlagi greinar Ævars R.
Kvarans, „Verndum fegurð
Reykjavíkur“, í blaðinu sl. laugar-
dag. Rétt er setningin: „Við mun-
um því samstilla hugi borgarbúa
um það að fylgjast vel með
framkvæmdum sem snerta útlit
borgarinnar eða fegurð." Biðst
blaðið velvirðingar á þessum mis-
tökum.