Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981
13
Eiga útlendingar að
kynna íslenska menn-
ingu fyrir íslendingum?
BlaAinu hefur borist eftirfar-
andi ályktun, sem samþykkt var
á fundi stjórnar Rithöfundasam-
bands tslands 30. júní:
Sunnudaginn 21. júní sl. sýndi
sjónvarpið þátt um Snorra Hjart-
arson sem danska sjónvarpið
hafði látið gera og bauð fram á
vettvangi Nordvision. Þátturinn
var að sjálfsögðu miðaður við
danskar aðstæður þar sem Snorri
er óþekktur. Ljóð hans hafa ekki
verið þýdd á dönsku og því hafa
danskir sjónvarpsáhorfendur ekki
átt neinn kost á að kynnast þeim.
Af þessum sökum var áðurgreind-
ur þáttur vitskuld með öllu ófull-
nægjandi fyrir íslenska sjónvarps-
áhorfendur og átti lítið erindi við
þá.
Af þessu tilefni vaknar sú
spurning hvort það sé i samræmi
við menningarhlutverk íslenska
sjónvarpsins að flytja íslending-
um danskar kynningar á islensk-
um skáldum og list þeirra. Hefði
nú ekki verið nær lagi að íslenska
sjónvarpið hefði látið gera mynd-
arlega dagskrá i tilefni af því að
Snorri Hjartarson hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
og það hefði boðið slíkt efni fram í
dagskrárskiptum Nordvision? Eða
er niðuriæging islenska sjón-
varpsins orðið slík að forystu-
mönnum Ríkisútvarpsins finnist
ef til vill ofur eðlilegt að útlend-
ingar kynni íslenska menningu
fyrir íslendingum?
Stjórn Rithöfundasambands ís-
lands vill minna á að tilgangur
íslensks sjónvarps hlýtur að vera
íslensk dagskrárgerð. Nú er hins
vegar svo komið að íslenskur hluti
dagskrárinnar er aðeins þriðjung-
ur hennar, og er þó ýmislegt talið
íslensk dagskrárgerð sem hæpið
er að kalla slíku nafni. Hér hefur
orðið hrein afturför í starfsemi
sjónvarpsins, sem þegar í stað
verður að ráða bót á. Skorar
stjórn Rithöfundasambandsins á
útvarpsstjóra, útvarpsráð, ríkis-
stjórn og alþingismenn að beita
sér nú þegar fyrir því að strax á
næsta ári verði íslensk dagskrár-
gerð sjónvarpsins stóraukin svo að
hún nemi að minnsta kosti helm-
ingi dagskrárinnar.
Jafnframt skorar stjórn Rithöf-
undasambandsins á útvarpsráð að
láta gera röð sjónvarpsþátta um
íslenska listamenn og verk þeirra
og bjóða þá fram í dagskrárskipt-
um Nordvision.
Ungmennafélagsferð
um Borgarland
MiÚhúsum á Harúaströnd. 6. júli.
Á SUNNUDAGINN stóð Ung-
mennafélagið Afturelding í
Reykhólasveit fyrir vel heppn-
aðri ferð um Borgarland. en það
er nesið milli Króksfjarðar og
Berufjarðar. bar er eitt fegursta
landslag hér á landi. og mjög
fróðlegar jarðmyndanir. Má þar
minna á Bjartmarsstein, eða
Pjattarstein öðru nafni.
I Borgarlandi eru sennilega
frjósömustu tjarnir og mýrar á
Vestfjörðum. Margar tegundir
fugla verpa þar, og má minna á
flórgoða og jaðrakan, sem eru hér
á ystu mörkum útbreiðslu sinnar.
Hér áður var því trúað að álfar og
huldufólk kysu frekar að búa í
Borgarlandi en á öðrum stöðum
vestur hér, enda ekki í kot vísað.
Leiðsögumaður í ferðinni var
Brynjólfur Jónsson áður bóndi í
Borg, og formaður Ungmennafé-
lagsins er frú Lilja Þórarinsdóttir,
Grund.
— Sveinn
Kaupiö
þakefnið hjá
fagmanninum
ÞAKSTAL
FRA BREIÐFJORD
Topp-stál
Köllum viö nýja þakefniö
frá VERFORM í Noregi.
Stáliö er gleiö báraö meö
íslegnum hnúöum til aö
brjóta stóra þakfleti og
gera þá ásjálegri. Efniö
hefur fengiö góöar viötökur
arkitekta sem kærkomin
tilbreyting frá hefö-
bundnum þakklæöning-
um. Viö sníöum og beygj-
um síöan slétt efni í sama
lit á kanta, í þakrennur,
skotrennur o.fl.
Verform
hefur yfir aö ráöa full-
komnustu og nýjustu vél-
um plötuframleiöenda á
Noröurlöndum
!
GJAFVERM
SG-270H
Breidd 540 mm. Hæð 138 mm. Dýpt 397 mm.
Hátalarar: Breidd 230 mm. Hæð 375 mm. Dýpt 193 mm.
□□ fyrir betri
DOLBY upptökur.
Útgangsorka
2X32 Wött(MPO)
Meiriháttar
t steríó samstæöa
3tækiíeinu,
meö hátölurum í vinsæla
,,silfur“ útlitinu.
i>^»a *-*U •• • M * 8 _
3ET ...
jðL.’fS: ari,jetuffi js. ats smt—
—
A1ETAL APSS
'v™ Sjáifvirkur
metal kassettur . ‘ ...
lagaveljari.
■1 Verðkr.:
5.225
HLJÓMTÆKJADEILD
m KARNABÆR
^f LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999
Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík —
Portið Akranesi — Eplið Isafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri —
Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M.h/f. Selfossi.
Patróna Patreksfirði