Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 1
Í48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
148. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Liverpool, 6. júli. AP.
BREZKA lögreglan lýsti
því yíir í dag, að allt yrði
gert til þess að bæla i
fæðingu óeirðir af því tagi
er brutust út í Toxteth-
hverfi Liverpool-borgar
um helgina. Hundruð
manna slösuðust í óeirðun-
um, þar af 186 lögreglu-
þjónar, og tjón á mann-
virkjum var gífurlegt, en
óeirðunum hefur verið lýst
sem hinum verstu i sögu
Englands.
Margrét Thatcher forsætisráð-
Ráðamönnum
í Varsjá létti
Varsjá. fi. júlí. AP.
PÓLSKIR embættismenn létu í Ijós
ánægju með heimsókn Gromykos
utanrikisráðherra Sovétrikjanna tii
Varsjár um helgina. þar sem sovézk
yfirvöld hefðu i yfirlýsingu eftir
hcimsoknina lagt blessun sina yfir
flokksþintnð sem hefst i næstu viku.
Hermt er að heimsóknin hafi orðið
ráðamönnum til léttis.
Vestrænir sérfræðingar sögðu ýf-
irlýsinguna stuðningsyfirlýsingu við
pólska kommúnistaflokkinn, sem hét
því að halda bandalagi við Moskvu.
Einnig sagði í yfirlýsingunni, að
Pólland hefði verið og mundi áfram
verða hlekkur í hinu sósíalíska
þjóðasamfélagi.
Oiplómatar sögðu yfirlýsinguna
benda til þess að Sovétmenn hefðu
ýmugust á flokksþinginu í næstu
viku, en búizt er við að þingið leggi
blessun sína yfir ýmsar breytingar í
lýðræðisátt sem gerðar hafa verið í
Póllandi í kjölfar verkfallanna í
fyrrasumar. Diplómatarnir sögðu yf-
irlýsinguna hófsamlega orðaða.
Lítill áhugi var á heimsókn Grom-
ykos í Póllandi og sagði aðeins eitt
blað frá henni.
Óstaðfestar fregnir frá Varsjá
hermdu í kvöld, að starfsmenn
pólska flugfélagsins LOT hefðu sam-
þykkt að fara í fjögurra klukku-
stunda viðvörunarverkfall á fimmtu-
dag til að mótmæla ráðningu nýs
framkvæmdastjóra félagsins.
herra sagði, að líklega hefðu fáir
gert sér í hugarlund að atburðir af
þessu tagi gætu átt sér stað í
Englandi.
Hópar hvítra og þeldökkra ung-
menna gengu berserksgang í
Toxteth-hverfinu á laugardag og
sunnudag og linnti látunum ekki
fyrr en í dögun í dag. Kom til
átaka milli lögreglunnar og ung-
mennanna, sem vörpuðu grjóti og
benzínsprengjum. Kveiktu óeirða-
seggirnir jafnframt í húsum og
fóru ránshendi um.
Lögreglan lýsti því yfir um
tíma, að hún hefði enga stjórn á
óeirðunum, en látunum linnti loks
er hundruð lögreglumanna gengu í
breiðfylkingu inn í hverfið í dögun
og skutu sérstaklega öflugu tára-.
gasi að óeirðaseggjunum. Gasinu
hefur ekki verið beitt áður í
Englandi.
Tugir óeirðaseggja slösuðust í
óeirðunum og 186 lögreglumenn.
Dollar
hækkar
og gull
lækkar
ÓEIRÐIR í LIVERPOOL — Lögregluþjónar skýla sér á bak við skildi og verjast grjótkasti og benzínsprengjum hvítra og þeldökkra
ungmenna, sem efndu til óeirða um helgina í Toxteth-hverfi Liverpool. s(m*myn<i ap.
186 lögregluþjónar í
Liverpool slösuðust
l/ondon, G. júll. AP.
Bandaríkjadollar hækk-
aði veruIeRa í verði RaRn-
vart helztu gjaldmiðlum
Evrópu í dag. Hefur dollar-
inn ekki verið hærri gagn-
vart franska frankanum
eftir stríð or gaRnvart
þýzka markinu í ÍVi ár.
Samtímis stórlækkaði gull í
verði og fengust 404,75 doll-
arar fyrir únsuna við lok
viðskipta í London, 404,99
dollarar í Frankfurt og
404,50 í Ziirich. Sérfræð-
ingar spá enn frekari lækk-
un á gullverði og segja að
ekki verði þess langt að
bíða að únsan fari jafnvel
niður í 350 dollara.
Sérfræðingar segja, að trú
manna á dollarinn aukist með degi
hverjum og hann eigi því eftir að
styrkjast enn frekar í verði. Þá
hafi það hjáipað til í dag, að nefnd
fimm efnahagssérfræðinga hafi
komizt að þeirri niðurstöðu í áliti,
sem birt var í dag, að hagvöxtur
yrði lítill í V-Þýzkalandi í náinni
framtíð.
