Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 VARÐARFERÐ í SÓL OG BLÍÐU VEÐURGUÐIRNIR brugðust ekki Varðarfélög- unum, sem síðastliðinn laugardag fóru sína árlegu Varðarferð, frekar en fyrri daginn. Var haft á orði að bezta tryggingin fyrir góðu veðri væri að ákveða Varðarferð. I blíðskaparveðri, sól og hita, lögðu um 500 manns upp frá Valhöll árla morguns. Ekið var til Þingvalla og fyrsti áningarstaðurinn var við rætur Armannsfells í Bolabás, þar sem morgunkaffi var drukkið og ungviðinu gafst tækifæri til að spretta úr spori. Guðmundur Jónsson, formaður ferðanefndar Varðar, bauð menn velkomna og gerði grein fyrir tilhögun ferðarinnar, en Einar Þ. Guð- johnsen, aðalleiðsögumaður, lýsti nágrenni og staðháttum. Þegar menn höfðu notið veðurblíðunnar og margunkaffis var haldið áfram sem leið liggur framhjá Hofmannaflöt og Meyjarsæti um Uxahryggjaleið og niður Lundarreykjadal. Áfram var ekið um Bæjarsveit framhjá flug- vellinum við Stóra-Kropp, sem mikið er notaður vegna nútímasamgangna Borgfirðinga, um eitt mesta jarðhitasvæði landsins við Kleppjárns- reyki og upp í Reykholtsdal. Þaðan var haldið yfir í Hálsasveit og ekið meðfram Hvítá, þar sem stansað var skamma stund til að ferðalöng- unum gæfist kostur á að sjá þá miklu nátturufegurð, sem birtist við Hvítá, þar sem Hraunfossar koma undan Hallmundarhrauni og sameinast ánni. Síðan var ekið upp í Húsafell, þar sem hádegisverður var snæddur. Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráð- herra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, bauð menn velkomna til Vestur- lands. í ræðu sinni fjallaði Friðjón um uPPbyggingu á Vesturlandi og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins þar. Hann lýsti ennfremur sögufrægum slóðum Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu. Síðan flutti formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrímsson, ræðu, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Einar Þ. Guðjohnsen lýsti næsta nágrenni Húsafells og gerði grein fyrir örnefnum staðar- ins. Að hádegisverði loknum var ekið framhjá Kalmannstungu og niður Hvítársíðu og Staf- holtstungur til Borgarness. Þar var ekið um bæinn og síðan sem leið liggur yfir Borgarfjarð- arbrúna og fram fyrir Hafnarfjall um Leirár- sveit og Svínadal og yfir á Hvalfjarðarströnd. Síðasti áningarstaður ferðarinnar var í Brynju- dal, þar sem menn fengu kvöldverð við ána. Þar heiðraði formaður ferðanefndar elsta ferða- langinn, Jón Þorsteinsson, bifreiðastjóra, en hann er 88 ára og hefur farið með í flestar Varðarferðir. Þórir Lárusson, formaður Varðar, þakkaði síðan samfylgdina og hvatti menn til dáða á komandi vetri, þar sem borgarstjórnar- kosningar væru að vori. Síðasti spölur leiðar- innar lá um Kjósarskarð til Reykjavíkur og heim var komið í jafn fögru veðri og lagt hafði verið af stað í um morguninn, þreyttir en ánægðir Varðarfélagar. Sveinn Skúlason, framkvæmdastjóri fulltrúaráðsins i Reykjavik, ræðir hér við Geir Hallgrímsson og Biörgu Einarsdóttur, formann Ilvatar, i baksýn má sjá Markús Orn Antonsson, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Birgi ísl. Gunnarsson. Ferðalangar voru á öllum aldri. Hér má sjá framkvæmdastjórann, Kjartan Gunnarsson, með þeim Borgari Þór Einarssyni og Iliu önnu Haarde, en hún var yngst þeirra, sem þátt tóku i ferðinni, þriggja ára. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Erna Finnsdóttir ásamt barnabörnum þeirra. Áð i kjarrivöxnum lautum Húsafells i glampandi sól og hita. Handagangur i öskjunni. þegar matarpökkunum var úthlutað. Vala og Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, i hópi sjálfstæðismanna i Húsafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.