Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
HÖGNI HREKKVlSI
„ Aiö £RU Öll Ö>£55/ MSDIÓ& / '
Húsnæði og ríkisforsjá
Gamall íbúðareigandi skrif-
ar:
Eg las mér til mikillar furðu í
dálkum Velvakanda um daginn
klausu frá GS um leiguíbúða-
skortinn. Sá góði maður lét sér
helst detta það í hug að taka
íbúðirnar af því gamla fólki,
sem á sínum tíma kom sér upp
íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína
og hefur nú rúmt um sig í þeim,
þegar aðrir úr fjölskyldunni eru
látnir eða búnir að koma sér
upp eigin heimilum. Skyldu
„opinberir aðilar" taka af fólk-
inu íbúðirnar og ráðstafa þeim,
þannig að flytja aðra inn í þær.
Færa fólkið saman, eins og GS
vill.
Alveg datt yfir mig þegar ég
sá þetta. Að til skuli fólk, sem
vill að „opinberir aðilar" ráðsk-
ist þannig með einstaklingana
að þeir telji þá, mæli upp
fermetrana sem þeir búa í, deili
svo með fjöldanum og flytji fólk
saman holt og bolt.
Út af fyrir sig er þetta svo
mikil fjarstæða, að varla er
ástæða til að ræða það — allra
síst við Islendinga, sem ekki er
enn búið að berja svo í kerfi, að
þeir geta nokkuð ráðið sínu lífi.
Og þó? Ég fór að hugsa um það,
hvort raunverulega væri búið í
valdabaráttunni að lauma inn á
okkur Islendinga ríkisforsjár-
hugsunarhætti í svo ríkum
mæli, að til væru orðnir ein-
staklingar sem vilja helst að
ríkið taki þá að sér og hafi í
„búri“ eða „stíu“, þar sem þeir
þurfa ekkert að hugsa, fá bara
rétt nægilegt viðurværi til að
tóra og ráða engu um sitt líf. Ég
á bágt með að trúa því, að sé til
fólk á íslandi, sem vill það.
Samt virðist oft að kröfuhópar
af ýmsu tagi átti sig ekki á
þessu, þegar þeir eru að fá
ríkisvaldinu allt sitt ráð, fyrir
einhver svolítil hlunnindi, sem
þeir sækjast eftir í það sinn.
Og ef maður lítur í kringum
sig nú síðustu 2—3 árin, þá er
greinileg stefna yfirvalda í þá
átt að koma slíku helsi á
einstaklingana. Að minnsta
kosti að koma á þá bandi, svo að
yfirvöld geti sjálf ákveðið hve
langt þau gefa svo út tauminn.
Maður verður þá eins og lax á
færi, brýst um þegar séð er að
hverju stefnir, en það er sá sem
um stöngina heldur sem hefur
allt manns ráð í hendi sér.
Þannig er þetta greinilega
orðið í húsnæðismálum. Það er
smám saman með reglugerðum
og lögum búið að búa svo um
hnútana að einstaklingar geta
ekki komið sér upp íbúðum, ekki
nema fá fyrir velvilja eða kunn-
ingsskap við einhvern ráða-
mann „félagslega íbúð“ með
sínum kvöðum. Öll viðráðanleg
íbúðalán fara til þess háttar
íbúða, og þarmeð er verið að ná
öllum á krókinn. Og þá er
kannski ekki svo langt þangað
til farið er að draga inn. Raunar
þegar byrjað með því að leggja
svo há fasteignagjöld á íbúðar-
húsnæði, að þeir sem hafa
sparað og komið sér því upp,
geta ekki haldið íbúðum sínum.
Ef fólk brýst ekki um og
reynir að losna af króknum,
sýnist mér að lítið verði orðið af
frelsi einstaklinganna, það
dýrmætasta sem við eigum í
þessu landi.
Ég er hrædd um að við, sem
getum unnt íslenzkri þjóð ein-
hvers annars en að einstakl-
ingarnir verði þannig settir í
hólf og mataðir þar af ríkis-
valdi, sem hefur allt manns ráð
í hendi sér, verðum að fara að
taka til hendi og andæfa. Ann-
ars verður þetta hlutskipti
barna okkar.
Enn um Suðurheim
Þorsteinn Guðjónsson skrifar:
í grein í Velvakanda 27. júní,
gegn stuttu bréfi mínu í sömu
dálkum hálfum mánuði fyrr, segir
Rakel Viggósdóttir, að ferða-
skrifstofa nokkur hafi boðið
blaðamönnum til suðurlanda að
líta á hótel og dvalarstaði, en
síðan hafi „tilviljun" ráðið því, að
báðir skrifuðu um sömu fjölskyld-
una þar búsetta, á mjög líkan
hátt. Er svo að sjá, að R.V. telji
mjög ámælisvert fyrir mig að hafa
ekki látið mér skiljast að um
„tilviljun" hafi verið að ræða. —
Engu að síður er það enn ætlun
mín, að þetta hafi ekki verið nein
tilviljun, heldur hljóti þarna að
hafa komið til ábending frá veit-
andanum, um efnisval, og jafnvel,
að í þeirri ábendingu hafi falizt
fleira en í fyrstu sýndist. Ég hygg,
að dæmið (öskubuskuævintýrið)
hafi af hans hendi verið valið sem
hið fyrsta af mörgum, sem átti að
fara að sýna, um farsæl hjóna-
bönd á suðurlöndum — í ákveðn-
um tilgangi að sjálfsögðu.
Aðalsetningin í hinni stuttu
grein minni 14. júní var þessi:
„Auglýsingastarfsemi ferða-
skrifstofa er orðin að þjóðfélags-
vandamáli hér á landi". Þetta er
skoðun mín, og ég ítreka hana hér
með.
Greinarhöfundurinn 27. júní
talaði þarna m.a. um „þá fyrirlit-
legu rógferð (rógsherferð?), sem
a.m.k. sumar ferðaskrifstofur
„nota til að ota sínum tota“.
Auðsætt er að hún hefur mjög
ákveðna afstöðu til aðila sam-
keppninnar á þessu sviði.
Rakel Viggósdóttir hefur gert
grein fyrir sjónarmiði sínu, og er
það vel. En, — mættum við
lesendur Velvakanda eiga von
tignari gesta?