Alls voru 70 manns handteknir í
sambandi við óeirðirnar og flestir
þeirra ásakaðir fyrir hnupl.
Til óeirðanna í Liverpool kom að
kvöldi kynþáttaóeirða í Southall-
hverfi Lundúnaborgar, þar sem
hópar hvítra ungmenna og afkom-
endur innflytjenda frá Asíulönd-
um áttu í innbyrðis útistöðum.
Aðeins þrír mánuðir eru liðnir frá
uppþotum þeldökkra í Brixton-
hverfi Lundúna, þar sem margar
byggingar voru lagðar í rúst.
Oeirðirnar í Toxteth virðast
hins vegar afleiðing þess vonleysis
sem gripið hefur um sig meðal
íbúa hverfisins, sem margir hverj-
ir eru innflytjendur, vegna efna-
hagsástandsins á Bretlandseyjum.
Alls eru 37% íbúa Toxteth at-
vinnulausir, miðað við 11,1%
landsmeðaltal, og 60% allra þel-
dökkra íbúa Liverpool-borgar eru
atvinnulausir.
Sjá nánar á bls. 19.
Spáir falli
Khomeinis
Kairó. 6. júlí. AP.
ANWAR Sadat forseti Egypta-
lands segir í viðtali sem birtist i
vikuriti flukks hans i dag. að nú
sé gullið tækifæri fyrir vinstri-
sinnaða öfgamenn að steypa
stjórn Khomeinis, öngþveitið sé
slíkt og þviumlikt. Spáir Sadat
byltingartilraun af þessu tagi.
Sadat spáir því jafnframt, að
íranski herinn kynni að færa sér
ástandið í landinu i nyt til að
bylta stjórn erkiklerksins.
„Það getur reyndar allt gerzt,
það ríkir algjört öngþveiti í
landinu. Það er ekki hægt að
útiloka neina möguleika," segir
Sadat.
Sadat gagnrýnir Khomeini
harðlega í viðtalinu, einkum þær
fullyrðingar klerksins, að hann
sé í fylkingarbrjósti fyrir is-
lamskri byltingu í Iran.
„Þetta er ekki islömsk bylting,
heldur Khomeini-bylting, sem
byggir á blóðhefnd og hryðju-
verkum," segir Sadat.
Tillögu EBE hafnað
Moskvu, London, 6. júlft. AP.
ANDREI Gromyko utanríkis-
ráðherra Sovétrikjanna snupr-
aði í dag og visaði á bug
tillögum Efnahagshandalags-
ríkja um ráðstefnu um málefni
Afganistan, og er við þvi búizt,
að sovézk yfirvöld hafni hug-
myndunum alfarið.
Carrington lávarður utanrík-
isráðherra Breta átti í dag fimm
klukkustunda viðræður við
Gromyko í Moskvu um tillögurn-
ar, og tjáði hann blaðamönnum
eftir á, að Gromyko hefði fyrst
og fremst lagst gegn tillögum
EBE vegna þess að í þeim væri
ekki gert ráð fyrir viðurkenn-
ingu á stjórn Karmals.
Gromyko varaði „utanaðkom-
andi öfl“ við því eftir fundinn að
„skipta sér af“ innanríkismálum
Afgana.
Carrington sagðist undrandi
en ekki vonsvikinn eftir fundinn.
Rök Sovétmanna gegn tillögun-
um hefðu ekki verið sannfær-
andi, þeir hefðu lýst því yfir að
helzti vandi Afgana væru af-
skipti utanaðkomandi afla af
þeirra málum. Carrington sagði
Sovétmenn ekki telja sig í þeim
hópi.
Tillögur EBE gerðu ráð fyrir
því, að efnt yrði til alþjóðlegrar
ráðstefnu um mál Afganistan,
þar sem samið yrði um brott-
flutning sovézkra hersveita frá
landinu, en sérfræðingar áætla
að 85.000 sovézkir hermenn berj-
ist nú við frelsissveitir Afgana,
sem hafa mestan hluta landsins
á sinu valdi.
Þótt óljóst sé hver afdrif
tillögunnar verða, sagði Carr-
ington, að heimsókn sín til
Moskvu hefði orðið til þess að
minna sovézka ráðamenn á að
íhlutunin í Afganistan væri
óþolandi að mati EBE-ríkja.
Gromyko sagðist ekki geta
lofað því að tillaga EBE yrði
ígrunduð frekar í Kreml og lýsti
henni sem „mjög óraunhæfri".
Sovézkir fjölmiðlar hafa ekki
greint frá ástæðum heimsóknar
Carringtons til Moskvu, og í
tilkynningu sem birt var eftir
viðræðurnar var ekki minnzt á
Afganistan. Sögðu sovézk blöð,
að viðræðurnar hefðu verið í
„viðskiptatón“.