Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981
Skemmti-, fiski- og trúboðsbáturinn Bravó flytur fólk kring um Heimaey og lítur við í sjávarhellana þar
sem allir regnbogans litir leika sér i hvelfingum og sindrandi sœ.
Faxakeppni í golfi er landskunn,
en þarna er mynd af elzta og
yngsta þátttakandanum, Júliusi
Snorrasyni á Hliðarenda. sem er
77 ára gamall og Þorsteini sem er
11 ára.
Þessi ungi maður, Guðmundur, var i óða önn að hjálpa bróður sinum
að mála fasteignina, fannst ekki vanþörf á, en hins vegar er ekki víst
að bróðurnum hafi líkað hjálpin. Reyndar er billinn úr sér genginn.
Eyja-
syrpa
frá
sumar-
dögum
Sigurgeir Ijósmyndari
okkar í Vestmannaeyj-
um sendi okkur eina
syrpu frá mannlífstil-
þrifum gesta og gang-
andi í Eyjum, en eins
og gengur er sífellt
sitthvaö viö aö vera í
Eyjum úti.
Tveir ungir málarar taka til
hendinni i skuttogaranum
Sindra, en Eyjamenn hafa löng-
um tekið daginn snemma i þjálf-
un fólks til vinnu.
Þessi sérkennilega mynd af Afr-
iku-filnum var tekin í hringferð
Herjólfs kring um Heimaey á
hvitasunnudag, en fíll þessi sem
er nokkrir tugir metra á hæð
blasir við i Ægisdyrum í Blátindi.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar
spurningum lesenda um garðyrkjumál
Lerkitré
Brynhildur Eggertsdóttir,
Akureyri, hringdi og spurði hve
stór lerkitré mættu vera til
flutnings svo að góður árangur
næðist og hve lengi frameftir
sumri megi flytja þau. Eru
skilyrðin betri fyrir lerkið t.d. á
Hallormsstað en á Akureyri?
SVAR:
Það er erfitt að segja til um
það hvað lerki má vera orðið
hávaxið, svo að vel geti tekist
með flutning þess. Þar veldur
miklu um hvernig að flutningi
þess er unnið og einnig úr
hvernig jarðvegi það er tekið auk
þess sem fleira getur haft veru-
leg áhrif á það hvernig til tekst.
En þeim mun smærra sem það
er, þeim mun auðveldara er það
við flutning. Reynslan er sú hér
syðra að heppilegast sé að flytja
lævirkjatré seint á sumrin eða
rétt fyrir barrfall trésins.
Um samanburð á vaxtarmögu-
leikum lerkis á Hallormsstað og
Akureyri treysti ég mér ekki til
að dæma, en hygg þó að þar sé
ekki mikill munur á.
Um Gullsóp
í svari mínu sem birtist í
blaðinu 2. júlí til Sigríðar í
Vesturberginu þar sem hún spyr
m.a. um hvaða áburð sé best að
nota á Gullsóp varð mér það á að
rugla saman Gulisóp og Gullhrís
og gefa Sigríði svör sem áttu við
Gullhrísinn. í sjálfu sér ætti
þetta ekki að koma að verulegri
sök, því báðar þessar plöntur
gera litlar kröfur til áburðar. En
með því að ég hef nú áttað mig á
vangá minni, vil ég þó leiðrétta
mistök mín. Gullsópur er svo
nýtilkominn runni í görðum hér,
að tæplega.er áratugur liðinn frá
því að fyrstu plönturnar bárust
hingað fyrir tilstilli Kristins
Guðsteinssonar garðyrkjufræð-
ings sem hefur með leit sinni að
harðgerðum garðagróðri auðgað
garðflóruna okkar um fjölda
tegunda.
Gullsópur eða CYTISUS
PURGANS er af belgjurtaætt og
getur orðið all myndarlegur
runni með sóleyjargulum smá-
um blómum er nánast þekja
allar greinar runnans seinni
hluta sumar ef tíðarfarið er
honum hentugt. Runninn verður
að fá mikla sól svo að hann geti
þrifist. Hann þolir t.d. vind og
nepju mun betur en skugga.
Virðist geta dafnað hvarvetna
þar sem hann fær næga birtu,
enda kominn frá Pyreneafjöllum
úr 2000 metra hæð.
Best virðist Gullsópurinn
kunna við sig í sendnum, jafnvel
lítið eitt grýttum jarðvegi, og
þarf engan áburð. Fjölgað með
sumargræðlingum.
Hvernig á ad
skipta bóndarós?
Kristín Ingólfsdóttir, Engja-
vegi 30, Selfossi, hringdi og
spurði hvernig ætti að skipta
bóndarós og á hvaða tíma það
væri best.
SVAR:
Bóndarós mun vera best að
skipta í september og má skera
hana í sundur með hníf og gæta
þess eins að sem haganlegast sé
skorið og að eitt brum fylgi
hverjum hluta. Rétt væri að þvo
partana upp úr sveppalyfinu
ORTHOCID áður en þeir eru
settir á ný í mold.
Að öðru leyti vísast til fyrri
upplýsinga um bóndarósina, sem
hér hafa komið fram í þessum
svörum nú nýverið.
Meðhöndlun
tómatplöntu
Ásdis Kristjánsdóttir,
hringdi og langaði til að vita
hvernig hún ætti að meðhöndla
tómatplöntu, hvernig hún ætti
að klippa hana og hvernig hún
ætti að geyma hana í vetur.
Sagðist hún hafa gróðurhús.
SVAR:
Það er ekki miklum erfiðleik-
um bundið að rækta tómat-
plöntu í gróðurhúsi. Hún þarf að
vísu snöggtum meiri áburð og
aðra umönnun en kartöflur, og
þá einkum næga vökvun. Þá þarf
að veita henni góðan stuðning
(binda hana upp). Einnig að
klippa alla axlarsprota sem vaxa
milli stofns og blaðstilks. Best er
fyrir Ásdísi að kaupa sér plöntu
síðla vetrar og sá sjálf í ársbyrj-
un. Það borgar sig engan veginn
fyrir hana að reyna við endur-
nýjun þeirrar plöntu sem borið
hefur ávexti.
Hvernig á að
gera safnþró?
Sigurveig Hauksdóttir, Áls-
völlum 6, Keflavík, hringdi og
sagði að fyrir framan húsið hjá
henni væri fimm ára gamall
venusvagn í tveimur löngum
beðum.
I öðru beðinu eru nokkrar
plöntur sem ekki hafa náð nema
10 sm hæð í sumar meðan að
hinar eru komnar í 40 til 45 sm
hæð. Hvað veldur þessu? Vantar
eitthvað? Hvernig á að gera sér
safnþró. Er gras sett í hana. En
áburður?
Hvernig er hænsnaskítur sem
áburður á tré og blóm?
SVAR:
Hugsast getur að olía eða salt
hafi hafnað í þeim hluta beðsins
sem lakar vex í. Þetta er þó
tilgáta. Sigurveig mætti prófa
eftir að hún les þessar línur að
gefa einn hnefa af blönduðum
garðáburði uppleystum í ylvolgu
vatni á þær plöntur sem dregist
hafa aftur úr, það gæti hjálpað
þeim að ná hinum. Þessi
skammtur ætti að duga á tíu
plöntur. Ef þetta dugir lítið, þá
þarf hún að setja húsdýraáburð
með venusvagninum sínum í
haust og þó sérstaklega þeim
plöntum sem bágast eiga.
Safnhaugaþró má gera með
ýmsum hætti, en best fer á að
slá saman timburgrind í stíu er
heldur utanað ruslinu sem safn-
að er saman. Arfi, hey og
hverskonar lífræn úrgangsefni
mega fara saman í safnhauginn.
Helst þarf að ummoka haugn-
um einu sinni eða tvisvar og
ágætt er að bæta í hann áburð-
arkalki og sandi um leið. Rotn-
unin byggist eðlilega mest á
hitastigi loftsins og er ákaflega
hæg yfir veturinn. Nokkuð getur
flýtt fyrir ef hafður er regnþétt-
ur hleri yfir haugstíunni. Venju-
lega er góð mold ekki fengin fyrr
en haugurinn hefur staðið í tvö
sumur.
Hænsnaskítur getur verið
ágætur áburður á tré, en þarf að
notast hóflega á blóm og svo er
með allan húsdýraáburð ef hann
er nýlegur, og rétt er að undir-
strika að húsdýraáburður má
aldrei liggja fast að berki trjáa
né runna.
Er stokkrós
vandmeðfarin?
Sigriður Meldal, Kársnes-
braut, hringdi og sagði að henni
hefði verið gefin stokkrós sem
væri á fyrsta ári.
Er vandmeðfarið með hana og
má hún vera í sólríkum glugga
eða úti í garði? Eru þær ein-, tví-
eða fjölærar?